Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 03.02.2010, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR Snæ fells nes iðar af ferða mönn­ um allt sum ar ið og bæði inn lend­ ir sem er lend ir gest ir fara það an flest ir al sæl ir með góð ar minn ing­ ar í fartesk inu. Ein staka ferð tek­ ur þó ó vænta stefnu, eins og þeg­ ar ung hjón úr Kópa vogi fóru með dæt ur sín ar tveggja og ný lega fimm ára í úti legu. Þau fengu að kynn ast ar mæðu ferða mennsk unn ar af eig­ in raun. Feg urð og frið ur Hjón in lögðu af stað snemma á mánu degi og ætl uðu sér að eiga kyrr láta og góða viku úti í nátt­ úr unni. Þau gistu ná lægt Helln­ um fyrstu nótt ina og á öðr um degi ferð ar inn ar, eft ir stutta og held ur svefn litla nótt í tjald inu, óku þau út Nes ið. Seinnipart dags ins voru þau kom in út á Önd verð ar nes og lögðu bíln um á bíla stæð inu við skærgul­ an vit ann. Hjón in gengu stíg inn sem ligg ur nið ur að brunn in um Fálka og hugð ust njóta sól skins ins og slaka þar á áður en leit að yrði að nýj um nátt stað. Þau gáfu sér góð an tíma, snæddu nest ið sitt og léku sér við dæt urn ar. Með an þau dvöldu þarna komu fá ein ir bíl ar, ferða­ fólk ið úr þeim dreifð ist, það skoð­ aði stað inn mis lengi og fór að því loknu. Litlu stúlk urn ar voru mjög vin sæl ar með al ferða mann anna sem flest ir voru af er lendu bergi brotn ir og marg ir tóku fjöl skyld una tali og sum ir gerðu sér far um að skemmta stelp un um. Ör lög in taka völd in Þeg ar hjón in héldu af stað til baka eft ir án ing una var þreyt an far in að gera illi lega vart við sig i eldri dótt ur inni og hún orð in önug og erf ið viður eign ar. Sú yngri var sofn uð í fang inu á pabba sín um sem bar hana í átt ina að bíl un um, en mamm an klyfj uð bak poka og plast­ pok um með nesti og smá leik föng­ um leiddi þá eldri og reyndi að hafa hem il á henni á leið inni að bíla­ stæð inu. Skyndi lega sleit sú stutta sig lausa frá mömmu sinni og hljóp af stað. Þarna eru sand hól ar upp­ grón ir af mel gresi og því ekki alltaf auð velt að sjá í koll inn á litlu barni, en mamm an fylgdi á eft ir með pok­ ana og hróp aði á dótt ur ina til að fá hana til að stoppa. Stúlk an beygði út af stígn um á vinstri hönd þar sem upp gró ið hraun ið tek ur við svo langt sem aug að eyg ir. Þeg ar þarna var kom ið sögu var mamm an al­ veg búin að missa sjón ar á barn inu en pabb inn var orð inn all nokk uð á eft ir með yngri dótt ur ina í fang inu og fór hægt yfir. Hann var sall ar ó­ leg ur og gerði sér enga grein fyr ir því að eitt hvað am aði að. Mamm­ an var hins veg ar orð in veru lega á hyggju full og hljóp af stað á eft ir barn inu út í hraun ið. Þá vildi ekki bet ur til en svo að hún rak fót inn í steinnibbu og kastað ist fram yf ir sig með þeim af leið ing um að hún hrufl aði sig til blóðs og missti pok­ ana sem úr ultu skyr dós ir, pappa­ fern ur, snuð, lopa peys ur og leik­ föng á samt fleiru smá legu sem fylg­ ir barna fjöl skyldu á ferða lagi. Kon an brölti á fæt ur eins hratt og hún gat og linnti ekki köll un um á með an. Hún byrj aði á að reyna að tína sam an dót ið, en hætti því fljót­ lega og beindi nú hróp un um í átt til eig in manns ins sem sil að ist í átt til henn ar með smá barn ið í fang inu. Til að gera langa sögu stutta þá hitt ust þau hjón in á slys stað og höfðu verka skipti. Frú in tók við yngri dótt ur inni sem steins vaf eins og eng ill á öxl henn ar og fet aði sig var lega af stað lengra inn í hraun ið hróp andi nafn barns ins og skimandi í all ar átt ir með an ökklinn bólgn aði í göngu skón um. Þar lýk ur henn ar þætti í bili. Grun ur læð ist að Eig in mað ur inn tók við eft ir för­ inni í ör vænt ingu og vissi varla hvert væri best að halda. Hann á kvað þó að fikra sig nær bíla stæð inu en að­ gæta vel um hverf ið á vinstri hönd í leið inni ef barn ið leynd ist þar. Hann hóaði og kall aði og kíkti nið­ ur í gjót ur en varð einskis var þótt hann nálg að ist veg inn og bíla stæð­ ið. Á bíla stæð inu sá hann hvar hóp­ ur fólks keppt ist við að pakka far­ angri inn í grá an jeppa, ekki ó svip­ uð um hans eig in bíl. Fólk ið snar að­ ist inn í jepp ann sem ók greitt út af bíla stæð inu og út veg inn. Hann hélt á fram að hrópa og kalla og baða út öll um öng um, en ekk ert svar. Í sama bili og hinn ang istar fulli eig in mað ur og fað ir komst móð ur og másandi upp á bíla stæð ið renndi að lít ill bíla leigu bíll og út steig ungt ítalskt par. „Was there a child in the car?“ (var barn í bíln um) spurði mað ur inn með æð is glampa í aug um og pataði eft ir veg in um. Unga parið var svolitla stund að átta sig, en eft­ ir nokkr ar út skýr ing ar töldu þau að það væri senni legt, ein hver lít ill hefði veif aði til þeirra úr aft ur sæt inu þeg ar bíl arn ir mætt ust. Þetta tók hinn hálfst url aði fað­ ir sem aug ljósa vís bend ingu um að barn inu hans hefði ver ið rænt, vilj andi eða ó vilj andi. Hann gróf bíllyklana sína upp úr vas an um í hasti og skip aði ítalska par inu að fara til konu sinn ar úti í hraun inu og segja henni að hann væri í eft ir för á eft ir barna ræn ingj um. Síð an spólaði hann af stað eft ir veg in um og hvarf í ryk mekki. Bófa has ar Eft ir för manns ins varð erf ið eins og við mátti bú ast. Þeir sem ekið hafa um Önd verð ar nes vita að veg­ ur inn þar er ekki hann að ur fyr­ ir kappakst ur og ekki heigl um hent að mæt ast þar, jafn vel þótt eng inn sé að flýta sér. Sjálf ur lýs ir mað ur­ inn ferð inni sem lengstu og verstu bíl ferð ævi sinn ar þar sem hann hafi ekið eins og geð veik ur rallý kappi og mun hrað ar en að stæð ur leyfðu. Hann lá á flaut unni lang leið ina, ým ist til að fæla aðra bíl stjóra út af veg in um eða til að reyna að fá gráa jepp ann til að stoppa, ­ en hvor ugt virk aði. Oft mátti hann bakka lang ar leið ir og við brögð sam ferða mann­ anna voru að von um ekki mjög kær­ leiks rík. Aðr ir bíl stjór ar skildu ekki as ann og gerðu enga til raun til að flýta fyr ir hon um, sum ir flaut uðu á móti og ein hver sendi hon um ó við­ ur kvæmi legt merki með löngu töng. Það var ekki fyrr en við rad íó­ mastr ið á Gufu skál um sem hin um ofur stress aða föð ur tókst eft ir mik­ ið flaut og fram úr akst ur að aka í veg fyr ir gráa jepp ann og nauð hemla þvers um á veg in um. Hann snar að­ ist út úr bíl sín um, svipti bíl stjóra­ hurð inni á jepp an um upp með lát­ um og teygði álk una inn um gætt­ ina. Hann horði fram an í and lit­ ið á tveim stjörf um ung ling um sem greini lega leist ekk ert á þenn an kol­ brjál aða Ís lend ing sem var kom­ inn hálf ur upp um háls inn á öku­ mann in um, úf inn og æst ur. Áður en nokkrum far þeg anna tókst að koma upp orði var hinn ungi eig in mað ur og fað ir bú inn að átta sig á því, að senni lega væri þessi eft ir för byggð á mis skiln ingi og hann spurði eins kurt eis lega og hon um var unnt við þess ar neyð ar legu að stæð ur: „Have Spennu tryll ir af Snæ fells nesi you seen a small child?“ (haf ið þið séð lít ið barn). Eng inn svar aði spurn ing unni, en öku mað ur inn spurði á móti: „Kann ich dir hil fen?“ Eft ir ó þjál ar sam­ ræð ur sem fram fóru á blöndu af nokkrum tungu mál um gerði fað­ ir inn sér grein fyr ir því að barn­ ið hafði ekki kom ið upp á bíla stæð­ ið með an grái jepp inn Þjóð verj­ anna var þar stadd ur. Hann baðst skömmustu lega af sök unn ar, bug taði sig og beygði og hóf akst ur til baka í loft köst um. Geðs hrær ing og góð ur end ir Með an á þessu gekk hélt móð ir in á fram leit inni hróp andi og kallandi í sam keppni við yngri dótt ur sína sem nú var vökn uð og grét há stöf­ um. Eft ir svolitla stund gekk hún fram á stroku barn ið liggj andi í lautu ekki langt frá bíla stæð inu. Þar sem hún sat hálf skælandi af feig in leik yfir dætr um sín um þarna í laut inni birt ist ítalska parið sem þorði ekki ann að en að gegna brjál aða Ís lend­ ingn um og gekk á hljóð ið. Þeg­ ar þau höfðu skipst á upp lýs ing um á kvað parið ( kannski með slæma sam visku) að aka á eft ir eig in mann­ in um til að láta hann vita að barn­ ið væri fund ið og heilt á húfi. Þau hlupu eins hratt og þúf urn ar leyfðu í átt að bíln um sín um og óku í hend­ ingskasti út veg inn eins og jepp arn ir tveir á und an þeim. Hinn ungi eig in mað ur og fað­ ir skil aði sér nokkru seinna á bíla­ stæð ið þar sem mæðgurn ar biðu hans, þreytt ar og ein mana með rifna plast poka. Fjöl skyld an sam ein að­ ist á ný og ók sem leið lá til ætt ingja norð ur í Húna vatns sýslu þar sem þeirra biðu upp bú in rúm og móð ur­ leg á falla hjálp. Ekk ert hef ur spurst til Ítal anna á rauða bíln um síð an og eng inn veit hvort þeir skoð uðu nokkurn tíma Önd verð ar nes ið. jh E.s. hafi ein hver fund ið bleikt snuð í plast keðju eða gula barna skóflu á Önd- verð ar nesi í sum ar er við kom andi vin- sam lega beð inn að koma því til Skessu- horns. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2010 verður haldinn 9. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni „Hugsaðu áður en þú sendir”. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísinda- sviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl 14.30-16.30. HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ SENDIR Fundarstjóri er Páll Óskar Hjálmtý sson. MÁLÞINGIÐ VERÐUR SENT BEINT ÚT Á NETINU Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið Jónas Kristjánsson, ritstjóri: Þolmörkin færðust til Einar Norðfjörð og Anna Kristína Lobers, ungmennaráði SAFT: Reynsluheimur unga fólksins: Vinasöfnun og myndbirtingar á félagsnetsíðum Sigríður J. Hjaltested, aðstoðarsaksóknari, Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu: Rannsókn mála tengd netinu Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi: Friðhelgi á jaðri netsins Hrannar Pétursson, forstöðumaður almennatengsla hjá Vodafone: „Ringulreiðarmálið” - Myndbirtingar barna og unglinga á netinu. Hvað segja netþjónustuaðilar? Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor í upplýsingatækni og tölvunotkun í námi og kennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Netsiðferði - Persónuvernd og pólitískur áróður Sólveig Jakobsdóttir, Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun, Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Félagsnet í fræðilegu samhengi: Rafræn tengsl og persónusköpun ungs fólks á netinu Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, og Emil Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Nýherja, veita verðlaun í nemendasamkeppni um gerð jafningjafræðslu- efnis um jákvæða og örugga netnotkun Pallborðsumræður Veitingar Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT (www.saft.is). DAGSKRÁ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.