Skessuhorn


Skessuhorn - 29.09.2010, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 29.09.2010, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER Haust ið 1955 bár ust frétt ir um Borg ar fjörð um nýj an skóla í Bif­ röst. Reynd ar nýtt upp haf byggt á grunni frá 1918. Sam vinnu skól inn var kom inn í Borg ar fjörð. Hús næð­ ið í Bif röst hafði ver ið vígt þann 19. júní um sum ar ið, og nú gekk um há sali Bif rast ar ungt fólk, kenn ar ar, nem end ur og starfs fólk. All ir stað­ ráðn ir í að skapa góð an skóla í anda stefnu yf ir lýs ing ar skóla stjór ans, prests ins frá Hvann eyri Guð mund­ ar Sveins son ar og nýráð ins for stjóra SÍS, Er lend ar Ein ars son ar. Mark ið var sett hátt, „hér skyldi ekki að eins starfa við skipta skóli, sem kenndi fé lags fræði og sam vinnu sögu. Hér skyldi rísa mennta­ og menn ing­ ar set ur, sem skyldi ekki að eins mennta, held ur einnig manna unga menn er skól ann sóttu“. Fað ir minn, Þórð ur Odds son, var lækn ir skól ans. Hann hreifst án efa af skóla starf inu í Bif röst og smám sam an varð það keppi kefli eins lækn is son ar ins á Klepp járns­ reykj um að kom ast inn fyr ir veggi mennta set urs ins í Bif röst. Haust ið 1962 rætt ist sá draum­ ur. Nú skyldi strák ur mann ast. Kenn ar arn ir voru enn ung ir, höfðu braut skráð sex hópa, og voru enn þá jafn kapps full ir sem fyrr. Þeir höfðu sann ar lega mik inn metn að fyr ir hönd Sam vinnu skól ans, það skynj­ uð um við strax. Við nem end urn ir hrif umst og mót uð umst til lífs tíð ar af þess um við horf um, og fag urt og stór brot ið um hverfi skól ans ramm­ aði þetta allt inn. Við viss um að til okk ar voru gerð ar mikl ar kröf ur og við gerð um okk ur far um að standa und ir þeim. Þarna mynd uð ust ævar andi vin­ áttu bönd milli nem enda og við kenn ara. Ég hafði áður kynnst kenn ar an um góða á Hvassa felli, Snorra Þor steins syni, en dvöl­ in í Bif röst leiddi til ein lægr ar vin­ áttu okk ar, sem aldrei hef ur bor­ ið skugga á. Mér er minn is stætt úr ensku kennsl unni að hann vitn­ aði í mis mun inn á big og great, og enn finn ég til á hrifa hans þeg ar ég skrifa texta til op in bers flutn ings, hvort held ur er hand rits gerð fyr­ ir út varp, eða blaða grein. Nú velti ég til dæm is fyr ir mér ein kunna­ gjöf hans fyr ir þess ar hug leið ing ar. Án efa yrði um sögn in ekki „Mjög gott“, en ég geri mér von ir um að hún gæti ver ið „Stutt og laggott“. Það fannst mér alltaf góð ein­ kunn hjá vini mín um Snorra, sem er og verð ur á vallt í mín um huga „ Great“. Óli H. Þórð ar son Ég var spurð; hvað get ur þú sagt mér um Snorra Þor steins son sem kenn ara? Hvað skyldi ég geta sagt? Kenn ari sem hef ur enn þá á hrif á skrif og fram setn ingu máls nem­ enda sinna þótt hálf öld sé lið­ in hlýt ur að hafa ver ið ein stak lega góð ur kenn ari. Hvað skyldi ég oft minn ast þess að góð ís lenska er ekki eitt hvað sem „mað ur“ lær ir „í gegn um“ ein hvern kenn ara? Er gat á þeim kenn ara? Hvaða mann er ver ið að tala um? Fleiri hund ruð manns búa nú í Bif­ röst. Fleiri en hvað? Búa þar ekki mörg hund ruð manns? Það voru svona spurn ing ar sem Snorri varp aði fram til nem enda sinna og þær sitja enn þá fast ar í mínu minni, hálfr ar ald ar end ing er góð end ing! Snorri kem ur upp í hug ann þeg­ ar far ið er yfir texta til birt ing ar. Snorri kem ur upp í hug ann þeg ar þarf að vanda mál flutn ing í ræðu­ stóli. Leið bein ing ar um að nota ekki sama orð ið aft ur og aft ur í sömu máls grein, reyna að skrifa fjöl breytt mál. Gæta þess að standa rétt en af slapp að ur í ræðu stóli, ekki fikta í lykl um í vös um eða öðru því sem dreg ur at hygli hlust and ans frá efni ræð unn ar. Horfa yfir hlust­ end ur og gjarn an velja sér punkt aft ast fyr ir miðj um sal, þannig hafa sem flest ir til finn ingu fyr ir því að ræðu mað ur tali bara til hans. Þannig kenndi Snorri okk ur í Bif röst 1960­1962 og kennsl an er enn þá fersk og verð ur vænt an lega þar til yfir lýk ur ræðu höld um og mál æði hjá mér. Þakka þér Snorri og bestu kveðj ur til ykk ar hjóna frá Á gústu á Refs stað. Á gústa Þor kels dótt ir frá Refs stað í Vopna firði. Skessu horn leit aði til tveggja fyrr um nem enda Snorra á Hvassa felli frá kenn ara tíð hans á Bif röst. Brugð ust þau skjótt við þeirri bón og eru færð ar þakk ir fyr ir. Þetta eru þau Óli H Þórð ar son og Á gústa Þor kels dótt ir frá Refs stað. Minn ing ar frá Bif röst og af Snorra Kveðja til Snorra Óli H. Þórð ar son og Snorri á Snorrahátíð í sumar. Á gústa Þor kels dótt ir. ur var til þess í upp hafi að ala upp starfs menn fyr ir Sam vinnu hreyf ing­ una. Ég heyri síð an frá nem end um að það sem þeir meta mest er fé lags­ lega upp eld ið sem þeir fengu. Bæði það að tjá sig og halda utan um fundi auk á hersl unn ar á ís lensku nám ið. Sann leik ur inn er sá að eft ir að ég varð yf ir kenn ari þarna þá var á kaf­ lega mik ið leit að til mín frá ýms um fyr ir tækj um, stofn un um og jafn vel ráðu neyt um eft ir nem end um, sem voru að út skrif ast, til starfa á þess­ um stöð um. Svo var ann að að þetta var á ýms an hátt praktísk mennt­ un og það sést á hve marg ir nem­ end ur urðu sveit ar stjór ar eða fóru að sinna sveit ar stjórn ar mál um eða lands málapóli tík. Þarna var versl­ un ar mennt un en þó var það þannig að það sem nem end ur kunnu mest að meta var ís lensk bók mennta saga og menn ing ar saga sem Guð mund­ ur Sveins son kenndi og náði yfir list ir, bók mennt ir, tón list og raun­ ar allt sem þetta snerti. Þessu áttu nem end ur ekki von á og fram halds­ skóla mennt un in bauð ekki upp á í þá daga nema hina póli tísku sögu og sögu stríða og ó frið ar.“ Há skól inn á sama þrepi og Sam vinnu skól inn var Snorri er ekki viss um að svona skóla vanti í dag. „Ef mað ur fer að rifja upp stöð una eins og hún var 1955 þeg ar Sam vinnu skól inn flyt­ ur að Bif röst þá voru hér tveir eða þrír mennta skól ar og svo Versl un ar­ skól inn. Þetta er það sem var í boði fyr ir þá sem luku lands prófi ef þeir vildu fara í bók nám en ekki iðn nám. Það fólk sem kom úr þess um skól­ um var síð an ráð ið til þeirra starfa sem nú er kraf ist há skóla mennt un­ ar til. Ég hef því alltaf sagt að það að Sam vinnu skól inn skyldi verða að Sam vinnu há skól an um og síð an Há skól an um á Bif röst eins og hann heit ir núna þýð ir að hann er á sama mennta þrepi enn í dag. Það er bara mennta kerf ið sem er kom ið þrepi ofar,“ seg ir Snorri. „Að sjálf sögðu tóku kenn ar ar tölu verð an þátt í fé­ lags lífi nem enda og t.d. í náms ferð­ um til Ak ur eyr ar, þeg ar ég var far­ ar stjóri og gist var í Skíða hót el inu í Hlíð ar fjalli þurfti ég að standa fyr ir kvöld vök um þar.“ Hef ur feng ist við ým is­ legt síð ustu árin Snorri seg ist hafa nóg að fást við. „Það má segja að ég hafi ann ars veg­ ar ver ið að fást við fé lags störf og hins veg ar rit störf eða rann sókn ir. Ég skrif aði Sögu Spari sjóðs Mýra­ sýslu sem kom út 2003 þeg ar 90 ár voru frá stofn un hans. Ég svona rétt náði því áður en hann varð all ur. Svo kom út í fyrra bók um barna fræðslu í Mýra sýslu frá 1880­2008. Svo var ég rit stjóri að og skrif aði tölu vert í af mæl is rit Sam bands veiði fé laga um sögu þeirra sam taka,“ seg ir Snorri. Sögu fé lag Borg firð inga hef ur not ið krafta Snorra í lang an tíma en þar hef ur hann bæði ver ið for mað ur og fram kvæmda stjóri. „Já það er fé­ lags lega hlið in á því sem ég hef ver ið að fást við. Sögu fé lag ið hef ur hald ið á fram því starfi, sem það var stofn að til, að gefa út Borg fir skar ævi skrár og síð an hafði ég for göngu um það að Borg firð inga bók var gef in út á ný árið 2004 en áður höfðu kom ið út 3 bindi af henni á ár un um 1981 til 1984. Núna eru kom in út 13 bindi af Borg firsk um ævi skrám og með því er eig in lega búið að tæma staf­ róf ið. Nú er ver ið að und ir búa leið­ rétt inga­ og við bóta bindi. Við höf­ um mik inn metn að fyr ir því að gera það vel úr garði því þetta þyk ir mjög á byggi legt ætt fræði rit því það er hægt að rekja ætt ir fólks í hér að­ inu eft ir þessu riti frá ár inu 1700 til dags ins í dag. Á fimm ára fresti gef­ ur Sögu fé lag ið svo út í búa skrá fyr­ ir Mýra­ og Borg ar fjarð ar sýslu og Akra nes og því verð ur hald ið á fram. Á sín um tíma gaf Sögu fé lag ið líka út Ævi skrár Ak ur nes inga sem komu út í fjór um bind um.“ Upp hafs menn að þess ari ævi skrá a út gáfu voru þeir Að al steinn Hall dórs son, Guð mund­ ur Ill uga son og Ari Gísla son en síð­ ustu árin hef ur dr. Þur íð ur Krist jáns­ dótt ir rit stýrt ævi skrán um. „Okk­ ur dreym ir um að koma ævi skrán­ um í gagna grunn og það var kom ið vel á veg en er hluti af þess um 2007 draum um, sem bíða en það létt ir þá vinnu að þetta er allt til í tölvu tæku formi í dag.“ Snorri seg ir að sig klæi í fing urna að grúska í ýmsu tengdu sögu hér aðs ins en um hana er raun­ ar mjög lít ið skráð en ein hvers stað ar verði að setja mörk in. Til æðstu met orða í Rot ary Eft ir að Snorri hætti fastri vinnu hef ur tvennt að auki átt hug hans. Ann að eru störf fyr ir Rot ary hreyf­ ing una. Árin 1999­2000 var hann um dæm is stjóri hreyf ing ar inn ar á Ís­ landi og í fram haldi af því gegndi hann ýms um störf um fyr ir Rot ary hreyf ing una. „Ég fór með al ann ars sem full trúi um dæm is ins á lög gjafa­ þing Rot ary International, sem hald­ ið var í Chicago í Banda ríkj un um. Það var ansi skemmti leg upp rifj un og lær dóms ríkt. Það voru nokk uð marg ar ut an ferð ir sem fylgdu þessu um dæm is stjóra starfi. Ferð ir inn an­ lands voru líka marg ar í heim sókn­ ir til klúbba víðs veg ar um land og þarna kynnt ist ég mörg um og eign­ að ist marga góða vini, bæði inn an­ lands og er lend is.“ Að bún að ur fatl aðra var öm ur leg ur Mál efni fatl aðra hafa líka ver ið á borði Snorra. Hann var í 28 ár full­ trúi í Svæð is ráði um mál efni fatl aðra á Vest ur landi og stund um for mað­ ur. „Ég var að eins bú inn að koma að þess um mál um áður því Þroska hjálp á Vest ur landi var stofn uð í fram­ haldi af ráð stefnu sem ég stóð fyr ir sem fræðslu stjóri um vanda mál fatl­ aðra í skól um. Og ég var fyrsti for­ mað ur þar. Þeg ar svæð is stjórn varð til var eng in þjón usta af neinu tagi til á svæð inu og fyrst var gerð til raun með leik fanga safn og í sam vinnu fræðslu stjóra og svæð is stjórn ar var ráð inn þroska þjálfi, sem hafði sam­ band við for eldra fatl aðra barna sem leiddi til þess að hald inn var fund ur með tíu for elda pör um og þar skynj­ uðu marg ir að þeirra vanda mál voru ekki ein stæð. Nokkru síð ar kom í ljós að ekk ert úr ræði var inn an svæð­ is fyr ir nokkra fatl aða ung linga sem heim il in réðu ekki við að ann ast. Þá hófst bar átta fyr ir sam býli, sem nú er á Vest ur götu á Akra nesi. Sú bar átta var hörð og stund um jafn vel ó svíf­ in af okk ar hálfu. Spek ing ar syðra höfðu ekki nógu sterk orð til að lýsa aula hætti þeirra sem vildu reisa sam býli utan höf uð borg ar svæð is ins. En Jó hanna Sig urð ar dótt ir var ráð­ herra og stóð með okk ur og hús ið reis og hef ur orð ið að miklu gagni, þó að það sé eins og allt ann að barn síns tíma. Svan dís Pét urs dótt ir sér­ kenn ari á Akra nesi var þá for mað ur og stóð sig með á gæt um, en bréfa­ skrift ir og þess hátt ar var að mestu hjá mér. Síð ar varð hlut verk svæð­ is stjórn ar sem nú heit ir svæð is ráð meira í átt til eft ir lits en Skrif stofa mál efna fatl aðra tók við og hún hef­ ur ver ið með um fangs mikla starf­ semi á Vest ur landi, til að mynda sam býl in, Fjöliðj una og fleira,“ seg­ ir Snorri. Hon um er greini lega annt um mál efni fatl aðra og Snorri seg­ ir það hafa tek ið á að sjá hve lít ið var gert fyr ir þenn an hóp. „Ég man t.d. eft ir, sem ung ur mað ur, að hér var fötl uð stúlka á ein um bæn um. Hún kom með for eldr um sín um á fundi og aðr ar sam kom ur en svo kom að því að móð ir henn ar hætti að geta séð um hana og þá var hún send suð ur á Kópa vogs hæli. Ég man líka eft ir annarri fatl aðri stúlku sem var send á Kópa vogs hæli 14 ára göm ul. Ég keyrði hana þang að á samt móð­ ur henn ar og síð an fór ég með móð­ ur henn ar í heim sókn þang að. Það er ein hver öm ur leg asta sjón sem ég hafði séð. Þarna var fólki hrúg­ að sam an í lít ið pláss. Síð an hef ur margt gerst og nú eru marg ir fatl­ að ir ein stak ling ar komn ir í sér býli. Það er mik il breyt ing,“ seg ir Snorri og hon um er greini lega létt yfir því hvað gerst hef ur í þess um mál um síð ustu ára tugi. hb Með al verk efna Snorra sem um dæm is stjóra Rot ary var að gróð ur setja tré víða um land. Hér eru hann og Eygló eft ir gróð ur setn ingu reyni trés í minn ing ar reit Rotaryklúbbs Eg ils staða um Sig fús Sig fús son þjóð sagna rit ara á Ey vind ará á Hér­ aði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.