Skessuhorn


Skessuhorn - 07.03.2012, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 07.03.2012, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 7. MARS S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Auglýsing um skipulagslýsingu deiliskipulags á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit Á fundi Umhverfis-, skipulags- og byggingarnefndar Hvalfjarðarsveitar þann 23. janúar 2012 og á fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2012 var samþykkt skipulagslýsing fyrir iðnaðarsvæði Grundartanga – Austursvæði vegna tengivirkis Landsnets við Leynisveg nr. 1, sbr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er nú til kynningar í tvær vikur í samræmi við 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga. Tilefni deiliskipulagsgerðar eru áform um að styrkja flutningskerfi Landsnets að iðnaðar- og athafnasvæðunum á Grundartanga. Launaflsvirkið í 1. áfanga mun auka gæði raforku til iðnaðar og almennra notenda innan sveitarfélagsins, einkum með því að draga úr spennusveiflum og -flökti í venjulegum rekstri og við truflanir í flutningskerfinu. Jafnframt mun tengivirkið tryggja næga raforkuafhendingu fyrir núverandi starfsemi og aukningu hennar ásamt raforkuafhendingu til nýrra aðila á svæðinu en þeir munu tengjast nýja tengivirkinu. Með tilkomu virkisins skapast auknir möguleikar á að afhenda raforku til minni og meðalstórra orkukaupenda á Grundartanga, t.d til gagnavera. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við samþykkt aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 Skipulagslýsingin liggur frammi á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar og einnig á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, frá 1. mars 2012 til 15. mars 2012 á skrifstofutíma, 10.00 til 15.00. Athugasemdum skal skila á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar Innrimelur 3, 301 Akranesi, fyrir 15. mars 2012 og skulu þær vera skriflegar. Eftir kynningu á skipulagslýsingunni verður fjallað um deiliskipulagið og það kynnt samkvæmt skipulagslögum. Hvalfjarðarsveit 29.02.2012 Hjörtur Hans Kolsöe Skipulags- og byggingarfulltrúi Frumkvöðull ársins 2011 á Vesturlandi Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir tilnefningum um einstaklinga eða fyrirtæki sem skarað hafa fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum. Verkefnin þurfa að styðja með beinum hætti við uppbyggingu atvinnulífs á Vesturlandi og mun dómnefnd meta verkefnin með hliðsjón af nýsköpunargildi, trúverðugleika og framfaragildi verkefnisins fyrir Vesturland. Dugnaður og frumkvæði eru mikilvægir eiginleikar ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvænlegt er að búa í hinum dreifðu byggðum landsins. Í samstarfi við Vaxtarsamning Vesturlands verða veitt peninga-verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í keppninni. Dómnefnd mun velja úr innsendum tilnefningum og tilkynna val á frumkvöðli ársins á frumkvöðla- og nýsköpunardegi sem haldinn verður í apríl. Eftirfarandi eru leiðir til að senda inn tilnefningar: Hnappur á heimasíðu SSV www.ssv.is• Hnappur á heimasíðu Skessuhorns www.skessuhorn.is • Netfangið frumkvodull@ssv.is• Í pósti til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, • Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi. Tilnefningar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum og þurfa að hafa borist fyrir 26. mars næstkomandi. Laug ar dag inn 25. febr ú ar kom hóp ur smá báta sjó manna vítt og breitt af land inu sam an til fund ar á Hót­ el Hamri í Borg ar nesi. Var for manni Verka lýðs fé lags Akra ness sér stak­ lega boð ið að sitja fund inn. Til efni fund ar ins var m.a. að ræða þá stað­ reynd að smá báta sjó menn eru nán ast eina starfs stétt in hér á landi sem ætíð hef ur ver ið án kjara samn ings. Kom fram hjá fund ar mönn um að slíkt væri al ger lega ó líð andi þar sem sjálf sögð mann rétt indi allra starfs stétta væru að um störf þeirra væri til kjara samn­ ing ur sem tryggði kjör, ör yggi og hin ýmsu rétt indi. Fram kom hjá fund ar­ mönn um að mik il vægt væri að víð­ tæk sam staða næð ist með al smá­ báta sjó manna til að tryggja sem best hags muni þeirra. Voru hin ar ýmsu leið ir nefnd ar í því sam hengi. Sýni sam stöðu Í lok fund ar ins var sam þykkt á lykt­ un: „Fund ur smá báta sjó manna hald­ inn laug ar dag inn 25. febr ú ar 2012 lýs ir yfir undr un sinni að aldrei hafi tek ist að ganga frá kjara samn ingi fyr­ ir smá báta sjó menn þar sem kjör og rétt indi séu tryggð. Fund ur inn skor­ ar á alla smá báta sjó menn að standa þétt sam an og búa til öfl ug an þrýsti­ hóp til að tryggt verði að smá báta sjó­ menn njóti þeirra lág marks mann­ rétt inda að hafa kjara samn ing eins og aðr ir starfs hóp ar. Það er morg un­ ljóst að smá báta sjó menn geta ekki og ætla ekki að sætta sig við það stund­ inni leng ur að eng inn kjara samn ing­ ur sé til sem trygg ir þeim full rétt­ indi. Fund ur inn tel ur það þyngra en tár um taki að kjara samn ings leysi smá báta sjó manna skuli hafi ver ið lát­ ið á tölu laust. Jafn framt krefst fund­ ur inn þess að smá báta sjó menn hafi fulla að komu að gerð nýs kjara samn­ ings við Land sam band smá báta eig­ enda.“ mm Sunnu dag inn 11. mars næst­ kom andi verða haldn ir tón leik ar í Frysti klef an um í Rifi. Þetta verð ur nokk uð sér stak ur við burð ur því á samt tón leik um verða einnig tök ur á heim ilda­ mynd inni 100% mæt ing. Stefnt er að því að fá alla íbúa Rifs til þess að mæta á tón leik ana og setja um leið Ís lands met í mæt­ ingu á við burð mið að við höfða tölu íbúa. Í bú ar Rifs eru 165, en Kári Við ars­ son leik hús stjóri, ætl ar að sjá til þess að all ir mæti á þessa ó vissu­tón­ leika. „Ég er með í búa­ lista í hönd un um og ætla að sjá til þess að all ir í bú­ ar, hvort sem þeir eru ís­ lensk ir eða er lend ir skilji um hvað verk efn ið snýst og muni mæta.“ Ekki hef ur ver ið gef ið út hverj ir spila á þess um tón leik um því drifa flið á bak við mæt ingu heima­ manna er að setja Ís lands­ met. sko Á at vinnu sýn ingu Rótarý klúbbs Borg ar ness sem hald in var á dög­ un um í Borg ar nesi stóð Garð ar Jóns son mál ara meist ari fyr ir get­ raun við sýn ing ar bás sinn. Um 200 manns tóku þátt í get raun inni en hún fór þannig fram að þátt tak­ end ur svör uðu nokkrum lauf létt um spurn ing um á blað sem þeir lögðu svo í get rauna kassa sem að sjálf­ sögðu var tóm máln ing ar fata. Þrír þátt tak end ur hlutu vinn ing. Það voru þau Ása Er lings dótt ir, Mar ía Þór ar ins dótt ir og Guð mund ur Ey­ þórs son. Vann hver og einn máln­ ing ar út tekt að and virði kr. 50.000. Að sögn Garð ars var hann afar á nægð ur með at vinnu sýn ing una. „Sýn ing in var vel skipu lögð og voru marg ir sem sóttu bás inn minn og sýndu starf sem inni á huga. Á sýn­ ing unni gerði ég með al ann ars þrjá samn inga, þannig að ég var í heild­ ina afar sátt ur með dag inn,“ seg ir Garð ar sem vill að end ingu koma fram þakk læti til Róta rý manna í Borg ar nesi fyr ir fram tak ið. hlh Garð ar Jóns son við sýn ing ar bás sinn á at vinnu sýn ing unni á samt að stoð ar kon­ um. Dreg ið í at vinnu sýn ing ar­ get raun Garð ars Jóns son ar Kári Við ars son ætl ar að smala öll um í bú um í Rifi á tón leika. Stefnt á 100% mæt ingu íbúa í Rifi í Frysti klef ann Smá báta sjó menn krefj ast kjara samn ings

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.