Skessuhorn


Skessuhorn - 14.03.2012, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 14.03.2012, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS Jafn an hef ur Ferm ing ar blað Skessu horns seilst í minn inga sjóð ein hvers starfs hóps á Vest ur landi og fengið fólk til að rifja upp minn ing ar frá ferm ing ar fræðsl unni, deg in um stóra, gjöf un um og því sem gjarn an fylg ir ferm ing unni. Að þessu sinni var bar ið að dyr um hjá nokkrum sveit ar stjór um og odd vit um á Vest ur landi. Minn ing ar þeirra fara hér á eft ir. Ferm ing in mín - sveita stjór ar leita í sjóð minn ing anna Dav íð Pét urs son odd viti í Skorra­ dal og bóndi á Grund er elsti sveit­ ar stjór inn á Vest ur landi. Hann fermd ist í Hvann eyr ar kirkju vor ið 1953 og á enn gögn in úr ferm ing­ ar fræðsl unni. Með al ann ars bók ina sem hann skrif aði í allt sem átti að læra fyr ir næsta dag. Seg ir Dav íð að spurð ur að hann sé eins og aðr ir í halds menn, hendi helst ekki neinu. Prest ur inn sr. Guð mund ur Sveins­ son bjó á Stað ar hóli á Hvann­ eyri. Þang að hjólaði dreng ur inn frá Grund til að sækja ferm ing ar­ fræðsl una sem fór fram frá 5. til 14. maí, eða var keyrð ur ef veð ur voru verri. Á þeim tíma lærðu ferm ing­ ar börn in 15 sálma og fóru í gegn­ um kver ið. Gef um Dav íð orð ið: „Við erum fjög ur ferm ing ar systk­ in in en það voru fleiri börn sem gengu til prests ins á sama tíma en fermd ust að Fitj um og Lundi. Þeir sem áttu lengra að sækja fengu inni á bæj um sem nær voru prests setr­ inu og komu þá oft ríð andi í ferm­ ing ar fræðsl una. En til að gefa þér inn sýn í hvern ig þetta var, þá get ég les ið upp fyr ir þig eins og ég skrif­ aði þetta nið ur fyr ir rúmri hálfri öld. Þeg ar mætt var í fyrsta tím­ ann 5. maí átt um við að vera búin að læra fyrstu fimm kafl ana í kver­ inu auk tveggja sálma „Í gegn um lífs ins æðar all ar“ og „Nótt in var sú ágæt enn,“ fyr ir 6. maí hef ég skrif­ að „Á hend ur fel þú hon um,“ „Lof­ ið vorn drott inn,“ á samt nokkrum köfl um úr kver inu. 10. maí var frí en ann ars var þetta eins alla dag ana, yf ir leitt tveir sálm ar og ein hverj­ ir kafl ar í kver inu. Alla jafna mætt­ um við strax eft ir há deg ið. Stund­ um byrj aði dagurinn á því að öll um var hlýtt yfir sálm ana og kafl ana úr kver inu. Hver og einn varð að romsa út úr sér sálm un um. Það tók fram und ir kaffi og þá var far ið yfir heima verk efni næsta dags. Það var ekki mik il tími til að læra heima. En við vor um vön að læra utan bók ar í skól an um, hjá okk ar á gæta kenn ara Sig urði Jóns syni frá Brún, það hef­ ur á byggi lega hjálp að til. Eng ar græn ar baun ir Barna skól an um lauk um miðj an apr íl en þá fór dreng ur inn á Grund til Reykja vík ur til að láta sauma á sig ferm ing ar föt in. Kyrtl ar voru ekki komn ir á þess um tíma. Far ið var um Akra nes og með bátn um til Reykja vík ur. „Að koma til Reykja­ vík ur var mik ið æv in týri, þang að hafði ég sjald an kom ið,“ seg ir Dav­ íð. „Það var frændi minn Hann es Er lends son klæð skera meist ari sem saum aði föt in og ég þurfti að dvelja í Reykja vík í ein hverja daga vegna þess og úr varð helj ar inn ar upp lif­ un. „Ég gisti í Kópa vogi en þurfti að fara á hverj um degi nið ur á Lauga­ veg og fór þá auð vit að með strætó sem var skemmti leg reynsla.“ Svo rann ferm ing ar dag ur inn upp, 24. maí sem var Hvíta sunna. Hvert og eitt ferm ing ar barn þurfti að fara með trú ar játn ing una og Fað ir vor­ ið og með an barn ið var fermt stóðu ætt in gj arn ir upp. Heima á Grund var feikn ar mat ar veisla. „ Mamma hafði feng ið kon ur til að hjálpa til við und ir bún ing veisl unn ar á með­ an at höfn in stóð yfir. En það varð ó happ en sem bet ur fer urðu eng in slys á fólki. Það átti að sjóða græn­ ar baun ir í hraðsuðu potti. Hann var með loft tappa og þurfti að hleypa þrýst ingn um af áður en pott ur inn var opn að ur eft ir suð una. Kon an sem var að sjóða baun irn ar gleymdi þessu og þeg ar hún opn aði skaust lok ið upp í loft og all ar baun irn ar á eft ir. Lok ið skaust aft ur nið ur en sem bet ur fer varð eng inn fyr ir því. Það var rétt búið að hreinsa þeg ar við kom um heim, en það voru eng­ ar græn ar baun ir í veisl unni.“ Dav íð fékk góð ar gjaf ir. Þar á með al hryssu og hnakk frá móð ur sinni. Sú hryssa varð síð ar ætt móð­ ir margra góðra hrossa frá Grund. Síð an fékk hann úr og hring með fanga mark inu í gröfnu. „Þeg ar hryss an mín hafði ver ið tam in fór hún á gæð inga keppni á Faxa borg og var dæmd fjör hæsta hross ið í keppn inni. Það var ekki leið in legt,“ seg ir Dav íð Pét urs son að end ingu. Sveinn Páls son sveit ar stjóri í Dala byggð fermd ist í Vík ur kirkju, Vík í Mýr dal. Ár gang ur inn var frem ur stór sem sótti hefð bundna ferm ing ar fræðslu í þorp inu. Eins og víð ar á land inu höfðu krakk arn­ ir á Vík nokkr ar á hyggj ur af því að líða myndi yfir ein hvern þar sem oft var svo loft laust inni við alt ar­ ið í kirkj unni og oft hafði lið ið yfir eitt hvert ferm ing ar barn ið. En það slapp allt til. Smá hippafíl ing ur Þeg ar leið nær ferm ingu þurfti að fara að huga að fatn aði á ferm ing­ ar dreng inn. Far in var ferð til höf­ uð borg ar inn ar af því til efni. Sveini þótt ekki verra að það var eldri syst­ ir sem fór með. „Ég fór með syst­ ur minni til Reykja vík ur að kaupa föt in,“ seg ir Sveinn þeg ar far ið er að spjalla um hin ar praktísku hlið­ ar ferm ing ar inn ar. „Mér þótti gott að það var ekki bara mamma sem fór með, mað ur var ögn við kvæm­ ur fyr ir því á þess um árum. En ég keypti mér stak an jakka en ekki jakka föt, bux ur og gíf ur lega flotta blóma skyrtu. Síð an voru keypt­ ir al vöru skór, með þykk um botn­ um. Það varð til þess að ég nálg að­ ist að eins stelp urn ar í hæð en ég var einn af þeim strák um sem tók vöxt­ inn út frem ur seint. Mig minn ir þó að skórn ir hafi ekki ver ið mik ið not að ir eft ir ferm ing una, en jakk­ ann not aði ég eitt hvað. Svo var ég með sítt hár sem reynd ar var alltaf hálf ó stýri látt, kannski krull að öðr­ um meg in og slétt hin um meg in. Það var svona að eins hippa fíl ing ur á þessu hjá mér,“ seg ir Sveinn. Óska list inn At höfn in gekk eins og best verð­ ur á kos ið. Ekk ert ferm ing ar barn féll í yf ir lið inni við alt ar ið, sem gat þó al veg kom ið fyr ir. Veisl an var hald in heima, köku veisla fyr ir stóra fjöl skyldu Sveins. „Áður en að ferm ing unni kom höfðu eldri syst­ ur mín ar sem flutt ar voru að heim­ an beð ið mig um óska lista svo þær hefðu ein hvern grun um hvað strák­ inn lang aði helst í. Efst á list an um var Honda CB­50 skellinaðra,“ seg ir Sveinn bros andi og held ur á fram. „Kröf urn ar voru nátt úru­ lega frem ur ó raun hæf ar og auð vit­ að fékk ég ekki skell inöðru í ferm­ ing ar gjöf frá systr um mín um eða nein um öðr um. En það kom ekki í veg fyr ir að ég eign að ist slíkt far ar­ tæki síð ar.“ Að spurð ur hvort hann eigi enn mót or hjól, seg ir hann svo ekki vera, þessi bylgja hafi geng ið yfir eins og margt ann að. Ferm ing ar dag ur inn rann upp og eft ir at höfn ina var far ið heim til veislu. Marg ar góð ar gjaf ir bár­ ust. „Ég fékk voða fínt arm bandsúr frá mömmu og pabba sem ég á enn og hring frá ömmu sem ég hef not­ að með köfl um, alla vega þeg ar ég hef kom ið hon um á fing ur inn. Svo man ég eft ir að hafa feng ið bréfa­ hníf sem kom sér vel við að opna um slög in. En dag ur inn var góð ur og greini lega ekk ert sér stakt far ið úr skeið is því það man mað ur alltaf best,“ seg ir Sveinn Páls son. Dav íð Pét urs son á Grund í Skorra dal. Flest ar ferm ing ar mynd ir á þess um tíma voru með svona upp still ingu Á enn gögn in úr ferm ing ar fræðsl unni Skellinaðra á óska list an um Odd vit inn á Grund tæp um sex tíu árum síð ar. Sveinn Páls son ný fermd ur heima í Vík. Ein hverj um ára tug um síð ar, orð inn sveit ar stjóri í Dala byggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.