Skessuhorn


Skessuhorn - 10.10.2012, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 10.10.2012, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2012 Klara Braga dótt ir er mennt að ur sál fræð ing ur og hef ur lengi starf að sem slík ur á Vest ur landi og kom­ ið víða við. Klara er eig in kona séra Guð jóns Skarp héð ins son ar á Stað­ ar stað á Snæ fells nesi, þar sem þau búa. Blaða mað ur Skessu horns kíkti í heim sókn til Klöru og ræddi við hana um henn ar sögu og störf. Fyr­ ir 16 árum flutti Klara með fjöl­ skyldu sinni aft ur til Ís lands eft­ ir að hafa búið lengi í Dan mörku. „Ég er fædd á Ak ur eyri og upp al in á sveita bæ í Þing eyj ar sýslu. Pabbi minn var bóndi með bland að bú og ólst ég upp með mörg um strák um og var eina stelp an í hópn um. Ég var góð í fót bolta og var kannski svo lít ið á und an minni sam tíð því það voru ekki marg ar stelp ur að spila fót bolta á þess um tíma. Ég á marga góða vini frá barn æsku og það er nú það góða við Ís land að fólk týn ist ekk ert. Mér fannst mjög gam an þeg ar við flutt um fyrst heim hvað mað ur var alltaf að rekast á fólk sem mað ur þekkti í gamla daga og hafði ekki haft mik il tengsl við. Þá var alltaf eins og við hefð um hist síð ast í gær,“ seg ir Klara. Um skóla göngu sína seg ir hún: „Ég fór hefð bundna skóla göngu og var í grunn skóla í sveit inni. Svo fór ég í skól ann að Laug um í Reykja­ dal áður en ég varð 14 ára og var þar á heima vist. Ég segi stund um að þeg ar mað ur fer svona ung ur að heim an, því við vor um bara börn, þá er mað ur í raun inni al inn upp af jafn öldr um sín um. Það an fór ég í Mennta skól ann á Ak ur eyri og svo í Há skóla Ís lands þar sem ég út skrif­ að ist með BS próf í sál fræði. Eft ir það tók ég mér hlé og vann í eitt ár áður en ég fór til Kaup manna hafn­ ar og vann þar í á ann að ár áður en ég fór aft ur til náms við Há skól­ ann í Kaup manna höfn. Það an út­ skrif að ist ég með kandi dats próf í sál fræði með sér hæf ingu í heila og tauga sál fræði.“ Bjuggu 14 ár í Kaup manna höfn „Í Dan mörku var ég að vinna við ým is legt. Fyrst var ég að læra og eiga börn og ég vann alltaf með námi, svo sem við skúr ing ar og á ferða skrif stofu. Einnig vann ég við þýð ing ar af því að þær gat ég stund að heima. Það var mjög þægi­ leg vinna og ég fékk borg að dag­ inn eft ir. Eft ir nám ið fór ég aft ur til Ís lands í einn vet ur til að verða mér út um starfs reynslu, því það var mjög erfitt að fá vinnu úti þeg ar mað ur var ný út skrif að ur. Eft ir árið fór ég svo aft ur til Dan merk ur. Við hjón in lærð um til skipt ist, því við þurft um auð vit að að sjá um börn in og sjá fyr ir okk ur. Við Guð jón eig­ um þrjár dæt ur sem all ar eru farn ar að heim an. Sú yngsta er í Há skóla Ís lands að læra lækn is fræði og hin­ ar tvær eru komn ar aft ur til Kaup­ manna hafn ar. Þær fædd ust all ar þar ytra og sú elsta var á fjórt ánda ári þeg ar við flutt um aft ur til Ís lands. Sú næsta var níu ára og sú yngsta sex ára og var all an sinn grunn­ skóla fer il á Lýsu hóli. Núna eru eldri stelp urn ar okk ar tvær báð ar í námi úti. Sú elsta er í lækn is fræði og á nú lít ið eft ir af nám inu. Hún á lít inn dreng og mað ur inn henn ar er í dokt ors námi. Hin er í fram halds­ námi í verk fræði í Dan mörku,“ seg­ ir Klara. Að al at riði að taka sig ekki of há tíð lega Klara seg ir að Dan mörk hafi reynst fjöl skyld unni vel og að erfitt hafi ver ið að flytja það an. „Okk ur leið mjög vel í Kaup manna höfn og mér lík aði mjög vel við að vera þar. Það var svo lít ið stremb ið að koma aft­ ur heim, því við vor um búin að vera svo lengi úti og eig um marga vini og mik il tengsl í Dan mörku og sér stak lega í Kaup manna höfn. Það var mjög þægi legt að ala upp börn í Kaup manna höfn. Við vor um í miðri borg inni og stutt frá mið­ bæn um en það var samt svæði þar sem krakk arn ir gátu leik ið sér eft­ ir lits laust. Við vor um á dá sam leg­ um stað og nú búa stelp urn ar mín­ ar í hús inu sem þær bjuggu í þeg­ ar þær voru litl ar og litli mað ur­ inn kom inn á vöggu stof una sem mamma hans var á. Þetta var ynd­ is leg ur tími og ég sakna Kaup­ manna hafn ar. Við flutt um á Stað ar­ stað í júlí 1996 og eft ir að hafa ver­ ið úti í 14 ár var gott að koma aft ur heim. Okk ur var mjög vel tek ið hér og stelp urn ar féllu mjög fljótt inn í skól ann og þeim leið vel hérna. Mér finnst mjög gott og skemmti­ legt fólk hérna á svæð inu og gott mann líf. Hér hef ur ver ið mjög gott að búa og það verð ur betra með hverju ár inu. Það tók mig smá tíma að venj ast því en ég hef ekk ert nema gott að segja um þetta sam­ fé lag. Mér hef ur í raun alls stað­ ar lið ið vel. Að al at rið ið er að taka sig ekki of há tíð lega og njóta lífs ins þar sem mað ur er þá stund ina og að hafa ekki alltof mikl ar á hyggj ur af fram tíð inni,“ seg ir Klara. Heil inn geysi leg raf magnstafla Eins og áður seg ir er Klara mennt­ að ur sál fræð ing ur með sér hæf ingu í tauga­ og heila sál fræði. „ Þetta finnst mér mjög spenn andi fag, heil inn í manni er nú merki leg asta líf fær ið og ég tók í raun inni end­ ur hæf ing ar þátt inn á fag ið. End­ ur hæf ingu á fólki sem hafði tek­ ið út þroska við eðli leg ar að stæð­ ur en orð ið fyr ir á föll um eða slys­ um. Það er hægt að gera miklu meira við heil ann en mað ur held ur og miklu meira en við vit um í dag. Það þarf kannski að beita öðr um að ferð um held ur en þess um hefð­ bundnu lær dóms­ og end ur hæf ing­ ar að ferð um. Þetta er mjög spenn­ andi starfs svið. Heil inn er auð­ vit að bara geysi leg raf magnstafla og stjórn stöð og tölv ur í dag eru ekki enn farn ar að ná heil an um og munu aldrei ná hon um. Því þú for­ rit ar alltaf tölv ur og veist hvern­ ig þær munu bregð ast við þessu og hinu en mað ur veit aldrei með heil­ ann. Sem bet ur fer þá vit um við ekki al veg hvern ig við erum,“ seg­ ir Klara og bæt ir við: „Mað ur er að læra alla ævi, jafn vel þótt sum ir haldi að þeir séu full orðn ir við tví­ tugs ald ur inn. Í gamla daga var tal­ að um að mað ur næði ein hverj um há marks þroska, and lega og lík am­ lega á ein hverj um aldri, en það er ekki bara hnign un eft ir það. Fólk er alltaf að bæta við sig og lífs reynsl an þrosk ar og heil inn geym ir alla lífs­ reynslu og dreg ur hana fram þeg­ ar fólk þarf á henni að halda. Það er auð vit að mik ið magn gagna á þess­ um harða diski og það get ur tek ið tíma að finna það sem ver ið er að leita að.“ Sinnti öllu Vest ur landi Að spurð hvað hún hafi tek ið sér fyr ir hend ur eft ir að hún flutti aft ur til Ís lands svar ar Klara: „Ég er nú búin að gera ým is legt síð an ég kom aft ur heim. Ég byrj aði að vinna á Svæð is skrif stofu Reykja ness, sem þá var í Kópa vogi, og þá þjón u staði ég fötl uð um á Reykja nesi. Þá flutti ég mig yfir á Svæð is skrif stofu Vest­ ur lands sem var með höf uð stöðv ar í Borg ar nesi en sinnti öllu Vest ur­ landi, frá botni Hval fjarð ar vest ur í Gils fjörð. Ég var eini sál fræð ing ur­ inn á þeirri stofn un þannig að öll slík verk efni féllu í minn hlut. Það náði yfir all ar fatl an ir og þar á með­ al end ur hæf ing ar þátt inn hjá fólki sem lent hafði í slys um og fékk ég að leika mér dá lít ið þar. Vet ur inn 2005­6 tók ég mér árs leyfi og var að vinna hjá Fé lags þjón ust unni á Snæ fells nesi sem skóla sál fræð ing ur hjá öll um leik­ og grunn skól um á Snæ fells nesi. Þá kynnt ist ég mörg­ um kenn ur um, for eldr um og skóla­ fólki á svæð inu. All ar til vís an ir um við töl og grein ing ar komu til mín og ég veitti ráð legg ing ar til kenn­ ara, for eldra, fjöl skyldna og krakk­ anna sjálfra. Mér finnst mjög gam an að vinna með fólki. Eft ir það var ég eitt ár á end ur hæf ing ar deild Lands­ spít al ans í hálfu starfi á móti öðru hálfu starfi á Svæð is skrif stof unni. Ára mót in 2010/11 var Svæð is skrif­ stof un um lok að og mála flokk ur fatl aðra flutt ur yfir á sveit ar fé lög­ in. Síð an hef ég ver ið að vinna hjá Akra nes kaup stað í hálfu starfi og hef ver ið að gera ým is legt með því. Ég hef kennt í grunn skól an um á Lýsu hóli og kenndi einn dag í viku. Það gerði ég í mörg ár og hef gam­ an af börn um og hef reynd ar gam­ an af því að vera þáttak andi í þessu litla sam fé lagi í gegn um krakk ana. Ég flæk ist svo mik ið að það var gott að halda tengsl um og þeg ar mað­ ur býr i svona litlu sam fé lagi verð ur mað ur að taka þátt í því.“ Átta dag ar í viku Klara hef ur lengi eytt mikl um tíma í bíl, við akst ur á milli vinnu staða og heim il is. „Ég keyri um átta til tíu klukku tíma á viku um fram vinnu­ tím ann og ég segi stund um eins og Bítl arn ir að það eru „ Eight days a week“ hjá mér. Þó velt ir mað ur sér ekki of mik ið upp úr þessu því þá yrði ég brjál uð á því að eyða tím an­ um með þess um hætti. Það er auð­ vit að við bót ar á lag að keyra svona mik ið og mað ur er að lenda í ýmsu, það er ekki alltaf auð velt að vera á ferð inni,“ seg ir Klara. Að spurð hvort hún sé þá ekki orð in góð í því að skipta um dekk seg ir Klara: „Ég er reynd ar ekki góð í því og hef ver ið hepp in með það. Merki legt nokk, ég held ég sé búin að fara til tungls ins og til baka í vega lengd en hef ekki oft lent í því að skipta um dekk. Ég hef aldrei velt eða lent í slysi; sjö, níu, þrett­ án,“ seg ir Klara, bank ar í borð ið en held ur á fram: „Ég hef fok ið útaf og oft ver ið lengi á leið inni heim og þurft að ganga langa leið. Mað­ ur má ekki vera kjark lít ill við svona lang keyrsl ur út af vinn unni. Þeg­ ar ég er að vinna á Akra nesi þarf ég að leggja af stað klukk an sex og ég fæ að vinna tíu tíma daga þannig að ég kem oft seint heim á kvöld­ in. Það eru lang ir dag ar og það þarf á kveðna orku í þetta. At vinnu bíl­ stjór ar grípa bara um höf uð ið á sér þeg ar þeir heyra í mér og mað ur­ inn minn sagði einu sinni við mig: „Dag inn eft ir að þú hætt ir þessu, þá áttu ekki eft ir að skilja hvern ig þú nennt ir þessu. Þú þarft ekki lengri tíma til að átta þig á því.“ Það þýð­ ir ekk ert að velta sér upp úr þessu og mað ur verð ur bara að gera sitt besta úr að stæð um hverju sinni. Bú set an er auð vit að alltaf val, nema þá kannski í mínu til viki þar sem mað ur inn minn er prest ur hérna á Stað ar stað.“ Við akst ur er líf ið lagt und ir Með vinnu hef ur Klara hald ið nám skeið á veg um Sí mennt un ar­ mið stöðv ar á samt fleir um. „Ég er að fara að byrja með nám skeið fyr­ ir at vinnu rek end ur hjá Vinnu mála­ stofn un og hef ver ið með nám skeið fyr ir Sí mennt un og er að fara af stað með sjálfs styrk ingu og kvíða­ stjórn un og hef ver ið með nám­ skeið um af leið ing ar heilaskaða, Það er fólk ið sem skipt ir mestu máli Rætt við Klöru Braga dótt ur, sál fræð ing og prests frú á Stað ar stað Klara Braga dótt ir hef ur kom ið víða við á sín um starfs ferli sem sál fræð ing ur. Hér er Klara á samt eig in manni sín um sr. Guð jóni Skarp héð ins syni. Klara og Guð jón hafa búið á prests setr inu á Stað ar stað sl. 16 ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.