Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2012, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 31.10.2012, Blaðsíða 35
35MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Í ný legri leið rétt ingu Ás mund ar Ó lafs son ar við grein sína sem hann birti í Skessu horni 21. mars 2012, seg ir hann þar í loka orð un sín um: „Vona ég að þess ar heim ild ir Ómars séu rétt ar“. Ég tek það skýrt fram að ég veit alls ekki allt í þessu máli, en tel þó ým is legt lík legt. Forð um var mér kennt að fletta upp í bók um og nú í síð ari tíð, að fletta upp í tölv­ um. Einnig að ræða við menn um hin ýmsu mál efni, eins og mik ið var um á mínu æsku heim ili, svo ég tali nú ekki um að ræða við menn í síma. Með þessu móti hef ég fund ið ým is­ legt varð andi Akra ness For dinn. Allt það sem ég fann sendi ég Ás mundi og Sig urði Hreið ari Hreið ars syni og var þá tal að um að leið rétta fyrr greinda grein í Skessu horni. Þessi leið rétt ing í Skessu horni 24. októ ber sl. er ekki tek ið nægi lega á mis sögn um í fyrstu grein inni, svo ég vil koma á fram færi því sem fund ist hef ur, til að hin fyrri grein verði ekki á síð ari tím um tek in sem „á reið an leg heim ild“. Fyrsti bíll inn sunn an Hvít ár Í leið rétt ing ar grein inni, valdi rit­ stjóri Skessu horns yf ir skrift ina, „Af fyrstu bíl un um í Borg ar firði ­ leið­ rétt ing“. Magn ús upp lýsti í sam­ tali við mig að fyr ir sögn in sé sam in af hon um þar sem grein Ás mund ar kom án fyr ir sagn ar. Þessi fyr ir sögn er nokk uð vill andi. Akra nes bíll inn var alls ekki í hópi fyrstu bíla í Borg­ ar firði, hann kom fjór um árum eft ir að fyrsti bíll kom í Borg ar nes 1918. Hann fékk skrá setn ing ar núm er ið MB­18 og tel ég því lík legt að hann hafi ver ið átj ándi bíll inn í Mýra­ og Borg ar fjarð ar sýslu. Hann var held ur alls ekki fyrsti bíll inn sunn an Hvít ár. Áður voru komn ir fjór ir bíl ar í Borg­ ar fjarð ar sýslu. Þeir bíl ar sem á und an komu voru: MB­7 Ch evr o let vöru bíll, 1. eign manna í Reyk holts dal, MB­10 Ford vöru bíll, eign 2. Sig ur jóns Sig urðs son ar Bek­ ans stöð um og hjón anna Þór­ unn ar Jóns dótt ur og Þórð ar Guðna son ar Hvíta nesi. Þau voru for eldr ar Guðna Þórð­ ar son ar sem kennd ur var við Sunnu. MB­13 Ford fólks bíll eign 3. Karls Guð munds son ar á Hvann eyri. MB­14 Ford vöru bíll eign 4. Karls Guð munds son­ ar á Hvann eyri. Karl starf­ aði með al ann ars um skeið á „Þúfna ban an um“. Karl var síð ar lög reglu mað ur í Reykja­ vík. MB­18 er svo Akra nes­Ford 5. bíll skráð ur eign Hall dórs Jóns son ar Heima skaga, Þórð­ ar Ás munds son ar og Bjarna Ó lafs son ar á Akra nesi. Ég hef áður fjall að um bíla í Mýra­ sýslu, svo ég læt það ó gert í þess ari grein, en þeg ar Akra nes bíll inn kom voru komn ir þrett án bíl ar í Mýra­ sýslu. Akra nes bíll inn Einnig seg ir í leið rétt ing unni; „hef­ ur Ómar Ara son leitt að því lík um að Ford hafi vissu lega fram leitt vöru­ bíla með keðju drifi, eins og alltaf var talið en að ekki hafi ver ið um að ræða vöru bíl af gerð inni Kelly“. Ford fram leiddi keðju drifna fólks­ bíla á ár un um 1903 og 1904, og síð an ekki meir. Ford verk smiðj an fram­ leiddi því ekki keðju drifs bíl á þess­ um tíma, sem nú er um rætt. Þess­ um Ford var trú lega breytt í Chicago eins og var um marga aðra bíla þess­ ara ára. Kem ég að því síð ar. Það var nátt úr lega frá leitt að bíll inn gæti ver ið af gerð inni Kelly. Það hefði þá vak ið virki lega at hygli á þess um tíma, að 1922 kæmi til Akra ness vöru bíll sem gat flutt frá einu tonni til átta tonn. Varð andi bíl inn er vit að að þetta var Ford vöru bíll og hann var öðru­ vísi en aðr ir Ford ar á þess um tíma að hann var með keðju drif in aft ur hjól. Það er einnig ó ef að að þessi bíll kom til Akra ness 1922. Í bif reiða skrá hef ég séð að skráð er, „MB­18; Ford vöru bíll, 22,5 hp eig in þyngd 900 kg. og breidd 173 sm“. Þetta pass ar allt við aðra Ford T bíla sem þá voru al geng ir á þess­ um tíma. Einnig kem ur fram verk­ smiðju núm er #13297241. Ford fram leiddi 15 millj ón ir af Ford T á ár un um sem sú fram leiðsla stóð yfir, eða frá 1908 til 1927. Bíl stjór ar virð ast vera Svein björn Odds son og síð ar Magn ús Gunn­ laugs son og er bíll inn þá kom inn á nafn Bjarna Ó lafs son ar & Co á Akra­ nesi. Um 1929 er eig andi þessa bíls Karl Auð uns son, Jaðri Akra nesi. 30.júní 1930 er þessi bíll „af skráð ur “ (gæti eins þýtt um skráð ur). Ég hafði sam band við „Ben son Ford Res e arch Cent er The Henry Ford, Dear born, Michc an USA“ og einnig National Automoti ve Hi story Collect ion Detroit Public Libr ary. Í tölvu skeyti frá þeim kem ur með al ann ars fram að um rædd ur bíll með þessu fram leiðslu núm eri hafi kom ið af fram leiðslu lín unni hjá Ford 1.júlí 1916. Þessi bíll er því sex ára þeg ar hann kem ur til Akra ness. Þeir telja þetta vöru bíl og flutn ings geta um það bil eitt til tvö tonn. Þar sem ég tal aði um keðju drif inn bíl, telja þeir að hon um hafi senni lega ver ið breytt í Chicago, en segja að fleiri að il ar hafi breytt svona bíl um. (The most comm on con version kit was from the Smith Motor Truck Cor poration of Chicago Ill in o is. These kits were called the „Smith Form­a Truck“­­­. This type of dri ve provided very slow speed­­ These kits usu ally came with frame extensions, semi­ellipt ical springs, chain dri ve components, solid rubber tires, and a hea vy duty rear axle.) Svo mörg voru þau orð. Mér finnst þetta svo góð ar upp lýs ing ar að þær eigi heima í ís lenskri bíla sögu. Einnig fann ég af hverju menn voru að setja keðju drif á vöru bíl ana, en það var fleiri bíl um breytt en Ford. Saga keðju drif inna vöru bíla Skóg ar höggs mað ur að nafni Freder­ ic M. Si bley vant aði betri bíl til að koma bát sín um til norð ur hluta Michig an vatns. Sum ar ið 1914 fór hann til Aug ust Fruehauf, járn smiðs í Chicago og bað hann að út búa sinn Ford T mod el 1911, sér stak lega til að geta far ið með bát sinn um land ar­ eign ina. Með að stoð ar manni sín um hann aði Fruehauf tveggja hjóla vagn, sem krækt var aft an á Ford T bíl inn. Þeir köll uðu þetta „Semi­ Trailer.“. Þetta reynd ist svo vel að þeir hönn­ uðu ann an vagn fyr ir Mr. Si bley til að hann gæti flutt trjá drumba sína. Breyt ing in kost aði 350 doll ara. Þar með var Mr. Fruehauf kom inn í stór­ við skipti, því frétt in barst út og inn­ an tveggja ára hafði hann breytt þús­ und um bíla. Þessi fyrsti bíll sem var gerð ur að Semi­ trailer, er fyrsti „Stól bíll inn“ ( Trailer) í heim in um og er nú til sýn is í The Henry Ford Muse um in Dear­ born, Michic an. Eins og áður seg ir er þetta Ford T­mód el ár gerð 1911. (The world’s first „semi“, built by Fruehauf, us ing a 1911 Ford Mod el T and a Smith Form­A­Truck unit.) Tel ég því mikl ar lík ur fyr ir því að þannig hafi Akra nes bíll inn ver ið til­ kom inn. En af munn mæl um tel ég víst að Akra nes bíll inn hafi ekki ver­ ið Semi­ Trailer, held ur venju leg ur vöru bíll. Eng inn vissa er um hvað an þessi bíll kom til Akra ness, eða hvar hann hafi ver ið not að ur á ár un um 1916 til 1922. Ég tek það fram að ég hef engra hags muna að gæta, að hampa ein um ein stak lingi um fram ann an, en mér finnst bara, að ef sag an er sögð, þá á hún að vera sem næst þeim sann­ leika, þeg ar sag an gerð ist, og not ast sé við sem bestu heim ild ir sem völ er á. Það sem mér er efst í huga er að hafa það sem „rétt ara reyn ist“. Hreinn Ómar Ara son Höf. er ætt að ur úr Borg ar nesi. Heim ild ir: Bif reiða skrá 1926 og 1929 Ben son Ford Res e arch Cent er The Henry Ford National Automoti ve Hi story Collect ion Detroit Public Libr ary Michc an USA Relations hip Cent er Ford Motor Company Enn meira um Akra nes bíl inn Ford T með keðju drifi. Ljósm. frá USA af vefn um. Ford T sá fyrsti sem var breytt og því fyrsti trailer­bíll í heim in um. Er nú á The Henry Ford safn inu í Dear born, Michig an. Ljósm. frá USA af vefn um. Ford T ­ owners manu al. Keðju drif ið á Ford T. Ljósm. frá USA af vefn um. Kelly Spring fi eld ár gerð 1921, eins og um var rætt í upp hafs grein inni sem hugs an­ lega Akra nes bíll inn. Ljósm. frá USA af vefn um. Keðju drif ið á Ford T. Ljósm. frá USA af vefn um. Ford T með keðju drifi. Ljósm. frá USA á vefn um.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.