Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Qupperneq 2

Skessuhorn - 03.07.2013, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Íbúar Vesturlands eru minntir á tvær stórhátíðir sem fara fram um næstu helgi á Vesturlandi. Annars vegar eru Írskir dagar haldnir hátíðlegir á Akra- nesi og hins vegar fer Fjórðungsmót hestamanna fram á Kaldármelum. Loks má nefna sitthvað fleira, eins og Safn- adag sem haldinn verður hátíðlegur víða, m.a. á Hvanneyri. Þá mun lands- mót UMFÍ fara fram á Selfossi. Spáð er suðaustan 3-8 m/sek og bjart- viðri í dag, en stöku síðdegisskúrum. Hiti 10 til 15 stig að deginum. Á morg- un fimmtudag er spáð norðaustlægri átt, 3-8 m/s, en annars skýjuðu veðri og stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 13 stig. Á föstudag er gert ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s og rigningu seinni partinn. Hiti verður 10 - 12 stig. Um helgina er spáð áfram suðlægum áttum með rigningu og skúrum. Lítil- lega kólnar í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvert er uppáhalds sumarveðr- ið þitt?“ Drjúgur meirihluti lesenda segir að „Sól og blíða“ sé uppáhalds sumarveðrið eða 66,9%. „Skýjað en milt“ sögðu 21,2% og „rok og rigning“ 7,4%. Þá sögðu „sól og vindur“ 2,2%, „rigning“ 1,7% og „annað“ 0,6%. Í þessari viku er spurt Hver er uppáhalds íslenska matjurtin? Félagar í björgunarsveitinni Berserkj- um í Stykkishólmi eru Vestlendingur vikunnar eftir vel heppnaða björgun- araðgerð þegar Þórsnes II strandaði við Skoreyjar sl. fimmtudagsmorgun. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Tíu lömb á „grillið“ LBD: Alls var ekið á tíu lömb í umdæmi lögreglunnar í Borg- arfirði og Dölum í liðinni viku. Bændur eru þessa dagana að reka eða aka sínu fé á fjall. Að sögn lögreglu er enn margt lambfé á vegsvæðum víðs vegar og því betra að gæta sín. Íslensk- ur rútubílstjóri sem var með er- lenda túrista á ferð í Lundar- reykjadal lenti í því óhappi að aka yfir lamb sem drapst. At- burðurinn hafði mikil áhrif á útlendingana og var rútubíl- stjórinn um tíma orðinn með- virkur í dramatíkinni. Í dagbók lögreglunnar segir að íslensku húsfreyjunni sem átti lambið hafi ekki orðið eins mikið um þegar hún fjarlægði hræið og þarna komið vel í ljós sá mun- ur sem er á íslensku sveitafólki og erlendum borgarbúum sem kannski sjá aldrei blóð. -þá Lögreglan í há- lendiseftirliti LBD: Einn lögreglumað- ur frá lögreglunni í Borgar- firði og Dölum var sendur í hálendiseftirlit með TF-Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar um helgina. Flogið var vítt og breitt um hálendið. Sérstak- lega var litið eftir utanvega- akstri sem og akstri á lokuðum svæðum, en ekkert kæruvert sást í þessari ferð. Að sögn lög- reglu stendur jafnvel til að fara í aðra slíka ferð um hálendið í sumar, enda margir fjallvegir í umdæminu sem þarf að fylgjast með. Tvö verkefni komu upp á Kaldadal í liðinni viku. Í öðru tilvikinu lentu erlendir ferða- menn á jeppa útaf veginum en héldust þó á réttum kili í stór- grýtisurð. Voru þeir aðstoðað- ir af íslensku ferðafólki við að komast aftur upp á veginn og til byggða. Þá festu kanadískir ferðalangar jeppa sinn nálægt Prestahnúki eftir að hafa villst inn á þann afleggjara af Kalda- dalsveginum, en fólkið var á leiðinni í Húsafell. Björgun- arsveitin Ok fór og dró ferða- mennina upp og aðstoðaði þá til byggða. –þá Fékk hjólið yfir sig AKRANES: Keppandi í moto- krossi á Akranesi um liðna helgi var fluttur á sjúkrahús- ið á staðnum til aðhlynning- ar. Hafði hann dottið í braut- inni og fengið hjólið yfir sig. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki að sjá neina áverka á honum. Maðurinn vankast við fallið og þótti því öruggara að kanna betur ástand hans. –þá Sveitamarkaðir í Reykholtsdal BORGARFJ: Framfarafélag Borgarfirðinga stendur fyr- ir sveitamarkaði í gömlu hlöð- unni í Nesi í Reykholtsdal, dagana 13. og 27. júlí næst- komandi. Aðgangur er að raf- magni og vatni og kostar bás- inn 3.000 krónur. „Sveitamark- aðir fyrra sumars gengu von- um framar og voru einstak- lega skemmtilegir. Borgfirð- ingar allir er hvattir til að taka þátt,“ segir í tilkynningu frá Framfarafélaginu. Áhugasam- ir um sölubás hafi samband við Hönnu Sjöfn í síma 858-2133 eða sendi fyrirspurn á sveita- kaffi@gmail.com -mm Óstofnað félag, Þurrfiskur ehf, áformar að koma upp fiskþurrkun á Refsstöðum í Hálsasveit í Borg- arfirði. Starfsleyfistillaga og at- hugasemdafrestur við hana var auglýst í Skessuhorni fyrir hálf- um mánuði. Frestur til að skila at- hugasemdum við starfsleyfistillög- una er til 19. júlí nk, en hún ligg- ur frammi á skrifstofu Borgar- byggðar til þess tíma. Starfsleyfi verður ekki gefið út fyrr en sam- þykkt deiliskipulag liggur fyr- ir. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur fengið fyrir áformaðri starf- semi er að starfsmenn verði 10-15 í fyrsta áfanga en síðan 25-30 þeg- ar vinnslan verði komin í full af- köst eftir stækkun. Í umsókn um starfsleyfi segir að Þurrfiskur ætli undir fiskþurrk- unina 1041 fermetra einangrað stálgrindarhús sem áður var notað sem fjós að Refsstöðum. Að hinu óstofnaða félagi standi nokkur öfl- ug fiskvinnslufyrirtæki á Suður- og Vesturlandi. Um starfsemina segir í umsókninni að hún verði þurrk- un á fiskafurðum til manneldis, að mestu fyrir Nígeríumarkað. Gert er ráð fyrir að hægt verði að þurrka um 4.000-5.000 tonn hráefnis á ári í núverandi húsnæði. Fyrir liggi hugmyndir um byggingu ríflega 1.300 fermetra viðbótarhúsnæðis. Þegar hún yrði tilbúin verði heild- arframleiðslan 10.000 tonn á ári. Bak við félagið Þurrfisk ehf er félagið JHS sem starfar á höfuð- borgarsvæðinu og er einnig með starfsemi í Englandi. Þeir aðilar voru með áform um fiskþurrkun í sláturhúsinu í Búðardal á vormán- uðum en hurfu frá þeim. Ástæður sem forsvarsmenn JHS tilgreindu voru einkum mikill kostnaður við öflun orku til vinnslunnar og einn- ig að ekki virtist sátt meðal íbúa í Búðardal um staðsetningu vinnsl- unnar. Starfsleyfi fyrir fiskþurrk- unina er auglýst vegna reglugerð- ar í lögum sem kveður á um slíkt ef um mengandi starfsemi geti verið að ræða. Í umsókn um starfsleyfið er m.a. tilgreint að ríkjandi vindátt geri það að verkum að útblástur frá vinnslunni muni berast frá byggð á óbyggt svæði fyrir ofan Refsstaði. þá Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 25. júní sl. að hafna öllum tillög- um að ljósleiðaravæðingu sveitar- félagsins sem borist höfðu í kjölfar auglýsingar um verkefnið sem birt- ist í lok apríl. Í bókun sveitarstjórn- ar segir að fjórir aðilar hafi sýnt ljósleiðaravæðingunni áhuga en að loknum viðræðum við þá gerðu þrír af þeim grein fyrir með hvað hætti þeir hygðust koma að verk- efninu. Þetta voru Míla, Gagna- veita Reykjavíkur og Rafteymi. Í bókun sveitarstjórnar segir að meg- in ástæðan fyrir höfnun tillagna sé kostnaðarþátturinn og er vísað til þess að uppbygging og kostnað- arþátttaka sveitarfélagsins í verk- efninu er mun meiri en ásættanlegt er, ekki síst þegar tillögur gerðu ráð fyrir að eignarhaldi á kerfinu verði ekki Hvalfjarðarsveitar. Að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur sveitarstjóra heldur undirbúnings- vinna að útboði ljósleiðaravæðing- arinnar áfram þrátt fyrir að tillög- um fyrirtækjanna þriggja hafi verið hafnað. Laufey segir að tvær leið- ir hafi verið opnar varðandi fram- kvæmd og fjármögnun við verk- ið og hafi samstarf við aðila á fjar- skiptamarkaði verið önnur þeirra. Með ákvörðun sinni hefur sveitar- stjórn hafnað þessari leið og verð- ur því unnið samkvæmt hinni leið- inni, leið opins útboðs. Laufey seg- ir að verið sé að vinna að frágangi útboðsgagna í samstarfi við Verk- fræðistofuna Eflu og er vonast til að útboð verið framkvæmt við fyrsta tækifæri. Sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar hefur samþykkt að veita um 130 milljónir króna í verkið á þessu ári og 150 milljónir á næsta ári. hlh Í síðasta Skessuhorni greindum við frá þeim óvenjulega atburði í sveit- inni þegar tvíburafolöld fæddust í Nýjabæ og komust bæði á legg. Síðastliðinn föstudag fæddist svo óvenjulega smávaxið folald í næsta nágrenni, eða á bænum Stóra- Kroppi í Borgarfirði. Svo virð- ist sem folaldið hafa verið seint að komast á fætur og að hryssan Ninna frá Leysingjastöðum II, hafi verið farin að ýta nokkuð kröftug- lega við því, til að reka það af stað, þar sem sást á folaldinu að krafs- að hafði verið í það. Hestfolald- ið er þrátt fyrir smæð fullkomlega rétt skapað, en um 20 cm lægra en meðal folald, eða rétt rúmir 70 cm yfir herðakambinn. Venjulega þurfa folöld að beygja sig niður til að drekka hjá mæðrum sínum, en þetta folald þarf að teygja sig upp í spenann. Til að byrja með beygði hryssan sig niður á móti því svo það næði upp. Auk þess getur fol- aldið gengið undir kviðinn á móð- ur sinni. Bryndís Brynjólfsdóttir, sem hefur umsjón með hrossunum á Stóra-Kroppi, telur að folaldið hafi fæðst mánuði fyrir tímann og að það geti útskýrt hversu smávax- ið það er. kf Ráðhús Hvalfjarðarsveitar. Ljósleiðaravæðing Hvalfjarðarsveitar fer í útboð Hér má sjá hversu lítið folaldið er í samanburði við annað á svipuðu reki. Óvenjulega smávaxið folald Sá smávaxni við hlið Ninnu móður sinnar. Fiskþurrkun áformuð á Refsstöðum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.