Skessuhorn - 03.07.2013, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Bláfánanum flagg-
að í ellefta sinn
STYKKISH: Í gær afhentu full-
trúar frá Landvernd smábáta-
höfninni í Stykkishólmi Bláf-
ánann í 11. sinn. Bláfáninn var
fyrst afhendur Stykkishólmshöfn
13. júní 2003 en smábátahöfnin
í Stykkishólmi var fyrsta höfnin
til að hljóta þessa alþjóðlegu við-
urkenningu hér á landi. Bláfán-
inn er alþjóðlegt merki fyrir hafn-
ir sem uppfylla ströng skilyrði í
umhverfis- og öryggismálum og
hefur þann tilgang að stuðla að
verndun umhverfis smábátahafna
og baðstranda. Smábátahöfnum
er veittur Bláfáninn hafi þær lagt
sig fram um að vernda umhverf-
ið, bæta öryggismál og aðstöðu í
höfninni og veita fræðslu um nátt-
úruna og umhverfisvernd. –mm
Baski með mynd-
listarnámskeið
AKRANES: Skagamaðurinn
og myndlistarmaðurinn Baski
mun halda námskeið í listmál-
un á Safnaðasvæðinu á Akranesi
í sumar. „Námskeiðið er ætlað
hvort sem er fyrir byrjendur eða
lengra komna. Á þessu skemmti-
lega námskeiði mun Baski meðal
annars kenna aðferðir við mynd-
byggingu með kolum og blý-
anti og einnig meðferðir á olíu-
litum, akrýl, bleki og vatnslitum.
Á námskeiðinu verður myndefni
sótt í umhverfi Safnasvæðisins og
nágrennis þess. Markmiðið með
námskeiðinu er að hafa gaman af
að skapa og teikna það sem fyrir
augu ber og eins að örva ímynd-
unaraflið,“ segir í tilkynningu frá
Akraneskaupstað. Sjá nánar á vef-
síðunni museum.is –mm
Faxi og Skuggi
fá styrk
BORGARBYGGÐ: Byggðarráð
Borgarbyggðar ákvað á síðasta
fundi sínum að veita hestamanna-
félögunum Skugga og Faxa styrk í
kjölfar erindis sem frá þeim barst.
Tilefnið er Íslandsmótið í hestaí-
þróttum sem félögin halda í Borg-
arnesi dagana 11. – 14. júlí nk. og
er styrkupphæð samtals 850.000
kr. sem fer í uppbyggingu á félags-
svæði Skugga. Þá ákvað byggðar-
ráð að veita Faxa 150.000 kr. styrk
vegna 80 ára afmælis félagsins í ár.
Fjárhæðin verður tekin af framlagi
frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem
er hærra en áætlun sveitarstjórnar
gerði ráð fyrir. Nánar er greint frá
væntanlegu Íslandsmóti í hestaí-
þróttum í Skessuhorni í dag. –hlh
Áform um
gagnaver verði kynnt
HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hval-
fjarðarsveitar ítrekaði fyrri bókun
sína um úthlutun á landi í sveitar-
félaginu undir gagnaver og ann-
an léttan umhverfisiðnað í landi
Eystra-Miðfells og Kalastaða-
kots á fundi sínum þriðjudaginn
25. júní sl. Landið er utan skipu-
lagssvæðis. Að sögn Laufeyjar Jó-
hannsdóttur sveitarstjóra voru
lögð fram frekari gögn um verk-
efnið á fundinum frá fyrirtæk-
inu Borealis Data Center sem ber
ábyrgð á því. Laufey segir að vilji
sveitarstjórnar sé nú sem fyrr sá
að fyrirtækið standi fyrir kynning-
arfundi fyrir íbúa sveitarfélagsins
um verkefnið, en það sé forsenda
þess að erindi BDC fái afgreiðslu
hjá sveitarstjórn. BDC spurðist
fyrir um landið umrædda í lok síð-
asta árs en það er þriðja fyrirtækið
sem lýst hefur áhuga á landi undir
gagnaver í Hvalfjarðarsveit. -hlh
Vaxandi
starfsánægja
BORGARBYGGÐ: Á fundi
byggðarráðs Borgarbyggð-
ar sl. fimmtudag voru lagð-
ar fram niðurstöður úr Cranet
rannsókn Háskólans í Reykja-
vík um starfsánægju starfsfólks
sveitarfélagsins. Niðurstöður
sýna að vaxandi starfsánægju
gætir meðal starfsfólks sveitar-
félagsins í sjö matsflokkum af
átta frá því að rannsóknin var
síðast gerð árið 2007. Í öllum
matsflokkum er Borgarbyggð
yfir landsmeðaltali. Alls tóku
23 starfsmenn sveitarfélagsins
þátt í könnuninni. -hlh
Rúður brotnar
AKRANES: Lögreglunni á
Akranesi barst tilkynning um
að sex rúður hefðu verið brotn-
ar í Sementsverksmiðjunni og
það líklega gerst helgina 22.-
23. júní sl. Unnið er að rann-
sókn málsins og í tilkynningu
frá lögreglu segir að upplýs-
ingar væru vel þegnar ef ein-
hver hefur orðið var við eitt-
hvað misjafnt á þessum slóð-
um. Þá var ökumaður bifreið-
ar færður á lögreglustöð í vik-
unni. Prófanir bentu til þess að
hann hafi verið undir áhrifum
kókaíns, amfetamíns og kanna-
bisefna. –þá
Guðný ráðin
byggingafulltrúi
HVALFJ.SV: Á fundi sveita-
stjórnar Hvalfjarðarsveitar 25.
júní sl. var samþykkt að ráða
Guðnýju Elíasdóttur í starf
byggingafulltrúa sveitarfélags-
ins. Alls sóttu þrír um stöð-
una. Á fundinum var einnig
ákveðið að ganga frá samningi
við Landlínur um verktöku á
verkefnum á sviði skipulags-
mála út árið. Að sögn Laufeyj-
ar Jóhannsdóttur sveitarstjóra
verður skoðað í upphafi næsta
árs hvort auglýst verði laust til
umsóknar staða skipulagsfull-
trúa sveitarfélagsins sem annist
verkefnin sem nú fara á könnu
Landlína. –hlh
Matvælastofnun svipti í liðinni viku
búið á Brúarreykjum í Borgarfirði
leyfi til framleiðslu matvæla til dreif-
ingar og sölu. Bannið á við ram-
leiðslu, sölu og dreifingu á mjólk
og kjötvörum og er ótímabundið.
Undanfarin ár hefur Bjarni Bærings
Bjarnason verið í forsvari fyrir fyrir-
tækið og umráðamaður búsins en um
það er rekið einkahlutafélag. Eins og
Skessuhorn greindi frá í síðustu viku
var búið á Brúarreykjum föstudag-
inn 21. júní sl., í annað skipti á sex
mánuðum, svipt framleiðsluleyfi en
ástæða bannsins nú var að í umferð
á búinu voru dýralyf sem ekki hafði
verið löglega aflað. Sigurborg Daða-
dóttir yfirdýralæknir staðfesti í sam-
tali við Skessuhorn að bæði þessi mál
hefðu verið í gangi og tengjast Brúar-
reykjabúinu. „Notkun ólöglega feng-
inna lyfja á búum heyrir undir Mat-
vælastofnun, en hins vegar er það
Lyfjastofnunar að rannsaka hvernig
standi á að lyfin komust í umferð og
notkun á búinu,“ segir Sigurborg.
Sigurborg segir að í kjölfar þess að
andmælaréttur Bjarna Bærings, fyr-
ir hönd Brúarreykjabúsins, verði lið-
inn, komi í ljós hvort eitthvað nýtt
hafi þá komið fram í málinu sem kalli
á endurskoðun ákvörðunar Matvæla-
stofnunar um að búinu verði bannað
að framleiða, selja og dreifa matvæl-
um. Hún segir að í lögum um dýra-
vernd geti Matvælastofnun svipt ein-
stakling heimild til að sjá um dýr
til bráðabirgða, þar til dómur fell-
ur komi til málaferla vegna slíkrar
stjórnsýsluákvörðunar. Slík málaferli
geti tekið mánuði eða jafnvel nokk-
ur ár sé vísað til reynslunnar. Bjarni
Bærings hefur tvívegis verið kærður
fyrir illa meðferð á dýrum, segir Sig-
urborg.
Hlutafélag er um rekstur kúabús-
ins á Brúarreykjum. Fyrrum sam-
býliskona Bjarna Bærings er stjórn-
arformaður í því fyrirtæki, en Bjarni
og hún hafa undanfarin ár deilt og
eru málaferli í gangi milli þeirra um
eignarrétt og fleira á búinu. Sigur-
borg segir að vissulega reyni nú á
stjórnarformann fyrirtækisins, því
augljóst sé að einhver annar þurfi að
koma að bústörfum á Brúarreykjum
fyrir hönd þess, þar sem nokkuð ljóst
sé að Bjarni Bærings virðist vera ófær
um að framleiða örugg matvæli og
halda dýr.
mm/ Ljósm. Mats.
Um miðjan júnímánuð hófust
dýpkunarframkvæmdir í höfninni
á Reykhólum og er að ljúka þessa
dagana. Færðir voru tæpir sjöþús-
und rúmmetrar af efni úr höfninni
og fluttir út undir Hrúteyjarröst-
ina þar nokkru fyrir utan. Dýpkun-
in í höfninni núna var í tengslum
við nýjan hafnargarð sem gerður
var við Reykhólahöfn fyrir tæpum
tveimur árum. Sveinn Ragnarsson
formaður hafnarstjórnar Reykhóla-
hrepps segir að með dýpkuninni sé
verið að breikka innsiglingarrenn-
una og auka öryggi báta í höfninni.
Í framhaldinu verði svo komið fyr-
ir flotbryggju í höfninni fyrir trill-
ur og minni báta. Hagtak var með
lægsta tilboð í dýpkunina og er grö-
fupramma og flutningapramma frá
fyrirtækinu beitt við framkvæmd-
ina. Að sögn Sveins hafnarstjórn-
arformanns mun dýpkunin kosta
tæpar 20 milljónir króna.
þá
Brúarreykjabúið svipt leyfi til
dreifingar og sölu matvæla
Dýpkunarframkvæmdir á Reykhólum
Dýpkunartækin við bryggju á Reykhólum. Ljósm. bae.