Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Síða 10

Skessuhorn - 03.07.2013, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 www.volkswagen.is Fullkominn ferðafélagi Tiguan Sport & Style kostar frá 6.180.000 kr. Volkswagen Tiguan er einn best búni sportjeppinn á markaðnum. Fullkomið leiðsögukerfi fyrir Ísland sér til þess að þú ratir alltaf rétta leið. Svo getur komið sér vel að hafa rétta aukabúnaðinn. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isSmiðjuvöllum 17 · Akranesi · Sími 431 2622 · bilas.is Volkswagen Tiguan fáanlegur með lykillausu aðgengi „Samtök ferðaþjónustunnar skora á Vegagerðina að falla frá samningi við Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum um almenn- ingssamgöngur á milli Suður- nesja og höfuðborgarsvæðisins. Samningurinn felur m.a. í sér einkaleyfi á akstri á milli Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) og Reykjavíkur og telja sam- tökin nauðsynlegt að fella það ákvæði niður þar sem ekki eru forsendur fyrir einokun á leið- inni, enda er samkeppni til stað- ar sem sinnir þjónustu við flug- farþega,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað bent á að forsend- ur fyrir einokun á leiðinni milli FLE og Reykjavíkur séu ekki til staðar þar sem samkeppni hafi ríkt á leiðinni í nokkur ár. Í ný- legu áliti sem Samkeppniseft- irlitið sendi frá sér vegna þessa máls koma fram tilmæli þess eðl- is að Vegagerðin taki samning- inn nú þegar til endurskoðunar og stöðvi framkvæmd útboðs- ins og hefur innanríkisráðherra einnig mælst til þess. Einnig kemur fram í áliti Samkeppn- iseftirlitsins að farþegum flug- rútunnar hafi fjölgað um 66% og að verð hafi ekki hækkað á þeim tíma sem samkeppni hefur ríkt en áður höfðu verð hækkað reglulega.“ Samtök ferðaþjón- ustunnar telja nauðsynlegt að endurskoða sem fyrst núverandi löggjöf um fólksflutninga enda miklir gallar á löggjöfinni sem hafa á áhrif á frelsi í athöfnum fyrirtækja í ferðaþjónustu. mm SAF gegn einokun í áætlunarakstri Verktakafyrirtækið HS verktak ehf. í Borgarnesi var tekið til gjaldþrota- skipta miðvikudaginn 19. júní síð- astliðinn. Meðal samningsbund- inna verkefna, sem talið var að fyr- irtækið hefði, er almenn áhaldahús- vinna, gatnaviðgerðir, snjómokst- ur og sláttur á opnum svæðum samkvæmt samningi við sveitarfé- lagið Borgarbyggð. Í kjölfar þeirr- ar stöðu sem upp kom við gjaldþrot HS verktaks hafa önnur verktaka- fyrirtæki í Borgarnesi farið fram á að fyrrgreind áhaldahúsvinna verði boðin út. Við skoðun á málinu hafa hins vegar verið upplýst mistök sem gerð voru við samningsgerðina milli Borgarbyggðar og HS verk- taks ehf. árið 2011. Gera þessi mis- tök málið vissulega snúið fyrir sveit- arstjórn og alla málsaðila. Samn- ingurinn sem í gildi hefur verið um fyrrgreind verk undanfarin tvö ár, er ekki við HS verktak ehf., held- ur við Halldór Sigurðsson, fyrrum eiganda HS verktaks ehf. Í samn- ingnum er samningsaðili HS verk- tak en kennitala Halldórs sjálfs til- greind. Þetta staðfesti Páll S. Brynj- arsson sveitarstjóri Borgarbyggðar í síðustu viku, þegar málið var borið undir hann. Páll segir að upp hafi komið við gjaldþrot HS verktaks ehf. að þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi átt að ganga til samninga við HS verktak í ljósi lægsta boðs, þegar verkið var boðið út árið 2011, hafi samning- urinn sem skrifað var undir verið í nafni HS verktaks en með kenni- tölu Halldórs Sigurðssonar. Upphaf málsins megi rekja til ársins 2007 þegar Halldór Sigurðsson bauð fyrst í fyrrgreind verk undir eigin nafni og hafi Borgarbyggð gengið að samningum við hann þá. Fjórum árum síðar hafi sveitarfélagið fram- kvæmt útboð á áhaldahúsvinnunni og hafði Halldór í millitíðinni stofn- að fyrirtæki utan um umsvif sín; HS verktak ehf. Það var HS verktak ehf. sem átti lægsta boð í verkið í útboð- inu 2011 og taldi sveitarfélagið sig hafa gengið til samninga við það, en ekki Halldór persónulega. Við samningsgerðina segir Páll að mis- tök hafi engu að síður verið gerð og hafi kennitala Halldórs sjálfs verið á samningnum og hann sé því lög- formlegur samningsaðili. Páll segir að af þessum sökum sé nú uppi lög- fræðilegt álitamál um hvort sveitar- félagið þurfi að bjóða út verkið að nýju eða samningurinn við Halldór Sigurðsson verði látinn renna sitt skeið. Núverandi samningur gildir til 1. maí 2015. Þá er einnig álita- mál hvort skiptastjóri þrotabús HS verktaks ehf. þurfi á nokkurn hátt að koma að málinu, en lögfræðing- ur Borgarbyggðar og skiptastjórinn munu funda í þessari viku. Íhugar að kæra Jökull Fannar Björnsson hjá JBH ehf. í Borgarnesi átti þriðja lægsta boð þegar tilboð voru opnuð í verkið 26. maí 2011. Jökull seg- ir að fullkomlega væri eðlilegt við þær aðstæður sem upp eru komn- ar að sveitarfélagið bjóði hið snar- asta verkið út að nýju. Augljóslega hafi verið brotið á þeim sem buðu í verkið árið 2011 og ekki fengu, eft- ir að samið hafi verið við annan lög- aðila en þann sem átti lægst boð. „Þá undrast ég að slík mistök, eins og nú er að koma í ljós að gerð voru við samningsgerðina, geti yfirhöfuð átt sér stað. Ég hyggst ráðfæra mig við lögfræðing minn um hvort mál- ið verði kært,“ segir Jökull Fannar í samtali við Skessuhorn. Að lokum má geta þess að mjög álíka aðstæður komu upp hjá Akra- neskaupstað í nýliðnum mánuði þegar verktakafyrirtæki sem haft hafði umsjón með slætti á opnum svæðum á Akranesi varð gjaldþrota. Akraneskaupstaður ákvað þá með hraði að fara í útboð á slættinum og var búið að semja við nýjan verktaka innan hálfs mánaðar. mm Frá Borgarnesi. Mistök gerð við samning um áhaldahúsvinnu í Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.