Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Page 15

Skessuhorn - 03.07.2013, Page 15
15MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi vegna Akursbrautar 5 (Akurshóll) á Akranesi Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 11. júní s.l. að auglýsa svonefnda lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi vegna Akursbrautar 5. Aðalskipulagsbreytingin tekur til óbyggðs svæðis við Akursbraut 5, milli Akursbrautar 3 og Akursbrautar 9 og 11A, nefnt Akurshóll. Kynning lýsingarinnar fer fram með þeim hætti að hún er birt á heimasíðu Akraneskaupstaðar (www.akranes.is) og liggur frammi í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16–18, Akranesi. Upplýsingar eru einnig veittar hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði á sama stað. Ábendingum og athugasemdum við lýsinguna skal skila skriflega til byggingar- og skipulagsfulltrúa Stillholti 16–18, Akranesi eða á netfangið akranes@akranes.is, eigi síðar en 10. júlí 2013. Byggingar- og skipulagsfulltrúi. S K E S S U H O R N 2 01 3 „Held ennþá forustu, 2:24 uppi, 2:44 niðri, lærin orðin vel súr... tvær ferðir eftir.“ Þetta voru skila- boð sem Sigurjón Ernir Sturluson sendi á Facebook síðu sína þeg- ar hann tók þátt í Mt. Esja Ultra mótinu sem fram fór 22. júní sl. Sigurjón er 23 ára nemi í íþrótta- fræði við HÍ og kemur frá Hnúki í Hvalfjarðarsveit. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði í þessari keppni í næst erfiðasta styrkleikaflokki. Fór hann upp og niður Esjuna fimm sinnum í röð og er sú vegalengd 35 kílómetrar með hækkun upp á þrjá kílómetra. Hlaupinu lauk hann á tímanum 4:41,33. Hann hafði sett sér það markmið fyrir keppina að vera undir fimm klukkustundum að ljúka því og tókst það gott betur. „Aðalatriðið í svona keppnum er að vera með nægilega næringu og vökva auk þess að hafa haus- inn í lagi,“ segir Sigurjón og bæt- ir við að svo verði menn auðvi- tað að hafa gaman að þessu. Á sumrin starfar Sigurjón sem ofn- gæslumaður hjá Elkem Ísland auk þess sem hann bæði þjálf- ar og æfir Boot Camp sem hann segir að sé mjög góð þjálfun fyr- ir svona keppnir og aðrar íþróttir sem reyni mikið á líkamann. Að- spurður um framtíðina ætlar hann að taka þátt í fleiri fjallahlaupum en sjálfum finnst honum þannig hlaup mun skemmtilegri en venju- leg götuhlaup. „Þarna þarf maður að hugsa hvert skref, umhverfið er fjölbreyttara og maður er að reyna á miklu fleiri vöðva en í venjulegu hlaupi, þannig að þetta er virkilega skemmtilegt því það er svo margt í gangi í einu.“ Stefnir hann með- al annars á að taka þátt í Sjö tinda hlaupinu í lok ágúst en hann hef- ur unnið Þriggja tinda hlaupið hér á landi síðustu tvö ár. Þessi fjölg- un um fjóra tinda hræðir hann lít- ið, enda Sigurjón alinn upp við rætur Akrafjalls og telur að smala- mennska þar til fjölda ára gefi sér ákveðið forskot. „Ef allt fer að klikka hækka ég bara í tónlist- inni í eyrunum og læt hljómsveit- ir á borð við Metallica og Oasis sjá um að hvetja mig áfram á síðustu metrunum,“ segir hann brosandi að lokum. jsb Nafn: Kristinn Árni Guð- mundsson Aldur: 7 ára Hvenær lestu? Bara á kvöldin Áttu uppáhalds bók? Já, bók sem ég á heima hún er Syrpa (Andrés Önd). Áttu einhvern uppáhalds höf- und? Nei Hvaða bók lastu síðast? Gull- eyjuna Viltu mæla með einhverri bók fyrir aðra krakka að lesa? Það er ein allavega. Hún heitir Hvers vegna, hvenær, hvernig, hvar. Bók með allskonar sögum. Í hvaða skóla ertu? Brekkó (Brekkubæjarskóla) Sumarlesari vikunnar Sumarlesari vikunnar á Bóka- safni Akraness heitir Kristinn Árni. Krakkarnir eru að sögn starfsfólks bókasafnsins duglegir að mæta, en vel mega fleiri koma og nýta sér góðan safnkost. Sigurjón á verðlaunapalli í Mt. Esja Ultra 2013. Sigraði Esjuna fimm sinnum í röð

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.