Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Side 20

Skessuhorn - 03.07.2013, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Hann er ekki lofthræddur sá sem stjórnar þessari gröfu, enda eins gott þar sem grafan er nánast lóð- rétt efst í fjallshlíðinni. Þessa dag- ana er unnið að því að skipta um þrýstipípu við Rjúkandavirkjun og liggur hún frá stíflunni niður bratta fjallshlíðina fyrir ofan stöðvar- mannvirkin. þa Að undanförnu hefur verið unn- ið að breytingum á aðstöðu ferða- þjónustunnar í Fossatúni í Borgar- firði. Að sögn Steinars Berg Ísleifs- sonar staðarhaldara í Fossatúni er markmið breytinganna að efla fjöl- breytni þess sem í boði er. Ný inn- keyrsla hefur verið gerð á staðnum og sú gamla lögð af og er nú ekið beint að þjónustuhúsi tjaldsvæð- isins. Þá hefur innréttingum veit- ingahússins verið breytt og kom- ið fyrir rými fyrir söluvörur. Stein- ar segir að áhersla verði lögð á að selja vörur sem Fossatún framleiðir á borð við bókina Tryggðatröll eft- ir Steinar og Brian Pilkington, sem þýdd hefur verið á fjögur tungumál, Tröllalandsboli o.fl. Veitingastaður Fossatúns ber nú heitið Kaffi Vín- yll og er fortíð Steinars Bergs sem tónlistarútgefanda þar allsráðandi. Búið er að hengja myndir af völd- um plötum sem hann gaf út á veggi veitingastaðarins og fleiri gripi sem þeim tengjast til að gefa réttu stemninguna. Gestir eiga þess kosts að fá að velja sér vinylplötu til að spila úr stóru plötusafni Steinars sem er á staðnum meðan veitinga er notið. Nýr og fjölbreyttur mat- seðill hefur loks verið tekin í notk- un með gómsætum réttum og segir Steinar að gæði og sanngirni í verð- lagningu séu höfð í fyrrirúmi. Tröllagarðurinn margfrægi á staðnum hefur rúmlega tvöfaldast eftir að tröllagolfi og tröllatenn- is var bætt við í sumarbyrjun, en Steinar segir garðinn njóta sívax- andi vinsælda. „Þetta eru hvoru- tveggja fótboltaleikir sem slegið hafa í gegn hjá gestum svæðisins sem í vaxandi mæli hafa áttað sig á að leikirnir og þrautirnar eru hann- aðar til þess að yngri sem eldri, hægir og snöggir, geta átt gæða- stundir saman og keppt í skemmti- legum og dálítið öðruvísi leikjum,“ segir Steinar. Hljómsveitin Gra- sasnar ætla síðan að spila nokkr- um sinnum í Fossatúni í sumar og munu þeir koma næst fram laugar- daginn 6. júlí kl. 21:30. Hljómsveit- in mun leika lög af plötu sinni, Til í tuskið, sem kom út fyrr á þessu ári, en jafnframt kynna nokkur ný lög til sögunnar. Steinar hvetur alla Borgfirðinga og Vestlendinga til að mæta og eiga góða stund með Gra- sösnum. Ókeypis er inn og tilboðs- verð á bjór. hlh „Það lítur ágætlega út hjá okkur í sumar, komnar góðar bókanir fyrir júlí og ágúst. Þetta fór vel af stað í vor en síðan kom svolítill afturkipp- ur seinnipartinn í júní. Mér sýn- ist að veðurfarið hafi þar spilað inn í. Annars hef ég aldrei kynnst jafn veðursælum stað og hérna á Laug- um. Það þarf litla sól til að hér hitni verulega og oft á tíðum er hérna mikill hitapottur, þannig að fólk nýtur þess að vera hérna í kyrrð- inni á veröndinni,“ segir Gunnar Rafnsson hótelstjóri á Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Þetta er fjórða sumarið sem Gunnar veitir hótelinu á Laugum forstöðu en það er opið frá júníbyrjun til loka ágúst- mánaðar. Hótel Edda á Laugum er eins og önnur Edduhótel í landinu í Icelandair hótelkeðjunni. Bætt í markaðssetninguna Það er þó eins og of fáir viti af þessu vinalega og glæsilega hóteli rétt við þjóðveginn, en mjög stutt er frá Vestfjarðavegi í Laugar. Gunnar segir að nýting á Laugum sé ekki jafngóð og á mörgum Edduhót- elanna. „Það hefur þó verið auk- ið í markaðssetninguna síðustu 2-3 árin og það er eins og það sé að- eins að skila sér. Ég finn líka fyr- ir því að eftir að Rósa Björk Hall- dórsdóttir kom til starfa hjá Mark- aðsstofu Vesturlands er kynninga- starf á landshlutanum orðið mark- vissara en áður. Það sem er líka að gerast, er að samstarf milli að- ila í ferðaþjónustu á svæðinu er að aukast. Þannig þarf það að vera að allir vinni saman og beini kröftun- um í eina átt,“ segir Gunnar. Stað- festingu á þessum orðum fékk ein- mitt blaðamaður í heimsókn sinni á Laugar. Meðan við Gunnar spjöll- uðum saman kíkti þarna við Guð- mundur Halldórsson vert á Sveita- setrinu Vogi á Fellsströnd. Erind- ið var að fá lánuð reiðhjól á Laug- um, en samvinna er á milli þess- ara staða með leigu og lán á hjólum fyrir ferðahópa. Í plúshópi Eddu hótelanna Hótel Edda á Laugum er í gæða- flokknum Edda plús. Það var um aldamótin síðustu sem sveitafélag- ið Dalabyggð stofnaði félagið Da- lagistingu ásamt fleiri aðilum. Þá var gerð upp gamla heimavistin á Laugum og henni breytt í glæsileg hótelherbergi. Þau eru 22 að tölu, 17 tveggja manna og fimm eins manns. þremur einsmanns her- bergjum er hægt að tengja tveggja manna herbergjunum þannig að þau henti fyrir fjölskyldufólk. Hverju herbergi fylgir annað- hvort sturta eða bað. Fyrir þrem- ur árum var síðan endurgerður stór salur sem kallaður er Gyllti salurinn og tekur um 60 manns í sæti. Hann nýtist sem bæði setu- stofa og samkomusalur og þar er gjarnan yfir sumarið haldnir tón- leikar og aðrar uppákomur. „Sal- urinn hentar einkar vel fyrir tón- leika, hljómburðurinn er svo ein- staklega góður,“ segir Gunnar en það voru Hótel Edda, sveit- arfélagið Dalabyggð og UMFÍ, sem stóðu sameiginlega að fram- kvæmdum við Gyllta salinn. Sem kunnugt er starfrækir UMFÍ að vetrinum Ungmenna- og tóm- stundabúðir á Laugum. Leggja áherslu á hráefni af svæðinu Laugar er eins og áður segir einkar skjólgóður og fallegur staður í notalegu umhverfi. Sundlaug er á staðnum og stutt út í fjölskrúðuga náttúru og skemmtilegar göngu- leiðir. Hótelgestir á Laugum njóta morgunverðarhlaðaborðs frá klukkan hálfátta á morgnana til klukkan tíu. Þá er opnuð tería þar sem gestir geta nálgast sam- lokur, salöt og drykki yfir daginn. Veitingastaðurinn er síðan opnað- ur klukkan 18, þar sem boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, auk smárétta. „Við leggjum áherslu á að nýta í okkar matseðil hráefni af svæðinu,“ segir Gunnar. Starfs- menn sumarhótelsins á Laugum eru 18. Gunnar segir að lítill hluti þeirra séu heimamenn og ástæðan sé sú að svo virðist sem lítið fram- boð sé á vinnuafli í Dölum. þá Hefur aldrei kynnst jafn veðursælum stað Spjallað við Gunnar Rafnsson sem stýrir Hótel Eddu á Laugum Í Hótel Eddu á Laugum eru 22 glæsileg herbergi. Gunnar Rafnsson hótelstjóri á Laugum í Sælingsdal. Byggingar Hótel Eddu nær í mynd. Fjær er íþróttahúsið og fleiri byggingar sem m.a. eru nýttir að vetrinum fyrir ungmennastarf. Á ystu brún við endur- nýjun aðrennslislagnar Betrumbætur í Fossatúni Athyglisverðar endurbætur hafa verið gerðar á veitingastað Fossatúns, sem nú heitir Kaffi Vínyll.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.