Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2013, Qupperneq 24

Skessuhorn - 03.07.2013, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013 Undirbúningsfélag um stofn- un jarðvangs í uppsveitum Borg- arfjarðar var formlega stofnað að frumkvæði heimamanna í febrú- ar síðastliðnum. Undirbúnings- vinna hófst þó haustið 2012. Nú er stefnt að því að sækja um aðild að Evrópsku jarðvangssamtökunum – European Geoparks Network og um leið að Alheimssamtökum jarðvanga - Unesco Global Geop- arks Network. Aðildarumsókn felst m.a í yfirgripsmikilli vinnu sem tekur til margra ólíkra þátta. Einn sá stærsti nær yfir fjölbreytta jarðfræði svæðisins og aðalhöf- undur þess hluta er Axel Björns- son jarðeðlisfræðingur. Einnig er fjallað um aðra ólíka þætti eins og ferða-, umhverfis-, efnahags- og fræðslumál. „Eftir miklu er að slægjast með aðild að alþjóðlegum samtökum jarðvanga. Um það bil 100 jarðvangar eru í heiminum í dag og þar af eru 50 þeirra í Evr- ópu. Að fá inngöngu í þessi sam- tök er ákveðinn gæðastimpill fyr- ir uppsveitir Borgarfjarðar en þar eru fjölbreyttar og einstakar jarð- minjar sem gefa tækifæri til upp- byggingar á vandaðri jarðfræði- ferðamennsku,“ segir Edda Ar- inbjarnar sem verkefnisstjóri um stofnun jarðvangs í uppsveitum Borgarfjarðar. Jarðvangurinn í Borgarfirði hef- ur hlotið nafnið Saga jarðvang- ur og þykir það lýsandi fyrir aðal- einkenni svæðisins, sem eru fjöl- breyttar náttúruminjar og rík söguarfleið. „Hlutverk jarðvanga snýst um að horft er á svæðið sem eina heild til að efla samstarf og nýta þá sérstöðu sem finnst í jarð- fræði, sögu, menningu, gróður- fari, dýralífi sem og matarmenn- ingu, listum og handverki svæðis- ins. Tilgangur jarðvangsins verð- ur m.a. að sýna á margvíslegan hátt samspil manns og náttúru að fornu og nýju sem og þær jarð- minjar sem margar hafa sérstöðu á heimsvísu,“ segir Edda. Vaxtarsamningur Vesturlands og Framkvæmdasjóður ferða- mannastaða hafa styrkt verkefnið og þá er stefnt að stofnun sjálf- eignarstofnunar um jarðvanginn með haustinu. „Unnið er að gerð heimasíðu www.sagajardvangur. is og standa vonir til að auðkenn- ismerki fyrir jarðvanginn verði bráðlega tilbúið. Í haust tökum við á móti góðum gesti, Patrick McKeever frá UNESCO, en hann kemur á vegum erlendu jarðvangs- samtakanna til að skoða svæðið og gefa okkur góð ráð,“ segir Edda um næstu skref í verkefninu. Í stjórn undirbúningsfélagsins að Saga jarðvangur eru: Guðfinna Guðnadóttir á Steindórsstöðum, Bergur Þorgeirsson forstöðumað- ur Snorrastofu, Þorsteinn Guð- mundsson á Fróðastöðum, Helgi K. Eiríksson á Kolsstöðum og Unnar Bergþórsson á Húsafelli. Einnig eru tveir aðilar í hópnum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, þau Ragnar Frank Kristjánsson og Björg Gunnarsdóttir. Verkefn- isstjóri er eins og fyrr segir Edda Arinbjarnar á Húsafelli. mm Stella Dögg Blöndal frá Jaðri í Bæj- arsveit í Borgarfirði er sennilega með yngstu blómaræktendum á Ís- landi. Hún er 16 ára gömul og hef- ur nýlega lokið 10. bekk í Grunn- skóla Borgarfjarðar á Kleppjárns- reykjum. Stella selur blómin sín og grænmeti á sveitamarkaðinum Ljó- malind í Borgarnesi og segir hún að salan hafi gengið vonum fram- ar. Blaðamaður Skessuhorns hitti þessa ungu og efnilegu garðyrkju- konu í liðinni viku í Ljómalind og ræddi við hana um ræktunina sem sannast sagna er orðin nokkuð um- fangsmikil. Góð tilfinning að rækta Stella er dóttir hjónanna Eiríks Blöndal, framkvæmdastjóra Bænda- samtaka Íslands, og Sigurbjargar Óskar Áskelsdóttur, landslagsarki- tekts sem rekur Landlínur. Fjöl- skylda Stellu hefur búið í Bæjarsveit- inni í mörg ár en forfeður hennar hafa búið þar í meira en öld. Stella segist hafa byrjað að rækta blóm 13 ára gömul en áður hafði hún hins vegar lítinn áhuga á þessari iðju. „Þegar ég var yngri hafði ég lít- inn áhuga á garðvinnu almennt, var eiginlega frekar súr þegar mamma vildi fá mig til að hjálpa sér í garð- inum. Þá var það kannski að hjálpa henni að reita arfa eða að snyrta beð. Þetta breyttist síðan þegar ég var 13 ára. Þá fékk ég fræ gefins og ákvað að reyna að rækta upp af því,“ segir Stella. Grænn sproti spratt úr moldu og að endingu náði hún að rækta hið myndarlegasta blóm af fræinu. „Eftir þetta fékk ég svolít- ið aðra sýn á ræktun. Það er nefni- lega góð tilfinning sem kemur þeg- ar maður er búinn að leggja tals- verða vinnu við að rækta blóm frá Saga jarðvangur í undirbúningi í uppsveitum Borgarfjarðar Þessi mynd var tekin á fyrsta stofnfundi Saga jarðvangs, sem haldinn var í febrúar sl. Edda Arinbjarnar verkefnisstjóri er lengst til vinstri. Sextán ára blómaræktandi Rætt við Stellu Dögg Blöndal á Jaðri í Bæjarsveit grunni, vökva og hlúa að því. Þann- ig má segja að ég hafi fengið áhuga á blómarækt,“ bætir hún við. Sólblómin vinsæl Í kjölfarið hóf Stella að rækta fleiri blóm og fleiri tegundir. „Tóbaks- horn eða petuniur hafa verið vin- sælar hjá mér, þær eru harðgerðar og henta vel í íslenskri veðráttu. Ég hef ræktað mörg afbrigði af þeim á borð við tvílitar, fylltar og hengi- petuniur. Ég er alltaf að prófa mig áfram að rækta nýjar tegundir og yrki. Sólblómin hafa líka verið vin- sæl hjá mér og hef ég ræktað tölu- vert af þeim. Þau er hægt að nýta á marga vegu, t.d. gefa þau fræ sem eru æt og hægt að nota í ýmsa mat- argerð, svo sem til að baka brauð. Sólblómin mín hafa selst afar vel í Ljómalind og eru þau nánast orðin uppseld. Ég stefni á að rækta fleiri sólblóm næsta sumar,“ segir Stella. Hún ræktar einnig fjölmargar teg- undir af matjurtum. „Mér finnst gaman að prófa mig áfram. Ég læri mikið af eigin reynslu sem gagnast mér vel. Plöntur geta verið svo mis- munandi í stærð og gerð, það þarf að hugsa um sumar plöntur öðru- vísi en aðrar og gefa þeim mismun- andi næringu.“ Sem dæmi um það sem Stella er að rækta má nefna tómata á borð við bufftómata og kirsuberjatómata, maís, mustang gúrkur, sellerí, vínber, chili, kál, rófur, paprikur, kúrbíta og grasker. Fær góð ráð Ræktun Stellu tekur nokkuð rými og tíma eins og heyra má og seg- ist hún spurð um aðstöðuna á Jaðri hafa til afnota gróðurhús. „Við sett- um plast á helming gróðurhúss sem staðið hefur á Jaðri í yfir 50 ár. Ég nota yfirbyggða hluta gróðurhúss- ins fyrir plöntur sem þurfa mik- inn hita. Í hinum helminginum er ég með gulrætur og salat. Auk þess er ég með stóran matjurtagarð þar sem ég rækta grænkál, blómkál og brokkoli. Þetta er á um 180 fer- metrum samtals,“ segir Stella sem heldur úti nákvæmu bókhaldi yfir ræktunina þar sem hún skráir sam- viskusamlega framgang ræktun- ar, dagsetningar sáningar, stærð og fjölda plantna, hvaða yrki henta vel o.s.fv. Stella kveðst afla sér fróð- leiks úr ýmsum áttum vegna þessa áhugamáls, finnur upplýsingar í bókum og á netinu, en einnig seg- ir hún foreldra sína luma á ýms- um ráðum. „Mamma og pabbi hafa hjálpað mér mikið í ýmsum verk- um tengdum ræktuninni og við að koma upp gróðurhúsinu. Í vor fór ég í starfskynningu á Espiflöt þar sem ræktuð eru afskorin blóm. Þar lærði ég ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt.“ Loks hafa amma og afi Stellu veitt henni góð ráð, þau Steinunn Eiríksdóttir og Jón Blön- dal í Langholti, sem er næsti bær, og segist hún oft leita í reynslu- banka þeirra. Æfir frjálsar íþróttir og píanó Stella kveðst sátt við að hafa alist upp í sveit og vill helst hvergi ann- ars staðar vera. Hún mun hins veg- ar halda í höfuðborgina í haust til að hefja nám við Verzlunarskóla Ís- lands. „Ég er búin að gera samning við yngri bróðir minn, hann Jón Björn, um að vökva meðan ég er ekki heima, en einnig mun Stein- unn litla systir mín leggja sitt af mörkum,“ segir hún. Auk garð- ræktarinnar á Stella fjölda ann- arra áhugamála. Hún hefur yndi af saumaskap og keypti sauma- vél fyrir fermingarpeninga sína. Hún hannaði m.a. athyglisverð- an kjól ásamt Freyju Ragnarsdótt- ur og Svövu Sjöfn Kristjánsdóttur sem var framlag nemenda Grunn- skóla Borgarfjarðar í Stíl, hönnun- arkeppni Samfés, síðasta vetur og hafnaði hönnun þeirra í fjórða sæti af 58 í keppninni. Þá leggur hún stund á frjálsar íþróttir og píanó. Spurð um framtíðaráform seg- ir Stella að margt komi til greina. Eins og gefur að skilja eiga náttúru- vísindin hug hennar og á hún von á því að eiga eftir að mennta sig á því sviði. „Mér hefur alltaf gengið vel í stærðfræði og náttúrufræði og mun ég fara á náttúrufræðibraut í Verzló. Ég á örugglega eftir að læra eitthvað meira á því sviði. Hvort ég eigi eftir að verða garðyrkjubóndi kemur bara í ljós, en það er alveg öruggt að ég mun alltaf vera með annan fótinn í ræktun, þetta er bara svo rosalega skemmtilegt,“ segir Stella Dögg Blöndal hress í bragði að endingu. hlh Stella tínir tómatana sína í gróðurhúsinu á Jaðri. Dögg Blöndal með rauðlita tóbaksjurt í Ljómalind í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.