Skessuhorn - 03.07.2013, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2013
Betri þjónusta fyrir þig
Nú hafa reikningar frá okkur fengið nýtt útlit eftir
samráð og samstarf við viðskiptavini okkar. Við
þökkum þeim, sem veittu okkur aðstoð við þetta
skemmtilega verkefni, kærlega fyrir hjálpina.
Nýja útlitið er byggt á óskum viðskiptavina
um samræmi, einfalda uppsetningu og
áherslu á það sem skiptir mestu máli. Á
nýjum reikningum er auðveldara að sjá hver
orkunotkunin er í raun og veru.
Það er miklvægt, bæði fyrir þig og okkur.
„Ég sé reikningana mína núna í nýju ljósi.
Framsetningin er skýr og nýju yfirlitin
veita mér góða yfirsýn yfir mánaðarlegan
orkukostnað heimilisins.”
Geir Jónsson, viðskiptavinur.
„Á nýju yfirlitunum sé ég á einum
stað þau atriði sem skipta máli þegar
ég bóka reikninga frá Orkuveitunni.
Reikningarnir er nú einfaldari og
upplýsingar aðgengilegri.”
Evlalía Kristjánsdóttir,
Hagkaup / Bókhald.
Nánari upplýsingar um nýju reikningana
okkar má finna á or.is og orkanmin.is
Takk fyrir að vera í sambandi!
Ís
le
n
sk
a
s
Ia
.Is
IS
L
64
49
3
0
6/
13
Nafn: Björgvin Óskar Bjarnason
Starfsheiti/fyrirtæki: Vegtæknir
hjá Tæknideild Vegagerðarinnar á
Norðvestursvæði.
Fjölskylduhagir/búseta:Kvæntur
Ingu Láru Bragadóttur og eigum
við tvo syni og þrjár dætur.
Áhugamál: Á öllu sem er áhuga-
vert í lífi og listum (af öllum toga)
enda fróðleiksfús og forvitinn.
Félagsmál eru ofarlega í forgangi
og flest er tengist íþróttum. Golf
og Hamarsvöllur eru stór hluti af
félagslegu lífi mínu síðustu áratug-
ina.
Vinnudagurinn Þriðjudaginn
25. júní 2013.
Vaknaði að venju kl. 05.41 og snéri
mér næstum á hina hliðina enda
staddur á gistiheimili í Grundar-
firði og vinnufélagir mínir í teym-
inu ekkir tilbúnir í slaginn fyrr
en kl. 8.00. Við, tveir starfsmenn
Vegagerðarinnar og tveir sérfræð-
ingar frá Verkfræðistofunni Mann-
viti, vorum á svæðinu til að setja
niður sírita til að mæla sjávarföll,
hitastig, seltu og súrefni, á nokkr-
um stöðum í Kolgrafafirði (vegna
síldardauðans) og mæla þá inn.
Upp úr kl. 8.00 vorum við mættir
út í Kolgrafafjörð og þegar búnir að
koma niður einum sírita. Nú þurfti
að finna þeim næsta stað eða rétt-
ara sagt að komast að honum land-
leiðina. Ég reyndi að komast fjör-
una á Bobbanum (bílnum mínum)
en gafst fljótlega upp fyrir grútn-
um og mögulegum sandbleyt-
um. Síðan var reynt að komast á
staðinn yfir
móana en
ekki reynd-
ist unnt að
komast alla
leið, hvað
þá með vel
lestaða efn-
iskerru aftan
í. „Mann-
vitsmennirnir“ sjósettu þá gúmmí-
bátinn og hófu könnun sjóleiðina,
sem er meira mál því mikið efni
þarf í að virkja svona rita. Ákveð-
ið var að „geyma“ þennan stað og
einbeita sér að hinum tveimur þar
sem setja átti niður flóðmæla. Báð-
ir voru í mynni Urthvalafjarðar,
sem Kolgrafafjörður gengur inn
af. Á Eyrarodda (Klumbur) vest-
an fjarðar og við Bjarnarhafnar-
fjall eða mögulega Akureyjar aust-
an megin.
Um hádegisbilið slóst ég í för með
Þórarni hjá Landmælingum (Tóta
Sig) og Jóni Erlings. Tóti var
kominn með mælingastokk LMÍ
(tölvu) með nýuppfærðu forriti til
að mæla í nýrri alstöð Vegagerð-
arinnar trigonometrískan hæðar-
flutning frá fastmerkjum við sírita
í þekkt merki í hæð (hallamæld).
Ákveðið var að fara í fyrsta sírit-
ann inn í Kolgrafafirði og koma
hæðum á fastmerki og sírita. Ein-
hverjir byrjunarörðugleikar voru
með „nýja forritið“ í alstöðinni, en
þetta blessaðist allt saman og við
vorum búnir með þetta verk um
kl. 17:30.
Eftir þetta fór ég að leita að fast-
merki við norðanvert Eyrarfjall til
að „loka“ mælingu frá Eyrarodd-
anum, sem ég fann auðvitað ekki.
Ég var á leiðinni „heim“ í Grund-
arfjörð þegar Tóti og Jón hringdu
og vildu flytja hæðir frá mælistöð
og sírita 3 á Eyraroddanum því
veðurspá fyrir morgundaginn væri
válynd, jafnvel þótt við værum ekki
búnir að finna fastmerkið. Sú mæl-
ing gekk bærilega en mælt er í 250
metra sigtum til beggja handa.
Mælingum lauk rétt fyrir kl. 21
og vorum við Jón komnir í hús á
gistiheimilinu um kl. 21:20 og réð-
umst á nestið okkar eins og menn.
Burstaði tennurnar, fór með bæn-
irnar, kyssti bangsann minn (ekk-
ert endilega í þessari röð) um kl. 22
og sofnaði fljótt.
Fastir liðir alla daga?
Í mælingum eru engir fastir lið-
ir til. Verkefnin eru eins ólík og
þau eru mörg eins og aðstæðurnar.
Mælingar eru í eðli sínu alltaf eins
en þó aldrei eins.
Hvað stendur upp úr eftir vinnu-
daginn?
Eftirminnilegasta upplifun í þess-
ari mælingaferð sem tók 5 daga
og er ekki lokið sem stendur, var
þrennt. Súlukastið rétt við nefið á
manni. Höfrungahlaup inn í firði
og síðast en ekki sízt að sjá seli í
flæðarmálinu eða 6-8 metra frá
okkur, veiða og sporðrenna þorsk-
um meðan þeir góndu forvitnum
og saklausum augum á okkur.
Var dagurinn hefðbundinn?
Það er ekki til hefðbundinn dagur
í mælingum. Þessi mælingaferð var
að vísu meira öðruvísi.
Hvenær byrjaðir þú í þessu
starfi?
Eftir að ég sagði upp starfi mínu
hjá SÍS (Hetti) eða 1. sept. 1980.
Er þetta framtíðarstarfið þitt?
Gæti alveg hugsað mér það. En
einu ríkisstarfsmennirnir sem
mega vinna eftir sjötugt er forset-
inn og alþingismenn, svo ég verð
settur í vinnuhelsi eftir 21 mánuð
hvort sem mér líkar verr eða bet-
ur.
Hlakkar þú til að mæta í vinn-
una?
Svo sannarlega. Enda yfirleitt sá
sem tekur þjófavörnina af í fyrir-
tækinu á morgnana.
Dag ur í lífi...
Mælingamanns hjá Vegagerðinni