Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Eftir tíðarfarinu að dæma virðist ekki vera eftir neinu að bíða með að huga að berjatínslunni þetta haustið, fyrir þá sem hafa tök á því. Þá gæti verið ráð í tíma tekið að byrja á að taka upp kartöflurn- ar hjá þeim sem settu mikið nið- ur síðasta vor. Bæði þessi atriði eru þó háð því að eitthvað dragi úr úr- komu. Á fimmtudag er spáð suðlægri átt með dálítilli rigningu sunnan til en annars þurru. Á föstudag lítur út fyrir að gangi í hvassa norðvestan átt, með snjókomu til fjalla norðan til á landinu, en rigningu syðra og svipað veður verði fram eftir laug- ardegi. Á sunnudag er spáð hæg- um vindi, bjartviðri og svölu veðri. Á mánudag er síðan útlit fyrir sunnan- og suðaustanátt og rign- ingu víða um land, hiti 5 til 10 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Á að stytta nám til stúdentsprófs um 2 ár?“ Flest- ir eru þeirrar skoðunar, því „já tví- mælalaust“ sögðu 40,56% og „já líklega“ 13,12%. „Nei alls ekki“ sögðu 23,46% og „nei líklega ekki“ 13,92%. 8,95% höfðu ekki skoðun á málinu. Í þessari viku er spurt: Hvert eftirtalinna atriða kæmi þér best: Lækka vexti, lækka höfuðstól lána, lækka skattpró- sentu, hækka húsaleigubætur eða hækka barnabætur? Unglingarnir í þriðja flokki karla í knattspyrnu sem urðu Íslands- meistarar í sjö manna bolta um liðna helgi eru Vestlendingar vik- unnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Fólk slasaðist í tveimur óhöppum LBD: Erlendur ökumaður á jeppa beygði þvert í veg fyr- ir ökumann sem kom úr gagn- stæðri átt skammt neðan Bif- rastar í Norðurárdal sl. föstu- dag. Ökumaður fólksbíls- ins hlaut höfuðhögg og hef- ur verið á gjörgæslu síðan. Far- þegi úr fólksbílnum var einn- ig fluttur á sjúkrahús og mun hann hafa handleggsbrotnað. Ástæða óhappsins er að öku- manni jeppans datt skyndilega í hug að beygja niður að foss- inum Glanna við Norðurá, en tók ekki eftir bílnum sem kom á móti. Þá urðu einnig meiðsli á fólki í aftanákeyrslu við Svigna- skarð um miðja síðustu viku og voru tveir fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Þrjú önnur um- ferðaróhöpp urðu í umdæminu í síðustu viku en engin meiðsli á fólki hlutust í þeim. –þá Áskrift SKESSUHORN: Áskriftarverð fyrir Skessuhorn verður frá og með 1. september 2.150 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja en almennt verð er 2.480 kr. Verð- breyting nú er með hliðsjón af breytingu á vísitölu. –mm Á sama tíma í útkall DALIR: Sú staða kom upp sl. mánudagsmorgun að báð- ar sjúkrabifreiðar sem staðsett- ar eru í Búðardal voru kallaðar út á sama tíma og var því engin sjúkrabifreið til taks þá stund- ina. Frá þessu er greint á vefn- um budardalur.is en þar segir að nokkur umræða hafi spunn- ist í kjölfar boðaðra breytinga og fækkunar sjúkrabíla á svæð- inu. Sú staða sem upp kom um- ræddan morgun renni enn frek- ari stoðum undir þá kröfu íbúa og ábendingar þeirra, sem að sjúkraflutningum koma í Döl- um, að vera þessara tveggja bif- reiða sé í raun lífsnauðsynleg. –þá Tafir í göngunum HVALFJ: Síðdegis í gær varð árekstur í Hvalfjarðargöngun- um og þurfti að loka þeim fyr- ir umferð í tæpan klukkutíma vegna þess. Dráttarvél með aft- anívagni og jepplingur rákust saman. Ökumenn voru báðir fluttir til aðhlynningar á sjúkra- hús, en eru lítið slasaðir. Degin- um áður bilaði bíll í göngunum og þurfti þá að loka þeim um tíma undir kvöld meðan bíll- inn var dreginn í hliðarinnskot. –mm Ráðherra of upptekinn RVK: Kynnt var í Skessuhorni í síðustu viku að birt yrði viðtal við Illuga Gunnarsson mennta- málaráðherra þar sem rætt yrði um ýmis mál sem tengj- ast menntastofnunum á Vestur- landi. Þetta var kynnt í trausti loforðs aðstoðarmanns ráðherra aðra vikuna í röð um að viðtalið yrði veitt. Þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit hefur ekkert orð- ið af viðtali þrátt fyrir ítrekan- ir og eftirgangssemi af hálfu rit- stjórnar. Vafalaust hefur ráð- herra haft í mörg horn að líta og síminn ekki verið við hönd- ina. -mm Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út rétt eftir miðnætti að- fararnótt síðastliðins mánudags. Þá hafði eldur kviknað í íbúðar- húsinu á bænum Nýjubúð í Eyr- arsveit. Ábúendur á jörðinni voru í fjósi þegar eldurinn kom upp og fóru að gæta að húsinu þegar raf- magni í fjósi sló út. Hjónin til- kynntu þegar um eldinn. Mikl- ar skemmdir urðu á íbúðarhúsinu, sem byggt var 1974, vegna hita og reyks. Þá hefur allt innbú ver- ið dæmt ónýtt en verið er að meta skemmdir á húsinu sjálfu. Slökkvi- starf gekk vel að sögn slökkviliðs- manna, en eldurinn hafði kafnað áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang, en mikill hiti og reykur mætti þeim. Talið er að eldurinn hafi komið upp í eldhúsi. Opnaður hefur verið söfnunar- reikningur fyrir Sigríði Dilja og Kjartan Jósepsson í Nýjubúð. Íbú- ar í Grundarfirði sem standa fyrir söfnuninni vonast til að sem flest- ir sjái sé fært að leggja eitthvað inn á reikninginn, þar sem margt smátt gerir eitt stórt. Bankareikn- ingsnúmer er: 0321-13-110016 og kennitalan: 170455-3639. tfk Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út 1. nóvem- ber næstkomandi. Í ljósi þess ákvað stjórn Verkalýðsfélags Snæ- fellinga að framkvæma spurninga- könnun meðal félagsmanna til að gefa þeim kost á að hafa áhrif á þær áherslur sem lagðar verða í komandi kjaraviðræðum. Þátttak- endur í könnuninni voru beðn- ir um að merkja við átta af 20 at- riðum og raða þeim um leið eft- ir mikilvægi. Svarendur vilja helst leggja áherslu á þrjú atriði. Þau eru að tryggja kaupmátt, hækka skattleysismörk og leggja sérstaka áherslu á hækkun lægstu launa. Hækkun á vakta- og yfirvinnuálagi eru einnig ofarlega í huga svarenda og þá sérstaklega hjá afgreiðslu- og skrifstofufólki, enda er yfirvinnu- álag þess lægra en hjá verkafólki. Þá vilja félagsmenn í Verkalýðs- félagi Snæfellinga leggja sérstaka áherslu á hækkun launa svokallaðra kvennastétta og að bæta veikinda- og slysarétt. Eining töldu margir að nauðsynlegt væri að tryggja bet- ur flutning á áunnum réttindum á milli fyrirtækja og fjölga starfsald- ursþrepum í launatöflu. Áherslur eru ólíkar á milli hópa þó efstu þrjú atriðin séu nokk- uð ofarlega á baugi hjá flestum. Nefnt er að karlar leggi minni áherslu á sérstaka hækkun lægstu launa og hafa engan áhuga á að hækka laun kvennastétta sérstak- lega. Að jafnaði voru þeir karlar sem svöruðu með hærri laun en konurnar. Fiskvinnslufólk leggur mikla áherslu á að færa hluta af bónusgreiðslum inn í tímakaup- ið og ungt fólk hefur mun meiri áhuga en þeir sem eldri eru að færa fimmtudagsfrídaga að helg- um. Elsti aldurshópurinn legg- ur áherslu á bætt lífeyrisréttindi og hækkun á bótum í almanna- tryggingakerfinu. Fram kemur að félagsmenn vilji leggja áherslu á kjarasamning til skamms tíma sem byggi á þjóðarsátt. sko Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa um nokkurt skeið unnið að því að fá umsjón með tilteknum verkefn- um á sviði eftirlits með fyrirtækjum á Vesturlandi. Um er að ræða verkefni sem nú eru einkum í höndum Mat- vælastofnunar og Umhverfisstofnun- ar, en heimild er fyrir í lögum að séu framseld til heilbrigðisnefnda eins og gert hefur verið á nokkrum öðrum svæðum landsins. SSV kom þessu er- indi á framfæri bréflega til bæði um- hverfisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra síðla árs 2011 án þess að niðurstaða hafi fengist. Nú hefur SSV beint erindinu til starfs- hóps ríkisstjórnarinnar, sem leggja skal til aðgerðir til að hagræða, for- gangsraða og auka skilvirkni í rekstri stofnana hins opinbera. Erindinu hefur einnig verið beint til viðkom- andi ráðherra og er athygli vakin á því að auðveldlega mætti flytja til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands eftir- lit með grænu bókhaldi og mengandi atvinnurekstri á Vesturlandi enda sé þar um að ræða eftirlit sem er mjög sambærilegt því sem Heilbrigðiseft- irlitið er nú þegar að sinna. Að auki telur stjórn SSV eðlilegt að hluti af því eftirliti sem nú er hýst hjá Vinnu- eftirliti ríkisins færist til Heilbrigðis- eftirlits Vesturlands, en nú þegar er mjög gott samstarf HeV og Vinnu- eftirlitsins. Það sama eigi við um hluta af því eftirliti sem nú er á veg- um Matvælastofnunar. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi bendir á að flutning- ur afmarkaðra verkefna af þessu tagi myndi fjölga atvinnutækifærum á Vesturlandi og væri í anda yfirlýstrar stefnu stjórnvalda um flutning opin- berra starfa út á landsbyggðina. Þá telur stjórnin að með þessu næðist fram hagræðing í opinberum rekstri og öflugra eftirlit með starfsemi fyr- irtækja. Stjórn SSV lýsir yfir fullum vilja til samstarfs um útfærslu og fyr- irkomulag verkefnisins. Heimildin í lögunum Stjórn SSV og HeV telur að fram komi í áðurnefndum lögum það meginsjónarmið að beint eftir- lit með fyrirtækjum sé í hönd- um heilbrigðisnefnda en að yfir- umsjón, samræming og fræðsla sé á vettvangi Umhverfisstofnunar. Lögin eru nr. 7/1998 og fjalla um verkaskiptingu milli Umhverfis- stofnunar og heilbrigðisnefnda. Í 18. grein er tiltekið það megin- hlutverk Umhverfisstofnunar að: „...annast eftirlit með framkvæmd laga þessara og [vera] stjórnvöld- um til ráðuneytis um málefni er undir lögin falla.“ Þá er fjallað um hlutverk Um- hverfisstofnunar við yfirum- sjón og samræmingu heilbrigð- iseftirlits. Um beint eftirlitshlut- verk Umhverfisstofnunar seg- ir: „Stofnunin fer því aðeins með beint eftirlit að lög mæli svo fyr- ir eða ráðherra ákveði það með reglugerð að höfðu samráði við stofnunina þegar um landið allt er að ræða og við heilbrigðis- nefndir þegar um einstök svæði er að ræða.“ þá Mikið tjón eftir að eldur kom upp í Nýjubúð í Grundarfirði Húsið í Nýjubúð er mjög illa farið. Frá slökkvistörfum um nóttina. Sigríður Diljá Guðmundsdóttir ábúandi í Nýjubúð skoðar verksummerki. SSV telur að fjölga eigi verkefnum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands Kortleggja helstu áherslur í komandi kjaraviðræðum Félagsmenn VS leggja helst áherslu á að tryggja kaupmátt, hækka skattleysismörk og hækkun lægstu launa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.