Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Síða 7

Skessuhorn - 28.08.2013, Síða 7
7MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Síðastliðinn miðvikudag var heildarveiðin í laxveiðinni í 25 viðmiðunarám Landssambands veiðifélaga komin upp í 31.668 laxa. Að sögn Þorsteins Þor- steinssonar á Skálpastöðum, sem heldur utan um aflatölur fyrir LV, þá sýnist honum þessi veiði jafngilda 22% yfir meðaltali síð- ustu átta ára. Nýliðin vika skil- aði 3.769 fiskum á land, sem er 470 löxum yfir meðaltali. „Með- altöl af þessu tagi segja okkur þó ekki mikið því veiðin sveiflast oft drjúgt frá einni viku til annarrar,“ segir Þorsteinn. Mesta vikuveiði gáfu Rangárnar, sú ytri með 605 laxa en sú eystri með 504. Það gerir um það bil fjóra laxa á dags- stöng í hvorri ánni. Mesta veiði á hverja stöng í þessari viku gefur aftur á móti Miðfjarðará með 4,8 laxa og síðan Laxá á Ásum með 4,6 fiska á stangardag. Ytri Rangá klauf þrjú þúsund laxa múrinn í síðustu viku og Eystri Rangá- in nálgast sama fjölda. Norðurá var í þriðja sæti með 2.845 laxa sem er nálægt þrefaldri heildar- veiði allt síðasta ár í ánni. Þverá og Kjarará höfðu í síðustu viku skilað 2702 löxum, Langá 1993, Haffjarðará 1735 og Grímsá og Tungnaá 1174 löxum. Allar árn- ar á Vesturlandi, utan Haukadals- ár í Dölum, höfðu í síðustu viku skilað mun fleiri löxum á land en veiddust sumarið 2012. Miðá betri en Laxá og Haukadalsá „Veiðin var góð hjá okkur, mikið af fiski og við fengum vel í soð- ið,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Miðá í Dölum. Áin hafði í síðustu viku gefið 430 laxa, fleiri en betur þekktu árnar í kring, svo sem Haukadalsá og Laxá. Sú síðarnefnda hafði á sama tíma gefið 410 laxa og Haukadalsá 340 laxa. „Ég held að veiðin sé öll að koma til, það hefur veiðst það vel síðustu daga,“ sagði Jón Egils- son formaður veiðifélags Laxár í Dölum um stöðuna þegar haft var samband við hann í síðustu viku. Og enn gengur lax Lax er ennþá að ganga á hverju flóði þrátt fyrir að langt sé liðið á sumarið, kannski minni göng- ur en framan af sumri, en engu að síður nýgenginn lax. Helsta vandamál, ef vandamál skyldi kalla, er mikið vatn suma daga að undanförnu vegna mikillar úrkomu. Yfir því kvarta þó ekki veiðimenn, því árnar eru fullar af fiski og mikið líf í þeim miðað við mörg af undanförnum árum. Í mestu vatnavöxtunum er ein- ungis erfiðara að greina laxana á sumum veiðistöðum, sem getur jú gert veiðina enn meira spenn- andi en ella. mm/gb Laxveiðin er víðast hvar miklu betri en í fyrra ,,Ég var að veiða annan laxinn minn á ævinni, skemmtilegan fisk,“ sagði Magnús Geir Magnússon 6 ára sem var við veiðar í Laxá í Dölum nýverið. Með honum var Magnús Magnússon faðir og veiðimaður. Þeir feðgar eru þarna með lax númer 330 úr Laxá þetta sumarið. Ljósm. gb.Veiðimennirnir Eggert Magnússon og Magnús Ingvarsson með hæng úr Laxá í Dölum fyrir nokkrum dögum. Ljósm. gb. Dagskrá - 31. ágúst 2013 Kl. 09.00: Golfmót á Þórisstöðum. Kl. 10.00: Gönguferð ráð fyrir um klukkustundar göngu. Kl. 10-16: Opið í Hernámssetrinu að Hlöðum. Sagnaarfur og stríðsminjar. Kl. 11.00: Bjarteyjarsandur. Morgunstund með dýrunum á bænum og ratleikur. Kl. 12.00-17.00: Stóri sveitamarkaðurinn á Þórisstöðum. Kl. 14.00-16.00: Tónlistarveisla í boði ungs fólks á Vesturlandi. Aðgangur 1.000 kr. og allur ágóði rennur til fæðingardeildar Akraness. Kl. 13.00: Ókeypis, grillaðar pylsur og ís á pallinum við Ferstikluskála á meðan birgðir endast. Krítar-teiknisamkeppni á planinu, flott verðlaun í boði. Kl. 14-15: Óvenjulegt uppboð á Hótel Glym. Sjón er sögu ríkari. Tilboð í gistingu og mat á hótelinu. Kl. 16.00: BINGÓ á Þórisstöðum. Kl. 13.00-18: Laxárbakki. . Kl. 18.30: Kvöldvaka á Bjarteyjarsandi. Heilgrillað lamb og söngskemmtun með Svavari Knúti. Kl. 23.00: Sveitaball á Hlöðum með Sálinni. Annað og meira: Hljómsveitin Sveitin milli sanda flakkar á milli staða, en hana skipa ungt og efnilegt tónlistarfólk í Sundlaugin að Hlöðum verður opin alla helgina milli kl. 13 og 19. Frítt er inn á Safnasvæðið að Görðum laugardaginn Sérstaklega er bent á sýninguna Keltneskur arfur á Vesturlandi sem tengir vel saman sögu og landnám Nánar á museum.is. www.bjarteyjarsandur.is • www.hladir.is • www.thorisstadir.is • www.laxarbakki.is • www.hotelglymur.is • www.ferstikla.is Sálin Svavar Knútur

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.