Skessuhorn - 28.08.2013, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Hótelið boðið
til sölu
HELLISSANDUR: Með aug-
lýsingu í Morgunblaðinu í síð-
ustu viku var Hótel Hellissand-
ur boðið til sölu. Hótelbygging-
in er er nýleg og reisuleg, byggð
2001. Það er nú með 20 her-
bergjum en við hönnun þess var
hafður opinn sá möguleiki að
byggja mætti hæð ofan á núver-
andi hæðir og fjölga herbergj-
um um 16-20. Að Hótel Hell-
issandi stendur um tugur hlut-
hafa. Byggðastofnun á stærstan
hlut, tæpan fjórðung, en aðrir
hluthafar eiga minna, en í hópi
þeirra eru t.d. Júlíus Jónsson,
Skúli Alexandersson, Magnús
Sigurðsson auk fiskvinnslufyrir-
tækjanna Hraðfrystihúss Hellis-
sands, KG fiskverkunar, Sjávar-
iðjunnar í Rifi og fleiri. Að sögn
eins hluthafans sem Skessuhorn
ræddi við er hugmyndin með
auglýsingunni að kanna hvort
áhugasamir kaupendur finnist
að byggingum og rekstri og eru
menn reiðubúnir að selja hluta-
bréfin ef viðunandi tilboð fæst.
–mm
Helga í
bæjarstjórn
STYKKISH: Fyrir fundi bæj-
arstjórnar Stykkishólms sl.
þriðjudag lá bréf frá Agli Eg-
ilssyni, einum af fjórum fulltrú-
um L-lista, þar sem hann sagði
sig úr bæjarstjórn vegna flutn-
ings úr bænum, en Egill starfar
nú og býr í Reykjavík. Á fundin-
um var tilkynnt að Helga Guð-
mundsdóttir myndi taka sæti
Egils í bæjarstjórn, en hún hef-
ur verið varabæjarfulltrúi L-
lista sem við síðustu kosningar
komst í meirihluta bæjarstjórn-
ar Stykkishólms. Egill þakkaði í
bréfinu bæjarstjórnarfólki sam-
starfið.
-þá
Atvinnuleysi
minnkar
LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu-
markaðsrannsókn Hagstofu Ís-
lands voru að jafnaði 192.400
manns á vinnumarkaði í júlí. Af
þeim voru 186.400 starfandi og
5.900 án vinnu og í atvinnuleit.
Atvinnuþátttaka mældist 85,2%,
hlutfall starfandi 82,6% og at-
vinnuleysi var 3,1%. Frá júlí
2012 hefur atvinnuleysi minnk-
að um 1,3 prósentustig, en þá
var það 4,4%. Atvinnuleysi í júlí
2013 var 3,6% á meðal karla
miðað við 5,8% í júlí 2012 og
meðal kvenna var atvinnuleysi
2,6% miðað við 2,9% frá fyrra
ári. –sko
Landsmót skóla-
lúðraveita 2014
STYKKISHÓLMUR: Sam-
tök íslenskra skólalúðrasveita,
eða SÍSL, munu halda Lands-
mót fyrir lúðrasveitir í Stykk-
ishólmi helgina 4. – 6. apríl
2014. Um er að ræða mót fyr-
ir B-sveitir svokallaðar, sem eru
skipaðar nemendum í 6. – 8.
bekk í grunnskóla og hafa spil-
að í þrjú ár eða lengur. Um 300
börn munu sækja Stykkishólm
heim og mun foreldrafélag
Tónlistaskólans í Stykkishólmi
vinna með SÍSL að undirbún-
ingi landsmótsins. Þá má geta
þess að haldið verður upp á 70
ára afmæli Lúðrasveitar Stykk-
ishólms sumardaginn fyrsta á
næsta ári. –sko
Nýir eigendur að
Meistaranum
STYKKISH: Feðgarnir Aðal-
geir Bjarki Þorsteinsson og Þor-
steinn Jónasson frá Kóngsbakka
hafa keypt Pulsuvagninn Meist-
arann í Stykkishólmi. „Við ætl-
um að breyta aðeins til og setja
upp nýjan matseðil. Við höfum
tekið inn nýja pylsu sem heitir
Friðrik og hún hefur komið vel
út,“ segir Aðalgeir í samtali við
Skessuhorn. Meistarinn verður
opinn um næstkomandi helgi
og af og til í vetur.
–sko
Spá um
mannfjölda
LANDIÐ: Hagstofa Íslands
gaf nýverið út spá um mann-
fjöldaþróun hér á landi 2013-
2060 í ritröðinni Hagtíðindi.
Þrjú afbrigði eru gerð af spánni;
lágspá, miðspá og háspá og miða
spárnar við ólíkar forsendur um
fjölda barna á ævi hverrar konu
og búferlaflutninga. Mannfjöldi
á Íslandi er nú 323.810 og sam-
kvæmt lágspánni verða Íslend-
ingar 387.597 árið 2060, sam-
kvæmt miðspánni verða þeir
430.545 og samkvæmt háspánni
490.976. Allt tímabilið er gert
ráð fyrir jákvæðum flutnings-
jöfnuði. Meðalævi mun halda
áfram að lengjast hjá bæði körl-
um og konum. Nú geta nýfædd-
ir drengir vænst þess að verða
80,8 ára gamlir og stúlkur 83,9
ára. Við lok spátímabilsins mun
meðalævi drengja vera 86,8 ár
og stúlkna 88,2 ár. –sko
Aflatölur fyrir
Vesturland
17. - 23. ágúst.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 9 bátar.
Heildarlöndun: 13.839 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 10.778
kg í tveimur löndunum.
Strandveiði: Sæli AK: 478 kg í
einni löndun.
Arnarstapi 23 bátar.
Heildarlöndun: 94.810 kg.
Mestur afli: Mangi á Búðum
SH: 17.377 kg í sex löndunum.
Grundarfjörður 10 bátar.
Heildarlöndun: 393.473 kg.
Mestur afli: Klakkur SK:
84.206 kg í tveimur löndunum.
Ólafsvík 32 bátar.
Heildarlöndun: 198.749 kg.
Mestur afli: Brynja SH:
35.000 kg í sjö löndunum.
Rif 25 bátar.
Heildarlöndun: 291.172 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
37.293 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 1 bátur.
Heildarlöndun: 932 kg.
Mestur afli: Hólmarinn SH:
932 kg í einni löndun.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Hringur SH – GRU:
68.676 kg. 20. ágúst.
2. Eyborg ST – GRU:
56.614 kg. 19. ágúst.
3. Klakkur SK – GRU:
53.597 kg. 18. ágúst.
4. Sóley SH – GRU:
42.218 kg. 21. ágúst.
5. Tjaldur SH – RIF:
37.293 kg. 19. ágúst.
sko
Um þessar mundir eru fyrirtæki í
Samtökum aðila ferðaþjónustunnar
(SAF) að fá bréf og upplýsingar frá
Íslandsstofu vegna átaksins „Ísland
allt árið,“ en undirbúningur fyrir
þriðja og síðasta veturinn í þessari
lotu átaksins stendur nú yfir. „Jafn-
vel þótt menn kunni að greina á um
hvað valdi því þá er það staðreynd
að fjölgun ferðamanna yfir veturinn
hefur verið gríðarleg síðastliðin tvö
ár. Sem dæmi má nefna að fjölg-
unin í febrúar og mars sl. var 43-
45%. Ákveðið hefur verið að halda
fundi á nokkrum stöðum á landinu
í september. Þar munu fulltrúar Ís-
landsstofu kynna markaðsaðgerð-
irnar en fulltrúar SAF á fundunum
munu ennfremur fara yfir helstu
hagsmunamál í ferðaþjónustu. Við
hvetjum félagsmenn SAF til að
mæta á þessa fundi og taka þátt í
þessu mikilvæga verkefni,“ segir í
tilkynningu frá SAF.
Hér á Vesturlandi er ráðgert að
halda fundi á Hótel Hamri í Borg-
arnesi miðvikudaginn 18. sept-
ember kl. 10.00-11.30 og á Hótel
Framnesi í Grundarfirði sama dag
frá klukkan 14.00-15.30. mm
Í nýlegri skýrslu Ferðamálastofu
um fjármögnun uppbyggingar og
viðhalds ferðamannastaða sem
verkfræðistofan ALTA vann fyrir
skömmu kemur í ljós að skatttekjur
af ferðamönnum eru sagðar verða
u.þ.b. 27 milljarðar króna á þessu
ári auk allskyns sérgjalda, vöru-
gjalda og tolla. „Á sama tíma sitja
innviðir ferðaþjónustannar á hak-
anum. Viðhaldi ferðamannastaða
hefur ekki verið sinnt sem skyldi,
víða hefur skipulagi í sveitarfé-
lögum ekki verið lokið og haml-
ar það uppbyggingu ferðamanna-
staða, ferðamannavegir fá lítið við-
hald og lítið fé er til uppbygging-
ar á forsendum ferðaþjónustunar.
Ferðaþjónustan fær innan við 1%
af öllu rannsóknarfé atvinnuveg-
anna og svo mætti lengi telja,“ segir
í tilkynningu frá Samtökum ferða-
þjónustunnar. Þá segir að gríðar-
legur vöxtur sé í ferðaþjónustunni,
sem er ein stærsta gjaldeyrisskap-
andi atvinnugrein landsins, og kalli
það á vöxt nauðsynlegra innviða.
„Samtök ferðaþjónustunnar hvetja
stjórnvöld til að skoða hversu lít-
ið brot af þessari háu skattgreiðslu
þarf til þess að koma þessum mál-
um í lag.“
mm
Skagakonan Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir hefur
verið ráðin framkvæmdastjóri
þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Hún tekur við starfinu af Ingu
Hrefnu Sveinbjarnardóttur sem
starfar nú sem aðstoðarmaður
Kristjáns Þórs Júlíussonar heil-
brigðisráðherra. Þórdís Kolbrún
er 26 ára lögfræðingur. Hún var
kosningastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi fyr-
ir síðustu alþingiskosningar en
áður starfaði hún m.a. hjá sýslu-
manninum á Akranesi, Marel og
úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála. Þórdís Kolbrún
hefur verið virk í félagsstörfum
og m.a. verið formaður ungra
sjálfstæðismanna á Akranesi, set-
ið í stjórn SUS og stjórn Lög-
réttu, félags laganema við Há-
skólann í Reykjavík.
mm
Í síðustu viku voru iðnaðarmenn í
óða önn við að ljúka viðgerðum á
byggingu Grunnskólans í Borgar-
nesi. Lagfæringar þessar hafa stað-
ið yfir í nokkurn tíma en að sögn
Kristjáns Gíslasonar skólastjóra
voru framkvæmdirnar nauðsynleg-
ar vegna rakaskemmda sem komu
upp í skólahúsinu og því tafðist
upphaf skólahalds fram í þessa viku
á meðan verið var að leggja loka-
hönd á verkið.
„Það var kominn mikil þörf á
viðhald hjá skólanum. Það er allt-
af eitthvað sem þarf að laga en þetta
sumarið var það ögn meira en bú-
ist var við. Það er verið að dúk-
leggja og skipta um glugga núna en
við höfum einnig verið að bæta að-
stöðu nemenda og sett upp sjón-
varpsskjái á gangana sem og nýja
rennihurð við einn af inngöngum í
skólann,“ segir Kristján. Síðastlið-
inn mánudag var svo skólasetning
og hófu þá nemendur og starfsfólk
skólans nýtt skólaár í endurbættri
byggingu. jsb
Ný rennihurð sett við gamlan inngang skólans.
Viðgerðir á Grunnskólanum í Borgarnesi
Verið var að leggja lokahönd á framkvæmdir í skólanum á
föstudaginn.
Miklar skatttekjur af ferðaþjónustu
Ráðin framkvæmdastjóri
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Fundað verður 18. september
um átakið Ísland allt árið