Skessuhorn - 28.08.2013, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Menntaskóli Borgarfjarðar er
ungur að árum og nokkuð sér-
stakur framhaldsskóli. Þar er nám
til stúdentsprófs aðeins þrjú ár og
engin lokapróf tekin. MB hóf nýtt
skólaár í síðustu viku og fór blaða-
maður Skessuhorns í heimsókn í
skólann og tók púlsinn á tveim-
ur nemendum, einum nýnema og
öðrum sem útskrifast í vor.
Fékk tónlistarnám
metið sem valgrein
Daði Freyr Guðjónsson er að
hefja sitt þriðja og síðasta námsár
í MB á náttúrufræðibraut. „Mér
lýst vel á þetta skólaár. Það verð-
ur lítið að gera hjá mér í náminu
miðað við önnur ár þar sem ég er
þegar búinn með alla valáfangana
mína. Ég var svo heppinn að fá
tónlistarnámið mitt metið sem val
innan skólans. Mér finnst mjög
jákvætt að skólinn sé tilbúinn að
meta svona nám þar sem þetta er
frekar lítill skóli og það eru ekki
mjög margar valgreinar sem hægt
er að velja um. Það verður hins
vegar nóg að gera hjá mér í vet-
ur sem formaður nemendafélags-
ins. Núna á næstunni munum við
fara í nýnemaferð skólans sem er
alltaf vinsæl og er hún farin í stað-
inn fyrir hefðbundna busavígslu.
Sú ferð ásamt haustdögum með
sápufótbolta sem haldinn er í upp-
hafi hvers skólaárs eru dæmi um
ákveðnar hefðir sem hafa skapast
í skólanum á þeim fáu árum sem
hann hefur verið starfræktur.“
Aðspurður um námið síðustu
ár segist Daði Freyr vera undr-
andi á hversu vel hann aðlagað-
ist fljótt kerfi skólans. „Ég bjóst
aldrei við að þetta kerfi myndi
henta mér eins vel og það hefur
gert. Það er að segja að gera mik-
ið af verkefnum og taka kannanir
í stað lokaprófa. Það sem er þægi-
legt við þetta fyrirkomulag er að
við notum eins konar námsmat
sem kallað er Vörður. Þar er til-
kynnt fjórum sinnum á önn hvar
maður er staddur í náminu og
hjálpar það manni að vera á tán-
um,“ segir Daði um sína reynslu
af námi í MB.
Góður að utan
sem innan
Guðbjörg Halldórsdóttir er að
hefja sitt fyrsta framhaldsskóla-
ár. Hún sagði blaðamanni hvers
vegna hún valdi MB og hvern-
ig henni lítist á næstu þrjú ár sem
nemi á náttúrufræðibraut skól-
ans. „Mér líst mjög vel á skól-
ann. Ég valdi MB vegna þess að
ég bý mjög nálægt skólanum og
vildi vera í sama skóla og vin-
ir mínir. Ég hef alltaf verið góð
í stærðfræði sem er ástæðan fyrir
því að ég valdi náttúrufræðibraut-
ina. Þetta er líka bara svo flottur
skóli, bæði að utan sem innan og
hér virðist vera góður andi í nem-
endahópnum. Ég geri ráð fyrir
meiri lærdómi hérna en í grunn-
skóla og sérstaklega vegna þess
að skólinn er aðeins þrjú ár í stað
fjögurra. Kerfið í skólanum er
hins vegar gott og ég held að það
eigi eftir að henta mér ágætlega.
Það verður fínt að vera laus við
prófstressið sem fylgir lokapróf-
um,“ segir Guðbjörg.
Tölvuleikjagerð
er nýr áfangi
Bæði eru þau Daði Freyr og Guð-
björg sannfærð um að framtíð
Menntaskóla Borgarfjarðar sé björt.
„Ég held að skólinn eigi eftir að
stækka enn frekar og fólk á svæðinu
sé þegar farið að velja hann fram yfir
aðra skóla eins og þá í Reykjavík. Ég
veit um nokkra sem hafa farið ann-
að en í MB fyrsta árið en snúið svo
aftur heim og áttað sig á hversu gott
er að vera í þessum skóla. Hér er
mikil nálægð við aðra nemendur og
kennara sem getur hjálpað manni á
marga vegu,“ segir Guðbjörg. Daði
Freyr tekur undir þessi orð Guð-
bjargar og bendir á dæmi um hvers
konar tækifæri geta leynst í að vera
í litlum skóla eins og MB. „Hérna
reynum við að nota tölvur í flesta
okkar vinnu við námið og hjálpar
skólinn okkur þar ef þess þarf. Við
náðum svo fyrir stuttu að sannfæra
skólayfirvöld með undirskriftasöfn-
un um að vera með tölvuleikjagerð
sem einn áfanga. Þetta eru dæmi
um hversu góð tengsl eru á milli
nemenda og kennara hérna sem
vinna saman að því að gera skólann
að góðum vinnustað,“ segir Daði
Freyr og Guðbjörg tekur undir orð
hans. jsb
Mikill fjöldi nýnema var við skóla-
setningu Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi sem fram fór
sl. fimmtudagsmorgun. Var þeim
nemendum sem hefja framhalds-
skólanám sitt nú skylt að mæta.
Atli Harðarson skólameistari flutti
ávarp til nemenda þar sem hann
fór yfir hina ýmsu hluti og gaf ung-
mennunum ýmis heilræði. Tal-
aði hann um gæði skólans og mik-
ilvægi þess að læra eitthvað nýtt
og spennandi. Nemendur ættu að
leggja hart að sér við námið til að
mæta háum námskröfum en einn-
ig að njóta þess að taka þátt í heil-
brigðu og öflugu félagslífi skólans.
Skólalífið var þó ekki það eina sem
bar á góma í ræðu skólameistara.
Lagði Atli meðal annars áherslu
á heilbrigt líferni og hvatti nem-
endur til að borða hollt og hreyfa
sig. Að því loknu stigu umsjónar-
kennarar nýnema í ræðupúlt og
lásu upp nöfn sinna nemenda og
fylgdu þeim í sinn fyrsta umsjón-
artíma. Þegar nemendur voru bún-
ir í þeim var farið með þá í ratleik
þar sem þeim var kennt að rata um
byggingar skólans á skemmtilegan
hátt. Að lokum var svo öllum ný-
nemum boðið í hádegismat í mötu-
neyti skólans.
Blaðamaður var á staðnum og
spurði Atla skólameistara hvernig
nýtt skólaár leggðist í hann. „Ég er
bjartsýnn þó nokkurrar óvissu gæti
enn um ýmis mál innan mennta-
kerfisins. Ég býst við viðburða-
ríku ári og tel að það séu spennandi
tímar framundan í FVA,“ sagði Atli.
jsb
Bókaverslanir gegna lykilhlut-
verki þegar skólar hefjast á haust-
in. Nemendur og foreldrar flykkjast
þá í búðirnar til að verða sér úti um
námsefni, ritföng og fleiri nauðsynj-
ar við upphaf skóla. Skessuhorni lék
forvitni að vita hvernig lífið í bóka-
verslunum er á þessum árstíma og
ræddi stuttlega við Jóhönnu Elvu
Ragnarsdóttir verslunarstjóra í Ey-
mundsson á Akranesi.
Skemmtilegasti
tími ársins
Jóhanna hefur unnið í bóksölu í tíu
ár og af þeim verið verslunarstjóri
undanfarin sjö ár. Að hennar sögn er
bóksölu skipt í nokkur tímabil yfir
árið og fara þau eftir söluvörum og
árstímum. „Við köllum þennan tíma
skólavertíð. Sumarið er tími ferða-
manna þar sem við seljum vörur sem
tengjast ferðaþjónustu, bæði fyrir
Íslendinga og útlendinga. Haustið
er svo tileinkað skólunum þangað til
að jólavertíðin tekur við í nóvember
og stendur yfir til enda desember.“
Jóhanna telur að þetta tímabil slái
hins vegar öllum öðrum við. „Þetta
er skemmtilegasti tími ársins í búð-
inni hjá okkur og í raun byrjum við
að undirbúa skólavertíðina strax um
miðjan júní. Það er svo rétt áður en
skólarnir hefjast á ný að við breytum
búðinni og setjum hana í skólabún-
ing áður en allt fer á fullt. Ástæð-
an fyrir því að við köllum þetta ver-
tíð er að álagið verður mjög mikið á
skömmum tíma og þá þurfum við að
bæta við starfsfólki, oftast skólafólki
sem fagnar því að fá smá aukavinnu
og pening fyrir skólann.“
Ennþá besti kosturinn
Miklar breytingar hafa orðið í bók-
sölu frá því Jóhanna byrjaði. Nú síð-
ast með nýjungum á borð við raf-
bækur og sölu á samfélagsmiðlum.
Jóhanna telur þó að enn beri ekki
mikið á áhrifum þessara þátta. „Ey-
mundsson er komið inn á rafbóka-
markaðinn og hægt er að kaupa raf-
bækur á vefsíðu okkar, en þær ná þó
ekki til flestra þeirra námsbóka sem
nemendur hér þurfa. Það getur líka
reynst erfitt að fá notaðar bækur og
þá sérstaklega heilu listana af þeim
á góðu verði í gegnum Internetið.
Við tökum hins vegar alveg eftir því
að krakkar eru að nota t.d. Facebook
til að reyna sjálfir að selja bækurnar.
Skiptibókamarkaðurinn er þó enn
þungamiðjan í öllu þessu amstri,“
segir Jóhanna sem telur markaðinn
gegna mikilvægu hlutverki. „Það
er enn mikil eftirspurn eftir bók-
um hjá okkur. Við gefum okkur út
fyrir að geta sinnt sem flestum með
námsbækur og sinnum við t.d. bæði
FVA og MB auk þess sem við pönt-
um mikið af bókum fyrir þá sem
stunda fjarnám,“ segir Jóhanna um
þá þjónustu sem Eymundsson veit-
ir framhaldsskólanemendum á Vest-
urlandi.
Tímarnir breytast hægt
Þrátt fyrir miklar breytingar síðustu
árin í samfélaginu er enn mikil þörf
fyrir þjónustu bókaverslana að sögn
Jóhönnu, því verður ekki öllu um-
turnað á einni nóttu. „Breytingar hafa
áhrif á bókaverslanir eins og aðra en
námið er enn það sama ár eftir ár þótt
kennsluaðferðir breytist lítillega. Það
eru ekki miklar tískubylgjur sem fylgja
þessum bransa. Foreldrar stjórna
mestu hvað er keypt og hversu miklu
er eytt. Við reynum því að brúa bilið
og mæta þeim löngu innkaupalistum
sem fólk kemur með, með því að hafa
breidd í verði og vöruúrvali. Í grunn-
skólunum hefur tæknin heldur ekki
valdið neinni byltingu. Eina sjáanlega
breytingin þar frá fyrri tímum er sú að
foreldrar eru nú látnir útvega meira
til námsins en áður og þurfa orðið
að kaupa lím og fleiri verkfæri handa
börnunum sem skólinn útvegaði
áður,“ segir Jóhanna og bætir við að
lokum: „Eymundsson hér á Akranesi
er auk þess eina raunverulega bóka-
verslunin á mjög stóru svæði. Þegar
öllu er á botninn hvolft tel ég að fólk
vilji ennþá hafa raunverulegar bækur
hjá sér við námið í stað rafrænna val-
kosta hvort sem það eru yngstu börn-
in eða þau elstu. Við munum því halda
áfram að sinna svæðinu vel og leggja
áherslu á góða þjónustu.“ jsb
Nemendur eru sáttir með sín þrjú
ár í Menntaskóla Borgarfjarðar
Daði Freyr Guðjónsson og Guðbjörg Halldórsdóttir eru ánægð með skólann sinn og
telja að hann eigi bara eftir að verða betri með árunum.
Atli Harðarson skólameistari FVA.
Skólameistari hvatti nem-
endur til heilbrigðs lífernis
Fjöldi nýnema saman komnir í sal FVA þegar skólinn var settur.
Skiptibókamarkaðurinn fyrir fram-
haldsskólanema gegnir gríðarlegu
mikilvægu hlutverki á haustin.
Skólavertíð stendur yfir í Eymundsson
Jóhanna Elva Ragnarsdóttir, verslunarstjóri í Eymundsson á Akranesi. Hún
stendur hér við skiptibókamarkaðinn þar sem framhaldsskólanemar geta fundið
sínar námsbækur.