Skessuhorn - 28.08.2013, Síða 13
13MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
ODORITE
ÖRVERUHREINSIR
MILDEX-Q
MYGLUEYÐIR
WIPE OUT
OFNA OG GRILLHREINSIR
NOVADAN
KLÓRTÖFLUR
- Í POTTINN
SEPT-O-AID
ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR
HÁÞRÝSTIDÆLUR
ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN
ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM.
KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Akranesvöllur
ÍA – KR
Sunnudaginn 1. september kl. 18.00
Allir á völlinn
Haustfagnaður Kaupfélags Borg-
firðinga verður haldinn í sjötta
sinn á laugardaginn klukkan 12-16
á planinu hjá Kaupfélaginu. Áður
hefur hátíðin gengið undir nafninu
Sumarhátíð KB en ákveðið var að
breyta því í ár sökum veðurfars og
árstímans. Gestum á hátíðina hef-
ur farið fjölgandi samkvæmt Mar-
gréti Katrínu Guðnadóttur versl-
unarstjóra KB. „Í fyrra komu um
þúsund manns til okkar og aðsókn-
in er alltaf að aukast,“ segir hún.
Margrét segir hátíðina verða
með svipuðu sniði og áður en
margt er á dagskrá og má þar nefna
bændaþríþrautina þar sem keppt
er í kerlingadrætti, hornstaurakasti
og keppt verður um Íslandsmeist-
aratitilinn í reiptogi og enn er opið
fyrir skráningar liða. Einnig verður
skeggjaðasti bóndinn krýndur. „Í
fyrra var keppt í bestu bændabrún-
kunni en við ákváðum af praktísk-
um ástæðum að það myndi ekki
henta í ár,“ segir Margrét. Búnað-
arfélag Mýramanna stendur vakt-
ina við grillið, Freyjukórinn mun
bjóða upp á vöfflur og sölubás-
ar verða á staðnum. Einnig verður
ýmislegt í boði fyrir börn og munu
þau geta veitt fiska upp úr kör-
um sem verða á staðnum, en þeim
stendur einnig til boða að koma
með dýrin sín og sýna þau. „Ég
vil hvetja börn til að koma og sýna
dýrin sín, það verða ýmis verðlaun
í boði og svo verð ég þarna sem
dýralæknir og skoða dýrin, tennur
og klippi jafnvel klær. Allir eru vel-
komnir á hátíðina og ég hvet fólk
til að tryggja sér sölubás,“ segir
Margrét að endingu.
sko
Hátíðin Hvalfjarðar-
dagurinn verður haldin
næstkomandi laugardag
í Hvalfjarðarsveit. Hún
er að þessu sinni haldin á
fimm stöðum í sveitinni:
Á Bjarteyjarsandi, á Hót-
el Glym, í Ferstikluskála,
á Þórisstöðum og í Her-
námssetrinu á Hlöðum.
Hljómsveitin Sveitin, sem
skipuð er af ungu og efni-
legu tónlistarfólk úr Hval-
fjarðarsveit, mun flakka á milli
staða og leika fyrir gesti. Á laug-
ardaginn klukkan níu um morg-
uninn verður golfmót á Þórisstöð-
um og meðal annarra við-
burða má nefna gönguferð
á Akrafjall, sveitamarkað
á Þórisstöðum og drátt-
arvélasýningu, óvenjulegt
uppboð á Hótel Glym,
kvöldvöku á Bjarteyjar-
sandi, sveitaball að Hlöð-
um með Sálinni, ókeypis
ís og pylsur við Ferstiklus-
kála og margt fleira. Nán-
ar má skoða dagskrána og
aðrar upplýsingar á Fa-
cebook síðu Hvalfjarðardagsins.
sko
Sunnudaginn 1. september er boð-
að til íbúaþings í Heiðarskóla á veg-
um Hvalfjarðarsveitar. Yfirskrift
þingsins er „Hugsað til framtíðar,“
þar sem íbúar horfa til framtíðar
og „Hugsa um það helst og fremst,
sem heiðurinn má næra“ svo vitn-
að sé í orð Hallgríms Pétursson-
ar fyrrum sveitunga þeirra. „Mark-
miðið með íbúaþinginu er að hvetja
til samræðu um málefni þeirra sem
búa í Hvalfjarðarsveit og horfa
til framtíðar. Sveitarstjórn hyggst
hlusta á skilaboð íbúa og hafa þau
til hliðsjónar við sína ákvarðana-
töku. Gefnar verða upplýsingar eft-
ir þingið um hvernig unnið var úr
skilaboðum,“ segir í tilkynningu frá
Hvalfjarðarsveit.
Kallað verður eftir hugmynd-
um og ábendingum íbúa og er allt
undir sem fólk vill ræða; atvinnu-
mál, umhverfis- og skipulagsmál,
skólamál og önnur málefni sam-
félagsins. Spurt verður um hvað
hefur tekist vel og hvað megi betur
fara. Áherslan verður lögð á sam-
ræðu, sem fer fram í litlum hóp-
um, enginn þarf að standa upp og
halda ræður og allir geta tekið þátt.
Umsjón með þinginu er í höndum
Sigurborgar Kr. Hannesdóttur hjá
ILDI, þjónustu og ráðgjöf, en hún
hefur sérhæft sig í þátttöku almenn-
ings og samráðsverkefnum. Stýri-
hóp skipa sveitarstjórnarfulltúrarn-
ir Sævar Ari Finnbogason og Arn-
heiður Hjörleifsdóttir, ásamt Lauf-
eyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra.
Þingið verður haldið í Heiðarskóla
og stendur frá kl. 11 – 14.30. Boðið
verður upp á barnagæslu.
Húsið verður opnað kl. 10.45
og þá verður kaffi á könnunni – og
reyndar allan tímann. Þingið verð-
ur sett kl. 11:00 og síðan hefst sam-
ræða í litlum hópum. Boðið verð-
ur upp á súpu í hádeginu og kl.
13.15. Verður horft til framtíðar
með framsækni að leiðarljósi. Jafn-
framt verður leitað svara við spurn-
ingunni „Hvert er best varðveitta
leyndarmál Hvalfjarðarsveitar?“
Stýrihópur væntir góðrar þátttöku
og lofar lifandi og skemmtilegum
degi, þar sem verið er að sækja í
þekkingarbrunn og kraft íbúa – því
betur sjá augu en auga. lj/mm
Mikið verður um að vera í Hvalfirðinum um helgina.
Hvalfjarðardagurinn haldinn
hátíðlegur á laugardaginn
Íbúaþing í Hvalfjarðar-
sveit á sunnudaginn
Kerlingadráttur hefur notið mikilla vinsælda á hátíðinni. Hér er „kerlingin“ á
brettinu stjórnarformaður Kaupfélagsins, Guðrún á Glitstöðum.
Fagna haustinu í Kaup-
félaginu í Borgarnesi