Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Side 16

Skessuhorn - 28.08.2013, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Svandís Bára Steingrímsdóttir í Borgarnesi varð 70 ára í liðinni viku og hélt hún afmælisveislu af því til- efni. Svandís Bára ákvað að end- urtaka leikinn frá því að hún varð 60 ára og gefa þann pening sem fólk gaf henni í stað hefðbundinna gjafa, til góðs málefnis. „Ég ákvað þegar ég varð sextug að afþakka all- ar gjafir og blóm. Ég hugsaði að ef ég fengi mikið meira dót þyrfti ég að fara að stækka við mig húsnæð- ið auk þess sem ég er með ofnæmi fyrir blómum. Ég bað þess vegna fólk að áætla hvað það myndi eyða í gjafir og gefa frekar pening sem rynni til góðs málefnis. Ég setti svo upp söfnunarbauk sem fólk setti í og allur sá peningur rann til Félags langveikra barna.“ Söfnunin gekk vel en 113 gest- ir voru skráðir í gestabók sem lá frammi í afmælisveislunni. Eft- ir að peningarnir voru taldir kom í ljós að heildarupphæð sjóðsins nam 157.674 krónum. „Ég er al- veg í skýjunum yfir þessu öllu sam- an. Þetta var alveg hreint yndis- legur dagur með góðu fólki. Ég vil koma á framfæri ástarþakklæti til þeirra sem mættu og gáfu í söfn- unina og vil að auki þakka Kven- félagi Álftaneshrepps sem hjálpaði mikið til. Þá hvet ég alla sem halda upp á afmælin sín að gera svipað og nýta slík tímamót til að safna til góðra málefna,“ sagði Svandís Bára þegar búið var að telja peningana sl. föstudag að viðstöddum blaða- manni. Það var svo Torfi Lárus Karls- son, vinur Svandísar Báru, sem tók við peningunum fyrir hönd félags- ins, en Torfi hefur sjálfur glímt við langvarandi veikindi. „Torfi átti heima í húsinu á móti og hefur allt- af verið góður vinur,“ segir Svandís Bára brosandi, eftir að hafa komið þessu rausnarlega framlagi til Fé- lags langveikra barna. jsb KM réttingar og sprautun er fyr- irtæki sem starfrækt er í Stykkis- hólmi. Það hefur þjónað bíleigend- um á stóru svæði frá því um mitt ár 2011. „Við erum eina verkstæð- ið á Snæfellsnesi og á enn stærra svæði sem sérhæfir sig í sprautun og réttingum á bílum. Ég held að næsta verkstæði sé í Borgarnesi. Við fáum einnig til okkar talsvert af bíl- um frá sunnanverðum Vestfjörðum. Þar gerir flóabáturinn Baldur gæfu- muninn og eru bílar fluttir á milli í skipinu,“ segir Áskell Áskelsson eig- andi KM í samtali við Skessuhorn. Í sumar hefur fjölda verkefna þó fækkað hjá fyrirtækinu. „Við hjá KM réttingum og sprautun erum réttingaverkstæði og sérhæfum okk- ur í réttingum, sprautun, hjólastill- ingum, rúðuskiptum og rúðuvið- gerðum, svo sem á stjörnum í fram- rúðum, auk plastviðgerða. Verk- efnastaða okkar hefur verið nokk- uð góð þar til nú í sumar. Einhvern veginn virðist botninn hafa fallið úr þessu en það er vonandi að það fari að lagast,“ segir Áskell. KM er þjónustuaðili fyrir tryggingafélög og þaðan koma mörg verkefni. „Við erum með samning við öll trygg- ingafélögin; VÍS, Sjóvá, Vörð og TM. Þá erum við mjög vel tækjum búnir og erum tveir sem störfum hérna eins og er,“ segir Áskell. sko Fyrirtækið Snæfellsnes Excur- sions, eða Rútuferðir ehf., hef- ur verið starfrækt í tæpt ár. Fyrir- tækið er rekið af þeim Hjalta Allan Sverrissyni og Lísu Ásgeirsdóttur. Hjalti er fæddur í Ástralíu en hef- ur búið stærstan hluta ævi sinnar í Grindavík, en Lísa er fædd og upp- alin í Grundarfirði. „Við erum með lítið rútufyrirtæki og með frek- ar litla bíla. Við erum með samn- ing við Samtök sveitafélaga á Vest- urlandi og sjáum um strætóferðir á öllu Snæfellsnesi. Við sjáum einn- ig um leiðina Borgarnes – Stykk- ishólmur. Við ökum undir nafni Strætó og förum eftir þeirra leiða- kerfi, en vinnum fyrir sveitarfé- lögin. Þetta er í fyrsta skipti sem Strætó er í boði hér á Snæfellsnesi,“ segir Hjalti. Á vegum Snæfellsnes Excursions er auk reglubundinna áætlanaferða farið í leiðsöguferðir, einkaferðir og norðurljósaferðir. Draumastarfið Fyrirtækið hefur nú verið starfrækt í um ár. „Við byrjuðum árið 2012. Þá var ég búinn að vita af þessu til- boði Strætó um tíma og ég var bú- inn að fylgjast vel með því. Okkur langaði að búa hér í Grundarfirði og koma á ferðþjónustufyrirtæki með rútur og þjóna ferðamönnum og heimafólki líka,“ segir Hjalti og við það bætir Lísa: „Við grip- um tækifærið þegar það gafst. Við bjóðum upp á litla bíla, 17 manna og smærri. Grunnskóli Grundar- fjarðar hefur nýtt þá starfsemi fyr- ir ferðir með árganga og slíkt.“ Á þessu eina ári hefur fyrirtæk- ið stækkað talsvert. „Við erum að byggja fyrirtækið upp og það hef- ur verið að stækka. Upprunalega vorum við bara með einn bíl en núna erum við með þrjá. Þetta er draumastarfið mitt og er ég búinn að vinna við þetta í tíu ár. Að keyra og veita um leið leiðsögn.“ Hjalti hefur ekið vörubílum víða um Evr- ópu og hefur af þeim sökum búið í ýmsum löndum. „Ég var með smá ævintýraþrá í nokkur ár og lang- aði að prófa svona vinnu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt en var um leið mikið sjómannslíf.“ Verða meira vör við ánægjuraddir Fyrirkomulag strætóferðanna um Snæfellsnes verður með öðru sniði næstkomandi vetur. „Við erum með stóra drauma um þetta svæði í ferða- þjónustu. Strætó verður alltaf þann- ig að farnar verða fastar ferðir, en þó verða færri ferðir farnar í vetur, það verður ekki ekið á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur en það þarf ekki lengur að panta í ferðirnar eins og var síðasta vetur,“ segir Hjalti. Þau Hjalti og Lísa segja að ánægja hafi aukist með áætlana- ferðir á milli Reykjavíkur og Snæ- fellsness og einnig með ferðirnar milli sveitarfélaga á Snæfellsnesi. „Við verðum vör við fleiri ánægju- raddir en óánægðar og fólk talar um verðið og annað. Það er orðið ódýrt að ferðast með strætó og sér- staklega fyrir öryrkja, eldri borgara og börn. Við vonum að fólk haldi áfram að taka okkur vel og gerum okkar besta og höfum því bjartar vonir til framtíðarinnar.“ Ennfrem- ur segja þau að mikilvægt sé að fólk í ferðaþjónustu á Snæfellnesi hjálp- ist að og vinni saman. Sem dæmi um ávinning samstarfs munu þau sinna stórum hópum ferðamanna í vetur sem koma á vegum Hótel Framness í Grundarfirði. „Veðrið var ekki gott í sumar og það hafði áhrif, en það liggur við að við mun- um hafa meira að gera í vetur en í sumar,“ segir Hjalti. Gefa endurskinsmerki Þegar skemmtiferðskip koma til Grundarfjarðar er ferðamönnun- um smalað saman í rútur á bryggj- unni og þeim ekið í kynnisferðir. Rúturnar sem notaðar eru til verks- ins koma allar að sunnan og því vilja þau breyta. „Það hefur gerst einu sinni í sumar að við höfum far- ið með fólk af skemmtiferðarskipi. Þá voru það ferðamenn á skipi sem höfðu samband við okkur og vildu sérstaka ferð. Þetta fólk hafði séð okkur á netinu og vildu breyta til. Annars eru allar rúturnar sem fara með þetta fólk fengnar að sunnan,“ segja þau. Í tilefni af eins árs afmæli fyrir- tækisins ætla Hjalti og Lísa að gefa nemendum á svæðinu endurskins- vesti. „Reksturinn hefur gengið vel og okkur langar að gefa samfélaginu til baka. Í byrjun september ætlum við að gefa öllum fyrstubekking- um á Snæfellsnesi endurskinsvesti og öllum nemendum leikskólanna endurskinsmerki frá Strætó,“ segja þau að endingu. sko Hjalti Allan Sverrisson og Lísa Ásgeirsdóttir. Mikilvægt að fólk í ferðaþjónustu vinni saman Rætt við Hjalta Allan Sverrisson og Lísu Ásgeirsdóttur í Grundarfirði Svandís Bára og Torfi Lárus með afmælissjóðinn á eldhúsborðinu. Gaf Félagi langveikra barna afmælissjóðinn KM er starfrækt í húsnæði þar sem fyrirtækið Ásmegin var til húsa. KM réttingar og sprautun þjónar stóru landssvæði Áskell Áskelsson eigandi KM réttinga og sprautunar í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.