Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Síða 18

Skessuhorn - 28.08.2013, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Kann að gylla gömul skinn - svo gangi þau út um síðir Vísnahorn Við þær fréttir sem berast af dómsmálum úr útlandinu rifjast upp fyr- ir mér gömul vísa sem ég veit reyndar ekki um höfund að en hefði út af fyrir sig gaman af ef einhver gæti frætt mig þar um, en vísan er semsagt svona: Magnús hefur farið flatt flæktur í gögnum hæpnum. Dæmdur fyrir að segja satt en sýknaður af glæpnum. Að vísu má segja í þessu tilfelli að þriðja og fjórða hendingin gæt átt við sitt hvorn aðilann en það er nú svo sem algengt í lífinu að kjör manna séu eitthvað breytileg. En snúum okk- ur nú að öðru. Páll Ólafsson var bæði frábærlega lipur og léttleikandi hagyrðingur og verðskuldaði fylli- lega að nefnast skáld þó vissulega hneygðist hann örlítið til víns og kvenna eins og marg- an góðan mann og raunar líka góð skáld hef- ur hent bæði fyrr og síðar. Það mun hafa ver- ið á yngri árum hans sem hann eignaðist gæð- ing sem kallaður var Yngri Rauður og þótti afbragðshestur. Þennan hest neyddist hann til að selja en sá alltaf eftir honum og um hann er þessi þekkta vísa: Eg hef selt hann Yngra Rauð er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraldar auð og vera drykkjumaður. Vissulega var Páll drykkfelldur nokkuð og kannske ekki peningamaður en furðu fundvís á efnileg trippi og lét eftir sér að kaupa dýra reiðhesta þó annað skorti. Meðan hann bjó í Nesi í Loðmundarfirði keypti hann blesóttan hest af Grönvold nokkrum sem var verslun- armaður líklega á Seyðisfirði en varð að skera kú af heyjum til að geta fóðrað gæðinginn. Einum vini sínum tjáði hann fréttirnar með þessum orðum: Nú hef ég skorið koll af kú en keyptur er Grönvolds Blesi. Vísast er ég verði nú vellríkur í Nesi. Tíni ég í hann töðuna, tveggja kúa fóður. Hreint hann tæmir hlöðuna -en helvíti er hann góður. Um einhvern reiðhest sinn kvað hann á ferðalagi og gæti svo sem þessvegna hafa ver- ið á leið í leit: Vertu hress þó löng sé leið láttu sjá hvað getur. Fyrir þessi förin greið færðu strá í vetur. Í veikindum lýsir hann ástandi sínu með þessum orðum: Heilsan mín er heldur grönn hverful eins og reykur, líkast ekki lengri en spönn og lin sem fífukveikur. Skammarvísur Páls voru margar og ekki fágaðar en óvíst hvað þær voru ortar í mikilli alvöru og jafnvel dæmi þess að þeir sem fyr- ir þeim urðu kenndu öðrum vísurnar án þess að blikna. Jón nokkur sem kallaður var rauði var vinnumaður hjá Páli en drukknaði er hann var við sjóróðra hjá Sveini sem þá bjó í Brim- neshjáleigu í Seyðisfirði. Ekki virðist þeim Páli hafa komið nema hæfilega vel saman ef marka má vísur þær sem Páll kvað er hann frétti lát Jóns: Rauði Jón í saltan sjó sagður er nú dottinn, loksins fékk þá fjandinn nóg í fyrsta sinn í pottinn. Ljótur var nú líkaminn og lítið á að græða en aftur sálar andstyggðin afbragðs djöflafæða. Brimness Sveinn þó bíði enn og bindi sína þvengi Djöfullinn þá merkismenn mun ei skilja lengi. Þegar Páll var á áttunda ári að alast upp á Kolfreyjustað gerði hann það eitt sinn í snjó að vetri til að ganga nokkuð út fyrir tún og síðan afturábak í för sín til baka og faldi sig síðan og fylgdist grannt með leitinni. Þá orti hann þessa vísu sem margir telja fyrstu vísu hans þó það verði víst hvorki sannað né af- sannað héðan af: Uppnuminn fyrir utan garð úti og niðri á fönnum séra Ólafs sonur varð. Syrgður af heimamönnum. Johnsen hét sýslumaður þar eystra og varð það á í gamni að víkja að orðasveimi um fað- erni Björns Hjörleifssonar sem sumir hvísl- uðu að væri sonur Páls. Johnsen þessi var gift- ur Þuríði Hallgrímsdóttur frá Hólmum en hafði þá fyrir ekki löngu orðið veðurtepptur á Þuríðarstöðum og sagt að hann hefði gerst þar fjölþreifinn um vinnukonu. Svar Páls var á þessa leið: Við þig ég kemst ei þó til jafns þú minn elskulegi sem lætur bæi njóta nafns þá nokkuð hallar degi. Grímur Thomsen kvæntist á Hólmum í Reyðarfirði systur séra Hallgríms og var hún þá orðin roskin nokkuð eða eins og einn góð- ur vinur minn sagði af öðru tilefni: ,,Átti viku eftir í barneign.“ Páll var meðal boðsgesta og hvíslaði að einum kunningja sínum er hann reið úr hlaði: Kænn er Hólma klerkurinn, karlinn veit hvað hlýðir kann að gylla gömul skinn svo gangi þau út um síðir. Vísur Páls til Ragnhildar seinni konu hans eru bæði margar og fallegar enda hafa fáir jafnast við hann í ásta- og hestavísum. Ljóða- bréf Páls eru bæði allmörg sem hafa geymst og frábær að lipurð. Úr ljóðabréfi til Sveins Skúlasonar frá 1867 eru þessar vísur: Eiríkur með enskum var afbragðsmaður skarpur mögur séra Magnúsar mesti orðagarpur. Allt fær sá er kjafta kann það kunna fáir betur. Tólf í einu talað hann tungumálin getur. Og seinna í sama bréfi: Frétt úr Seyðisfirði þá finnst mér telja megi að verslun enskra var nú frá vikið Thomsen greyi. Hann hefir lengi lifað flott og leikið glaður þarna og drukkið oft með degi pott djöfullinn sá arna. Á seinni árum sínum dvöldu þau hjón hjá séra Halldóri í Presthólum, bróður Ragnhild- ar en hann var talinn afar þrætugjarn og frá þeim tíma mun þessi vísa: Hér er rifist hvíldarlaust svo hófi engu nemur, vetur, sumar, vor og haust og verst ef einhver kemur. Það er jafn erfitt að fullyrða um síðustu vís- ur manna sem fyrstu vísur en að minnsta kost einhverjir telja að hér sé síðasta vísa Páls og við hæfi að láta þar staðar numið að sinni: Ég hef hvorki rænu né ráð, réni drottinn þetta stríð. hvorki sé ég lög né láð lifað hef ég betri tíð. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is. Bændasamtök Íslands hafa nú sem undanfarin mörg ár tek- ið saman lista yfir helstu fjárréttir á landinu í haust. Það er Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur hjá BÍ sem hefur haft veg og vanda af söfnun upplýsinga og Freyr Rögnvaldsson blaða- maður verið honum innan handar. Hér að neðan má sjá lista yfir allflestar fjárréttir haustsins á Vesturlandi í stafrófsröð. Það skal tekið fram að allmargar rangfærslur um tímasetn- ingu var í fyrstu útgáfu listans frá BÍ og birtist m.a. í Bænda- blaðinu í liðinni viku. Bændasamtökin taka það fram að alltaf geta slæðst villur í lista af þessu tagi. „Því er þeim sem hyggj- ast kíkja í réttir í haust bent á að gott getur verið að hafa sam- band við heimamenn og fá staðfestingu á dagssetningum og tímasetningu réttanna áður en haldið er af stað. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudag 15. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudag 15. sept. Fellsendarétt í Miðdölum sunnudag 15. sept. Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardag 14. sept. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 14. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudag 15. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudag 17. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudag 16. sept. Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudag 15. sept. Hólmarétt í Hörðudal sunnudag 15. sept. Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu sunnudag 8. sept. Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. sunnudag 22. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardag 14. sept. Kjósarrétt í Kjós. sunnudag 22. sept. Kollafjarðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. laugardag 14. sept. Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. laugardag 21. sept. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. Ekki ljóst Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudag 17. sept. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardag 7. sept. Núparétt í Melasveit, Borg. sunnudag 15. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudag 18. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudag 22. sept. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardag 21. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. laugardag 14. sept. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudag 15. sept. Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudag 15. sept. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudag 16. sept. Tungurétt á Fellsströnd, Dal. laugard. 7. sept. Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. sunnudag 15. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudag 16. sept. mm Fjárréttir á Vesturlandi í haust Fjársafn á leið til Fljótstunguréttar í fyrrahaust. Ljósm. mmÍ Þverárrétt í Borgarfirði sl. haust. Ljósm. mm. Réttað í Brekkurétt í Saurbæ í Dölum sl. haust. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.