Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Seint gleymist það sem lærist í æsku
og oft verður það áhrifavaldurinn í
því sem fólk tekur sér fyrir hend-
ur seinna meir. Þetta þekkja marg-
ir, meðal annars Margrét Jóns-
dóttir Njarðvík, sem var öll sum-
ur á Húsafelli hjá frænku sinni Sig-
rúnu og manni hennar Kristleifi.
Þar kynntist hún starfinu í kring-
um ferðaþjónustuna. Margrét hef-
ur lengi starfaði í leiðsögumennsku
bæði hér á landi og á Spáni. Nýlega
stofnaði hún ferðaskrifstofu sem
skipuleggur ferðir er tengjast ekki
síst menningu og tungumálanámi.
Hún hefur ferðast mikið um Ísland
og þegar blaðamaður Skessuhorns
spurði hana hverjir væru nú falleg-
ustu staðirnir á Íslandi svaraði hún:
„Fegurðin í náttúrunni og á tiltekn-
um svæðum er oft svo afstæð. Hún
er að mörgu leyti lærð, þá meina
ég það sem okkur hefur verið sagt,
gjarnan af foreldrum. Sem barn
lærði ég að lyktin er hvergi betri en
í Húsafellsskógi og útsýni ekki jafn-
vítt og fagurt á neinum stað og af
hlaðinu á Hallkelsstöðum í Hvítár-
síðu, yfir Hallmundarhraunið og til
jöklanna.“ Margrét hefur ákveðnar
skoðanir á breytingum sem þyrfti
að gera á ferðaþjónustu hér á landi
til að hún verði faglegri og betri.
Reynslu sinni sem leiðsögumað-
ur, spænskukennari og ferðaskipu-
leggjandi miðlar hún nú öðrum til
gagns.
Byrjaði í leiðsögn
stúdentsvorið
Ættarnafnið Njarðvík segir Mar-
grét að þær systurnar hafa tek-
ið frá móður sinni Kristínu Njarð-
vík. Faðir hennar er hins vegar
Jón Bergþórsson frá Fljótstungu í
Hvítársíðu, sem er einn sjö systk-
ina þaðan. Hin eru Sigrún á Húsa-
felli, Páll veðurfræðingur, Gyða
á Akranesi, Guðrún í Borgarnesi,
Ingibjörg fyrrum húsfreyja í Fljóts-
tungu og Þorbjörg á Blönduósi.
„Ég og mín systkini vorum öll sum-
ur á Húsafelli hjá Sigrúnu og Krist-
leifi og börnin þeirra voru svo hjá
okkur í Reykjavík þegar þau fóru
burtu í skóla. Við vorum meðal
frumbýlinga í Breiðholtinu þegar
það byrjaði að byggjast upp á sjö-
unda áratuginum,“ segir Margrét.
Hún segir aðrar sérstakar ástæð-
ur hafi reyndar legið fyrir því að
hún byrjaði að vinna í tengslum við
ferðaþjónustuna, til viðbótar sum-
ardvölinni á Húsafelli. „Móðir mín
og fleiri konur, sem margar hverjar
sóttu sína framhaldsmenntun í öld-
ungadeildina við Menntaskólann í
Hamrahlíð og síðan í Háskóla Ís-
lands, fóru í nám til að sinna leið-
sögumennsku. Þær beittu sér svo
fyrir stofnun Félags leiðsögumanna
til að koma sér betur á vinnumark-
aðinn. Á þessum tíma í kringum
1970 gaus Hekla og mikið var að
gera hjá leiðsögumönnum. Það var
þessi tenging sem varð til þess að
ég réði mig í leiðsögumennsku til
Spánar vorið sem ég varð tvítug,
eða sama vor og ég varð stúdent.
Það var í Mallorka-ferðunum sem
ég byrjaði og var leiðsögumaður í
þeim í fjögur ár.“
Stendur fyrir ung-
mennabúðum á Spáni
Margrét segir að aðalatvinna
sín í áratugi hafi verið að kenna
spænsku við Háskóla Íslands og
Háskólann í Reykjavík og fram til
2011 var hún yfir alþjóðamálum í
HR. „Ég hef samt alltaf sinnt mikið
leiðsögn, svo sem í gönguferðum í
Pyreneafjöllum og víðar. Á Íslandi
hef ég sinnt leiðsögn í hringferð-
um um landið og um einstök svæði.
Ég er sjálf mikil göngu- og hlaupa-
manneskja og hef ekki síst gaman
af því að veita leiðsögn í göngu-
ferðum.“ Margrét hefur meðal
annars kynnst Extremadura hér-
aði sem er jaðarsvæði á Spáni. Þar
var hún skiptinemi á níunda ára-
tugnum. Hún starfrækir ferðaskrif-
stofuna Mundo og hefur m.a. síð-
ustu þrjú sumrin skipulegt ferðir í
þetta hérað á Spáni og gengist fyr-
ir ungmennabúðum þar. „Þær eru
fyrir 14-18 ára íslenska unglinga
sem dvelja gjarnan hjá unglingum
á svipuðu reki hjá spænskum fjöl-
skyldum. Auk tungumálanáms-
ins held ég leiðtoganámskeið fyrir
unglingana. Þetta er þriggja vikna
dvöl í einu og alls eru þetta um 35
unglingar sem hafa sótt búðirnar
hvert sumar. Á leiðtoganámskeið-
unum er þeim kennt að standa á
eigin fótum og axla ábyrgð á eig-
in lífi. Námskeiðin eru byggð upp á
venjunum sjö, því öll erum við einn
vani og það gildir að temja sér holl-
ar og góðar venjur. Mikil ánægja
er með ungmennabúðirnar og er
nærri fullbókað fyrir 2014. Margir
foreldrar hafa haft samband og lýst
yfir ánægju sinni með það hvað þeir
hafa fengið jákvæðan og skemmti-
legan ungling til baka.“
Tungumálanám og
lenging ferðatímans
Margrét segist þekkja vel til í ferða-
þjónustu hér á landi, meðal ann-
ars vita þá staðreynd að tungu-
málakunnátta er ónóg hjá mörg-
um sem starfa að henni. Ekki þurfi
síst á góðri tungumálakunnáttu
að halda þegar spænskum gest-
um hér til lands er þjónað, en að-
eins 4% þeirra kunna ensku. Mar-
grét segir að Spánverjar taki því
næstum sem persónulegum greiða
ef þeim er heilsað á spænsku af Ís-
lendingum. Það var vegna þessa
sem hún hafi ákveðið að bjóða upp
á tveggja vikna námskeiðsferð til
Spánar í októbermánuði næstkom-
andi, einmitt í Extremadura hér-
aðið, þar sem þátttakendur munu
kynnast tungumálinu og menning-
unni. „Þótt þetta svæði sé ekki með
því fyrsta sem heimsótt er á Spáni
er það undurfallegt, með mikinn
sjarma. Þarna geta ferðaþjónustu-
aðilar fylgst með því hvernig ferða-
þjónar í Extremadura laða til sín
ferðamenn. Ég held það sé kjörið
fyrir þá sem standa fyrir ferðaþjón-
ustu hér heima að skella sér í ferð
þangað og sækja námskeið í leiðinni.
Þarna gætu þeir fengið hugmyndir
um hvernig má bjóða upp á dagskrá
fyrir ferðamenn utan háannatíma,“
segir Margrét. Hún segir að ferða-
skrifstofan Mundo hafi þá sérstöðu
að bjóða upp á ferðir þar sem sam-
an fer menntun, skemmtun, menn-
ing og þjálfun. Meðal annars er far-
ið í skoðunarferðir til Mérida sem
býður upp á rómverska list, Cáce-
res sem er dásamleg borg og Sevilla
þar sem lært er um list mára, gyð-
inga og kristinna, sem bjuggu þar
saman.
Búa til einstakan
viðburð
Margrét er nýkomin úr hringferð
með spænskan ferðahóp um Ísland.
Í þeirri ferð sagðist hún hafa séð
hversu auðvelt er að auka gæðin í
íslenskri ferðaþjónustu án mikils
tilkostnaðar. Hún telur að mörgu
sé ábótavant í ferðaþjónustu hér
á landi. Það sé ennþá alltof mikið
um aðila sem skemma fyrir grein-
inni, með því að gæðin í þjónust-
unni séu ekki nógu mikil og stund-
um sé hún ekki í boði þegar á þarf
að halda. „Við getum bætt þetta
með því að vinna með okkur sjálf,
framkomu og viðhorf. Gleym-
um því ekki að þó að ferðamaður-
inn komi bara einu sinni, þá skil-
ur hann eftir sig spor. Það er um-
sögnin á netinu sem margir ferða-
menn eru farnir að tíðka að skrá á
þeim stöðum sem þeir stansa. Á ís-
lensku mætti kalla þessi skilaboð
ferðaráðleggjandinn, en annars er
það svokallað „tripadvisor.“ Við
þurfum að skapa þá ímynd og hafa
í fyrirrúmi að þó að þjónustan við
bæði erlenda og innlenda ferða-
menn sé rútína þá erum við að búa
til einstakan viðburð í lífi ferða-
mannsins. Þá þýðir ekki að halda
áfram að segja eins og einn orðaði
það: „Kúnninn er alltaf að kvarta
undan því sama.“ Þó við gerðum
ekki annað en þjálfa skólafólkið
okkar vel í fágaðri framkomu áður
en vertíðin hefst, þá væri mikið
unnið. Einnig þarf fólk að kynna
sér hvað virkar á hvaða þjóðerni.
Ef fólk passar til dæmis að hafa
heimabakað brauð á borðinu fyrir
Spánverja er öruggt að þeir verði
ánægðir með matinn.
Pílagrímsferð fyrir kon-
ur á breytingarskeiði
Margrét bendir líka á að samræmi
verði að vera á milli þess sem ferða-
fólki er boðið, svo sem í veitingum
og þeirrar upplifunar sem það er að
njóta í landinu. „Ég held það verði
ekki betur skýrt en með því, að
ferðafólki er ekki boðið kaffi í plast-
máli þegar það er að skoða óspillta
náttúru, svo sem í þjóðgarðinum á
Þingvöllum. Eða þá staðreynd að
við flokkum ekki allt sorp og send-
um það í endurvinnslu. Við þurfum
að tileinka okkur þá hugmynda-
fræði, að við umgöngumst náttúr-
una þannig að hún sé sjálfbær og
spillist ekki. Slíkt þarf að endur-
speglast í hegðun okkar. Þeir sem
hafa umsjón með þjóðgörðum og
náttúruperlum erlendis hugsa út í
hvert smáatriði og lifa gildin sín.
Við þurfum að gera það sama og
tengja það því þegar við tökum á
móti sívaxandi straumi ferðafólks
hingað til lands. Ein frú sem ég tal-
aði við var í taugaáfalli eftir að hafa
gist á hóteli þar sem handklæðin
voru líklegast frá áttunda áratugn-
um, en fátt eykur gæðin jafn mik-
ið og mjúk og fín handklæði,“ segir
Margrét Jónsdóttir.
Því má bæta við í lokin að eitt
af því sem ferðaskrifstofan Mundo
býður upp á næsta haust, það er eft-
ir ár, er pílagrímaferð fyrir konur
á breytingaraldri á Jakobsveginn á
Spáni. Margrét segir hlæjandi að
þrátt fyrir að stutt sé síðan hún fékk
hugmyndina að þessari ferð, séu nú
strax komnar 20 skráningar í ferð-
ina.
þá
Þessi unglingur nýtur sín vel á
ströndinni í Extremadura.
„Auðvelt að auka gæðin í ferðaþjónustunni
án mikils tilkostnaðar“
Spjallað við Margréti Jónsdóttur sem býður upp á ferðir fyrir ferðaþjóna
Margrét Jónsdóttir Njarðvík ólst upp í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Í Zafra verður gist á hóteli sem einkennist af nautabanaþema.
Frá ungmennabúðunum fyrir 14-18 ára unglinga í Extremadura héraði.