Skessuhorn - 28.08.2013, Síða 23
23MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Sylvía Björk Jónsdóttir er 18 ára
stúlka frá Akranesi sem tekur að sér
að þrífa og bóna bíla. Sylvía Björk
hefur sett upp Facebook-síðunna
Bílaþvottur Sylvíu þar hægt er að
nálgast upplýsingar um þvottinn,
meðal annars verð og aðrar upp-
lýsingar fyrir bíleigendur. Einnig
kemur þar fram að boðið er upp á
að sækja og skila bílum eftir óskum.
Dugnaður þessarar ungu kjarn-
orkukonu vakti athygli Skessu-
horns og því ákveðið að kynnast
henni betur.
Þolir ekki skítuga bíla
Sylvía Björk byrjaði með þessa
þjónustu í endaðan júlí í sumar og
hefur fengið að nota aðstöðu sem
faðir hennar á við Ægisbraut. Hug-
myndin var lengi í smíðum en eftir
að hún fór loks af stað hefur henni
gengið afar vel. „Það voru eiginlega
bræður mínir sem áttu þessa hug-
mynd og voru þeir alltaf á leiðinni
að byrja með einhvers konar bíla-
þvottaþjónustu. Það endaði svo
með því að ég tók við þeirra hug-
mynd og bara dreif í þessu.“ Að
hennar sögn er þetta mikil vinna
en meðfæddur áhugi hennar fyr-
ir bílum og stuðningur frá fjöl-
skyldunni hjálpuðu mikið til. „Ég
hef verið með bíladellu frá fæð-
ingu og er hún eiginlega ættgeng.
Afi minn var með mikla bíladellu
og pabbi minn og bræður eru líka
áhugasamir. Ég er því alin upp við
bíla og hef lært mikið um hvernig
eigi að annast þá af fólkinu í kring-
um mig. Skítugir bílar er eitthvað
sem ég þoli ekki og var mér eigin-
lega kennt það strax sem barni að
bílar ættu alls ekki að vera óhreinir.
Þeir bílar sem ég er að fá til mín eru
oft verulega óhreinir og það getur
því oft tekið langan tíma að þrífa
þá svo þeir standist mínar kröfur,“
segir Sylvía Björk.
Ætlar að halda áfram í
vetur
Sylvía Björk er nú að hefja sitt
þriðja ár við nám í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi en
ætlar að bjóða áfram upp á bíla-
þvott í vetur. Hún segist aðallega
nota samfélagsmiðla til að koma
sér á framfæri og virðist sem það
hafi skilað góðum árangri. „Ég
hef aðallega notað Facebook og er
með síðu þar sem heitir Bílaþvott-
ur Sylvíu sem hundrað manns
hafa „líkað við“ á þeim stutta tíma
sem hún hefur verið uppi. Ég hef
mjög gaman að því að dunda mér
við að bóna bílana og gera þá fína.
Ég reyni alltaf að gefa mér góð-
an tíma til verkanna og gera þetta
eins vel og hægt er. Ég bjóst þó
aldrei við svona góðum viðbrögð-
um og hef ég haft nóg að gera síð-
an ég byrjaði. Þetta er svona vinna
sem fer oft fram þegar fólk er í
fríum og þarf þá ekki nauðsyn-
lega á bílunum sínum að halda,
eins og á kvöldin og um helgar.
Það verður því fínt að hafa þetta
sem vinnu meðfram skólanaum í
vetur. Fólk getur pantað hjá mér
í gegnum Facebook eða hringt
og sent skilaboð í númerið mitt
og við finnum svo þann tíma sem
hentar best,“ segir Sylvía Björk
og bætir við að hún er líka með
nokkur tilboð. „Ég býð til dæmis
upp á afslátt fyrir öryrkja og eldri-
borgara. Þá býð ég einnig öllum
að láta sækja bílinn sinn og skutla
honum aftur heim í hlað án nokk-
urs auka kostnaðar. Mér datt í hug
að fólki þætti það þægilegra en að
þurfa að verða sér úti um far til
baka eftir að það skilur bílinn eft-
ir hjá mér.“
Bjartsýn á framhaldið
Sylvía Björk segir að ekki séu margar
stelpur á hennar aldri sem hafi jafn
brennandi áhuga fyrir bílum eins
og hún, eða láti sér detta eitthvað
svona í hug. „Ég held að fólki finnist
kannski skrýtið að það sé stelpa sem
er í þessu. Þessi hugmynd mín er þó
enn bara á byrjunarstigi en þetta er
eitthvað sem mér finnst virkilega
skemmtilegt að gera. Hver veit svo
hvað framtíðin ber í skauti sér, sér-
staklega ef reksturinn heldur áfram
að ganga vel,“ segir Sylvía bjartsýn
um framtíðina. jsb
Fresta þurfti Skessuhornsmótinu
í knattspyrnu snemma í sumar
vegna vallarframkvæmda á Skalla-
grímsvelli í Borgarnesi, en mótið
var endurvakið í fyrra eftir nokk-
urra ára hlé. Nú hefur stjórn
knattspyrnudeildar Skallagríms
ákveðið að blása til mótsins og það
verði á Skallagrímsvelli laugardag-
inn 7. september nk., en mótið er
haldið í samvinnu deildarinnar og
Vesturlandsblaðsins Skessuhorns.
Sem fyrr er fyrirkomulag móts-
ins, keppni sjö manna liða og leik-
tíminn 2x10 mínútur. Um blönd-
uð lið af báðum kynjum getur ver-
ið að ræða og m.a. höfðað til fyr-
irtækja og vina- og kunningjahópa
að senda lið til mótsins. Aldurs-
lágmark er 16 ár. Skráning á mót-
ið ber að senda á neffangið knatt-
spyrna@skallagrimur.is og er síð-
ustu forvöð til þess 5. september
nk. Þátttökugjald er 15.000 krónur
á lið en í boði verða vegleg verð-
laun, veitingar, sundferð og heit-
ir pottar, auk heiðursins „Vestur-
landsmeistarar 2013.“ Búist er við
harðri keppni og í tilkynningu seg-
ir að sjúkrabifreið verði á staðn-
um.
þá
Valdís Þóra Jónsdóttir, sem ver-
ið hefur fremsti kylfingur Leynis
mörg síðustu árin, segist fara inn
í haustið og veturinn full keppnis-
skaps og áhuga fyrir íþróttinni. Hún
hefur sett stefnuna á úrtökumót
fyrir Evrópumótaröðina sem hald-
ið verður í Marokkó í desember. Í
samtali við Skessuhorn segist Valdís
Þóra reyndar stefna ákveðið að því
að verða atvinnumaður í golfi og
þar með fórna áhugamannaréttind-
um um tíma. Verkefni þessu tengdu
sé mjög kostnaðarsamt en hún hafi
sterkt bakland sem hennar klúbbur
Leynir er og fjölskyldan, auk þess
sem hún treysti á stuðning fyrir-
tækja. Sunnudaginn 8. september
verður haldið styrktarmót á Garða-
velli til stuðnings Valdísi Þóru.
Guðmundur Sigvaldason fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis
segir að klúbburinn og klúbbfélag-
ar standi heilshugar að baki Valdísi
Þóru og hún verði studd eins og
mögulegt er, enda Valdís einn mesti
afreksmaður klúbbsins til margra
ára, fjórum sinnum hafi hún ver-
ið kjörin íþróttamaður Akraness
og sé margfaldur Íslandsmeistari í
sinni íþrótt. Vandað verður mjög
til styrktarmótsins, að sögn Guð-
mundar, verðlaun vegleg og þessa
dagana er aflað styrkja hjá fyrir-
tækjum vegna mótsins. Frjáls fram-
lög eru vel þegin en allur hagnaður
af mótinu rennur óskiptur til Val-
dísar Þóru vegna þeirra verkefna
sem hún er að ráðast í.
Mesta áskorun kven-
kylfings á Íslandi
Þau verkefni sem Valdís Þóra hefur
ákveðið að ráðast í er mesta áskor-
un kvenkylfings á Íslandi um þessar
mundir. Rúmlega 300 kvenkylfing-
ar munu á úrtökumótunum í Mar-
okkó í desember berjast um 30 sæti
sem gefa beinan rétt til þátttöku í
Evrópumótaröðinni á næsta ári, en
nokkrum sem þar koma næst veit-
ist réttur til að keppa á einstökum
mótum í mótaröðinni. Valdís segist
hafa fulla trúa á því að henni takist
að komast í gegnum úrtökuna og á
lokahring úrtökumótsins, en kepp-
endur þurfa að fara í gegnum þrjár
síur áður. Valdís Þóra segist vera í
góðu formi um þessar mundir og
hún eigi mikið inni. „Leikskipulag-
ið hefur brugðist mér aðeins á mót-
unum hér heima í sumar, en heilt
yfir hef ég verið að spila vel. Nú er
bara að æfa vel í haust,“ segir Val-
dís Þóra. Aðspurð segir hún að það
verði þó ekki gott að æfa hérna
heima og því ætli hún að fara til
Florida og æfa þar í tvo mánuði.
Guðmundur Sigvaldason fram-
kvæmdastjóri Leynis segir að allt
kapp verði lagt á að styðja við Val-
dísi Þóru, enda vitað að henni er
fjárvant eftir að hafa nýlokið há-
skólanámi, en Valdís hefur numið
í Texas síðustu fjóra vetur auk þess
að æfa og keppa í háskólagolfinu.
Guðmundur segir að vonir standi
til að styrktarmótið fari langt með
að skapa þann bakhjarl fyrir hana
sem þarf, en lágmarkskostnaður
vegna Marokkó í desember er ein
milljón króna, auk þess sem pen-
inga vantar fyrir hana til uppihalds
við æfingar á Florida fyrir mótið í
Marokkó. Valdís Þóra segir að þeg-
ar ráðist sé í svona verkefni verði
það eins og að reka fyrirtæki, en
hún stefni einbeitt að því að kom-
ast í atvinnumennskuna og sé tilbú-
in með áætlun í því sambandi. þá
Skessuhorns- og Vesturlandsmeistarar 2012.
Skessuhornsmótið í knatt-
spyrnu viku af september
Styrktarmót fyrir Valdísi Þóru sem
stefnir á Evrópumótaröðina
Sylvía Björk vinnur hörðum höndum að gera alla þá bíla sem koma til hennar tandurhreina og glansandi fína.
Átján ára með bíladellu og þvottastöð