Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Side 1

Skessuhorn - 23.10.2013, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 16. árg. 23. október 2013 - kr. 600 í lausasölu 10 töflur 25% afslát tur ÚRVAL FISK- OG KJÖTRÉTTA MÁN–FÖS 11.00–18.00 OPIÐ: WWW.SHIPOHOJ.IS BORGARNESI HÖFUM TEKIÐ Í SÖLU ILMVÖRUR FRÁ CHANEL FYRIR DÖMUR OG HERRA TAX FREE FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS NÝTT NÝTT Síldarstúlkan Högna Ósk Álfgeirsdóttir er hér nýkomin í land úr róðri með Fríðu SH, brosandi og hreistruð eftir að hafa tekið þátt í að fylla bátinn. Hún var á vertíð í vetrarfríi frá námi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Skessuhorn fór dagstund í síðustu viku á síldarvertíð í Hólminum. Sjá umfjöllun á blaðsíðum 26 – 27. Ljósm. mþh Í gærmorgun var undirritaður verk- samningur vegna framkvæmda við endurgerð Akratorgs á Akranesi sem byrja á næstu dögum. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður nú farið í fegrun og snyrtingu torgs- ins en ekki að sinni ráðist í gatna- framkvæmdir. Regína Ásvaldsdótt- ir bæjarstjóri og Snjólfur Eiríksson, eigandi SE-Garðyrkju, undirrituðu verksamninginn en fyrirtækið var með lægsta tilboðið í framkvæmd- irnar, eða 45 milljónir króna. Unn- ið verður eftir verðlaunatillögu frá árinu 2006 sem felur í sér þá grunn- hugmynd að skapa torg sem verð- ur ankeri menningar, viðburða og þjónustu á Akranesi. Verkinu er skipt í tvo áfanga og er reiknað með að þeim fyrri ljúki 1. desember næst- komandi eða í byrjun jólaföstu, en verklok við seinni áfangann verði 10. júní næsta sumar. Framo kom við undirskriftina að hugað hafi ver- ið að því við útfærslu breytinganna sem verða á torginu að gróður verði þar enn meiri en gert var ráð fyrir í verðlaunatillögunni frá 2006. Í til- kynningu vegna undirskriftar verk- samningsins segir að Akratorg hafi lengi verið miðpunktur mannlífs og menningaviðburða á Akranesi. Breytingar á torginu, ásamt öðr- um sem fylgja á í kjölfarið er ætlað að vera liður í að fegra ásýnd gamla miðbæjarins. Fjögur tilboð bárust í verkið. Lægsta tilboðið kom frá SE-garð- yrkju ehf, eða 45 milljónir króna eins og áður segir. Skóflan hf. bauð 48.860.000 kr., Lóðaþjónust- an ehf 50.026.000 kr. og Þróttur ehf 54.754.000 kr. Kostnaðaráætlun hönnuða var 44.156.000 kr. þá Síðastliðið mánudagskvöld stöðv- uðu lögreglumenn á Akranesi bif- reið og er ökumaður hennar grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við yfirheyrslur neit- aði maðurinn að gefa upp dvalar- stað og þar sem hann á sér nokkra sögu er varðar fíkniefni þótti rétt að kanna málið nánar. Í gærmorg- un tókst að upplýsa hvar dvalar- staður hans er og í framhaldi af því var gerð húsleit í íbúð mannsins á Akranesi. Þegar inn kom blasti við afar fullkomin aðstaða til ræktunar marijúana og í henni voru 25 stór- ar plöntur. Lögregla lagði hald á plönturnar ásamt öllum búnaði. mm Lögðu hald á 25 plöntur Framkvæmdir á Akratorgi að hefjast Samankomin vegna undirskriftar verksamnings: Einar Benediktsson bæjar- fulltrúi, Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Snjólfur Eiríksson frá verktakanum SE-garðyrkju og Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.