Skessuhorn - 23.10.2013, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Að duga –
eða láta síldina drepast
Leiðari
Það var vertíðarstemning á bryggjunni í Stykkishólmi þegar blaðamaður
Skessuhorns var þar á ferðinni í síðustu viku. Veður var stillt og smábát-
arnir hver á fætur öðrum að koma til hafnar með fullfermi af rígvænni síld.
Þeir þurftu ekki að róa langt til fiskjar, spölkorn út á fjörðinn. Veiðarfær-
in voru heldur ekki af dýrari gerðinni; átján metra löngum netstubbum
er hent út, lögð lagnet, og þau fljótlega dregin aftur upp og út þeim hrist
spriklandi síld. Á bryggjuna mættu eldri sjómenn og táruðust jafnvel sum-
ir, þá langaði svo mikið að taka þátt í þessu litla ævintýri sem var að ger-
ast. Inni í vinnslu Agustson var mikið í gangi, unnið úr þessu úrvals hráefni
verðmæt vara til útflutnings. Þjóðarbúið allt nýtur góðs af þessu.
Þetta er lítil og falleg saga, falleg af því maður hefur ánægju af því þeg-
ar vel gengur á einhverjum sviðum atvinnulífsins, ekki veitir af. Jafnvel þótt
hlutur smábátanna af heildar úthlutun kvótans sé smáræði á við það sem
stóru skipin fá í sinn hlut, gleðst maður yfir því sem þeir litlu fái þó eitt-
hvað. Grátlegt er þó að vita til þess að við búum við kerfi þar sem nánast
allur síldarkvótinn á lögheimili annars staðar, mest austur á fjörðum. Það-
an koma stóru skipin hvert af öðru, fylla sig og þurfa síðan að sigla norður-
eða suður fyrir landið til að landa í sínum heimahöfnum. Veiðireynslan frá
því að síldin hélt sig á öðrum veiðislóðum ræður því. Kerfið bregst ekki við
af því það er varið af hagsmunaöflum og er þar af leiðandi ósveigjanlegt.
Íslenska sumargotsíldin er ólíkindatól. Á veturna leggst hún í dvala, eig-
inlega í hálfgert híði eins og björninn og tekur út þroska. Kemur sér þá fyr-
ir á einhverjum stað nærri landi. Á síðustu árum hefur hún í vaxandi mæli
valið sér Breiðafjörðinn til vetrardvalar og nú síðustu vetur þröngan Kolg-
rafafjörðinn. Þar drapst hún síðasta vetur í stórum stíl og er áætlað að ríf-
lega fimmtíu þúsund tonn hafi drepist, fyrra hollið í desember og hið síðara
í febrúar. Slíkur dauði nytjastofns er náttúrulega hamfarir og ekkert ann-
að. Áætlað verðmæti þessa dauða fisks, hefði hann verið veiddur og nýtt-
ur, er 5-6 milljarðar króna. Munar um minna. En hvað er gert til að koma
í veg fyrir að þetta endurtaki sig? Jú, að góðum íslenskum sið er stofnað-
ur starfshópur til að koma með tillögur. Starfshópur embættismanna sem
hefur beinlínis hag af því að vera lengi að vinna. Þrátt fyrir að nú séu átta
mánuðir frá síðari síldardauðanum hefur starfshópur þessi ekki skilað nein-
um tillögum að gagni. Málið er semsagt á byrjunarreit og íbúar í Grundar-
firði eru teknir að ókyrrast. Lái þeim hver sem vill. Ekki síst hafa ábúend-
ur á Eiði við Kolgrafafjörð áhyggjur, enda fylgdust þeir með því um síð-
ustu helgi þegar fyrstu háhyrningarnir syntu inn fjörðinn. Af hverju? Jú,
af því síldin var byrjuð að bunka sig inn á fjörðinn. Þeir vita þetta, aðrir
Grundfirðingar og allir aðrir sem fylgst hafa með þessum máli vita að yfir-
gnæfandi líkur eru á að síldardauðinn mun endurtaka sig, einungis er þetta
spurning um tíma. Heimamenn vilja láta loka þessum þrönga firði undir
brúnni og það strax. Þeir hafa ekki tíma til að bíða eftir að einhver nefnd
sunnanfólks ljúki störfum. Þeir vilja ekki fá enn eina pláguna yfir sig sem
felst í dauða tugþúsunda tonna af dauðri síld. Að láta síldina fara enn einu
sinni inn í Kolgrafafjörðinn er sambærilegt og ef bóndi sem á hundrað
kinda fjárhús hleypti fimm hundruð kindum í húsin og lokaði svo. Flestar
myndu kindurnar troðast undir og kafna, rétt eins og síldin mun gera í sínu
súrefnisleysi. Stjórnvöld sem ekki gera neitt í slíkum málum eru jafn vitlaus
og bóndinn sem þannig hagaði sér.
Það er gott og blessað að loka fyrir flæði sjávar inn í Kolgrafafjörð. Lík-
lega tæki sú framkvæmd viku og kostnaðurinn yrði á að giska 100-200
milljónir króna. Raunrétt er að fara í þá framkvæmd strax og það er eng-
inn tími til að bíða eftir umhverfismati. Hitt er svo annað mál að í mínum
huga ætti sjávarútvegs- og umhverfisráðherra að tvöfalda núverandi kvóta
í sumargotssíld og láta alla báta og skip sem sjófærir eru hefja veiðar á síld-
inni tafarlaust. Það væri nú nær að verkefnalausir smábátar allt frá Akranesi
og vestur á firði fengju leyfi til slíkra veiða fremur en að vera bundnir við
bryggju. Nú kalla heimamenn á Snæfellsnesi eftir aðgerðum ráðamanna og
nú dugar ekki lengur að setja málið í nefnd. Það er að duga, eða láta síldina
drepast. Magnús Magnússon
Karlmaður með heimilisfestu á
Akranesi er í nýlegum dómi Hér-
aðsdóms Vesturlands dæmdur fyr-
ir tvær grófar og hættulegar lík-
amsárásir fyrr á þessu ári í félagi við
annan mann. Manninum er gert
að sæta átta mánaða fangelsi, en
fresta skal fullnustu fimm mánaða
af refsingunni haldi ákærði almennt
skilorð í þrjú ár frá uppkvaðningu
dóms. Maðurinn var einnig ákærð-
ur fyrir húsbrot í öðru brotanna, þar
sem mennirnir réðust inn á heimili.
Meðal annars var þar kastað sjón-
varpi og leirpotti í heimilismann.
Einnig var ákærða gefið að sök brot
gegn landsstjórninni þar sem hann
beitti lögreglumann ofbeldi í yfir-
heyrslu á lögreglustöðinni á Akra-
nesi. Samkvæmt sakavottorði hefur
ákærði ekki áður gerst sekur um of-
beldisbrot og játaði hann brot sín.
Hann hefur frá árinu 2008 tvisv-
ar sinnum gengist undir viðurlög
hjá lögreglu fyrir brot gegn lögum
um ávana- og fíkniefni og umferð-
arlögum. Í apríl 2008 var ákærði í
Holstebro í Danmörku dæmdur í
12 mánaða fangelsi og var frestað
fullnustu 6 mánaða af refsingunni
skilorðsbundið í tvö ár. Ákærða var
gert að greiða brotaþola 150 þús-
und krónur með vöxtum en einn-
ig þarf hann að greiða tæplega 900
þúsund í málsvarnarlaun og ann-
að kostnað sem tengist réttarhald-
inu. Mál ákærða var klofið frá máli
félaga hans, sem tók þátt í hinum
grófu og hættulegu líkamsárásum,
og vísað til lagaákvæðis sem heim-
ilar dómara að aðskilja mál fyrir
dómi. þá
Potturinn í laugardagslottói Ís-
lenskrar getspár var sexfaldur sl.
laugardag og var fyrsti vinning-
ur því hár, eða 62 milljónir króna.
Eftir að tölurnar 3, 4, 5, 7 og 10
lágu fyrir kom í ljós að fyrsti vinn-
ingur hafði skipst á milli tveggja
heppinna spilara sem fengu því
31 milljón hvor í sinn hlut. Annar
vinningshafinn keypti miða sinn í
áskrift á netinu en hinn í Olís við
Esjubraut á Akranesi. Þá má geta
þess að 100 þúsund króna jókerv-
inningsmiði var seldur í Olís Borg-
arnesi. Skessuhorn óskar viðkom-
andi innilega til hamingju. mm
Háskólinn á Bifröst hefur byrj-
að undirbúning að sýningu um ís-
lenskt atvinnulíf og er stefnt að
opnun hennar á Bifröst seinni
hluta maímánaðar 2014. Sýning-
in verður öllum opin og er ætluð
bæði almenningi og ferðamönn-
um. Henni er ætlað að draga upp
fjölbreytta og jákvæða mynd af ís-
lenskum fyrirtækjum og þýðingu
þeirra fyrir samfélagið. Stjórnend-
ur og starfsfólk fyrirtækjanna munu
kynna starfsemi þeirra eftir marg-
víslegum miðlunarleiðum og segja
frá því hvaða verðmæti fyrirtæk-
in eru að skapa og hvernig þau fara
að því. Framtíðarsýn fyrirtækjanna
verður ennfremur gerð skil. Sýn-
ingargestir eiga að ná góðri snert-
ingu við íslenskt nútímaatvinnulíf á
sýningunni.
Sýningin verður jafnframt útbú-
in í sérstakri skólaútgáfu sem hægt
verður að fara með milli grunn-
skóla og framhaldsskóla til þess að
kynna íslenskt atvinnulíf fyrir nem-
endum. Sýningin getur þá staðið
uppi í hverjum skóla í viku í senn
þar sem samhliða yrðu skipulagð-
ar sérstakar kynningar á atvinnulíf-
inu. Með þessum hætti er unnt að
styrkja mjög tengsl milli atvinnu-
lífsins og skólanna.
María Ólafsdóttir hefur nú ver-
ið ráðin sýningarstjóri fyrir sýn-
inguna. María starfaði sem blaða-
maður á Morgunblaðinu um árabil
og hefur auk þess víðtæka reynslu af
vinnu við fjölmiðlun. Hún er með
BA gráðu í blaðamennsku frá Há-
skólanum í Sheffield og MA gráðu
í þjóðfræði frá Háskóla Íslands. mm
Í síðustu viku bættist nýr bátur við
bátaflotann í Ólafsvík þegar Hug-
borg SH 87 kom til hafnar. Eigandi
Hugborgar SH er Eggert Bjarna-
son. Hugborg er stálbátur smíðað-
ur í Vélsmiðju Ol Olsen í Njarðvík
árið 1988 og er 19 tonn að stærð.
Eggert segir að hann muni fara á
síldveiðar nú í vikunni en síðan sé
fyrirhugað að fara á netaveiðar á
þorski. Að sögn Eggerts var bát-
urinn lengi á Skagaströnd. Kveðst
hann hafa verið um eitt ár að stand-
setja hann og laga til. Eggert bæt-
ir við að nafnið Hugborg SH komi
til út af því að hann hafi byrjað sína
sjómennsku á báti með sama nafni
þegar hann var 14 ára og nafnið
hafi verið laust. Því hafi ekki ann-
að nafn komið til greina.
af
Dæmdur fyrir grófar og
hættulegar líkamsárásir
Happadrjúgur lottómiði seldur á Akranesi
María ráðin sýningarstjóri
atvinnulífssýningar á Bifröst
Nýr bátur til Ólafsvíkur
Eggert Bjarnason
Hugborg SH
komin til
Ólafsvíkur.