Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Missti stjórn á
bílnum
LBD: Ökumaður jeppabif-
reiðar á suðurleið, missti stjórn
á bifreið sinni á hálkubletti sem
hafði myndast á Borgarfjarðar-
búnni um liðna helgi. Snerist
jeppinn og hafnaði með fram-
endann á vegriðinu skammt þar
frá sem unnið er að viðgerð á
yfirborði brúargólfsins. Öku-
maður hélt för sinni áfram en
lögreglan náði að stöðva akst-
ur hans við Hvalfjarðargöng-
in. Töluverðar skemmdir urðu
á bifreið mannsins en hún var
þó ökufær. Að sögn lögreglu
urðu einnig skemmdir á vegr-
iði brúarinnar en sem betur fer
hélt það jeppanum inni á brúnni
því annars hefði hann hafnað út
í beljandi straumnum þar sem
állinn er hvað dýpstur. –þá
Sjóðsstjóri
dæmdur fyrir
fjárdrátt
AKRANES: Í nýlegum dómi
Héraðsdóms Vesturlands er
kona sem í byrjun ársins var
sjóðsstjóri verslunar Bónus á
Akranesi sakfell fyrir fjárdrátt.
Hún var dæmd til að sæta fang-
elsisvist í 90 daga, en fresta skal
fullnustu refsingarinnar og falli
hún niður að liðnum tveim-
ur árum haldi ákærða almennt
skilorð. Þá var hún dæmd til að
greiða Högum hf, eigendum
Bónusverslana, 980.500 krón-
ur með vöxtum sem og 60.000
krónur í málskostnað. Ákærðu
er gefið að sök að hafa dregið
sér fé við uppgjör í þrjá daga, frá
19.-21. febrúar, um og yfir þrjú
hundruð þúsund krónur í hvert
skipti. –þá
Grímshússfélagið
fær styrk
BORGARNES: Byggðar-
ráð Borgarbyggðar samþykkti
á fundi sínum í liðinni viku
að styrkja Grímshússfélagið í
Brákarey um 1,5 milljón króna
á þessu ári til að vinna áfram að
endurbyggingu hússins. Verð-
ur fjárhæðin tekin af öðrum
framkvæmdaliðum sem áætlað-
ir voru í Brákarey. –mm
Byggingavísitala
hækkar
LANDIÐ: Vísitala bygging-
arkostnaðar reiknuð um miðj-
an október nú í ár var 119 stig
(desember 2009=100) sem er
hækkun um 0,2% frá fyrri mán-
uði. Verð á innfluttu efni hækk-
aði um 0,7% og skýrir það
hækkun vísitölunnar. Vísitalan
gildir í nóvember 2013. Á síð-
ustu tólf mánuðum hefur vísi-
tala byggingakostnaðar hækkað
um 3,5%. –mm
JBG vélar leggja
göngustíg
BORGARNES: Á fundi
byggðarráðs Borgarbyggðar í
síðustu viku var lögð fram nið-
urstaða um verðkönnun vegna
lagningar göngustígs við Suð-
urklett í Borgarnesi. Samþykkt
var að láta kanna hvort ástæða
sé til að breyta legu stígsins.
Einnig var samþykkt að fela
umhverfis- og skipulagssviði að
semja um verkið við JBH-vélar
ehf. sem voru með lægsta verð-
ið, eða tæpa 1,5 milljón króna.
Verkið verður unnið í haust.
–mm
Viðbúnaður vegna
neyðarblyss
AKRANES: Björgunarfélag Akra-
ness var kallað út klukkan 22 síðast-
liðið föstudagskvöld þegar tilkynn-
ing barst til Landhelgisgæslunnar
um að ljós, sem gæti verið neyðar-
blys, hefði sést á lofti suð-suðvestur
af Akranesi. Björgunarsveitin hélt á
svæðið á tveimur bátum og leitaði
til miðnættis. Þegar ekkert fannst
var ákveðið, í samráði við Land-
helgisgæsluna, að hætta leit. Veður
og aðstæður voru með albesta móti
meðan leitin fór fram, tunglskin og
sléttur sjór . -mm
Framlengdu um-
sóknarfrest
BORGARBYGGÐ: Umsókn-
arfrestur um stöðu skólastjóra við
Grunnskólann í Borgarnesi hefur
verið framlengdur til 24. október. Í
frétt Borgarbyggðar kemur fram að
„leitað er að einstaklingi með mik-
inn metnað, sem sýnt hefur árangur
í störfum sínum og leggur áherslu á
vellíðan og árangur nemenda í góðu
samstarfi við aðra starfsmenn skól-
ans. Starfsemin skal einkennast af
fjölbreytni, sveigjanleika og víð-
sýni, þar sem tekið er tillit til mis-
munandi þarfa, áhuga og getu nem-
enda.“ –mm
Frá Briddsfélagi
Borgarfjarðar
BORGARFJ: Mánudaginn 21.
október sl. var fjórði upphitunartví-
menningur Briddsfélags Borgarfjarð-
ar spilaður í Logalandi. Aðeins átta
pör mættu til leiks en það kom ekki
í veg fyrir harða baráttu. Hvann-
eyringarnir Sveinbjörn og Lárus
voru í feiknastuði og skoruðu 65%,
Þórir og Kristján virðast vera bún-
ir að samstilla sig að mestu og urðu
í öðru sæti með tæplega 55% skor,
þriðja sætinu deildu svo Guðmund-
ur og Elín, annars vegar, og Eyjólf-
ur og Magnús, hins vegar, með 51%
skor. Þegar öll smáatriði voru kruf-
in kom í ljós að Guðmundur og Elín
höfðu unnið innbyrðis viðureign-
ina. Næsta mánudag verður fimmti
og síðasti upphitunartvímenningur-
inn en sjálfur Aðaltvímenningur BB
hefst svo annan mánudag. –fréttatilk.
Ýmsir ráku upp stór augu
þegar þeir sáu hátt í 20 hús-
bíla á tjaldstæðinu við Kal-
mansvík á Akranesi um
liðna helgi, komið fram yfir
miðjan október. Hér voru á
ferð félagar í Húsbílafélag-
inu sem voru á sinni síð-
ustu samkomu áður en bíl-
um verður komið í vetrar-
geymslu. Allir þessir bílar
eru búnir miðstöðvarupp-
hitun þannig að ekki væsti
um fólk þrátt fyrir lágt hita-
stig.
mm/ Ljósm. Hilmar
Sigvaldason.
Svo virðist sem hreyf-
ing sé komin á að
bæta vegasamgöngur
frá Barðaströndinni á
suðurfirði Vestfjarða
og fara hina umdeildu
leið í gegnum Teigs-
skóg. Einar Kr. Guð-
finnsson alþingismað-
ur tekur undir sjón-
armið Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur inn-
anríkisráðherra sem
hefur lýst því yfir að
hún vilji fara í gegnum
Teigsskóg. Einar segir
ljóst að ráðandi menn
hjá Vegagerðinni vilji
líka fara þá leið. „Staðan í málinu
er þannig að við viljum fara út með
Þorskafirði í gegnum Teigsskóg og
frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð að
Melanesi. Þar með yrðum við líka
laus við torleiðir eins og Ódrjúgs-
háls og Hjallaháls. Við teljum þessa
leið betri, öruggari og hagkvæmari
leið en núverandi leið fyrir utan það
að við að fara hana sparast gríðar-
legir fjármunir. Reiknað hefur ver-
ið út að þessi leið er 3,5-4 milljörð-
um ódýrari en að kosta upp á lag-
færingar núverandi vegar. Þar eru
kaflar sem eru hreinlega ónýtir og
mikil torleiði allt árið, ekki síst að
vetrinum,“ segir Einar Kr.
Guðfinnsson í samtali við
Skessuhorn.
Einar Kristinn segir að
þröskuldurinn í þessu máli
í dag sé að Skipulagsstofn-
un hafi hafnað fyrirliggj-
andi tillögum að nýju um-
hverfismati. „Það er ljóst
að fara þarf aðra leið að því
máli og vonumst við þannig
til að koma með lausn sem
leiðir til framkvæmda sem
stenst umhverfismat og
lög,“ segir Einar. Í samtali
við Skessuhorn sagði hann
að ljóst væri að ganga yrði
þannig frá málum að land-
eigendur og andstæðingar þess að
fara með veginn í gegnum Teigs-
skóg gætu ekki náð sínu fram með
málarekstri eins og hingað til. Hann
sagði að vegur í gegnum Teigsskóg-
inn þýddi að auki umtalsverða veg-
styttingu frá því sem nú er. „Það er
ljóst að eins og málin standa í dag
er ákveðinn landshluti, suðurfirð-
ir Vestfjarða eru útilokaðir frá árs-
samgöngum og þannig má það ekki
verða áfram. Þetta er sú leið sem
fara verður svo raunhæft er að þetta
landssvæði fái viðunandi samgöng-
ur á næstu árum,“ segir Einar Kr.
Guðfinnsson. þá
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingis-
maður og forseti Alþingis.
Leita leiða til að vegur um
Teigsskóg verði að veruleika
Þegar ekið er suður Hjallaháls er farið um afar hættulegan
vegarkafla. Þá blasir þetta skilti við og svo margumræddur Teigs-
skógur á hægri hönd. Ljósm. gó.
Húsbílafólk lauk sumrinu á Akranesi