Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Greinargerð um myrkurgæði LANDIÐ: Starfshópur um myrkurgæði á Íslandi hef- ur skilað umhverfis- og auð- lindaráðherra greinargerð sinni þar sem settar eru fram þrettán tillögur um að varð- veita myrkurgæði og sporna við ljósmengun á Íslandi, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Hópurinn bendir á að myrk- urgæðum hafi hrakað veru- lega á Íslandi undanfarna áratugi, sérstaklega á höf- uðborgarsvæðinu, og telur að ljósmengun sé meiri hér- lendis en á sambærilegum svæðum í grannlöndunum. Í greinargerðinni segir að myrkurgæði séu hluti af lífs- gæðum almennings og einn- ig er bent á gagn sem ferða- þjónusta hefur af myrkur- gæðum, svo sem í norður- ljósaferðum og ýmissi ann- arri vetrarferðamennsku. Þá tengjast myrkurgæði og orkusparnaður í bókhaldi fjölskyldna, sveitarfélaga og ríkis. Greinargerð starfs- hópsins er gefin út rafrænt og má skoða hana á slóð á vef umhverfisráðuneytisins. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 12. - 18. okt. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 22.233 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 10.406 kg í þremur lönd- unum. Arnarstapi 7 bátar. Heildarlöndun: 77.498 kg. Mestur afli: Tryggvi Eð- varðs SH: 31.532 kg í sex löndunum. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 251.739 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.218 kg í einni löndun. Ólafsvík 18 bátar. Heildarlöndun: 136.625 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 28.908 kg í fimm löndunum. Rif 10 bátar. Heildarlöndun: 188.462 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 73.866 kg í einni löndun. Stykkishólmur 25 bátar. Heildarlöndun: 127.214 kg. Mestur afli: Ronja SH: 10.290 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Saxhamar SH –RIF: 73.866 kg. 16. okt. 2. Hringur SH – GRU: 66.218 kg. 16. okt. 3. Grundfirðingur SH – GRU: 49.331 kg. 13. okt. 4. Sóley SH – GRU: 41.788 kg. 13. okt. 5. Farsæll SH – GRU: 39.294 kg. 15. okt. mþh Séntilmenn vilja gera leikvöll BIFRÖST: Á fundi byggð- arráðs Borgarbyggðar í lið- inni viku var lagt fram bréf Sjentilmannaklúbbsins á Bifröst með beiðni um að- stoð sveitarfélagsins við kaup á leiktækjum á leik- völl á Bifröst. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að leikvöllurinn muni kosta um tvær milljónir króna. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa klúbbsins áður en ákvörðun um stuðning verður tekin. –mm Vilja fækka héraðsvegum B O R G A R B Y G G Ð : Byggðarráð Borgarbyggð- ar fjallaði í síðustu viku um bréf frá Vegagerðinni þar sem kynnt var fyrirhuguð niðurfelling héraðsvega af vegaskrá þar sem ekki væri lengur föst búseta við við- komandi vegi. Byggðarráð samþykkti að benda Vega- gerðinni á að í einhverj- um tilfellum er föst búseta við vegina. Aðspurður um hvaða vegi er um að ræða, segir Páll S Brynjarsson sveitarstjóri að fjórar heim- reiðar hafi verið umræddar í bréfi Vegagerðarinnar þar sem föst búseta hefur fallið niður. „Þetta er m.a. heim- reiðin að Hesti í Andakíl, en þar er komin föst búseta á aftur og Hestur auk þess nokkuð stór vinnustaður,“ segir Páll. Hinir bæirnir eru Iðunnarstaðir í Lund- arreykjadal, Klapparholt í Borgarhreppi og Hítarnes- kot á Mýrum. -mm Aukin umferð um í septem- ber HVALFJ: Umferð í Hval- fjarðargöngum í septem- ber var 1,4% meiri en í sama mánuði í fyrra. Vega- gerðin mældi á sama tíma verulega meiri aukningu umferðar á hringveginum eða um 4,6% að jafnaði. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins 2013 hefur umferð verið meiri undir Hval- firði í sjö mánuði en minni í tvo, apríl og ágúst, en á sama tímabili í fyrra, segir í tilkynningu á heimasíðu Spalar. Í heildina tekið hef- ur umferðin í göngunum aukist um liðlega 2% það sem af er árinu. Vegagerðin mældi 4,6% aukningu um- ferðar á landinu í septem- ber á 16 talningarstöðum á hringveginum. Umferðin þar hefur aukist um 3,5% fyrstu níu mánuði árs- ins, sem er mesta aukning á þjóðvegunum frá árinu 2007. Aukningin er mest á Austurlandi frá áramót- um eða um 12% en minnst í grennd við höfuðborgar- svæðið og á Norðurlandi, um 3% á hvoru svæði. –þá Stillholti 14 Akranesi Sími: 431 2007 Opið á Tax Free dögum: Fimmtudag: 10-18 Föstudag: 10-18 Laugardag: 10-16 Tax Free dagar 24.–26. október 15% afsláttur af öllum keyptum vörum líkt og erlendir ferðamenn fá á Íslandi AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Skipverjar á línubátnum Geysi SH urðu fyrir því óhappi sl. sunnudags- morgun þegar verið var að leggja línu skammt frá Ólafsvík að stýr- isslanga fór í sundur með þeim af- leiðingum að leita varð aðstoð- ar nærstadds báts til að taka bát- inn í tog. Svo vel vildi til að Þórdís SH var í grenndinni og kom Geysi til hafnar í Ólafsvík. Nýrri stýriss- löngu var snarlega reddað svo hægt væri að ljúka róðurinn. Fór Geysir því skömmu síðar til sjós á ný til að vitja línunnar sem var úti. Á mynd- inni sést Þórdís SH koma með Geysi til hafnar í Ólafsvík. af Nýbyrjaðar eru framkvæmd- ir við endurnýjun hitaveitulagnar á rúmlega eins og hálf kílómeters kafla í landi Innri- og Ytri Skelja- brekku og Neðri-Hrepps í Borg- arfirði. Áætlað er að þessum fram- kvæmdum ljúki um mánaðamótin nóvember og desember. Stutt er síðan lagnir á nærliggjandi svæði voru endurnýjaðar, svo sem í árs- byrjun 2011 þegar endurnýjaðir voru um 370 metrar í landi Efri- Hrepps. Samkvæmt upplýsingum frá Eiríki Hjálmarssyni upplýs- ingafulltrúa Orkuveitu Reykjavík- ur verður búið að skipta út göml- um asbestslögnum í stál á 20,4 km í lagnakerfinu í Borgarfirði, þegar framkvæmdum við Skeljabrekku og Neðri-Hrepp verður lokið í haust. Að sögn Eiríks hófst þetta stóra endurnýjunarverkefni 2005. Af að- veituæðinni er búið að endurnýja alls 17,2 km. Auk þess hafa ver- ið endurnýjaðar eftirtaldar lagn- ir: Frá dælustöð í Brún að aðveit- unni um 1,4 km, Hvanneyrarlögn um 0,45 km og Borgarneslögn um 1,35 km. Eftir er að endurnýja tæpa 2,5 km undir Hestfjalli til þess að kominn sé samfelldur stál- kafli frá Varmalæk að dælustöð- inni við Grjóteyri. Eiríkur segir að þetta séu þeir kaflar sem hafa verið hvað erfiðastir í viðhaldi og mikil bót verði fyrir afhendingaröryggi á heita vatninu þegar þeir eru frá. Enn standa þó eftir um 45 kíló- metrar í lagnakerfinu, sem skiptast í grófum dráttum þannig: Aðal- aðveitan 40,5 km, bæjarlögn frá borholum í Laugarholti og Bæ að dælustöð við Brún um 1,5 km og Hvanneyrarlögn milli Mið-Fossa og Hvanneyrar um 3 km. Enn eru því eftir miklar og kostnaðarsam- ar framkvæmdir hjá OR við end- urnýjun í hitaveitulögnum í Borg- arfirði. þá Það væsir ekki um hrossin sem ganga úti á Brimilsvöllum í gamla Fróðárhreppnum á Snæfellsnesi. Þessi skemmtilegi bær hefur nú bæst í bæjarmyndina. Þegar betur er að gáð er um að ræða skjól fyrir útiganginn. Ekki veitir af, enda mörg hross á Brimilsvöllum og þar blæs oft hressi- lega. Skemmtileg lausn sem fegrar umhverfið og vekur eftirtekt. þa Stýrisslanga sprakk og leita varð aðstoðar Snyrtilegt skjól fyrir hrossin Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar á Akranesi vinna að endur- nýjun hitaveitunnar. Hitaveituframkvæmdir við Skeljabrekku Haldið verður áfram við endurnýjun lagnarinnar í áföngum allt frá Deildartungu og að Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.