Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Síða 12

Skessuhorn - 23.10.2013, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Þessa dagana er verið að ljúka vinnu við að hreinsa upp leifarn- ar af þjálfunaraðstöðu Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar á útiæf- ingasvæði sem samtökin höfðu til umráða í gömlu Lóranstöðinni á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þar með hafa ummerki eftir almanna- varna- og björgunarskóla Lands- bjargar á svæðinu verið fjarlægð og skólinn þar heyrir sögunni til. Mikið fé lagt fram Slysavarnarfélag Íslands og Lands- björg fengu Gufuskála til afnota fyrir þjálfunarbúðir við leit og björgun árið 1997. Tveimur árum síðar hófst þar eiginleg starfsemi félaganna. Um svipað leyti voru þau sameinuð í ein samtök; Slysa- varnafélagið Landsbjörg. Næstu árin voru gerðar miklar breytingar og lagfæringar á húsnæði og ann- arri aðstöðu til að mæta kröfum um alhliða þjálfunaraðstöðu. Fullbú- in þótti hún mjög góð. Settar voru upp tvær vel búnar kennslustof- ur, setustofa og gengið frá útiæf- ingasvæði fyrir alhliða þjálfun. Auk þessa voru tvær samtals 30 manna svefnpokaíbúðir, 70 manna mat- salur með setustofu auk gistirýmis í átta fullbúnum íbúðum fyrir sam- tals 60 manns. „Það voru lagðar í þetta eitthvað yfir 100 milljónir. Þar af voru framlög frá ríkinu um 80 milljónir króna,“ segir Ingi Hans Jónsson björgunarsveitarmaður til margra ára og íbúi í Grundarfirði. Hann var einn af þeim sem störf- uðu mikið að því verkefni að koma Gufuskálum á fót sem þjálfunar- búðum fyrir fólk sem vinnur að ör- yggis- og björgunarmálum. Stutt saga Þjálfunarbúðirnar voru um rétt rúmlega tíu ára skeið notaðar af björgunarsveitum Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, kvenna- og ung- lingadeildum, Björgunarskólanum, auk lögreglu og slökkviliða hvað- anæva af landinu. Félagsmönnum gafst kostur á að leigja orlofsíbúð- ir á svæðinu, ýmist eina helgi eða viku í senn. Útivistarskóli samtak- anna var staðsettur á Gufuskálum yfir sumartímann. Hugmyndin að baki honum var einkum að kenna ungu fólki með áhuga á útivist og fjallamennsku undirstöðuatriði í slíkum íþróttum auk þess að þjálfa það í björgunarstörfum til sjós og lands. Fyrir réttu ári síðan var svo tilkynnt að starfsmönnum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar við al- mannavarna- og björgunarskólann að Gufuskálum yrði sagt upp. „Okkur þótti og þykir enn mjög sárt að hafa þurft að hætta starf- seminni að Gufuskálum. Við fór- um mjög vandlega yfir þetta á sín- um tíma og þetta varð því miður niðurstaðan. Það eru erfiðir tímar. Við neyddumst til að forgangsraða í okkar rekstri eins og svo marg- ir aðrir. Það kom svo í ljós að aðil- ar á borð við lögreglu og slökkvilið, sem upphaflega voru inni í mynd- inni sem notendur þjálfunarbúð- anna, nýttu þær ekki jafn mikið og lagt var upp með. Síðan komu aðr- ir þættir inn, svo sem staðsetningin. Það þótti langt að fara fyrir fólk til að mynda austan af landi út á Snæ- fellsnes,“ segir Hörður Már Harð- arson stjórnarformaður Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar í samtali við Skessuhorn. -En var nauðsynlegt að rífa æf- ingaaðstöðuna sem búið var að leggja fjármuni í? Hefði ekki mátt láta hana standa en halda frekar öllum rekstri í lágmarki á meðan þess væri beðið að aftur rofaði til í efnahagsmálunum? „Það var aldrei rætt. Krafan kom frá sveitafélaginu að þetta yrði rifið og það var aldrei gefið færi á umræðu um neitt ann- að. Við höfum farið samkvæmt því samkomulagi sem gert var við ríki og sveitarfélag þegar lá fyrir að Slysavarnarfélagið Landsbjörg ætl- aði að hætta rekstrinum að Gufu- skálum,“ segir Hörður Már. Snæfellingar ósáttir Margir heimamenn á Snæfells- nesi eru ósáttir við þessi endalok björgunarskólans á Gufuskálum. „Vandamálið var að menn skildu aldrei stóru hugsunina á bak við þetta, hvorki forysta Landsbjarg- ar né ýmsir aðrir viðbragðsaðil- ar. Menn horfðu ekki til framtíðar. Það vantar grunnmenntun í örygg- ismálum hér á landi. Þá er ég ekki bara að tala um björgunarsveitar- menn heldur líka starfsgreinar á borð við öryggisverði, lögreglu- menn, fangaverði og tollverði. Það var draumurinn að byggja upp björgunarskóla fyrir þjóð sem býr í hamfaralandi. Stjórnvöld tóku þess- um hugmyndum fagnandi á þeim tíma, annars hefðu þau ekki veitt svo miklum fjármunum í verkefnið. Mannaflaþörf á öryggis- og björg- unarsviði er mikil og síst minni en í ýmsum starfsgreinum. Það sem er dapurlegast við þetta núna er að nú er framhaldsskólakerfið tilbúið til þátttöku og eru í raun ýmsir þeirra að byggja upp braut í þessa veru. Æfingasvæðið á Gufuskálum bauð upp á tækifæri. Það var ekki baggi. Þessa aðstöðu munu björg- unarsveitirnar aldrei eignast aftur,“ segir Ingi Hans Jónsson. mþh Íbúar Stykkishólms tóku eftir því að stór floti af marglitum kajök- um notaði hafnarsvæðið þar sem bækistöð í síðustu viku. Fjöldi fólks fór róandi í haustblíðunni á milli skerja, hólma og eyja. Hér voru á ferðinni námsmenn sem eiga í fyll- ingu tímans að verða ný tegund leiðsögumanna um íslenska nátt- úru. Þetta fólk verður sérþjálfað í að fylgja ferðamönnum í ævintýra- ferðir um Ísland þar sem áhersla er lögð á að komast í beina snertingu við náttúruna. „Við erum nýbúin að setja á stofn nám í ævintýraferðamennsku hjá Keili. Þetta er átta mánaða nám og stiklar á helstu þáttum í afþrey- ingaleiðsögn fyrir ferðamenn hér á Íslandi. Þetta eru kajaksiglingar, gönguferðir, fjallamennska, jökla- ferðir og flúðasiglingar. Það er ein- blínt á að mennta leiðsögumenn fyrir ferðamenn sem koma hing- að í svokallaðar afþreyingaferðir. Með því er þá átt við fólk sem kem- ur hingað til að upplifa Ísland og ís- lenska náttúru með því að stunda útivist af ýmsu tagi,“ segir Ragnar Þór Þrastarson verkefnastjóri hjá Íþróttaakademíu Keilis í Reykja- nesbæ. Hugurinn stefnir á meira nám við Vesturland Þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hópinn voru nemendurn- ir nýkomnir að bryggju í Stykkis- hólmshöfn. „Nú erum við hér að kenna nemendunum að nota sjó- kajaka svo þeir geti sinnt leiðsögn í ferðum á þeim við landið. Stykk- ishólmur og nágrenni er svæði á heimsmælikvarða fyrir kajakfólk. Við höfum dvalið hér í nokkra daga við kennslu og æfingar, en förum lengra út á Snæfellsnes í fyrramál- ið. Þar ætlum við að reyna að finna öldur sem brotna við ströndina og láta kajakana sigla á þeim og lenda í sandfjöru. Þannig æfum við lend- ingar, hvernig koma á fólki gegnum brim og upp í fjöru. Það er ákveð- in tækni við það,“ útskýrði Ragnar. „Okkur langar að gera miklu meira hér á Vesturlandi og koma hér aft- ur að ári.“ Samvinna vestur um haf Námið í ævintýraferðamennsku hér á landi er í samvinnu við há- skóla í Kanada. „Það eru 16 nem- endur og við erum þrír leiðbein- endur með þann hóp. Við reyn- um að halda fáum nemendum á hvern kennara þannig að þeir fái sem mest út úr náminu. Aðsóknin hefur verið mjög góð. Við fylltum námið þegar við fórum af stað með fyrsta hópinn nú í haust. Þau verða svo búin í vor að loknu átta mánaða námi. Við erum í samstarfi við kan- adískan háskóla sem heitir Thomp- son Rivers University. Þeir eru með tveggja ára nám þar í ævintýraferða- mennsku. Við erum með fyrri part- inn eða grunninn í þessu námi hér á Íslandi, þannig að þeir sem vilja mennta sig frekar geta þá farið til Kanada og tekið seinna árið þar,“ sagði Ragnar Þór Þrastarson. Vöntun á ævintýraleið- sögumönnum Námið er vissulega fjölbreytt og hefur á sér ævintýralegan blæ. Í haust var farið í fimm daga göngu- ferð þar sem fólk var með allt sitt á bakinu. Svo var skriðjöklanámskeið og ísklifur í sex daga, eftir það var námskeið á straumkajökum á Hvítá í Árnessýslu og þar á eftir sjókajak- námskeiðið við Snæfellsnes. „Eft- ir þetta verður níu daga skyndi- hjálparnámskeið. Síðan verður far- ið á námskeið í flúðasiglingum eftir jól auk þess sem bóklegi hlutinn er tekinn þá og inn á milli allra nám- skeiðanna sem verða utandyra.“ Ragnar segir að það vanti sárlega fleiri leiðsögumenn sem geti tekið að sér ferðamenn í leit að náttúru- ævintýrum. „Það er gríðarlega vax- andi og góður markaður. Vöntun- in á menntuðum leiðsögumönnum er mikil sem og öðru starfsfólki sem getur sinnt þessum ferðamönnum. Þetta er jú öðruvísi ferðamennska en þessi hefðbundna. Við Íslend- ingar búum á litlu landi þar sem möguleikarnir til að þróa þessa ferðamennsku eru geysimiklir. Hér eru vegalengdir tiltölulega stuttar. Það er auðvelt að ferðast milli ótrú- lega fjölbreyttra staðhátta á stuttum tíma og leyfa fólki að upplifa ótal valkosti við útivistarsport í þessari fallegu og einstæðu náttúru.“ mþh Ævintýraleiðsögumenn mennta sig í Stykkishólmi Ragnar Þór Þrastarson verkefnastjóri hjá Íþróttaakademíu Keilis í Reykjanesbæ nýkominn að landi í Stykkishólmi. Verðandi ævintýramenn æfa sig í kajakróðri í grennd við Stykkishólm í síðustu viku. Finna má frekari upplýsingar um þetta nám á heimasíðu Keilis (www.keilir. net). Ljósm. Keilir-TRU Adventure Studies. Ungt fólk víða af landinu sótti dýrmæta þekkingu í björgunar- og öryggismálum í æfinga- og kennslubúðunum á Gufuskálum. Þessi mynd var tekin á meðan allt lék í lyndi. Landsbjörg kveður björgunarsvæðið á Gufuskálum Þessi mynd var tekin á Gufuskálum þar sem Svanur Tómasson hjá TS-Vélaleigu í Ólafsvík vann að því að rífa niður æfingaað- stöðu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.