Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Íslenskir hnefaleikakappar tóku
á móti dönskum félögum sínum
í skemmtilegri hnefaleikakeppni
sem Hnefaleikafélag Akraness
stóð fyrir ásamt Æsi í Reykja-
vík um sl. helgi. Keppt var í níu
leikjum. Íslensku þátttakend-
urnir voru frá Hnefaleikafélagi
Akraness, Æsi og Hnefaleika-
félagi Reykjavíkur. Hnefaleika-
maður kvöldsins var Guðmund-
ur Bjarni Björnsson frá Hnefa-
leikafélagi Akraness. Hann sigr-
aði Magnús Bjarka Snæbjörns-
son frá Æsi, 3-0 örugglega í
skemmtilegu einvígi. Guð-
mundur Bjarni stjórnaði leikn-
um frá fyrstu mínútu með öfl-
ugum beinum höggum og þéttri
vörn. Hann var ekki nema hárs-
breidd frá því að ljúka leiknum
með rothöggi. Margrét Ásgerð-
ur Þorsteinsdóttir frá Hnefa-
leikafélagi Akraness sigraði Isa-
bella Corzzen frá Nyköbing
FBK einnig 3-0. „Margrét sótti
fast strax frá fyrstu lotu og var
sigurinn aldrei í hættu. Þung-
ur vinstri krókur og falleg bein
högg, ásamt þéttri vörn, voru
lykillinn að sanngjörnum sigri
Margrétar,“ segir í tilkynn-
ingu frá Hnefaleikafélagi Akra-
ness. Marinó Elí Gíslason mætti
ofjarli sínum í Jakob Sandford
frá Rudersdal BK en þeir hafa
att kappi áður þar sem Jakob
hafði einnig sigur. Gísli Kvar-
an mætti Bjarka Ómarsyni frá
Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og
beið lægri hlut 3-0.
mþh
Guðmundur Bjarni
hnefaleikamaður
kvöldsins
Guðmundur Bjarni Björnsson í
hringnum.
Gamlar og áður óbirtar myndir frá Akranesi teknar
árið 1937, þegar Síldarverksmiðjan var reist
Í framhaldi af grein Ásmundar Ólafssonar um Sig-
urð Jónsson frá Hliðsnesi og vélsmiðjuna Héðinn
(Skessuhorn 31/7 2013) þá sendi Sverrir Sveinsson,
fyrrverandi forstjóri Héðins, Ásmundi nokkrar ljós-
myndir sem faðir hans, Sveinn í Héðni, hafði tekið á
Akranesi árið þegar Síldarverksmiðjan var reist. Héð-
inn sá um þær framkvæmdir árið 1937, en bygginga-
meistari var Ingimar Magnússon. Myndirnar voru
skannaðar og hreinsaðar af Þórði Ólafssyni og verða
þær afhentar Ljósmyndasafni Akraness til varðveislu.
Hér verða sýndar nokkrar af myndunum, ásamt skýr-
ingum.
Bátur sem minnir á gamla tímann. Hér í Heimaskagasandinum var líklega
fyrsta vörin á Skaganum, Heimaskagavör. Handan hennar var Miðteigsvör og
Háteigsvör eða Réttarhúsavör. Bátabryggjan var járnbryggja á steyptum stein-
stöplum og var hún byggð 1905-1908, kölluð bryggjan í Steinsvör. Steinsvör var
áður álitin þrautalending Skagabátanna. Sunnan bryggjunnar eru Gelluklettar
og Lausuklettar en milli þeirra er skarð, Þórðarskarð. Inn í Gellukletta gengur
stór gjá „Gellan“, svo kölluð vegna mikils hávaða eða brests sem heyrðist þegar
brimið og sjávaraldan sogaðist inn og skall niður í gjána. Fiskverkunarhús HB
Granda eru steypt yfir hluta af Gellunni. Auk þeirra húsa sjást á myndinni m.a.
Ármannshús, fiskverkunarhús Þórðar Ásmundssonar og beituskúrar. Milli þeirra
og bryggjunnar var Hegraplanið, þar sem tekið var á móti fiskinum. Gatan sem
lögð var fyrir aldamótin 1900 og er í framhaldi við bryggjuna er Bárugata, sem
áður gekk undir nöfnunum Hvalvegur og Nýistígur. Lengst t.v. á myndinni sést í
Bræðrapart við Breiðargötu 18. Það hús var flutt árið 2007 og stendur nú neðst
við Suðurgötu og er nr. 20 við götuna.
Kol og fiskur. Fremst á mynd eru menn að störfum í kolaporti Þórðar Ásmunds-
sonar útgerðarmanns, en mótekja hafði um þetta leyti látið undan síga fyrir inn-
flutningi á kolum. Fyrir ofan portið er fiskur í stæðum - þurrkaður og saltur - og
breitt yfir. Grindur eru á fiskreitunum fyrir ofan, en Ólafur Ásmundsson verkstjóri
lét þarna breiða á grindur, þó svo oftast væri breitt beint á klappirnar. Svæði þetta
er u.þ.b. þar sem OLÍS (Suðurgata 10) er í dag. Aftast til hægri sést í Haraldarhús
og Georgshús, sem síðar var flutt. Þá eru geymslur og útihús, þar sem nú er húsið
Suðurgata 16. Handan götunnar við Háteig (sem áður gekk undir nöfnunum
Auðarstígur og Laufásvegur) er hús Ólafs B. Björnssonar, þá Háteigshúsin, bæði
gamla og nýja húsið, hlaða og fjós. Önnur hús við Háteig voru Sóleyjartunga,
Þinghóll, Borg, Litliteigur, Viktorshús, Laufás, Minni-Borg og Ráðagerði, sem
stóð við gatnamót Vesturgötu. Hlöðunni á Háteig var breytt í Stúkuhús, sem
nú hefur verið flutt að Byggðasafninu á Görðum. Þinghóllinn er horfinn, en
þangað var flutt húsið Neðri-Teigur (Suðurgata 18). Það er nú nr. 8 við Háteig.
Litliteigur er einnig horfinn en húsið Laufás var flutt, og er nú sumarhús í landi
Stóra-Fjalls í Borgarhreppi. Lengst til vinstri sést í nokkur hús við Bárugötu, m.a.
Bárugötu 17 (Draugahöllina) sem Einar Sveinsson, arkitekt og síðar húsameistari
Reykjavíkurborgar teiknaði í fúnkisstíl fyrir Ólaf Jónsson á Bræðraparti árið 1933
(húsinu hefur verið breytt). Einar teiknaði einnig Akraness Apótek fyrir Fríðu
Proppé, lyfsala. Þá sést í þak stórhýsis bræðranna frá Hofi, Skafta og Einars Jóns-
sonar, sem þeir létu byggja við Vesturgötu 19 skömmu áður en þeir drukknuðu
með Kveldúlfi árið 1933.
Fánaborg við Akraneshöfn 1937. Síldar-og fiskimjölsverksmiðja Akraness
risin árið 1937. Prúðbúið fólk við Fagranesið, sem þá var í föstum ferðum milli
Akraness og Reykjavíkur með fólk og póst. Skipið flutti jafnframt mjólk fyrir
bændur sunnan Skarðsheiðar. Á myndinni má m.a. sjá nokkur hús í nágrenni
við hafnarsvæðið, Sóleyjartungu, Þinghól, Háteigshúsin, hús Ólafs B. Björns-
sonar, síðan Akur og þakið á Ásahúsi (Suðurgata 25); þá má greina Teigakot
- síðasta torfbæinn á Skaga, Aðalból og Akraness Apótek, lengst til hægri. Um
Fagranesið má segja að það var smíðað í Noregi 1934 úr eik og furu; 60 brl. og
150 ha Skandia vél. Eigendur voru Ármann Halldórsson á Hofteigi, sem var
skipstjóri á skipinu og Leifur Böðvarsson. Skipið var lengt 1939 og mældist þá
70 brl. Það var selt 1942 hlutafélaginu Djúpbátnum á Ísafirði, og hélt nafni
sínu Fagranes. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 1963.
Umbreyting í fiskvinnslu. Eitt fyrsta almenningshlutafélag landsins, Síldar-og
fiskimjölsverksmiðja Akraness h.f. var stofnað 1937. Hluthafar voru um 180,
allir sem vettlingi gátu valdið á Akranesi á þeim tíma. Fyrsti formaður var
Ólafur B. Björnsson en framkvæmdastjórar þeir Haraldur Böðvarsson, Stur-
laugur sonur hans og síðar Valdimar Indriðason. Verksmiðjan var umsvifamikil
um árabil, rak útgerð vertíðarbáta; einnig togarann Víking, sem enn er í notkun
og hefur lengi verið flaggskip flotans. Þá rak verksmiðjan Vélsmiðjuna h.f., en
S.F.A. gekk síðar til samstarfs við Heimaskaga h.f. Síðan gengu þau fyrirtæki
til sameiningar við flest önnur sjávarútvegsfyrirtæki á Akranesi, áður en öll
þau fyrirtæki –HB h.f.- gengu til sameiningar við mörg önnur fyrirtæki hér
sunnanlands, sem í dag eru rekin undir nafninu HB Grandi. Fremst á myndinni
má sjá klettana frægu í Teigavör (út í stórstraumsfjöru), sem Oddur kaupmaður
og fréttaritari í Brú fékk greitt fyrir 30 árum síðar, þegar aukið var við þróar-
plássið, en Verksmiðjan var reist í landi Akurs, sem voru foreldrahús Odds
Sveinssonar.
Sindraportið - Teigavör og Hjallhúsið. Neðst á mynd og lengst til vinstri er port
sem síðar var kallað Sindraportið, en það stóð á svæði u.þ.b. þar sem Hafnarvogin
er nú, en þannig var að Víðir h.f. sem var umsvifamikið almenningshlutafélag
hér, stofnað 1937, keypti togarann Sindra. Upphaflega hét skipið Víðir GK 450
og var smíðaður í Englandi 1915 úr stáli. Hann var 241 brl. með 450 ha 3 þjöppu
gufuvél. Skipið rak á land í Hvalfirði 1949 og ónýttist. Þá lét Víðisfélagið árið
1943 smíða stærsta skip sem þá hafði verið smíðað á Akranesi. Dráttarbrautin
tók að sér smíðina, en yfirsmiður var hinn góðkunni skipasmiður Eyjólfur Gíslason
úr Reykjavík. Skipið, Víðir AK 35, var smíðaður úr eik, 104 brl., 320 ha Lister
díesel vél. Víðir var seldur árið 1949; síðar eða 1952 var skipið selt Arnarey h.f.,
Djúpavogi. 1957 var nafninu breytt; hét þá Mánatindur SU 95. Skipið var talið
ónýtt og tekið af skrá 1965. Á myndinni sést í Teigavörina, en rétt fyrir ofan hana,
á sjávarbakkanum er Hjallhúsið; það var rétt fyrir ofan húsið Akur, sem ekki sést
á myndinni. Hjallhúsið var líklega að stofni til fiskhjallur, byggður af Jóni halta
Sigurðssyni í Melshúsum, sennilega rétt eftir 1870. Það var gert íbúðarhæft 10
árum síðar af Jóni Helgasyni frá Neðranesi. Margir bjuggu í Hjallhúsinu, m.a. Jón
Kristjánsson frá Súgandafirði. Hann flutti hingað 1942 og bjó hann í Hjallhúsinu
til 1949, síðar á Vesturgötu 121 (Götuhúsum). Jón var bæklaður af slysi, en hann
starfaði hér við netagerð, og ferðaðist um Skagann á þríhjóla vélhjóli sínu. Gatan
sem byggingar Síldarverksmiðjunnar standa nú við, var lögð síðar og nefnd
Akursbraut eftir býlinu Akri, sem stóð nálægt þar sem nú er rannsóknarstofa SFA
(og áður var Sjómannastofan, sem tók til starfa 1949). Húsið Akur var rifið, sem
og Hjallhúsið. Á þessu svæði var áður sá frægi Oddsbær, en hann var byggður úr
Teigakotslandi, nákvæmlega þar sem Sólbakki stendur nú (Akursbraut 17). Odds-
bær fór í eyði um eða upp úr 1900. Sælustaðir stóðu u.þ.b. bak við Geirmundabæ,
við Sólbakkann. Bærinn Halakot stóð fyrir ofan Halakotssandinn, á nokkurn
vegin sama stað og Sælustaðirnir síðar, og síðan kom Sandgerði nr. 24 við Akurs-
braut. Húsin aftast á myndinni eru mörg og tilheyra þau flest Suðurgötunni og
Kirkjubrautinni, sem áður hét Óðinsgata.
Ásmundur Ólafsson tók saman