Skessuhorn - 23.10.2013, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Alvarlegt umferðarslys þar sem 30
manns og þrjú ökutæki komu við
sögu, þar á meðal hópferðabíll,
var sviðsett í Borgarfirði síðast-
liðinn laugardag þegar viðamikil
hópslysaæfing fór þar fram. Búið
var að koma fyrir bílhræjum við
Hátún skammt ofan við Klepp-
járnsreyki í Reykholtsdal. Rúta
og tveir fólksbílar áttu að hafa
lent í árekstri, rútan oltið, annar
smábíllinn hafnað á hvolfi ofan í
skurði en sá þriðji brann. Fólk var
ýmist látið eða misjafnlega mikið
slasað. Þegar æfing sem þessi er
sett á svið eru virkjaðir allir þeir
viðbragðsaðilar sem leitað yrði til
kæmi til slyss af þessu umfangi.
Reynt er að líkja sem best eftir
raunverulegum aðstæðum á slysa-
vettvangi og þeir sem léku sjúk-
linga og slasaða voru farðaðir til
að gera aðstæður eins raunveru-
legar og unnt var. Veður var með
besta móti fyrir æfinguna; bjart og
stillt, en um fjögurra gráðu frost.
Um eitt hundrað manns tók þátt
í æfingunni; leikarar og viðbrags-
aðilar.
Það var Borgarfjarðardeild
Rauða kross Íslands sem stýrði
skipulagi æfingarinnar en í aðdrag-
anda hennar fyrir ári var skipað-
ur undirbúningshópur sem í voru
Magrét Vagnsdóttir, Brynjólf-
ur Guðmundsson, Haukur Vals-
son, Linda Kristjánsdóttir, Theó-
dór Þórðarson, Guðni Eðvarðs-
son og Jökull Helgason. Með-
al þeirra viðbragðsaðila sem tóku
þátt í hópslysaæfingunni má nefna
lögregluna í Borgarfirði og Döl-
um auk fulltrúa frá Ríkislögreglu-
stjóra, Slökkviliði Borgarbyggð-
ar, fjórar björgunarsveitir, sjúkra-
flutningafólk, læknar og hjúkr-
unarfræðingar frá Heilbrigðis-
stofnun Vesturlands auk félaga í
RKÍ. Fjöldahjálparstöð var opnuð
í grunnskólanum á Kleppjárns-
reykjum. Æfingin hófst um klukk-
an 11 á laugardagsmorgun og var
lokið um tveimur tímum síðar.
Þá var öllum þátttakendum boð-
ið í miðdegismat á Bifröst í boði
Rauða krossins í Borgarfirði. Þar
hitti svo skemmtilega á að karla-
kórinn Söngbræður, sem var á æf-
ingu vegna væntanlegs söngferða-
lags, tók tvö lög fyrir hópinn.
Allir læri af reynslunni
Margrét Vagnsdóttir er formað-
ur Rauða krossins í Borgarfirði og
var ásamt fleirum í undirbúnings-
hópi fyrir æfinguna ásamt fulltrú-
um annarra viðbragðsaðila. Mar-
grét segir að undirbúningur fyrir
æfinguna hafi staðið yfir í eitt ár. Í
samtali við blaðamann segir hún að
æfingin hafi gengið mjög vel en af
henni megi margt læra. „Fulltrúar
allra viðbragðsaðila munu hittast í
þessari viku og fara yfir æfinguna
í heild sinni. Hver viðbragðsaðili
skoðar sinn þátt og í framhaldi þess
gerum við skýrslu um æfinguna. Þá
verður ákveðið hvert verður fram-
hald verkefnisins. Loks er stefnt að
gerð hópslysaáætlunar,“ segir Mar-
grét. Hún vildi að endingu koma
á framfæri þakklæti til allra sem
þátt tóku í æfingunni og ekki síst
hjónunum í Hátúni, þeim Sigrúnu
Hjartardóttur og Einari Steinþór
Traustasyni, sem lögðu mikið á sig
við undirbúning og gerð vettvangs
hópslyssins. mm
Um hundrað manns tóku þátt
í hópslysaæfingu í Borgarfirði
Margrét Vagnsdóttir formaður RKÍ í
Borgarfirði.
Hér er búið að breiða plast yfir rútuna og koma hita inn í hana með hitablásara frá slökkviliðsbíl og verið að undirbúa
flutning slasaðra af vettvangi.
Ástand slasaðra skráð í fjöldahjálparstöðinni. Hjúkrunarfræðingar
og læknar unnu það verk.
Töluvert mæddi á sjúkraflutningafólki og öðrum viðbragðsaðilum
að flytja slasaða í fjöldahjálparstöðina.
Mikið slasaður einstaklingur á leið í sjúkraflutning.
Búið um sjúkling til flutnings.
Á þriðja tug bíla og björgunartækja var á svæðinu. Læknir metur ástand slasaðs á vettvangi.
Fulltrúi ríkislögreglustjóra á vettvangi um svipað leyti og fyrsta
útkall var að berast til viðbragðsaðila. Þá þegar stóð bíll í ljósum
logum.
Haukur Valsson, Ásgeir Sæmundsson og Einar Steinþór Traustason
við lok æfingarinnar.
Laganna verðir ásamt Hauki Valssyni meta hér stöðuna þegar
æfingin var vel á veg komin.
Björgunarsveitarfólki úthlutað verkefnum á slysstað.