Skessuhorn - 23.10.2013, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
Þrátt fyrir ýmsar sviptingar í
byggðaþróun og búskaparháttum
á Íslandi um aldir, einkum síð-
ustu áratugina, eru enn í landinu
nokkrar jarðir sem haldist hafa í
ábúð sömu ættarinnar um aldir.
Ein þeirra er Grund í Skorradal.
Allt frá árinu 1671 hefur búið þar
sama ættin. Þar býr í dag ásamt
fjölskyldu sinni Davíð Péturs-
son oddviti Skorradalshrepps,
sem trúlega er sá sveitahöfðingi
í landinu í dag sem hvað lengst-
an starfsaldur á að baki í sveit-
arstjórn. Næsta vor þegar gengið
verður til kosninga verður Dav-
íð búinn að sitja 48 ár í hrepps-
nefnd. Þá ætlar hann reyndar að
biðjast undan kosningu. Lög um
kjör til sveitastjórna gera ráð fyr-
ir að þeir sem gegnt hafi störf-
um þurfi ekki að taka kjöri í jafn-
langan tíma. „Þannig að ég verð
þá stikkfrí næstu 48 árin,“ seg-
ir Davíð og hlær, en blaðamað-
ur Skessuhorns heimsótti hann
og Jóhönnu konu hans á Grund
einn góðviðrisdaginn í haust.
Missti föður
sinn fimm ára
Davíð er þriðji í röð fjögurra barna
þeirra Péturs Bjarnasonar á Grund
og Guðrúnar Davíðsdóttur frá
Arnabjarnarlæk. Elstur er Bjarni
sem lengi starfaði hjá Samvinnu-
tryggingum og síðan Sjóvá. Næst-
elst er Guðrún og yngstur Jón, en
bæði störfuðu lengi hjá Flugfélagi
Íslands og síðan Flugleiðum. Dav-
íð var aðeins fimm ára þegar Pét-
ur faðir hans varð bráðkvaddur í
svefni, aðeins 41 árs að aldri og þá
var Guðrún kona hans þrítug. Þau
systkini frá Grund Pétursbörn eiga
síðan eina hálfsystur, Áslaugu Þor-
geirsdóttur. Sjö árum eftir að Pétur
dó tók Guðrún saman við frænda
hans Þorgeir Þorsteinsson frá Mið-
Fossum, sem reyndist þeim Grund-
arbörnum hinn besti faðir. Davíð
segir að vitaskuld hafi föðurmissir-
inn verði mikið áfall fyrir alla. Þeg-
ar Davíð fæddist árið 1939 var gamli
tíminn ennþá ráðandi í Skorradaln-
um eins og í öðrum sveitum lands-
ins. Rafmagnið kom ekki í dalinn
fyrr en 1957 og hús voru kynt með
mó, taði og hrísi sem nóg var af í
Skorradal. Hestar voru brúkaðir til
heyskapar og aðdrátta. Fyrsta drátt-
arvélin kom á Grund 1947, Farmall
A, 17 hestafla vél. „Á þessum tíma
var það þannig að börn til sveita
fóru að vinna strax og þau gátu tek-
ið til hendinni. Á vorin fór mikill
tími í að koma taðinu úr fjárhús-
inu í þurrk og í mótökuna. Það var
stutt í mógrafirnar hérna hjá okkur
á Grund,“ segir Davíð.
Bylting við
tilkomu Farmalsins
Á Grund var ágætt bú á þess tíma
mælikvarða. Davíð segir að á heima
hjá sér hafi dráttarhestarnir verið
mikið brúkaðir í heyskapnum fram
að þeim tíma sem dráttarvélin kom.
„Það þurfti tvo dráttarhesta fyr-
ir sláttuvélina og þeir nýttust síðan
við rakstrarvélina og að ýta heyinu
saman í galta og sátur. Véltæk tún
voru slegin fyrst með hestasláttu-
vélinni og síðan traktornum. Túnin
voru ekki stór og við heyjuðum tals-
vert á engjum. Það land þurfti mik-
ið til að slá með orfi og ljá, þannig
að mikinn mannskap þurfti því oft
til að raka heyinu saman. Yfirleitt
voru í sveit hjá okkur fjórir til fimm
krakkar yfir sumarið, sem unnu að
heyskapnum ásamt öðru heimil-
isfólki. Heyið var bundið í sátur á
enginu og síðan flutt heim í reið-
ingi á klyfjahestum. Líka var notuð
heygrind til að flytja heyið heim.
Undir henni voru kerru- eða vagn-
hjól og á grindina komust um það
bil fjórir baggar í einu,“ segir Davíð
þegar hann lýsir heyskaparháttum
þess tíma. Hann segir heyskapinn
og ýmsa aðdrætti hafa orðið mikið
léttari með tilkomu dráttarvélanna.
Þá var til dæmist minni vinna við að
koma heyi í hlöðu. Talíu var komið
fyrir í stafni hlöðunnar og galtarnir
eða bólstrarnir dregnir inn í hana.
Í vegavinnu níu ára
Farskóli var í Skorradal á þeim tíma
sem Davíð var að alast upp. „Það var
skóli hérna á bænum í hálfan mán-
uð og síðan á bæjum fram í dalnum
í jafnlangan tíma. Þannig að þetta
voru alls þrír mánuðir sem ég var í
skóla á vetri, frá 10-14 ára. Þá var
tekið svokallað fullnaðarpróf ferm-
ingarvorið. Kennari okkar öll árin
var Sigurður Jónsson frá Brún,
hestamaður, hagyrðingur og lista-
skrifari, mjög góður kennari,“ seg-
ir Davíð. Hann fór reyndar að vinna
utan heimilis sumarið áður en hann
byrjaði sitt barnaskólanám. „Sumar-
ið sem ég var níu ára var ég í vega-
vinnu. Þessi ár var unnið að vegar-
lögn hérna fram dalinn. Allt efni á
staðnum var nýtt í veginn. Þar sem
hann fór í gegnum tún eða engi voru
kantarnir snidduhlaðnir, en jarðýta
ýtti upp í vegstæði á melum. Vagn-
hestar voru síðan leigðir á bæjunum
og ég fylgdi hesti hérna að heima í
vegagerðina, var svokallaður kúskur
eins og það var kallað,“ segir Davíð.
Aðspurður um íþróttir og leiki seg-
ir hann að krakkarnir á Grund hafi
fengið tíma til leikja, en ekki hafi
þeir farið á milli bæja til að leika sér.
Tíminn þótti nýtast betur í annað.
Þrír vetur í Reykholti
Börnin á Grund fengu að njóta
framhaldsmenntunar eftir ferm-
ingaraldur, en skólaskylda náði að-
eins þangað á þessum tíma. „Það
var venjulegast þannig að tvö okkar
systkina voru í Héraðsskólanum í
Reykholti á sama tíma. Efnin þóttu
ekki meira en hæfileg til þess og
það var af þeirri ástæðu sem ég beið
í tvo vetur eftir fermingu að fara í
skóla. Það má segja að það hafi ver-
ið í fyrsta skipti sem ég fór að heim-
an. Ég var þrjá vetur í Reykholti.
Lauk þaðan námi eftir landspróf.
Til gamans má geta þess að haustið
sem ég fór í þriðja bekk byrjaði ég
ekki fyrr en liðið var á haustið, eða
15. október. Þórir skólastjóri, odd-
viti Reykholtsdalshrepps, réði mig
til að keyra ofan í nokkrar heim-
reiðar í Reykholtsdal og gaf mér frí
frá námi tvær fyrstu vikur haustsins.
Hér á Grund var þá til vörubíll og
ég náði á þessum tíma að vinna fyr-
ir skólagjöldum vetrarins.“ Davíð
segir að þetta hafi verið mjög góðir
vetur í Reykholti. „Ég er ekki í vafa
um að héraðsskólarnir voru mjög
mikilvægar og merkar skólastofn-
ir. Það hafði mjög góð uppeldisleg
áhrif að vera á heimavist. Fólk lærði
með því að taka tillit hvert til ann-
ars. Félagslíf var líka gott og fjörugt
í Reykholti. Landsprófið gaf tæki-
færi á inngöngu í menntaskóla. Ég
hefði gjarnan viljað fylgja mínum
bekkjarfélögum í Menntaskólann
á Akureyri, þeim sem fóru þangað.
Það voru samt tæplega aðstæður til
þess, þá voru engin námslánin. Ég
var hikandi en sótti samt um. Fékk
síðan svar seint í ágústmánið að ég
kæmist að í skólanum en þá var það
eiginlega orðið of seint.“
Unnið með búinu
Eins og áður segir var á árum áður
meðalstórt bú á Grund, en þar er
í dag fremur lítið bú, enda hefur
búum verið að fækka og þau stækk-
að á seinni árum. Þegar mest var
voru á Grund 17-20 mjólkandi kýr,
en mjólkurframleiðslu var þar hætt
árið 2010. Kindurnar voru venju-
lega 170-180, en í dag eru þar tæp-
lega 300, bústofn Péturs sonar
þeirra Davíðs og Jóhönnu sem tek-
inn er við búskap á jörðinni. Davíð
segir að ætíð hafi verið nóg að gera
heima við á Grund, meðal annars
við húsbyggingar á jörðinni. Dav-
íð var einnig að vinna utan heim-
ilis þegar færi gafst. Vann t.d. einn
vetur í frystihúsi Fiskivers á Akra-
nesi í fiskmóttöku og saltfiski.
Hann vann í skógræktinni í Skorra-
Hitaveitan stærsta málið á löngum ferli í sveitarstjórn
Spjallað við Davíð Pétursson á Grund í Skorradal
Davíð og Jóhanna með fyrstu níu af ellefu barnabörnum sínum. Tvö hafa bæst í hópinn síðan þessi mynd var tekin.
Heita vatnið byrjað að streyma hjá bormönnunum vorið 1994. Auk þeirra eru á
myndinni f.v. Grímur Björnsson jarðvísindamaður og Ágúst Árnason í Hvammi.
Davíð á skrifstofunni heima á Grund. Ljósm. þá.
Grundarhjón ásamt börnunum. Frá vinstri talið: Jens Davíðsson, Guðrún Davíðs-
dóttir, Davíð Pétursson, Jóhanna Guðjónsdóttir, Guðjón Elías Davíðsson og Pétur
Davíðsson