Skessuhorn - 23.10.2013, Page 21
21MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
dal nokkur vor og í sláturhúsunum
á haustin. Fyrst tvö haust í afurða-
sölunni á Kirkjusandi í Reykjavík
og síðan vann hann nokkur haust í
fláningu í sláturhúsi á Hurðarbaki
í Reykholtsdal. En svo var það líka
önnur aukavinna sem Davíð stund-
aði um tíma og það var leigubíla-
akstur, en Davíð hefur alltaf verið
mikill áhugamaður um bíla. Fyrst
átti hann tvo Chevrolet bíla. Þá
Volkswagen bjöllu, en árið 1964
keypti hann Volvo Amason og frá
þeim tíma segist hann eingöngu
hafa átt þessa sænsku gæðabíla.
Með tvö varadekk í
leigubílnum
Davíð keypti ásamt Bjarna bróður
sínum 1959 Chevrolet Belair, sem
Davíð segir hafa verið mjög góðan
bíl. „Þennan bíl gerði ég út til leigu-
bílaaksturs í nokkur ár. Mín aðalvið-
skipti voru við skólasveina á Hvann-
eyri þegar þeir voru að stelast á böll.
Það tíðkaðist að nýta dekkin vel sem
slitnuðu mikið á malarvegunum. Ég
nýtti dekkin alveg inn í striga og var
yfirleitt með tvö varadekk í bílnum
og dugði stundum ekki til. Ég var
líka með felgulykil, bætur og lím ef
á þurfti að halda. Mín lengsta ferð
með Hvanneyringa var á ball norð-
ur í Húnaver. Það tók tíma sinn að
fara þennan túr og ég var mættur
alveg mátulega til mjalta milli átta
og níu um morguninn. Annan túr
sögulegan fór ég með Hvanneyr-
inga á ball í Helgafellssveitina. Enn
einn strákanna var einmitt úr þeirri
sveit og við komum við í kaffi á
bænum. Ferðin byrjaði nú ekki vel,
því það punkteraði á síkjabrúnni við
Ferjukot og þar með þurfti að setja
annað varadekkið undir bílinn. Ég
fór aldrei inn á böllin með strákun-
um, beið bara í bílnum fyrir utan.
Þar sem ég sit í bílnum fyrir utan
og bíð eftir að ballið sé búið, heyri
ég allt í einu suð sem ég kannað-
ist við. Það var þá að renna loft úr
einu dekki. Þar með var ég orðinn
varadekkslaus og svolítið stressað-
ur á heimleiðinni, en ég komst þó
heim í þetta skiptið án þess að þurfa
að affelga og bæta,“ segir Davíð og
hlær.
Della fyrir bílnúmerum
Davíð er auk bílaáhugans þekktur
fyrir að hafa dellu fyrir bílnúmer-
um, en frægt er að bílar frá Grund
eru með númer með röð sömu
talna. Hann segir að þessi áhugi
fyrir númerunum hafi byrjað þegar
sýslumaður fór að útdeila númerum
á dráttarvélarnar eftir bæjaröðinni.
Þannig fékkst úthlutað á Grund
Md-111. „Þar með kom áhuginn að
fá góð númer. Árið 1954 var keypt-
ur vörubíll á Grund og fékk hann
númerið M-371, sem var náttúrlega
alveg fráleitt. Eftir nokkra mánuði
var komið að M-444 sem við feng-
um á hann um haustið. Bjarni bróðir
minn fékk síðan M-666, Jón bróðir
M-999. Land-Rover sem við keypt-
um 1966 fékk svo M-1010. Guð-
rún systir fékk síðan M-1111 þegar
hún eignaðist bíl. M-333 fór síðan
á SAAB og eftir það á Range-Rover
sem við Jóhanna keyptum saman.
Dráttarvél númer tvö á Grund fékk
númerið Md-666. Þriðja vélin fékk
Md-444. Það númer var á Fiskilæk
en ég útvegaði Jóni bóndi þar ágætt
númer sem hann setti á sína vél,
enda var honum alveg saman hvaða
númer vélin bar. Fjórða vélin fékk
síðan Md-333 eftir númeraskipti
við Guðmund á Fitjum, en hann
átti Zetor sem fékk í staðinn Md-
1300. Þegar ég fékk Volvo XC90
jeppa árgerð 2003, gáfu börnin mér
einkanúmerið M-111. Jón Ólafsson
í Borgarnesi hafði átt það númer,“
segir Davíð m.a. þegar hann rifj-
ar upp ýmislegt í sambandi við bíl-
númeraáhugann.
Ungur hreppsstjóri
Davíð segist alltaf hafa verið heima-
kær og nóg hafi verið að starfa heima.
Móðir hans hafi byggt fjós og hlöðu
1947, íbúðarhús 1954 og fjárhús og
hlöðu 1967. Spurður hvenær hann
hafi tekið formlega við búforræðum
á Grund segir hann að það hafi gerst
strax upp úr 1960, en Guðrún móð-
ir hans stóð lengi fyrir búskapnum á
Grund. Davíð var árið 1961, aðeins
22ja ára gömlum, sýnt það traust að
taka við embætti hreppsstjóra í sveit-
inni. Hann segir að því embætti hafi
þó ekki fylgt mikil eða erilssöm verk
eða skyldur. Aðallega í kringum rétt-
ir á haustin um meðferð óskilafjár.
Davíð segist alla tíð hafa verið ef-
ins um að sú gríðarlega uppbygg-
ing í sumarhúsahverfum í Skorra-
dal ætti samleið með búskap í sveit-
inni. Það má þó segja að tengslin við
sumarbústaðaeigendur hafi orðið til
þess að leiðir Davíðs og konu hans
Jóhönnu Guðjónsdóttur lágu saman.
Jóhanna var boðin af kunningjafólki
sínu í sumarbústað í Skorradalinn.
Jóhanna er ættuð frá Ísafirði en flutti
með foreldrum sínum til Reykjavíkur
ellefu ára gömul. Jóhanna og Davíð
giftu sig 1. september 1973. Saman
eiga þau fjögur börn. Pétur sem hef-
ur byrjað búskap á Grund er þeirra
elstur. Þá kemur Jens, Guðrún og
Guðjón Elías er yngstur.
Gagnlegar heimsóknir til
tryggingaþega
Davíð tók að sér um svipað leyti og
hann gerðist hreppsstjóri umboð
fyrir Samvinnutryggingar. Ári seinna
tók hann við starfi gjaldkera Sjúkra-
samlags Skorradalshrepps og gegndi
því í tíu ár eða þar til sjúkrasamlög-
in voru lögð niður. „Stundum var
reikningum sem bárust til sjúkrasam-
lagsins safnað saman og þeir síðan
greiddir eftir stuttan tíma. Ég lét það
þó ekki bíða og borgaði reikningana
sem komu frá Kristjáni Sveins-
syni augnlækni. Með þeim fylgdi sú
orðsending frá Kristjáni; „þú send-
ir greiðslu við tækifæri.“ Mér þótti
vænt um þessa orðsendingu, fannst
felast svo mikið traust í henni að ég
borgaði reikningana frá Kristjáni
næstum samdægurs.“ Davíð var mun
lengur með umboð fyrir Samvinnu-
tryggingar og seinna VÍS eða samtals
í 48 ár, 1961-2009. Hann segir að
tryggingaumboðið hafi vaxið hratt
og orðið nokkuð stórt. Hann hafi
þurft að aka 10-12.000 km á ári í því
sambandi. „Um árabil innheimti ég
öll iðgjöld með því að keyra heim til
allra viðskiptavina, að minnsta kosti
tvisvar á ári. Í þessum heimsóknum
voru tryggingar skoðaðar og gerðar
breytingar ef þörf þótti. Í einni slíkri
innheimtuferð að Kleppjárnsreykj-
um sagði Hjörtur skólastjóri mér
að Sigurgeir bróðir sinn, sem ver-
ið hafði skólabílstjóri undangengna
vetur, væri hættur og fluttur á Reyk-
hóla með allt sitt innbú. Sigurgeir
tryggði hjá mér þannig að ég ákvað
án þess að tala við hann að hringja
í Samvinnutryggingar og láta flytja
heimilistryggingu hans til Reykhóla
á íbúðarhúsið hans þar. Viku seinna
kviknaði í húsinu hans og það brann
ásamt öllu innbúinu til kaldra kola.
Sigurgeir var þakklátur þegar hann
komst að því að tryggingar hans voru
allar í góðu lagi og hann fékk strax
fullar tryggingabætur.“ Davíð seg-
ist hafa átt marga góða viðskipta-
vini í tryggingunum. „Þar voru mörg
fyrirtæki og þeirra stærst Sæmund-
ur Sigmundsson í Borgarnesi, sem
tryggði sitt fyrirtæki frá 1961-1991.
Auk þess hafði Davíð Norðurleið, Ís-
arn, Landleiðir, Akraprjón og Hót-
el Akureyri í tryggingum, svo nokk-
ur séu nefnd.“
Í hálfan mánuð á þingi
Davíð segist alla tíð hafa verið tals-
vert pólitískur og mikill sjálfstæð-
ismaður. Undanfarin ár hefur hann
setið í flokksráði Sjálfstæðisflokksins
og fréttaritari Morgunblaðsins hefur
hann verið í áratugi. Davíð var annar
varaþingmaður flokksins kjörtíma-
bilið 1983-´87 og sat á þingi í hálf-
an mánuð undir lok þess tímabils í
forföllum Friðjóns Þórðarsonar. „Þá
voru umferðarlögin fyrirferðarmikil.
Þá tókst með harðfylgi að koma í veg
fyrir nýja númerakerfið á bílunum en
það fór svo í gegn síðar,“ segir Dav-
íð. Eins og áður segir hefur Davíð
setið í sveitarstjórn frá árinu 1966 og
sinnt oddvitastarfinu frá árinu 1970.
Hann hefur haft einarðar skoðan-
ir í sambandi við sameiningarmál
sveitarfélaga og var í fylkingarbrjósti
sinna sveitunga sem höfnuðu sam-
einingu þegar sveitarfélagið Borgar-
byggð varð til fyrir nokkrum árum
og þar áður Borgarfjarðarsv eit. „Ég
var þeirrar skoðunar og er enn að
Borgarfjörður sunnan Hvítár, Borg-
arfjarðarsýsla, átti að verða eitt sveit-
arfélag. Hreppar á þessu svæði áttu
alla tíð gott samstarf, fyrst í gegnum
sýslunefnd og seinna héraðsnefnd,“
segir Davíð. Varðandi nýlega til-
lögu bæjarstjórnar Akraness, þar sem
Skorradalshrepp, Borgarbyggð og
Hvalfjarðarsveit var boðið í samein-
ingarviðræður, segir Davíð að íbú-
arnir í sveitinni verði að ráða því.
Lagning hitaveitunnar
varð hitamál
Þegar Davíð er spurður hvaða mál
hann telji hafa verið hvað mesta
framfaramálið í Skorradal í hans
tíð í sveitarstjórn og oddvitastarf-
inu, segir hann að það sé lagning
hitaveitunnar. „Það var reyndar
mikið hitamál í sveitinni á sínum
tíma og olli því að fram kom hópur
fólks sem náði meirihluta í hrepps-
nefndinni eitt kjörtímabil. Eftir
að Hitaveita Akraness og Borgar-
fjarðar tók til starfa var áhugi hjá
hreppsnefnd Skorradalshrepps að
það yrði skoðað hvort hægt væri
að tengjast henni, því hreppurinn
tilheyrði þá svokölluðum köldum
svæðum. Kjör sem okkur buðust
að fá vatn frá HAB voru óásætt-
anleg. Þá leituðum við til Krist-
jáns Sæmundssonar jarðfræð-
ings hjá Orkustofnun um að hann
kannaði aðstæður og stjórnaði leit
að heitu vatni. Hann staðsetti tíu
til tuttugu rannsóknarholur sem
Jökull Ólafsson ættaður frá Háa-
felli í Skorradal framkvæmdi árið
1993. Að loknu þessu rannsókn-
arstarfi ráðlagði Kristján okkur að
bora vinnsluholur á Stóra-Drag-
eyri við rætur Dragafells. Taldi
hann rétt að semja við Jarðboranir
um fast verð fyrir fyrstu 800 metr-
ana og síðan dagtaxta frá því. Þetta
var gert, umsamið verð var átta
milljónir fyrir fyrstu 800 metrana
og síðan 295.000 á dag eftir það.
Sumir hreppsbúar voru afar ósátt-
ir við þessa framkvæmd. Þeir töldu
einsýnt að ekkert vatn fyndist en
sjóðir hreppsins tæmast,“ seg-
ir Davíð þegar hann minntist að-
draganda Hitaveitu Skorradals.
Borað á fullu
Þegar kosið var til sveitarstjórnar
vorið 1994 brá svo við að andstæð-
ingar hitaveitu náðu þremur mönn-
um í hreppsnefndina þannig að ein-
ungis tveir úr gömlu hreppsnefnd-
inni náðu kjöri. Var Davíð oddviti
á Grund annar þeirra tveggja sem
hélt velli í hreppsnefndinni. „Nýr
meirihluti lét hafa eftir sér að fyrsta
verk hans yrði að stoppa þessa vit-
leysu. Gamla hreppsnefndin hafði
þó völd í tvær vikur eftir kosningar
og á þeim tíma var borað á fullu. Á
föstudegi var borinn kominn niður
á 800 metra og bormenn tóku helg-
arfrí. Á mánudagsmorgun var síð-
an byrjað að bora aftur. Um há-
degi þann dag var hringt í mig og
mér tjáð að í 816 metrum hafi bor-
inn fallið um einn og hálfan metra.
Þar væri víður vatnsgangur sem við
dælingu virtist skila 25-30 sekúndu-
lítrum af 90 gráðu heitu vatni. Var
nú ekið í Borgarnes, keypt kampa-
vín og skálað við bormenn fyrir
góðu verki,“ segir Davíð. Jóhanna
húsfreyja sagðist ekkert hafa skilið í
því hvað Davíð ætlaði að gera þeg-
ar hann bað hana að taka til fjölda
kampavínsglasa, maður sem bragð-
aði aldrei vín. Um kvöldið urðu svo
hreppsnefndarskipti, en samstaða
var ekki hjá nýja meirihlutanum um
nýjan oddvita, þannig að Davíð var
kjörinn í það starf áfram. Borholan
var síðan virkjuð 1996. Heita vatn-
inu var síðan 17. september það ár
hleypt á og frá Hitaveitu Skorra-
dals fengu ellefu lögbýli og 30-40
sumarhús vatn ásamt Skátaskálan-
um. Orkuveita Reykjavíkur keyptu
síðan reksturinn haustið 2005 og
tók við honum formlega í ársbyrj-
un 2006.
Ferðast mikið erlendis
Davíð segir að þau Jóhanna hafi átt
gæfu að fagna frá því leiðir þeirra
lágu saman. Seinni árin hafa þau
ferðast mikið, farið í margar ferðir-
með eldri borgurum í Borgarfjarð-
ardölum innan lands og nokkrar
ferðir til útlanda. Þegar blaðamað-
ur spjallaði við Davíð voru hann
og Jóhanna einmitt nýkomin úr
ferð með eldri borgurum. Sú ferð
var á höfuðborgarsvæðið og end-
að í bíó, á myndina „Hross í oss,“
sem að miklu leyti var tekin í Borg-
arfirði. Aðspurður um ferðalög-
in til útlanda segir Davíð að fal-
legasta borgin sé St. Pétursborg í
Rússlandi, en þau Jóhanna hafa far-
ið tvisvar til Rússlands og einu sinni
til Kína. Þær ferðir segir hann hafa
verið stórkostlegar. Spurður hvers
vegna sjálfstæðismaðurinn hafi kos-
ið að fara til þessara landa og þar
sem kommúnisminn var allsráðandi
lengi og er enn, segir Davíð snögg-
ur upp á lagið. „Nú það er auðvitað
til að sjá það enn betur hvað fólki
vegnar betur undir stjórn hægri
manna en vinstri manna,“ segir
hann og hlær. Þau fóru til Banda-
ríkjanna 1979 og sáu þá m.a. Niag-
arafossana sem þeim þótti ægifagrir.
Til London hafa þau farið og víðar
um Evrópu. Á síðasta ári fóru þau
Davíð og Jóhanna til Íslendinga-
byggða í Kanada og sú heimsókn
segja þau að verði lengi í minn-
um höfð. „Það var sérkennilegt að
koma á elliheimili í Gimli þar sem
fólk á níræðisaldri talaði reiprenn-
andi íslensku, en hafði sumt hvert
aðeins einu sinni komið í heimsókn
til Íslands. Þegar ég spurði eina
konu hvort henni hafi ekki þótt víð-
sýnna á Íslandi en í skóglendi Kan-
ada, svaraði hún: „Mér fannst fjöll-
in skyggja ansi mikið á útsýnið.“
Það fannst mér ansi sérkennilegt
svar.“ Og þar með settum við Dav-
íð punktinn yfir i-ið. Þótt spjallað
hafi verið um sitthvað fleira í stof-
unni á Grund þennan fallega haust-
dag. þá
Fráfarandi hreppsnefnd skálar í kampavíni fyrir frábærum árangri borunar eftir
heitu vatni: Davíð Pétursson Grund, Ágúst Árnason Hvammi, Jón Eiríkur Einarsson
Mófellsstaðakoti, Guðmundur Þorsteinsson Efri-Hrepp og Bjarni Vilmundarson
Mófellsstöðum.
Chevrolet Belair árg. ´59 sem lengst af var nýttur í leigubílaaksturinn. Bílarnir á Grund með bílnúmerin góðu sem Davíð hafði mikla dellu fyrir.