Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 24

Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Fyrir nágrannaslag Skallagríms og Snæfells í úrvalsdeild karla í körfuknattleik sl. fimmtudag skrif- uðu forsvarsmenn Loftorku Borg- arnesi og Körfuknattleiksdeild- ar Skallagríms undir styrktar- og samstarfssamning á milli deildar- innar og Loftorku. Samningurinn er til þriggja ára. Loftorka fylgir þannig í kjölfar fleiri fyrirtækja í Borgarnesi sem lofað hafa dygg- um stuðningi við deildina. „Það er afar gleðilegt að nú eru heimafyrirtæki í enn ríkara mæli að koma að stuðningi við körfu- knattleiksdeild Skallagríms. Á undanförnum vikum hafa m.a. verið gerðir samningar við Eð- alfisk, Límtré-Vírnet, Lögfræði- stofu Inga Tryggvasonar og fleiri aðila í heimahéraði um stuðn- ing við starf okkar. Stuðningur- inn nær bæði til stuðnings við úr- valsdeildarlið Skallagríms sem og til starfs yngri flokka Skallagríms en nú eru um 130 iðkendur sem leggja stund á íþróttina á veg- um Skallagríms, 18 ára og yngri. Heildariðkendatala er um 160 og eru á aldrinum 5 og upp í 65 ára,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson formaður deildarinnar í samtali við Skessuhorn. Hann vill koma á framfæri miklu þakklæti til allra þessara fyrirtækja. mm Eðvar Ólafur Traustason gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Bergþór Ólason fjármálastjóri Loftorku í Borgarnesi handsala hér samninginn en við hlið þeirra eru Sigursteinn Orri Hálfdánarson og Kristján Örn Ómarsson. Ljósm. óör. Heimafyrirtæki styðja við körfu- knattleiksdeild Skallagríms Oft er talað um bilið milli höfuðborg- arinnar og landsbyggðarinnar. Pers- ónugervingar meints borgríkisins á Íslandi er fólkið í 101 í Reykjavík. Sagt hefur verið um það fólk að það viti ósköp lítið um lífið fyrir ofan El- liðaárnar, enda fæstir farið svo langt út úr borginni í norður, þar sem að leið þeirra liggi frekar út úr landinu. Við- mælandi Skessuhorns í þetta skiptið er einmitt úr 101 og viðkennir það al- veg fúslega að hún sjái það ekki fyrir sér að búa annars staðar, að minnsta kosti ekki til langs frama. En Sól- veig Kr. Bergmann upplýsingafulltrúi Norðuráls segir að sjóndeildarhring- ur sinn hafi stækkað til muna eftir að hún kynntist Vesturlandi í gegn- um störf sín á Grundartanga. Reynd- ar segist hún áður hafa þekkt lítil- lega til á Akranesi, en þangað á hún tengdir. Maður hennar Kristján Haa- gensen er dóttursonur Kristjáns Páls- sonar og Bertu konu hans, en Kristján sá hefur um árabil dvalið á hjúkrun- ar- og dvalarheimilinu Höfða. Hann var bakvörður í fyrsta gullaldarliði Akraness í fótboltanum. „Já ég á ein- mitt mynd af honum í Skagabúningn- um sem þarf að komast upp á vegg,“ segir Sólveig, sem m.a. segist í kynn- um sínum af Akranesi hafa uppgötvað gríðarlega skemmtilega gönguleið og útivistarsvæði sem eru víkurnar norð- an bæjarins. Ólst upp við Skólavörðuholtið Blaðamaður Skessuhorns hitti Sól- veigu að máli í bækistöðvum Norð- uráls í Reykjavík, enda reynslan sú að þá daga vikunnar sem hún starfar á Grundartanga er lítill tími til að sinna viðtölum utan fyrirtækisins. Þar sem við sitjum á skrifstofunni í Skógar- hlíðinni gnæfir turn Hallgrímskirkju upp af Skólavörðuholtinu í haustblíð- unni. „Já, þarna við rætur Hallgríms- Sjóndeildarhringurinn hefur stækkað til muna Spjallað við Sólveigu Kr. Bergmann upplýsingafulltrúa Norðuráls kirkju hef ég meira og minna alið manninn,“ segir Sólveig. „Ég fæddist í heimahúsi við Bergstaðastræti, ólst upp í Þingholtsstrætinu og hef búið við Njálsgötu í áratug. Það var ynd- islegt að alast upp á þessum slóðum, steinsnar frá Öskjuhlíð og Nauthóls- vík. Ég lærði að synda í heita lækn- um og svamla í sjónum sem krakki en í dag held ég mig á þurru landi og nýti göngustígana mikið,“ segir Sól- veig. Eftir nám í Verslunarskólanum dvaldi hún í Bandaríkjunum í fjög- ur ár. „Ég var í Minneapolis í fjögur ár. Hlotnaðist námsstyrkur og nam mannfræði og alþjóðafræði. Fór þá að vinna og starfaði á heimili fyrir af- vegaleidd börn og unglinga, sem var mikil reynsla.“ Lífið fyrir utan suðupott fréttanna Lengst af sinni starfsævi hefur Sól- veig unnið við fjölmiðla. Hún byrj- aði árið 1999 á fréttastofu Sjón- varps þar sem hennar fyrsta hlut- verk var að snúa lesvélinni fyrir sjarmatröllið Loga Bergmann og fleiri, og stuttu síðar hóf hún störf sem fréttamaður. „Sigursteinn Más- son fékk mig svo til að koma á nýja fréttastofu sem var búið að stofna á Skjá einum. Það var mjög gam- an að vinna á þessari litlu stöð þar sem ég var fréttastjóri, en það ævin- týri entist stutt. Af Skjánum fór ég yfir á Mannlíf og vann með Gerði Kristnýju. Þaðan fór ég yfir á Stöð 2 og eins og hendi væri veifað liðu tíu ár,“ segir Sólveig sem sinnti fjöl- breyttum störfum hjá Stöð2. Hún var fréttamaður, vaktstjóri og lesari, sinnti ýmissi dagskrárgerð og var m.a. í ritstjórn fréttaskýringaþátt- arins Kompáss. „Eftir barneignafrí fannst mér tími til kominn að skipta um gír, sótti um starf upplýsinga- fulltrúa hjá Norðuráli og hóf störf fyrir um ári. Fyrir mig hefur verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að koma inn á nýtt svið.“ Sólveig keyrir yfirleitt tvo daga í viku til vinnu á Grundartanga, en vinnur aðra daga vikunnar í bæki- stöðvum Norðuráls í Skógarhlíð- inni í Reykjavík. Hún er tveggja barna móðir, á ásamt manni sín- um Kristjáni Haagensen málara- meistarameistara tvo drengi, sex og tveggja ára. „Bíltúrarnir á milli Reykjavíkur og Grundartanga eru hreinlega með betri stundum vik- unnar. Það þarf kannski ekki mikið til að gleðja mig en leiðin er falleg og útvarpið er ekki stillt á útvarp Latabæ,“ segir Sólveig og hlær. Hún lætur vel af félögum sínum hjá Norðuráli og segir starf upplýs- ingafulltrúa vera fjölbreytt. „Fyrstu vikuna hjá Norðuráli var ég drif- in í göngu á Akrafjallið af Trausta Gylfasyni öryggisstjóra, Pétri Svanbergssyni og Gunnari Guð- mundssyni. Það var mjög skemmti- leg gönguferð og Akrafjall frábært fjall að ganga. Ég komst að því síðar að alla jafna eru þeir félagar þrisvar sinnum fljótari upp fjallið en þenn- an laugardag með mér. „Sjentil- mennin“ stoppuðu sumsé óvana- lega oft til að ég gæti blásið mæð- inni og Trausti reitti af sér sögurnar eins og honum einum er lagið.“ Spennandi tímar framundan Aðspurð hvað komið hafi henni mest á óvart í nýju starfi nefnir Sól- veig öryggis- og umhverfismál hjá Norðuráli. „Það hefur náðst fram- úrskarandi góður árangur í örygg- ismálunum með nálgun sem bygg- ir á virkri og öflugri þátttöku starfs- manna. Gríðarlegur metnaður og áhersla er einnig lögð á umhverf- ismálin. Rannsóknir og eftirlit með umhverfisáhrifum álversins eru framkvæmdar af óháðum aðilum og sýna að áhrif á lífríki í nágrenni fyr- irtækisins eru og hafa verið hverf- andi. Það er full ástæða til að vera stolt af þeim árangri sem hefur náðst en viðmiðin í starfsleyfi, sem okkur er gert að vinna eftir, eru lík- lega þau ströngustu í heimi,“ seg- ir Sólveig. Hún bætir því við að Norðurál fái staðfesta vottun á um- hverfis- og öryggisstjórnunarkerf- um fyrirtækisins á næstu vikum. Og það er fleira í pípunum hjá Norður- áli. „Framkvæmdir vegna straum- hækkunarverkefnis eru hafnar á Grundartanga. Þetta er fjárfesting- arverkefni fyrir á annan tug millj- arða króna sem hefur það að mark- miði að auka framleiðni og bæta rekstraröryggið. Norðurál er einn- ig með álver í byggingu við Helgu- vík á Suðurnesjum, svo það eru spennandi tímar framundan.“ Endurskoða umræðuhefðina En hvernig finnst fyrrum fjöl- miðlakonunni að vera sest hin- um megin borðs og fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun um Norðurál? „Það má segja að það sé eðli fjöl- miðla að einblína á það neikvæða. Það er ekki frétt að hlutirnir gangi vel fyrir sig í stórfyrirtæki en frétta- menn eiga vissulega að bregðast við ef þeir telja að pottur sé brot- inn. Hins vegar hefur það kom- ið fyrir að birtar hafa verið frétt- ir af Norðuráli, t.d. í tengslum við skattgreiðslur fyrirtækisins, sem voru beinlínis rangar eins og sýnt var fram á,“ segir Sólveig. „Það er leiðinlegt að eiga við slíkt en verst finnst mér þegar störfin sem iðn- aðurinn skapar eru töluð niður. Við megum líka fara að endurskoða þessa umræðuhefð sem skiptir fólki upp í tvo hópa, t.d. höfuðborgin gegn landsbyggðinni og orðræðu um afstöðu fólks til náttúruverndar og nýtingu náttúruauðlinda. Hvaða Íslendingur ann ekki íslenskri nátt- úru og umhverfi? Fer það ekki saman að vilja nýta græna orku og vera umhverfissinni? Þetta er gam- aldags hugsunarháttur og sem bet- ur fer eru fæst okkar, eða veröld- in, svo leiðinlega svart/hvít,“ segir Sólveig og skellir í sig síðasta sop- anum af Latte-inu. þá Grundartangi og Hvalfjörður í haustblíðunni. Sólveig Kr. Bergmann hafði tengsl við Akranes áður en hún kom til starfa á Grundatanga.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.