Skessuhorn - 23.10.2013, Page 29
29MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013
AVS rannsóknasjóður
í sjávarútvegi
auglýsir eftir umsóknum
AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti
íslensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn
auglýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að markmiði. Skilafrestur umsókna er til
kl. 17, 2. desember 2013. Umsóknum ber að skila rafrænt á netfangið avs@avs.is og bréflega
á póstfangið AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Háeyri 1, 550 Sauðárkrókur.
Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir þrjá flokka:
a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna
Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þróunar-
verkefna, sem falla að markmiðum sjóðsins. Veittur
er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera
grein fyrir verkþáttum og fjármögnun. Hver styrkur
getur numið allt að átta milljónum króna.
Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verkefna
(framhaldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma,
eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á
hverju ári. Hafi verkefnið áður verið styrkt, þarf að
gera grein fyrir fullnægjandi framvindu verkefnisins
áður en styrkumsókn er afgreidd.
b. Smá- eða forverkefni
Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða
verkefna til undirbúnings stærri verkefna á sviði
rannsókna og/eða þróunar. Styrkupphæð er allt að
einni milljón króna og skal verkefninu lokið innan
tólf mánaða frá úthlutun.
c. Atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum
Veittir eru styrkir til verkefna, sem stuðla að nýjum
störfum og aukinni verðmætasköpun í sjávarbyggð-
um. Horft er til ýmissa verkefna, sem geta tengst
t.d. framboði á sjávarfangi, ferðaþjónustu, nýjum
vörum eða þjónustu. Hámarkstími verkefna er
12 mánuðir og hámarksupphæð styrkja er þrjár
milljónir króna.
Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki
fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn
tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar.
Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á
heimasíðu sjóðsins www.avs.is.
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum atvinnuvega- ný sköpunar-
ráðuneytisins og veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem auka
verðmæti sjávarfangs.
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ∙ Háeyri 1 ∙ 550 Sauðárkrókur ∙ sími 453 6161 ∙ www.avs.is
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR
ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI
Eiríkur J. Ingólfsson ehf.
Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is
Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610
Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög
Sk
es
su
ho
rn
2
01
3
91 stuttmynd var valin til sýning-
ar á alþjóðlegu stuttmyndahátíð-
inni Nothern Wave sem fram fer
í Grundarfirði í næsta mánuði. Að
þessu sinni verður hátíðin hald-
in í fyrsta sinn í nóvember, en síð-
ustu fimm árin hefur hún farið fram
í mars. Ástæðan er mikil fjölgun
ferðamanna á svæðinu á vormánuð-
um sökum háhyrninga sem hafa gert
sig heimakæra í firðinum á þessum
tíma. Sem fyrr er það Dögg Móses-
dóttir sem er skipuleggjandi hátíð-
arinnar. „Engir hvalir ættu að vera
sýnilegir 15. nóvember næstkom-
andi, en í staðinn verða sýndar fjöl-
þjóðlegar stuttmyndir í samkomu-
húsi Grundarfjarðar sem ættu að
laða að annars konar ferðamenn,“
segir Dögg.
Hún segir að hátíðin í ár bjóði
í raun upp á heimsreisu þar sem
myndirnar verða flokkaðar eftir
heimshlutum en aldrei fyrr hefur
verið jafn fjölbreytt úrval þjóðerna
með mynd á hátíðinni. „Myndirn-
ar eru margar hverjar hápólitísk-
ar og ágætis speglun á ástandið í
hverju landi fyrir sig. Töluvert er
um kvenleikstjóra á hátíðinni í ár
og áhugavert að sjá hvert stefnir en
stuttmyndaformið er byrjunarreitur
leikstjóra framtíðarinnar og má því
segja að myndirnar gefi vísbend-
ingu um það sem koma skal.“
Fjöldi verðlaunamynda er á hátíð-
inni í ár, m.a. tvær stuttmyndir sem
sýndar voru á Cannes fyrr á þessu
ári. Hin íslenska Hvalfjörður og hin
íranska “More than two hours” sem
fjallar um þá erfiðleika sem ungt og
ógift par stendur frammi fyrir þeg-
ar að það þarf læknisaðstoð upp á
líf og dauða. „Á hátíðinni má einn-
ig finna gæðamyndir frá framandi
löndum eins og Kazaksthan, Íran,
Afganistan, Kyrgyzstan og Uzbek-
istan. Verðlaunamyndin Sandiq frá
Uzbekistan sem leikstýrt er af hinni
ungu Sabina Sagadeev. Hún segir
frá sambandi ömmu og barnabarni
og gefur góðar innsýn inn í hefð-
ir tengdar dauðanum í Uzbekistan.
Önnur áhugaverð mynd er finnsk-
rússneska heimildarmyndin Ra-
kastan sinua kyyneliin (Cry Tears
of Happiness) sem fjallar um útóp-
ískar og þjóðernissinnaðar ungliða-
hreyfingarbúðir Pútíns í Rússlandi,
þar sem rússnesk ungmenni koma
saman og dansa edrú við teknó-
tónlist á milli þess sem þau dásama
leiðtoga sinn.“
Dögg segir að á hátíðinni verði
einnig boðið upp á fjölbreytt úrval
hreyfimynda og teiknimynda og í
fyrsta sinn býður Northern Wave
átíðin upp á ókeypis vinnusmiðju.
„Við fáum Margaret Glover, banda-
rískan handritshöfund og framleið-
anda sem starfar við London Film
School, til að sitja í dómnefnd há-
tíðarinnar að þessu sinni. Aðrir
meðlimir dómnefndar verða leik-
stjórarnir Silja Hauksdóttir og Haf-
steinn Gunnar Sigurðsson en í dóm-
nefnd tónlistarmyndbanda eru þeir
Jim Beckmann og Benedikt Reyn-
isson. Fastir liðir eins og venjulega
eru svo viðburðir á borð við tón-
leika, ball og hina vinsælu fiskirétt-
akeppni sem landsliðskokkurinn
Leikstjórar framtíðarinnar á
Northern Wave í Grundarfirði
Myndin „Cry Tears of Happiness“ fjallar um útópískar og þjóðernissinnaðar
ungliðahreyfingarbúðir Pútíns í Rússlandi.
Úr írönsku myndinni “More than two hours,” sem fjallar um þá erfiðleika sem ungt
og ógift par stendur frammi fyrir þegar það þarf læknisaðstoð upp á líf og dauða.
Atriði úr verðlaunamyndinni Sandiq frá Uzbekistan.
Hrefna Sætran dæmir í. Þónokkur
fjöldi erlendra leikstjóra, sem eiga
mynd á hátíðinni, hafa boðað komu
sína á hátíðina í ár, flestir frá Rrúss-
landi og Austur Evrópu. Enginn
ætti þar af leiðandi að vera svikinn
af vetrarhelgi í Grundarfirði þrátt
fyrir fjarveru háhyrninga,“ segir
Dögg Mósesdóttir.
Nánari upplýsingar um hátíðina
er að finna á: www.northernwave-
festival.com
mm