Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Breytt útlit Breytt útlit hefur nú göngu sína á ný eftir sumarfrí og verður á dag- skrá um það bil í öðru hverju tölu- blaði. Gestur okkar í Breyttu út- liti er Ásdís Óskarsdóttir, starfs- maður í Íþróttamiðstöðinni á Jað- arsbökkum á Akranesi. „Fyrst setti ég multilift andlits- krem og yfir allt andlit farða frá Dior. Farðinn heitir Nude og gef- ur jafna, fallega áferð og ljóma og hann helst vel. Á augu notaði ég ljós- og dökkbláan augnskugga, svartan maskara og svartan eyel- iner. Þá var ég með ferskjubleikan kinnalit frá Nyx, Mac varalit og Nyx gloss (perfect) á varir,“ segir Anna Sigga förðunarfræðingur. Ásdís fór einnig í klippingu og litun hjá Steffu á hársnyrtistofunni Mozart. „Ég klippti hárið stutt og tjásaði mjög mikið, smá „pönkfíl- ingur. Setti svo dökkbrúnan lit og lýsti svo upp nokkra enda í tjás- unum með strípuefni. Eftir það blés ég hárið og mótaði. Þetta út- lit er að koma inn fyrir veturinn, tjásað hár en ekki of stutt, “ seg- ir Steffa hár- snyrtir. Steffa og Anna Sigga eru nýkomn- ar heim frá L u n d ú n u m þar sem þær fóru meðal annars á sýningar og kynntu sér nýjustu tískustrauma í förðun og hárgreiðslum. Þær breyttu útliti Ásdísar í takt við það. grþ Anna Sigga og Stefa hafa um sjón með Breyttu út liti. Englamömmur á Akranesi héldu góðgerðartónleika á alþjóðlegum degi barnmissis 15. október síðast- liðinn. Þær vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem studdu málefnið á einn eða annan hátt og áttu þátt í að gera tónleikana glæsilega. Vel tókst til að safna fyrir bættri aðstöðu þeirra sem missa börn sín og voru mörg fyrir- tæki sem styrktu málefnið. Engla- mömmur vilja færa Steðja, Mod- eli, Subway, Tónlistarskóla Akra- ness, Ölgerðinni, Skessuhorni, Prentmeti, Stefi, Íslandspósti, Smáprenti og Valitor þakkir fyrir þeirra framlög. Síðast en ekki síst færa þær þakkir þeim sem komu á tónleikana eða lögðu inn á styrkt- arreikninginn. grþ/ Ljósm. Hilmar Sigvaldason. Frá Sögufélagi Borgarfjarðar Félagið á ennþá til sölu nokkur eintök af Íbúatali 2011, er út kom s.l. vor. Þeir sem vilja tryggja sér ritið geta haft samband við: Rannveigu Þórisdóttur, Vesturgötu 17, Akranesi, sími 431-2963, 894-8036 netfang: oskararn@simnet.is Sævar Inga Jónsson, bókavörð í Safnahúsi Borgarfjarðar, sími 430-7208 netfang bokasafn@safnahus.is Snorra Þorsteinsson, Hrafnakletti 2 Borgarnesi, sími 437-1526, 898-9248 netfang snorri@ismennt.is Þá er einnig minnt á Borgfirðingabók 2013, er kom út um miðjan ágúst. Trúnaðarmenn munu með ánægju afgreiða hana til þeirra er áhuga hafa. Sögufélagið sendir öllum héraðsbúum ósk um góðan og gleðiríkan vetur. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flottar yfirhafnir fyrir flottar konur St. 38-52 Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum Meistaraflokkur  karla 1. deild Föstudaginn 25. október kl. 19.15 ÍA – Vængir Júpiters Fjölmennum  og hvetjum  ÍA til sigurs! Englamömmur þakka fyrir sig Margar hljómsveitir og tónlistarmenn gáfu vinnu sína og komu fram á tónleikunum. Þær Englamömmur sem komu að tónleikunum ásamt Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur sem var kynnir kvöldsins. Tindatríóið og Sveinn Arnar Sæmundsson tóku lagið. Systkinin Helga Ingibjörg og Guðmundur Böðvar Guðjónsbörn voru meðal þeirra sem fram komu. Þarna er Guðmundur Böðvar að koma fram í fyrsta skipti opinberlega og stóð sig með sóma við hlið sviðsvanrar systur sinnar. „Eftirspurnin var enn meiri en við reiknuðum með og búum þó að góðri reynslu á þessu sviði,“ segir Jón Gunn- laugsson umdæmisstjóri VÍS á Vestur- landi um viðbrögð íbúa við skínandi húfum fyrir börn sem fyrirtækið bauð viðskiptavinum með F plús. Á skrif- stofunum sjö í umdæminu sem nær til Stranda í norðri, hafi 1.650 húfum verið dreift. Þar af liðlega helmingn- um á Akranesi, eða 850 stykkjum. Á landsvísu svarar fjöldi húfa til þess að fjögur af hverjum tíu börnum 3ja til 12 ára hafi fengið húfu. Jón segir gaman að taka þátt í þessu skemmti- lega verkefni enda lifni óneitanlega yfir skrifstofunum á þeim tíma sem börnin streymi að. „Með því að stuðla að meiri sýnileika þeirra aukum við líka öryggið í umferðinni. Ekki veit- ir af eftir því sem myrkrið vex með degi hverjum. Húfurnar koma þó ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru góð viðbót með þeim.“ -fréttatilkynning VÍS húfur vinsælar á Vesturlandi Diljá Fannberg Þórsdóttir í Borgarnesi. Ingunn Sigurðardóttir og Þula í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.