Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 38

Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Hvaða íslenski matur finnst þér bestur? Ingibjörg Gestsdóttir Mér finnst slátur alveg æði. Jakob Ólason Steiktur fiskur. Fjóla Ásgeirsdóttir Lambakjöt sem ég elda sjálf. Bjarni Maron Sigurðsson Ég myndi segja bjúgu. Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Jóhanna Elva Ragnarsdóttir Það er kjötsúpa. Á næstu dögum mun Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður á Akranesi halda upp á starfsafmæli en hún hef- ur nú verið með sjálfstæðan rekstur í 30 ár. Í tilefni af því verður 30% afsláttur af vörum í verslun hennar föstudaginn 1. nóvember næstkom- andi. Ása Gunnlaugsdóttir gull- smiður verður einnig með kynn- ingu á sínum vörum frá kl. 14 – 18. Einnig má geta þess að Tax free dagar verða í verslun hennar, sem og mörgum öðrum á Akranesi, nú um helgina. Allur ágóði til styrktar meistaraflokki kvenna Dýrfinna ætlar þó að gera gott betur því laugardaginn 2. nóvember verð- ur hún með markað í anddyri gull- smíðaverkstæðis síns við Stillholt 16 á Akranesi. „Ég verð með markað á skóm, fatnaði, töskum og jafnvel gömlu skarti sem er síðan áður en ég fór að læra og var bara að föndra heima hjá mér,“ segir Dýrfinna um markaðinn. Hún á stórt safn af skóm og verður mikið af þeim til sölu. Fatnaðurinn er hluti af 30 ára safni og er í ýmsum stærðum í sam- ræmi við sveiflukennt vaxtarlag eig- andans í áranna rás, eins og fram kemur í kynningu á Vökudögum. Öll innkoman mun renna óskipt til meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá ÍA. „Fólk spyr örugglega hvers vegna meistaraflokkur kvenna? En ástæðan er sú að þær hafa bara stað- ið sig svo vel og komust upp í úr- valsdeildina í sumar,“ segir Dýr- finna en hún hefur alltaf fylgst með fótbolta með öðru auganu þrátt fyr- ir að hafa ekki spilað hann sjálf. Samdráttur á Akranesi en aukning í Reykjavík Dýrfinna opnaði gullsmíðaverk- stæði og verslun á Akranesi 2001 og hefur orðið vör við miklar breyting- ar eftir hrun, mest síðan 2011. Hún selur einnig skartgripi í Reykjavík, hjá Ófeigi á Skólavörðustíg. „Ég hef fundið miklar breytingar út af sam- drætti, sérstaklega hérna á Akranesi en svo hefur verið aukning í Reykja- vík. Það er jafn mikil aukning þar eins og samdráttur hér, það bjargaði mér í rekstrinum að vera þar líka en ekki bara hérna,“ heldur hún áfram. Þessi munur á milli svæðanna skýr- ist af ferðamannastrauminum á höf- uðborgarsvæðinu en um 90% af viðskiptavinum Dýrfinnu í Reykja- vík hafa verið ferðamenn. „Þetta er spurning um að sækja á réttu miðin, þeir fiska sem róa,“ segir hún. En það er engin uppgjöf hjá Dýr- finnu þrátt fyrir að salan á Akra- nesi hafi dregist saman. „Ég vil halda rekstrinum hér og taka þátt í að byggja upp samfélagið hér. Mér hefur verið boðið ýmislegt í Reykja- vík en hér vil ég vera. Ég vil halda verkstæðinu opnu fyrir almenning og mér líður vel í hópnum sem er hérna í þessu húsnæði. Þetta eru flottar stelpur sem eru hér í Hár- stúdíó, Face og á Fótaaðgerðastofu Guðrúnar. Ég hlakka eiginlega allt- af til að fara í vinnuna og það kemur aldrei upp hjá mér leiði,“ segir hún. Eftir að Dýrfinna flutti á Akranes frá Ísafirði hefur hún fundið að hún er tilbúin að fara hvert sem er og er sátt þar sem hún er í hvert skipti. Henni finnst gott fólk á Skaganum. „Fólkið mætti samt alveg meta það sem það hefur hérna. Hér er stutt í allt, menningarlífið fjölbreytt, frábær íþróttaaðstaða og skólarn- ir góðir. Það finnst allt til alls hér. En fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla! Skagamenn mættu alveg kíkja fyrst hér heima áður en þeir sækja þjónustuna í bæinn. Þetta skerðir þjónustu sífellt meira, það þrífst ekkert hér nema matvöru- verslanir og fatabúðir,“ segir hún og vill hvetja Akurnesinga til að nýta sér þjónustuna á Akranesi betur. Handsmíðar allt sjálf Dýrfinna hefur orð á því að eftir hrunið hafi margir farið að föndra heima hjá sér og kalla sig hönnuði en einnig hefur hún séð breyting- ar á vinnu gullsmiða. „Margir gull- smiðir eru farnir að láta steypa vör- una. Fólk sér engan mun á hvort skartgripurinn er handsmíðaður eða steyptur. Fólk mætti spyrja oftar að því en útlendingarnir virðast átta sig betur á því. Það væri gaman að vita hversu mörg prósent gullsmiða eru með handsmíðað í dag. Ég myndi vilja að varan væri stimpluð hvort hún er handunnin eða bara hönn- uð eftir einhvern,“ segir hún. „En maður þarf að fylgja tækninni líka. Ég finn að ég þarf að fara meira út í netsölu því þróunin er þar og mað- ur þarf að fylgja henni,“ heldur hún áfram. Dýrfinna hefur verið dugleg að fara á námskeið og halda sér við en hún fær einnig reglulega nema til sín á samning. „Ég viðurkenni að það er gott að fá unga nema hérna inn, þeir efla mann og eru nútíma- væddir. Bergrós Kjartansdóttir er hjá mér núna en hún gerir mikið af prjónamynstrum fyrir Ístex og kem- ur með alveg nýja vídd inn í skart- gripahönnun,“ segir hún. Dýrfinna vill að lokum hvetja fólk til að koma og styrkja meistaraflokk kvenna en opið verður frá kl. 13 – 17 laugar- daginn 2. nóvember. grþ Rólegt hefur verið hjá framhalds- skólum Vesturlands síðastliðna viku en miðannarfrí og námsmats- dagar hafa sett mark sitt á skólalíf- ið á Akranesi og í Borgarnesi und- anfarna daga. Þó er alltaf eitthvað um að vera, bæði í námi og félags- lífi nemenda. Heimsókn í leikskóla í Borgarnesi Nemendur í íþróttafræði 1A06 í Menntaskólanum í Borgarfirði fóru á dögunum í heimsókn í leikskólana Ugluklett og Klettaborg. Þar sáu þau um 60 mínútna hreyfistund- ir. Leikskólabörnunum var skipt í hópa og svo var farið í leiki jafnt úti sem inni og danstíma. Heimsóknin er hluti af áfanga sem snýst að mestu leyti um þjálfun barna á aldrinum 3 – 12 ára og kunnu bæði nemendur og kennarar á leikskólunum vel að meta þessa tilbreytingu. Skammhlaupsball á Akranesi Skammhlaupsball FVA var hald- ið 10. október síðastliðinn og var aðsóknin góð. Ballið var haldið á Gamla Kaupfélaginu og Páll Ósk- ar Hjálmtýsson sá um að halda uppi stuðinu. Þema kvöldsins var átt- undi áratugurinn og voru nemend- ur hvattir til að mæta í fötum frá þeim tíma. Fjölmargir nemendur úr Menntaskóla Borgarness kíktu í heimsókn á ballið en boðið var upp á rútuferð til og frá Akranesi um kvöldið. Nemendur voru að venju hvattir til að skemmta sér án áfengis og ógilti ölvun miðann. Edrúpott- urinn var á sínum stað en 80 manns tóku þátt í honum í þetta skiptið. Vinningshafinn fékk myndavél og minniskubb að launum þannig að það borgar sig að taka þátt. Þeir sem taka þátt í edrúpottinum á busa- balli, Skammhlaupsballi og jólaball- inu eiga möguleika á að vinna í hin- um árlega „ofuredrúpotti“ en dreg- ið verður úr honum eftir jólaballið. Eins og sjá má á myndunum mættu fjölmargir nemendur uppáklæddir í „80‘s“ föt og skemmtu sér konung- lega. grþ Framhaldsskólahornið Krakkarnir í NFFA mættu að sjálfsögðu klædd eftir þema kvöldsins. Ljósm. NFFA. Á myndinni eru Elísabet Ásdís, Helga Guðrún og Herdís Ásta úr MB að stjórna leik með stelpum í Uglukletti. Ljósm. Menntaskóli Borgarfjarðar. Nemendur voru margir skrautlega klæddir á Skammhlaupsballi FVA. Hér eru Aníta Eir Einarsdóttir og Daníel Ólafsson. Ljósm. Freyja Kristjana Bjarkadóttir. Dýrfinna gullsmiður á starfsafmæli og heldur markað Þessir bleiku skór og veski verða til sölu á markaðinum ásamt fjölmörgu öðru en Dýrfinna hefur verið með sannkallaða skódellu í mörg ár og segir að skór séu hennar skart. Dýrfinna að störfum á smíðaverkstæði sínu. Fallegir brúðarskór Dýrfinnu og veski í stíl eru meðal þeirra hluta sem verða til sölu á markaðinum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.