Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 39

Skessuhorn - 23.10.2013, Qupperneq 39
39MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2013 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Kvennalið Snæfells í úrvalsdeild- inni í körfunni átti ekki í erfiðleik- um með Njarðvíkurstúlkur þeg- ar liðin mættust í úrvalsdeildinni í Hólminum á sunnudag. Heima- stúlkur náðu góðri forystu strax í upphafi og létu hana aldrei af hendi. Staðan í hálflek var 49:25 og lokatölur 76:59. Chynna Brown var stigahæst hjá Snæfelli með 19 stig og níu fráköst. Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir kom næst með 15 stig, Hildur Björg Kjart- ansdóttir skoraði 12, Hildur Sigurðardóttir 11, Eva Mar- grét Kristjánsdóttir 11 og Hug- rún Eva Valdimarsdóttir 8. Snæfell hefur þar með unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni eftir að hafa tapað þeim fyrsta. Næst sækja Snæfellskonur KR heim í vesturbæinn nk. sunnu- dag. þá/ Ljósm. Eyþór Ben. Í síðustu viku var dregið í 32-liða úr- slit í bikarkeppni karla í körfubolta sem í vetur verður kennd við Powe- rade. Snæfellingar þurfa þá að sækja Laugdæli heim á Laugarvatn og Skallagrímur fer á höfuðborgarsvæð- ið til leiks við annaðhvort Hauka b eða Stjörnuna b. Það er eini leikur- inn í forkeppni, þar sem 33 lið voru skráð til leiks. ÍA fær Fjölni úr Graf- arvogi í heimsókn á Akranes en bæði leika liðin í 1. deild Íslandsmótsins og eiga því að standa nokkuð jöfn að vígi. Bæði Skallagrímur og Snæfell ættu hins vegar samkvæmt bókinni að fara nokkuð létt í 16-liða úrslit- in. Leikir í 32ja liða úrslitunum fara fram dagana 1.-3. nóvember nk. þá Skallagrímsmenn unnu sinn fyrsta sigur í úrvaldsdeildinni þennan vet- urinn þegar þeir sigruðu Ísfirðinga í leik í Borgarnesi á sunnudagskvöld- ið. Nokkrar sveiflur voru í leiknum. Skallagrímsmenn voru miklu betri í fyrri hálfleiknum en Ísfirðingar sóttu sig mjög í seinni hlutanum. Skallagrímsmenn reyndust sterk- ari þegar á reyndi og sigur þeirra, 80:77, var öruggari en tölurnar bera með sér. Leikaðferð Skallagríms- manna heppnaðist að taka Smith leikstjórnanda gestanna úr umferð. Fyrir bragðið varð sóknarleikur Ís- firðinga óskipulagður og pirrings gætti hjá gestunum. Skallagrímur var þó með aðeins þriggja stiga for- skot eftir fyrsta leikhluta en munur- inn jókst síðan og var orðinn tíu stig í hálfleik, 46:36. Vel hefur verið lesið yfir gest- unum í leikhléinu því þeir komu grimmir til seinni hálfleiks. Þeir náðu að reita muninn niður í tvö stig fyrir lok þriðja leikhluta. Ísfirð- ingum tókst svo að jafna við upp- haf lokakaflans 68:68. Skallagríms- menn sýndu yfirvegun og náðu aft- ur að rífa sig frá gestunum og leggja grunn af sigrinum, sem áður seg- ir var öruggari en lokatölur gefa til kynna, 80:77. Hjá Skallagrími var Mychal Green stigahæstur með 24, Páll Axel Vilbergsson 23, Grét- ar Ingi Erlendsson 14, Davíð Guð- mundsson 5, Orri Jónsson 5, Eg- ill Egilsson 5, Davíð Ásgeirsson 2, Sigurður Þórarinsson 1 og Trausti Eiríksson 5. Hjá Ísfirðingum var Jason Smith stigahæstur með 22. Skallagrímsmenn sækja Stjörnuna heim í næstu umferð, nk. fimmtu- dagskvöld, annað kvöld. þá Skagamenn byrja vel í 1. deildinni í körfubolt- anum. Liðið er taplaust eftir tvær fyrstu um- ferðirnar og framundan er fyrsti heimaleikur tímabilsins þeg- ar ÍA tekur á móti liðinu Vængjum Júpiters á Jaðarsbökkum á föstu- dagskvöldið. VJ er í hópi liða sem eru enn án stiga í deildinni. ÍA vann fremur auðveldan sigur á Augna- bliki í Kópavogi sl. sunnudag, 99:60. Bandaríkjamaðurinn Jamarco War- ren lét sér duga að skora 40 stig í leiknum en hann hefur farið vel af stað með Skagamönnum í 1. deild- inni og skorað 86 stig í fyrstu tveim- ur leikjunum. Áskell Jónsson kom næstur í liði Skagamanna í leiknum gegn Augnabliki með 16 stig, Birkir Guðjónsson skoraði 9, Dagur Þór- isson 8, Ómar Örn Helgason 7, Örn Arnarson 7, Þorsteinn Helga- son 6 og þeir Erlendur Þór Otte- sen, Sigurður Rúnar Sigurðsson og Jón Rúnar Baldvinsson tvö stig hvor. ÍA hefur nú fjögur stig eftir tvo leiki, eins og Tindastóll, en Þór frá Akureyri er á toppnum með sex stig eftir þrjá leiki. þá Barnamaraþon alþjóðlegu samtak- anna „Save the Children“ mun fara fram í dag, miðvikudaginn 23. októ- ber. Samkvæmt heimildum Skessu- horns munu börn úr grunnskólum á Vesturlandi taka þátt í hlaupinu í fyrsta sinn. Hlaupið nefnist Kapp- hlaup um lífið og er ætlað að vekja athygli á baráttunni gegn barna- dauða sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtökin Save the Child- ren vinna sérstaklega að minnkun barnadauða í heiminum með her- ferð sinni „Every one“ og Barna- heill tekur þátt í herferðinni fyr- ir hönd Íslands. Markmiðið með herferðinni er þrýsta á valdhafa um allan heim að beita sér á alþjóða- vettvangi fyrir því að bæta aðstæð- ur barna í löndum þar sem hung- ur og skortur á heilbrigðisþjónustu er stór þáttur í barnadauða en 6,9 milljón börn undir fimm ára aldri létu lífið í heiminum árið 2011. Kapphlaupið um lífið er árleg- ur viðburður og stefnt er á að gera það enn stærra og gefa fleirum kost á að taka þátt. Erlendis hefur hlaup- ið verið haldið fimm sinnum en um er að ræða heilt maraþon sem börn á aldrinum 11 – 13 ára hlaupa í boðhlaupsformi 200 metra hvert. Í fyrra var Ísland með í fyrsta sinn en þá var hlaupið í 40 löndum. grþ Á heimasíðu Knattspyrnu- félags ÍA er greint frá því að Kári Ársælsson og Haf- þór Ægir Vilhjálmsson verði ekki með Skagamönnum á næsta ári. Samningar þeirra beggja runnu út nú í haust. Hafþór Ægir gekk til liðs við Skagamenn nú í sumar frá Grindvík- ingum en Kári kom til Skagamanna í febrúar 2012 frá Breiðabliki. Fram kemur einnig á heimasíðunni að miklar líkur væru á því að lykilleik- mennirnir Ármann Smári Björns- son, Jóhannes Karl Guðjónsson og Garðar Gunnlaugsson yrðu áfram með Skagamönnum á næsta ári. Jó- hannes Karl og Ármann Smári eru enn samningsbundnir ÍA. þá Snæfellingar rétt sluppu fyrir horn þegar þeir mættu Skallagrími í há- spennuleik þegar Vesturlandslið- in mættust í Borgarnesi sl. fimmtu- dagskvöld. Um hörkuspennandi og jafnan leik var að ræða sérstaklega á lokakaflanum. Borganesingurinn og Skallagrímsmaðurinn fyrrverandi Hafþór Ingi Gunnarsson kláraði leikinn fimm sekúndum fyrir leikslok fyrir Hólmarana með tveimur stigum frá vítalínunni. Mychal Green reyndi skot út erfiðri stöðu undir lokin sem geigaði. Snæfellingar komu sterkari til leiks og voru tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 28:18. Skallagríms- menn náðu að rétta sinn hlut í öðrum leikhluta, en voru sex stigum und- ir í hálfleik, 49:43. Jafnræði var síð- an með liðunum í þriðja leikhluta og ljóst að lokakaflinn yrði mjög spenn- andi. Skallagrímsmönnum tókst fljótlega að minnka fimm stiga mun- inn og leikurinn var hnífjafn allt til loka. Mikil spenna var síðan á loka- sekúndunum eins og áður segir. „Nei nei, það er bara gaman að spila í Borgarnesi. Ég hef áður tek- ið einhver vítaskot þarna og það var bara gaman að vera í þeirri stöðu að taka þessi skot,“ sagði Hafþór Ingi Gunnarson í sem skoraði síðustu stigin, í samtali við karfan.is að leik loknum. Nýi bandaríski skotbak- vörðurinn hjá Snæfelli, Vanes Dion Cooksey, átti feiknagóðan leik. Þótt hann væri nánast nýlentur skoraði hann 30 stig og reyndist sínu liði ómetanlegur í jöfnum leik. Hafþór Ingi kom næstur með 14 stig, þá Jón Ólafur Jónsson með 13, Kristján Pét- ur Andrésson og Sveinn Arnar Dav- íðsson skoruðu 8 stig hvor, Finnur Atli Magnússon 5, Sigurður Á Þor- valdsson og Stefán Karel Ólafsson 4 hvor og Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3. Hjá Skallagrími var Mychal Green atkvæðamestur með 24 stig, Páll Axel Vilbergsson skoraði 18, Grétar Ingi Erlendsson 14, Orri Jónsson 10, Eg- ill Egilsson 5, Davíð Ásgeirsson 4 og Davíð Guðmundsson 3. Skallagrímur fær KFÍ í heimsókn á sunnudaginn og stefna þar vænt- anlega á sín fyrstu stig í deildinni í vetur. Snæfell sem fékk núna sín tvö fyrstu stig í deildinni fá meistara- efni KR í heimsókn í næstu umferð. Fer sá leikur fram í Hólminum nk. fimmtudagskvöld. þá/ Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson. „Kapphlaupið um lífið“ þreytt í dag Góð byrjun Skagamanna í körfuboltanum Fyrsti sigur Skallagrímsmanna Kári og Hafþór Ægir ekki með Dregið í 32-liða úrslit Auðveldur sigur Snæfellskvenna Snæfell vann í háspennu Vesturlandsslag

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.