Skessuhorn - 23.10.2013, Blaðsíða 40
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Klassískt íslenskt jólahlaðborð
Verð kr. 7.600
Jólahlaðborð og gisting
kr. 14. 600
á mann í tveggja manna herbergi m/morgunverði
kr. 16. 600
á mann í eins manns herbergi m/morgunverði
Tilboð fyrir hópa í síma 437 1119
Pantanir í síma 437 1119 eða á
info@hotelborgarnes.is
Hótel Borgarnes
Egilsgata 16
310 Borgarnes
Sími 437 1119 · Fax 437 1443
www.hotelborgarnes.is
info@hotelborgarnes.is
Jólahlaðborð á
Hótel Borgarnes
Verð 7.600 kr.
22. 23. 29. og 30. nóvember
Nemendur í árgangi 1996 og holl-
vinir Grundaskóla á Akranesi færðu
skólanum á dögunum glæsilega
tölvusmásjá að gjöf. Tölvusmásjá-
in mun án efa gagnast nemendum
skólans vel í framtíðinni en með
slíku tæki er hægt að skoða smádýr
og hluti í mikilli stækkun. Einnig er
hægt að vista myndirnar og vinna
með í tölvu. Nemendur og starfs-
fólk Grundaskóla færa krökkunum
úr 1996 árganginum bestu þakkir
fyrir þessa góðu gjöf og hlakka til
að vinna með smásjána. grþ
Fagráð í hrossarækt hefur tilnefnt tíu
hrossabú og -ræktendur til árlegrar
heiðursviðurkenningar Bændasam-
taka Íslands fyrir árangur í ræktun-
arstarfi. Verðlaunin fyrir besta búið á
að veita í Sunnusal Hótels Sögu laug-
ardaginn 16. nóvember næstkom-
andi. Vestlendingar eiga þrjá fulltrúa
í þessum hópi. Það eru búin Einham-
ar, Hrísdalur og Lambanes.
Einhamar við Akranes, sem er bú
Hjörleifs Jónssonar og Sifjar Ólafs-
dóttur, átti fimm hross sem voru sýnd í
ár. Það eru Bylgja, Bára, Darri, Dagg-
ar og Dósent. Meðalaldur hestanna er
4,4 ár. Darri, Daggar og Dósent eru
allir fjögurra vetra. Daggar var þriðji
hæsti fjögurra vetra hesturinn í ár
með 8,19 í aðaleinkunn. Dósent varð
fjórði með 8,17 í aðaleinkunn. Meðal-
tal aðaleinkunna hrossanna er 8,11.
Fjögur hross voru sýnd í fullnað-
ardóm í ár frá Hrísdal í Eyja- Mikla-
holtshreppi í eigu Gunnars Sturlu-
sonar og Guðrúnar Margrétar Bald-
ursdóttur. Það voru Hrynur, Stegg-
ur, Nökkvi og Harpa. Öll hross-
in eru fjögurra vetra nema Hrynur
sem er sex vetra. Meðalaldur þeirra
er 4,5 ár. Steggur frá Hrísdal er sjötti
hæst dæmdi fjögurra vetra hestur-
inn í ár. Hann hlaut 8,14 í aðalein-
kunn. Hrynur er fimmti hæst dæmdi
sex vetra stóðhesturinn í ár með 8,45
í aðaleinkunn. Meðaltal aðaleinkunna
hrossanna er 8,11.
Frá Lambanesi komu fjögur hross
til dóms; Djásn, Hersir, Laxnes og
Höll. Lambanes er í eigu Agnars Þórs
Magnússonar og Birnu Tryggvadótt-
ur Thorlacius. Meðalaldur þessara
hrossa er 4,25 ár. Öll eru þau fjögurra
vetra nema Djásn sem er fimm vetra.
Hersir frá Lambanesi er hæst dæmdi
fjögurra vetra stóðhesturinn í ár með
8,38 í aðaleinkunn. Laxnes er fimmti
hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhest-
urinn í ár með 8,16 í aðaleinkunn.
Meðaltal aðaleinkunna hrossanna er
8,04.
iss/mþh. Ljósm. Iðunn Silja
Svansdóttir.
Hestakerra losnaði aftanúr jeppa-
bifreið á Heydalsvegi í vikunni sem
leið og valt út fyrir veg, en jeppinn
hélst á veginum. Tvö hross voru í
kerrunni og drapst annað þeirra í
veltunni en hitt slapp lítið skadd-
að. Talið er að öryggissplitti hafi
losnað úr dráttarbeislinu og við það
hafi kerran losnað aftan úr jeppan-
um. þáGunnar Sturluson og Nökkvi frá Hrísdal.
Þrjú af tíu bestu ræktunarbúum
Íslands eru á Vesturlandi
Birna Tryggvadóttir og Laxnes frá Lambanesi.
Sigurður Sigurðsson og Dósent frá Einhamri.
Hestur drapst
þegar kerra valt
Grundaskóli fær
glæsilega gjöf