Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Page 6

Skessuhorn - 30.10.2013, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Ljósleiðari að ósk Neyðarlín- unnar DALIR: Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dala- byggðar á dögunum var tek- in fyrir umsókn frá Neyðar- línunni um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Sauðhúsum í Laxárdal að Kambsnesi í sömu sveit. Nefndin samþykkti umsókn- ina með fyrirvara um sam- þykki frá eigenda Sauðhúsa sem ekki liggur fyrir. Um- hverfis- og skipulagsnefndin minnir á að tvær vatnslagn- ir þvera fyrirhugaða ljósleið- arlögn, það er við bæina sem eru þarna á milli, Saura og Áss. –þá Dráttarbíll með æki út af vegi LBD: Dráttarbíll með aft- anívagn rann útaf veginum á Holtavörðuheiði í hálku og krapa í vikunni sem leið. Lögreglan telur að dekk- in á ækinu hefðu sum hver mátt vera betri. Ökumað- urinn var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Bíllinn og aftanívagninn stórskemmd- ust og var flutningafyrirtæki fengið til að flytja tækin af vettvangi. Nokkrar umferð- artafir urðu vegna þess að ækið lokaði annarri akrein- inni. Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunn- ar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku, flest á teljandi meiðsla á fólki. –þá Keppni í golfi AKRANES: Lokið er fjór- um mótum af sex í haust- mótaröð Bílvers og Gras- Tec og spennan farinn að aukast hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Mjótt er á munum hjá efstu mönnum. Í flokki þerra sem eru með 0-17 í forgjöf heldur Jón Ármann Einarsson forystu með 57 punkta. Í sætum tvö til fjögur koma Brynjar Sæ- mundsson, Tryggvi Bjarna- son og Guðjón Viðar Guð- jónsson á 54 og 53 punkt- um. Skor Brynjars hefur ver- ið sveiflukennt á milli móta en Tryggvi og Guðjón hafa stöðugt bætt sig. Í flokki 18+ er engu minni spenna. Þar leiðir Halldór Friðgeir Jónsson með 62 punkta eft- ir þrjá mjög góða hringi og fast á hæla hans koma Magn- ús Daníel Brandsson með 59 punkta og Gestur Svein- björnsson með 58 punkta. Gestur náði besta hringnum á haustmótaröðinni í fjórða móti þegar hann kom inn á 25 punktum. Í liðakeppn- inni sitja Þrír endajaxlar og Brunaliðið á toppnum eð 116 punkta. Þessi lið hafa skipst á að verma toppinn. Spilað er um hverja helgi hjá Leyni í mótaröðinni meðan tíð end- ist, en eins og áður segir eru tvö mót eftir. –þá Næturlokanir í þessari viku HVALFJ: Hvalfjarðargöng eru lokuð á nóttunni í þess- ari viku vegna framkvæmda og viðhalds. Einnig verður lokað að minnsta kosti eina nótt í næstu viku en það skýr- ist þegar nær dregur, segir í tilkynningu frá Speli. Lok- að er frá miðnætti til klukk- an 6 að morgni til og með aðfararnætur föstudagsins 1. nóvember. Meginástæða lokunar nú er að skipt verð- ur um alls 4,5 km langar raf- magnsleiðslur að blásurum í loftinu enda á milli í göng- unum. Útilokað er að vinna að þessu verkefni nema loka göngunum á meðan. Að verki loknu verða öryggiskröfur ESB-tilskipunar frá 2004, sem tók gildi á Íslandi með reglugerð 2007, uppfylltar að öllu leyti og ríflega það. Þá verður unnið áfram við að steypa vegaxlir meðfram ak- brautum ganganna og stefnt að því að ljúka kaflanum öðr- um megin að norðanverðu í þessari lotu. Að auki er unn- ið að reglubundu viðhaldi búnaðar og mannvirkis. Í til- kynningunni segir að vegfar- endur séu beðnir velvirðing- ar á óþægindum sem nætur- lokanirnar kunna að valda, en útilokað er að hafa annan hátt á. –þá Kvíga í veg fyrir bíl LBD: Í liðinni viku slapp stálpuð kvíga úr fjósi og út á nærliggjandi veg í Hálsasveit í Borgarfirði. Hljóp kvígan í myrkrinu beint í veg fyr- ir fólksbíl sem var ekið þar um. Allir sem í bílnum voru sluppu með skrekkinn en bíllinn stórskemmdist. Af- lífa þurfti kvíguna eftir þetta óhapp. –þá Björgunarsveitin Klakkur í Grund- arfirði tók á dögunum í notk- un nýja mótora í björgunarbátinn Reyni SH. Báturinn var með göml- um mótorum sem fylgdu honum þegar hann var keyptur frá Eng- landi 2008. Gömlu mótorarn- ir voru af árgerð 1995 og orðnir gamlir og úr sér gengnir. Ekki var hægt að treysta á þá lengur. Björg- unarsveitin þurfti að taka lán til að fjármagna þessi kaup og er nú að leita að styrkjum upp í þessa mikil- vægu fjárfestingu. Nýju mótorarn- ir eru 75 hestöfl hvor og af gerð- inni Evinrude. Þessir mótorar eru mun hagkvæmari í rekstri og eyða minna bensíni. Það þýðir meiri drægni fyrir bátinn sem getur skipt miklu máli. Samhliða nýju mótor- unum voru allar raflagnir endur- nýjaðar í bátnum sem og siglinga- ljósin en sett voru upp siglingaljós með led-perum. tfk Þessa dagana er að ljúka frágangi við viðbótar kennslustofur á lóð Grundaskóla á Akranesi. Fyrir nokkrum árum þurfti að koma fyr- ir lausri kennslustofu á lóðinni til að taka við fjölgun barna í skóla- hverfinu. Sú þróun heldur áfram og fyrir þetta skólaár var ákveð- ið að bæta við annarri kennslu- stofu, auk þess að byggja tengi- gang á milli þeirra. Þráinn Gísla- son byggingameistari er verktaki við byggingu og uppsetningu nýju kennslustofunnar sem er rúmir sjötíu fermetrar fyrir utan tengi- bygginguna, en sú kennslustofa sem fyrir var er um 80 fermetrar. Kennsla mun byrja í nýja skóla- rýminu á næstu dögum. Hrönn Ríkharðsdóttir skóla- stjóri Grundaskóla segir að nauð- synlegt hafi verið að bæta við nýrri kennslustofu nú í haust sökum þess að fjölgað hafi um eina bekkj- ardeild í skólanum. Þar með muni viðbótar kennsluhúsnæðið ásamt tengibyggingunni nýtast mun bet- ur en áður. Lausa kennslustofan sem fyrir var hafi ekki nýst fyrir bekkjarkennslu vegna þess hversu fjölmennir bekkirnir eru. Hún hafi því verið nýtt í sérkennslu og ýms- an stuðning. Hrönn segir að haust- ið 2016 í síðasta lagi verði svo að bæta við þriðju lausu kennslustof- unni vegna þess að þá fjölgi enn um bekkjardeild í skólanum. þá Björgunarsveitarmennirnir Svavar Áslaugsson og Sveinn Pétur Þorsteinsson voru að prufukeyra nýju mótorana fyrir síðustu helgi. Klakksmenn endurnýja mótora björgunarbátsins Hluti iðnaðarmanna sem vinna að frágangi kennslustofanna: Ágúst Hjálmarsson rafvirki, Þráinn Gíslason byggingameistari og Hlynur Sigur- dórsson rafvirki. Viðbótar kennslustofur að verða tilbúnar við Grundaskóla Viðbótarkennslustofurnar tvær á lóð Grundaskóla.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.