Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Qupperneq 12

Skessuhorn - 30.10.2013, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Fyrr á þessu ári var blásið til hönn- unarsamkeppni um lopapeysu úr ís- lensku ullinni ásamt ritgerðarsam- keppni um forystufé. Hugmyndin kviknaði í kjölfar aftaka veðurs sem gekk yfir Norður- og Norðaustur- land í september 2012 með skelfi- legum afleiðingum fyrir búfénað á svæðinu. Hönnunarsamkeppnin fékk heitið Óveðurspeysan, hönn- unarsamkeppni til heiðurs íslensku sauðkindinni. Úrslit í keppninni voru tilkynnt síðastliðinn laugar- dag á Kjötsúpudeginum á Skóla- vörðustíg í Reykjavík. Reyndist það vera Aðalheiður Lára Guðmunds- dóttir í Grundarfirði sem varð hlut- skörpust í samkeppninni um óveð- urspeysuna. Þema samkeppninn- ar var óblíð veðrátta. Aðalheið- ur hafði séð keppnina auglýsta og ákvað að taka þátt. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur þátt í keppni af þessu tagi en er þó enginn ný- græðingur í prjónaskap. „Ég byrj- aði að prjóna þegar ég var fimm ára gömul og er búin að prjóna dag- lega í mörg ár. Það má segja að ég hafi verið á undan þessari prjóna- tísku sem er núna,“ segir Aðalheið- ur í samtali við Skessuhorn. Hugmyndin fæddist í garnið Hugmyndin að peysunni kvikn- aði þegar Aðalheiður var hjá for- eldrum sínum en þau búa að Ytri – Knarrartungu á Snæfellsnesi. „Ég hafði verið að hjálpa þeim á bæn- um en það var skítaveður fram eftir vori. Einn daginn horfði ég í Búða- hraunið og fékk hugmynd. Ég melti hugmyndina í sumar og svo byrjaði ég að prjóna. Hugmyndin fæddist bara í garnið,“ segir hún. Peysa Aðalheiðar heitir Kafla en alls bárust 140 peysur í sam- keppnina. Dómnefnd um peysuna sem skipuð var þeim Huldu Há- konardóttur frá Ístexi, Jóhönnu Pálmadóttur, sauðfjárbónda á Akri og Gísla S. Einarssyni frétta- manni hjá RÚV. Þau voru sammála um að Kafla væri vel að því komin að bera titilinn Óveðurspeysan 2013. Í greinargerð dóm- nefndar segir: „Þessi peysa er óveður! Það þarf kannski ekki að hafa mikið fleiri orð um það. Þessi peysa er mik- ið meira en flík. Hún er ekki síður myndverk. Mynd- verk sem lýsir því sem um er að ræða. Myndverk sem lýsir óblíðri íslenskri náttúru í hnotskurn. Þessi peysa fangar athyglina og rífur fólk með sér upp á hálendið, út í hraun og inn í kolsvarta hríðina.“ Það var tvennt sem heillaði dómnefndina sérstaklega. Annars vegar var það litasamsetningin í peysunni og hins vegar mynstrið sem er að dóm- nefndarinnar sögn það óreglulegt að ekki sé hægt að kalla það eigin- legt mynstur. Kafla jarmaði sér til lífs Nafnið á peysunni er sérstakt en það á sér skemmtilega sögu. „Pabbi átti mosótta kind þegar ég var lít- il. Ég sagði alltaf að hún væri köfl- ótt í framan og því fékk hún nafn- ið Kafla. Svo var það einu sinni í vondu veðri að hana fennti í Búða- hrauni ásamt öðrum kindum. En Kafla lét alltaf heyra í sér ef hún heyrði umgang. Það var því þannig að þegar nágranninn gekk framhjá staðnum sem hún var, þá jarmaði hún. Það má því segja að hún hafi jarmað sér til lífs,“ segir Aðalheið- ur. Henni fannst það táknrænt fyr- ir þessa keppni, þar sem hún fékk hugmyndina í Búðahrauninu og til- efnið var þessi söfnun. Aðalheiður var að vonum ánægð með að hafa unnið í samkeppninni en verðlaun- in voru ekki af verri endan- um. Hún fékk 100 þús- und krónur, flugmiða fyrir tvo með Flugfélagi Íslands og gistingu ásamt kvöldverði á Icelandair hóteli. Fullorðnir sendu inn ritgerðir Alls bárust í ritgerðarsamkeppn- ina 39 ritgerðir, sögur og ljóð og var þema hennar forystufé. Fyrstu verðlaun hlaut ritgerð nr. 9 sem bar heitið Skeggi og var send inn und- ir dulnefninu Skegglaus. Höfundur reyndist vera Jón Hólmgeirsson frá Akureyri. Athygli vakti að einungis fáar af þeim ritgerðum sem bárust í keppnina voru eftir börn eða ung- linga. Þetta bendir til þess að með breyttri búsetu í landinu og breytt- um búskaparháttum fari þekking á eiginleikum forustufjár þverrandi og sé í raun bundin við takmarkað- an hóp fullorðins fólks. grþ/ Ljósm. Hörður Kristjánsson á Bændablaðinu. Félagsfundur var haldinn í Neðri- bæjarsamtökunum í Borgarnesi síðastliðinn mánudag í Edduver- öld. Að sögn Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur var farið yfir verkefni liðins árs sem aðallega fól- ust í að halda Brákarhátíð og sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferða- þjónustunnar til göngustígagerð- ar og sögumerkinga. Í fjárhagsáætl- un Borgarbyggðar var gert ráð fyrir fimm milljónum til verkefnisins og frá Framkvæmdasjóði fengust fimm milljónir. Stígagerðin verður alfar- ið í höndum Borgarbyggðar. Á fundinum fór Hjalti Rósin- krans Benediktsson yfir fjármál- in. Félagið stendur vel og á um 500 þúsund í sjóði. Þá fór Guðrún Jóns- dóttir yfir áherslur sem lagðar voru til grundvallar umsókninni í Fram- kvæmdasjóðinn og sýndi myndir af þeim stöðum sem mikilvægt er að laga og með tilliti til umhverfis og merkinga. Það er aðallega Suður- nesið og gönguleiðin upp að minn- ismerkinu um Brák og leiðin frá Landnámssetri út í Englendinga- vík og fyrir Vesturnesið. Fram kom á fundinum að nauðsynlegt væri að setja upp lýsingu á hluta þess- ara leiða. Stofnendur víkingafélagsins Glæsis í Grundarfirði, þeir Þor- grímur og Markús Ingi mættu á fundinn. Glæsir er ungt félag með um 60 skráða félaga og þar af um 20 mjög virka. Félagið hefur skap- að vettvang fyrir bæði börn og full- orðna að vinna saman að skapandi og skemmtilegum verkefnum til góðs fyrir bæjarfélagið. Glæsismenn sýndu gestum á fundi Neðribæjar- samtakanna afrakstur vinnu sinn- ar sem var fallegt handverk allt frá öxum, hjálmum og hringabrynjum til vattasaumaðra sokka, skófatnað- ar, leðurveskja og skartgripa. Eftir að gestirnir voru horfnir til síns heima tók Páll við af Guðrúnu og útskýrði frekar hvar göngustíga- málið væri statt. Búið er að hanna stíg sem lagður verður ofarlega í fjöruborðinu á Suðurnesinu en byggð verður brú á hluta leiðar- innar. Gert er ráð fyrir að allt fjár- magnið þ.e. 10 milljónir fari í sjálfa göngustígagerðina á þessu ári, en á næsta ári verði gert ráð fyrir fjár- magni til sögumerkinga. Bjarni slökkviliðsstjóri bar fram þá hugmynd að nafni samtakanna yrði breytt í Hollvinir Borgarness þar sem nafnið Neðribæjarsamtök- in leiði til þess að fólki finnist vett- vangur samtakanna einskorðast við neðri bæinn. Hugmyndin var bor- in upp til atkvæða og samþykkt ein- róma. Sigríður Margrét tók að sér að láta breyta nafninu. Rætt var um hvaða verkefni væri brýnt að vinna á næsta ári. Eftir- farandi verkefni voru samþykkt: Í fyrsta lagi að aðventuhátíð og jóla- markaður fari fram. Hátíðin yrði sambærileg við þá sem Júlía hafði frumkvæði að í fyrra með góðum árangri en þennan dag yrði líka jólamarkaður. Athugað hvort hægt er að fá Mjólkursamlagshúsið lánað þennan eina dag. Skúli Halldórs- son sér um jólamarkaðinn. Þá verð- ur gleðileikurinn Guðdómlegi sett- ur upp eins og fyrri ár 27. desemb- er, það er ef einhver fæst til að taka framkvæmdina að sér. Hér með auglýst eftir framkvæmdastjóra og leikstjóra. Ákveðin var hreins- un fjörunnar, fjarlægja oddhvassa steina sem liggja í leðjunni. Um- sjónarmenn Ingibjörg Hardgrave og Anna Ólafsdóttir. Mætti víkka þetta úr í alsherjar hreinsunardag. Ákveðið að gera sögukort af Borg- arnesi með grafiskum teikningum af húsum. Gönguleiðir merktar og helstu þjónustustaðir. Sambærileg kort hafa verið unnin í Reykjavík og á Ísafirði sem hafa notið mikilla vinsælda. Sigursteinn Sigurðsson hefur umsjón með verkefninu. Loks verður Brákarhátíð með svipuðu sniði og í fyrra. Verkefnisstjóri ósk- ast. Athugað verður með að fá aftur listamann til að vinna með börnum og unglingum. Fá hlaupahópinn Flandra til að sjá um Brákarhlaup- ið. Helga, Hrafnhildur Tryggva- dóttir og Anna Dóra Ágústsdótt- ir voru endurkjörnar skreytinga- spírur fyrir gula og bláa hverfið, og Hildur Hallkelsdóttir og Guðný Guðmarsdóttir koma nýjar inn fyr- ir rauða hverfið. Nokkrar umræður sköpuðust um öll verkefnin og mik- ill hugur í fólki að láta til sín taka. mm Nafni Neðribæjarsamtakanna breytt í Hollvini Borgarness Grundfirðingur vann hönnunarsamkeppni um Óveðurspeysu Fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppn- inni um Forystusauði hlaut ritgerðin Skeggi eftir Jón Hólmgeirsson frá Akureyri. Í öðru sæti varð ritgerðin Leitir eftir Birgi Rúnar Davíðsson frá Akureyri. Þriðju verðlaun hlaut ritgerðin Forystufé eftir Áslaugu Jó- hannesdóttur úr Reykjavík. Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir hlaut fyrsta sæti í keppninni. Hér er hún ásamt stúlku úr ungmennafélag- inu Aftureldingu í Mosfellsbæ sem sýndi vinningspeysuna Köflu. Vinningshafar í hönnunarsamkeppninni ásamt stúlkum sem sýndu peysurnar. Í þriðja sæti varð peysa undir nafninu Vedda sem hönnuð var af Marsibil Baldurs- dóttir á Selfossi. Í öðru sæti varð peysan 20. apríl en hönnuður hennar er Berglind Sveinsdóttir í Hnífsdal. Í fyrsta sæti var peysan Kafla, hönnuð af Aðalheiði Láru Guðmundsdóttur í Grundarfirði.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.