Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Side 18

Skessuhorn - 30.10.2013, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Heppinn lottóspilari á Akranesi í næstsíðasta laugardagslottói reynd- ist vera ung þriggja barna móðir á Akranesi. Hún er með lottómiða í áskrift en keypti af tilviljun tíu raða seðil að auki þar sem potturinn var sexfaldur. Það var góða veðrið á Akranesi í vikunni áður sem leiddi til þessara happakaupa. Ákvað kon- an að bóna bílinn, fór í Olís og keypti sér bón, og ákvað að taka að auki 10 raðir og Jóker. Það var svo á laugardagskvöldið sem hún veitti því athygli að margir vinir hennar á Facebook voru að spyrjast fyrir hver hefði keypt lottómiða í Olís á Akra- nesi og unnið pottinn. Konan fór þá út í bíl og náði í miðann sinn og ætl- aði í fyrstu ekki að trúa sínum eig- in augum. Nú getur konan og fjöl- skylda hennar keypt draumabíl- inn og er búin að greiða upp skuld- ir, eins og segir á vef Íslenskrar get- spár. Þess má geta að hinn vinnings- hafinn í laugardagslottóinu dreymdi fyrir vinningstölunum. mm Brimilsvallakirkja á Snæfellsnesi var vígð 28. október 1923 og varð því 90 ára sl. mánudag. Þetta er fyrsta kirkjan á Brimilsvöllum en þar var bænahús en áður var kirkja á Fróðá. Miklar deilur urðu 1892 þegar kirkjan á Fróðá var flutt til Ólafsvík- ur. Lauk deilunum ekki fyrr en árið 1915 þegar Ólafsvíkursókn var skipt á ný og kirkjan á Brimilsvöllum reist. Var messað í félagsheimilinu á Brimilsvöllum þar til nýja kirkj- an var vígð. Voru á þessum tíma 140 manns í sókninni. Síðar varð Ólafs- víkurprestakall ein sókn með tveim- ur kirkjum. Hátíðarmessa var síðastliðinn sunnudag af þessu tilefni í fallegu en köldu veðri. Að messu lokinni bauð sóknarnefndin upp á kaffiveitingar á Brimilsvöllum. Þar bárust kirkjunni góðar gjafir í tilefni afmælisins. Systkinin Sturla, Snorri og Auð- ur Böðvarsbörn gáfu kirkjunni nýj- ar sálmabækur í minningu móður sinnar Elínborgar Ágústsdóttur en hún var fædd í Mávahlíð og bar allt- af sterkar taugar til kirkjunnar. Fjöl- skyldan á Brimilsvöllum þau Vero- nica, Gunnar og börn færðu kirkj- unni nýja Biblíu og peningagjöf sem nota á til endurbóta á kirkj- unni. Sóknarpresturinn séra Óskar Ingi Ingason tók við gjöfunum fyr- ir hönd kirkjunnar. Að lokum voru sálmabækurnar teknar í notkun með því að kaffigestir sungu sálm núm- er 402, Drottinn vakir en hann er samin af Sigurði Kristófer Péturs- syni frá Klettakoti í Fróðárhreppi. Var sálmur þessi einn af uppáhalds- sálmum Elínborgar Ágústsdóttur og því tilvalið að taka þær í notkun með því að syngja hann. þa Síðastliðinn föstudag var athöfn í sal Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN) við Kirkjubraut á Akranesi. Þar voru mættar kon- ur úr Lionsklúbbnum Eðnu á Akra- nesi sem færðu FEBAN hjartastuð- tæki að gjöf. Tækið er létt og með- færilegt og leiðir notandann í gegn- um endurlífgunarferilinn. Ingi- mar Magnússon formaður FEB- AN veitti tækinu viðtöku og þakk- aði höfðinglega gjöf frá lionskon- um. Hann kvaðst þó vona að ekki kæmi til þess að nota þyrfti tækið í húsinu, enda ekki góð aðstaða til að koma sjúklingum þar milli hæða. Hjartastuðtækið er að verðmæti 250 þúsund krónur. Það var Krist- rún Líndal Gísladóttir formaður líknarnefndar sem afhenti hjarta- stuðtækið. Eðna var 30 ára á síð- asta ári og hefur oft stutt við líkn- armál og góð málefni á svæðinu. Í líknarsjóðinn er aflað peninga með ýmiss konar fjáröflunum, svo sem með sölu dagatala sem byrjað verð- ur á innan skamms. Dagatölin eru myndskreytt með myndum sem fé- lagar í Ljósmyndaklúbbnum Vitan- um leggja til. þá Líkt og undanfarin ár mun Sund- félag Akraness gangast fyrir rekstri Útvarps Akraness eina helgi í upp- hafi aðventu. Nú verður útvarp- ið í tuttugasta og fimmta skipti. „Nú styttist í ómissandi menn- ingarviðburð Sundfélags Akra- ness. Helgina 29. nóvember til 1. desember verður Útvarp Akraness starfrækt á Akranesi. Foreldrar, iðkendur auk margra annarra hafa staðið að fjölbreyttri og vandaðri dagskrá í gegnum árin að ógleymd- um tæknimönnum sem hafa haldið tryggð við félagið með vinnu sinni. Fyrirtæki og stofnanir á Akranesi hafa alltaf auglýst mikið í útvarp- inu og með því stutt vel við sund- íþróttina í bænum,“ segir í tilkynn- ingu frá SA. Rekstur útvarps í upphafi að- ventu hefur skapað skemmtilega menningarhefð á Akranesi. Fjöldi Skagamanna tengir byrjun jóla- undibúnings við útsendingarhelg- ina, margir hlustendur fara alls ekki út fyrir útsendingarsvæði út- varpsins þessa helgi. Á næstunni mun fyrirtækjum og stofnunum í bænum berast boð um að auglýsa í útvarpinu. Útvarpsnefnd biður þá sem luma á hugmyndum eða vilja vinna að þáttagerð að setja sig hið snarasta í samband við Hjördísi Hjartardóttur útvarpsstjóra á net- fanginu haholt3@simnet.is mm Bónferð þriggja barna móður skilaði 31 milljón Kristín Líndal Gísladóttir formaður líknarnefndar Eðnu, Ingimar Magnússon formaður FEBAN og Marína Kristín Óskarsdóttir formaður Eðnu ásamt þeim sem viðstaddir voru athöfnina þegar hjartastuðtækið var afhent. Eðnukonur gefa hjartastuðtæki til FEBAN Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður hefur fylgt útvarpi Akraness í gegnum tíðina og lagt verkefninu ómælt lið. Útvarp Akraness á aldar- fjórðungs afmæli í ár Svipmynd úr hljóðveri Útvarps Akraness en börn hafa þar skipað stóran sess í gegnum tíðina. Ábúendur á Brimilsvöllum og séra Óskar Ingi. Brimilsvallarkirkju bárust góðar gjafir á 90 ára afmælinu Systkinin Snorri, Auður og Sturla sem ættuð eru frá Mávahlíð ásamt sóknarprest- inum séra Óskari Inga.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.