Skessuhorn - 30.10.2013, Qupperneq 29
29MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Opinn dagur í Brákarhlíð
Laugardaginn 2. nóvember
á milli kl. 15:00 og 17:00
Gestum er boðið að skoða heimilið, bæði nýju
hjúkrunarálmuna sem og þann hluta eldra húss sem
búið er að endurbæta.
Einnig verða til sýnis og sölu munir í handavinnustofu.
Vöfflukaffi verður selt gegn vægu gjaldi, allur ágóði
rennur í ferðasjóð heimilisfólks í Brákarhlíð.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Allir velkomnir
Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá
Nemendafélagi Menntaskólans í
Borgarfirði síðustu vikuna. Þeim
var boðið að fara með 25 nemendur
á menningarkvöld NFNV á Sauðár-
króki síðastliðinn föstudag og voru
nemendur á síðasta ári í forgangi að
fá miða. Menningarkvöldið var vel
heppnað og nóg um að vera. Þar
var meðal annars dragsýning, lík-
amsmálning og uppistand. Í fram-
haldi af því fóru nemendur á dans-
leik á Sauðárkróki og loks var gist
í skólanum þar. „Undanfarnar vik-
ur eru líka búin að vera bíómynda-
kvöld reglulega hjá okkur. Þá hitt-
ist fólk bara og slakar á saman,“ seg-
ir Daði Freyr formaður nemenda-
félagsins. Áframhaldandi skemmti-
legir viðburðir eru væntanlegir.
„Það sem helst er framundan núna
er „West – Side“ keppnin. Við erum
á fullu að undirbúa enda styttist í að
hún verði haldin. Svo er Hrekkja-
vökuball í næsta mánuði en þá mæta
allir í grímubúning á ballið,“ bæt-
ir hann við.
Sunneva Lind vann
Edrúpottinn
Á Skammhlaupsballinu sem Skessu-
horn sagði frá í síðasta tölublaði
gátu nemendur skráð sig í svokall-
aðan Edrúpott. Einn vinningshafi
var dreginn upp úr pottinum og
hlaut hann verðlaun. Í þetta skipt-
ið var nafn Sunnevu Lindar Ólafs-
dóttur dregið upp úr edrúpottinum.
Sunneva Lind er fyrsta árs nemi á
félagsfræðibraut í FVA. Hún fékk
að launum myndavél og minniskort.
„Þetta er allt í lagi, bara svolítið
mikil breyting frá grunnskólanum,“
segir Sunneva aðspurð um hvernig
henni finnst lífið í fjölbraut á Akra-
nesi vera. „Það eru fleiri sem drekka
á böllunum. Á báðum böllunum
sem hafa verið í vetur hefur verið
einhver ölvun en þegar maður fór
á böll í grunnskóla var náttúrulega
enginn að drekka,“ bætir hún við.
Sunneva segir þó að það sé alls ekki
mikið um ölvun og flestir taki þátt
í edrúpottinum. Hún telur að þessi
hvatningarverðlaun virki hvetjandi
fyrir nemendur og hjá flestum er
stefnan tekin á að vera með í „of-
uredrúpottinum“ sem dregið verð-
ur úr í desember, en til að vinna
hann þarf viðkomandi nemandi að
hafa verið edrú á öllum dansleikjum
fram að því. Sunnevu þótti gaman
á Skammhlaupsballinu en hún fór
þangað ásamt vinum sínum úr skól-
anum. „Það er allur vinahópurinn
minn sem tekur þátt í edrúpottinum
og enginn þeirra er að drekka. Það
var rosalega gaman á ballinu,“ segir
hún að lokum og bætir við að ekki
hafi spillt að fá verðlaunin. Hún
var þó ekki á staðnum þegar dreg-
ið var, en frétti fljótt af vinningnum
í gegnum vinina.
Leiklistarnámskeið hjá
NFFA
Nemendafélag Fjölbrautaskólans á
Akranesi verður með leiklistarnám-
skeið fyrir nemendur um helgina.
„Námskeiðið verður haldið hér í
skólanum og skráningin byrjaði
strax eftir síðustu helgi. Það er leik-
listarklúbburinn sem heldur nám-
skeiðið en einnig verða Halli Melló
og Helga Haralds sem koma að
þessu,“ segir Margrét Helga Ísak-
sen, formaður NFFA. „Svo er West
– Side að fara að byrja en við erum
líka á fullu að reyna að finna dag-
setningar fyrir fleiri uppákomur.“
Forvarnarfræðsla og
hugsað um heilsuna á
Snæfellsnesi
Nýnemar í Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga fengu á dögunum heim-
sókn frá Magnúsi Stefánssyni í Ma-
rita-fræðslunni. Marita-fræðslan er
verkefni sem fræðir börn, unglinga
og foreldra þeirra um skaðsemi
fíkniefna. Magnús hélt fyrirlestur
og fræðslu fyrir ungmennin. Stað-
reyndir um fíkniefni, kannabis og
áhrif neyslu þeirra voru aðaláhersl-
an í fyrirlestrinum. Magnús fór líka
inn á skaðsemi áfengisdrykkju sem
vímugjafa og tók umræðu um harð-
ari efni eins og MDMA, sem hef-
ur verið mikið fjallað um í fjölmiðl-
um undanfarið. Vel var mætt á fyr-
irlesturinn og hlustuðu nýnemar af
áhuga á Magnús.
Herkúleskeppnin er haldin í ann-
að sinn í skólanum þessa dagana.
Hún var haldin í fyrsta sinn í fyrra
og tengist verkefninu Heilsueflandi
framhaldsskóli. Markmiðið með
Herkúleskeppninni er að hvetja
nemendur til að hreyfa sig og hugsa
um heilsuna. „Þetta er liðakeppni
og byggist á því að safna klukkutím-
um af hreyfingu. Það er þá þann-
ig að ef einn í liðinu fer í ræktina
í klukkutíma, þá skráist sá klukku-
tími á liðið. Svo fer einhver ann-
ar í fótbolta í tvo tíma og þá skrá-
ist það líka og þannig safnast þetta
upp,“ útskýrir Guðmundur Jens-
son, formaður NFSN. „Við tökum
þátt í West - Side núna fljótlega og
það fellur inn í Herkúleskeppnina.
Þeir sem taka þátt í íþróttum á West
– Side fá tímana skráða í Herkúles
líka,“ heldur hann áfram.
En nemendur í FSN hugsa líka
um fleiri þætti sem stuðla að góðri
heilsu. „Þemað í Heilsueflandi
framhaldsskóla verkefninu núna
er geðrækt og við leggjum mikla
áherslu á svefn. Unglingar eru nán-
ast hættir að sofa, þeir hanga bara í
tölvunni og alls konar tækjum þann-
ig að við leggjum áherslu á að þeir
passi upp á svefninn,“ segir Guð-
mundur Jensson.
grþ
Vökudagar, hin árlega lista- og
menningarhátíð á Akranesi, hefj-
ast í dag. Eins og sjá má á mið-
opnu blaðsins kennir ýmissa grasa
á Vökudögum þetta árið en þeir
standa til 9. nóvember næstkom-
andi. Fjöldinn allur af tónleikum,
myndlistarsýningum, ljósmynda-
sýningum og fleir viðburðum eru
á dagskrá. Ýtarlega var fjallað um
Vökudagana í síðasta tölublaði
Skessuhorns. Á Safnasvæðinu í
Görðum fara nokkrir viðburðir
fram:
Náttúruverk sýnd með
tvenns konar hætti
Föstudaginn 1. nóvember verða
tvær sýningar opnaðar á Safnasvæð-
inu milli kl. 16 og 20. Guttorm-
ur Jónsson verður með sýningu á
skúlptúrum unnum úr grjóti. „Fyr-
ir mér er hvert grjót einstakt og
ber að meðhöndla sem slíkt. Fyr-
irfram ákveðnar hugmyndir þurfa
að aðlagast eðliseiginleikum þess,
formi og þéttleika. Niðurstaðan er
sáttmáli milli mín og náttúrunnar.
Með verkum mínum er ég að reyna
að sýna hvað býr í grjótinu,“ seg-
ir Guttormur sjálfur um verk sín.
Kristín Tryggvadóttir verður með
myndlistarsýninguna Óbeislað-
ur kraftur sem unnin er með krafta
náttúrunnar í huga. Sýningin er af-
rakstur vinnu síðastliðinna tveggja
ára þar sem efnisnotkun er aðal-
lega olía, blek, kol og ýmis fljót-
andi efni, sem gefa oft af sér undra-
verð áhrif og efniskennd í verk-
in. Kristín fæst við aðdráttaraflið
og togkraftinn í glímu sinni við lit-
ina. Kristín hefur undanfarið unnið
á mjög stóra striga og fleti og gefa
þeir henni aukið rými og frelsi til
mikillar tjáningar.
Afhending
menningarverðlauna
Þá verður afhending menningar-
verðlauna Akraneskaupstaðar 2013
í Safnaskálanum kl. 16:30 á föstu-
daginn. Árlega veitir Akraneskaup-
staður sérstök menningarverðlaun
til þeirra fyrirtækja, félagasamtaka
eða einstaklinga sem hafa stuðlað
að eflingu menningar- og listalífs á
Akranesi. Mikil leynd hvílir yfir því
hver það er sem hlýtur verðlaunin
og verður það ekki gefið upp fyrr
en á staðnum.
grþ
Kristín Tryggvadóttir vinnur að undirbúningi sýningarinnar Óbeislaður kraftur.
Myndlist og menningarverð-
laun á Safnasvæðinu
Framhaldsskólahornið
West – Side keppni framhaldsskólanna er framundan
„The Ragnars,“ sigurliðið í Herkúles keppninni í fyrra.
Sunneva Lind Ólafsdóttir edrúpotts-
vinningshafi og frændi hennar Albert
Páll Albertsson á leið á Skammhlaups-
ballið, klædd eftir þema kvöldsins sem
var áttundi áratugurinn.
Magnús í Marita-fræðslunni upplýsir nýnema í FSN um skaðsemi fíknefna.