Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013 Meðal viðburða á Vesturlandi næstu daga má nefna opið hús hjá starfs- braut FVA í Fjölbrautaskóla Vestur- lands nk. föstudag 22. nóv. kl. 9.30- 13.30. Til sölu verða ýmsir munir sem nemendur starfsbrautar hafa búið til. Þá verða kaffi og vöfflur í boði á vægu verði. Allir eru velkomnir segir í til- kynningu frá nemendum og starfs- fólki. Vestanátt er í kortunum næstu tvo dagana og umhleypingar í veðrinu. Á fimmtudag er spáð suðvestan 10- 18 m/sek með skúrum eða slydduélj- um, en hægari og þurru veðri austan til. Á föstudag er útlit fyrir vestan 5-13 m/sek og stöku éljum, en léttskýjuðu fyrir austan. Frost 1 til 10 stig og kald- ast fyrir norðan, en víða frostlaust syðra. Á laugardag lægir og léttir víða til og frost verður um mest allt land. Á sunnudag er spáð vaxandi suðaust- anátt með slyddu og síðar rigningu og hlýnandi veðri. Á mánudag er gert ráð fyrir suðlægri átt með úrkomu, einkum sunnan til og frostlaust. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvernig líst þér á tillögur til hagræðingar í ríkisrekstri?“ Flestum virðist lítast á þær. „Mjög vel“ segja 29,02% og „þokkalega“ 21,43%. „Frek- ar illa“ segja 13,84% og „afleitlega“ 22,77%. 12,95% höfðu ekki myndað sér skoðun á því. Í þessari viku er spurt: Er tímabært að sameina prestaköll í landinu? Lára Kristín Gísladóttir hrossarækt- andi á Stóra Ási í Hálsasveit fær sæmdarheitið Vestlendingur vikunn- ar að þessu sinni fyrir góðan árangur í hrossarækt. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Skil á efni og auglýsingum SKESSUHORN: Aðventublað Skessuhorns kemur út í næstu viku. Sökum þess að upppant- að var í dreifingu með Íslands- pósti síðari hluta vikunnar, varð að flýta vinnslu blaðsins um tvo daga. Allra síðasti skilafrest- ur efnis og auglýsinga í blaðið er því á hádegi, föstudaginn 22. nóvember. Minnum á símann 433-5500 og netfangið palina@ skessuhorn.is fyrir auglýsing- ar og skessuhorn@skessuhorn. is vegna efnis. Blaðinu verður síðan dreift til lesenda þriðju- dag og miðvikudag í næstu viku. -mm Íbúafundur um háskólana BORGARBYGGÐ: Sveit- arstjórn Borgarbyggðar hefur boðað til íbúafundar um mál- efni Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum eru uppi hugmynd- ir um sameiningar og fækkun háskóla hér á landi og eru fjöl- margir íbúar í Borgarfirði ugg- andi um framtíð háskólastarfs í héraðinu. Fundurinn fer fram í mennta- og menningarhús- inu Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20.00. Á hann eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um málefni skólanna. -mm Framhaldsaðal- fundur SSV VESTURLAND: Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) halda framhaldsaðalfund sinn á Hótel Hamri við Borg- arnes föstudaginn 22. nóvem- ber. „Við ætlum að kynna til- lögu um stjórnskipulagsbreyt- ingar sem sveitarstjórum á Vest- urlandi var falið að vinna að eft- ir aðalfundinn sem haldinn var í Reykholti í september. Þessi til- laga verður svo lögð fyrir fund- inn. Það er svo fundarins að ákveða hvort hún verði sam- þykkt. Ég á þó frekar von á því að stjórn SSV muni kalla eftir umsögnum um skipulagsbreyt- ingarnar frá sveitarstjórnunum áður en lengra verður haldið. Tillagan varðar skipan á stjórn SSV, skipulag á skrifstofu og þess háttar,“ segir Páll Brynjars- son sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hann leiddi störf hópsins sem hefur unnið tillögurnar. Auk þessa mun starfshópur um mál- efni skila af sér. Fjárhagsáætlun fyrir 2014 verður einnig lögð fram og kynnt. Framhaldsaðal- fundurinn hefst klukkan 12. –mþh Rjúpnaskytta slapp með skrekkinn DALIR: Rjúpnaveiðimaður á lítilli jeppabifreið komst í hann krappann síðastliðinn sunnu- dagsmorgun þegar hann missti stjórn á bifreið sinni í hálku með þeim afleiðingum að hún hafn- aði utan vegar og fór eina veltu. Óhappið varð skammt vestan við Búðardal vestan við ána Ljá. Bifreiðin hafnaði á hjólunum og slapp ökumaðurinn ómeidd- ur. Það var fréttavefurinn bud- ardalur.is sem greindi frá. -mm Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ, í samstarfi við heilsugæslustöðina, buðu upp á fría blóðsykursmæl- ingu síðastliðinn laugardag á kaffi Belg í Ólafsvík. Var fjöldi þeirra sem mættu í mælingu framar björt- ustu vonum. Boðið var upp á græn- meti og kaffi að mælingu lokinni. Á myndinni er þau hjón Stefán Jó- hann Sigurðsson og Guðrún Alex- andersdóttir í blóðsykurmælingu hjá hjúkrunarfræðingum. af Northern Wave kvikmyndahá- tíðin í Grundarfirði fór fram um helgina í sjötta skipti. Sem fyrr mætti fjöldi fólks á svæðið til að njóta fjölda stuttmynda og tónlist- armyndbanda sem sýndar voru en alls var 91 stuttmynd valin til sýn- Blóðsykurinn mældur Rósa Guðmundsdóttir og Hólm- fríður Hildimundardóttir sigruðu í fiskiveislunni. Góð stemning var í veislunni sem haldin var í húsnæði Soffaníasar Cecílssonar en hljómsveit frönsku kennara í Reykjavík, Belleville, lék ljúfa tóna í veislunni. Ljósm. tfk. Góð stemning á Northern Wave ingar. Í tengslum við hátíðina fór síðan fram hin árlega fiskiveislu- keppni á laugardeginum þar sem Rósa Guðmundsdóttir og Hólm- fríður Hildimundardóttir báru sig- ur úr býtum. Í lok hátíðarinnar á sunnudaginn voru veitt verðlaun. Í flokki alþjóðlegra stuttmynda fékk suður evrópska myndin La strada di Raffael (Raffaels way) eftir Aless- andro Falco fyrstu verðlaun. Ástar- saga eftir Ásu Hjörleifsdóttur fékk fyrstu verðlaun í flokki íslenskra stuttmynda og þá var myndband við lagið Echoes með hljómsveit- inni Who Knew í leikstjórn Einars Baldvins Arasonar valið besta tón- listarmyndbandið. Hátíðin þótti takast vel og sagði Dögg Mósesdóttir skipuleggj- andi hátíðarinnar að góður hópur af fólki hafi þar verið saman kom- inn og skemmt sér vel. Um tutt- ugu erlendir gestir lögðu leið sína til Grundarfjarðar og komu sum- ir langt að, m.a. frá Ísrael og Rúss- landi. Dögg sagði gestina heillaða af gæði myndanna sem sýndar voru en á sýningarskránni voru myndir frá öllum heimshornum. Aðspurð segir Dögg hátíðina hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndagerða- fólk og ekki síst Grundarfjarðarbæ. „Northern Wave fær mikla kynn- ingu bæði hér heima og erlendis og um leið kemst Grundarfjarðarbær á kortið sem áhugaverður og falleg- ur staður að heimsækja, ekki bara á sumrin, heldur líka á veturna. Vetr- arfegurðin var mikil í bænum um helgina og það líkaði gestum. Það er mikill áhugi fyrir hátíðinni en alls bárust umsóknir fyrir um 300 myndir að þessu sinni og því sést vel að Northern Wave hefur fest sig í sessi.“ hlh Dögg Mósesdóttir var ánægð með viðtökur hátíðargesta. Ljósm. tfk. Hópur ísraelskra kvikmyndagerðamanna sem lagði leið sína á hátíðina. Ljósm. dm. Framkvæmdir byrjaðar að nýju í brúargerð Framkvæmdir eru nýhafnar eft- ir hlé frá síðasta vori við byggingu nýrrar tvíbreiðrar brúar á Reykja- dalsá í Miðdölum. Það er brú- arvinnuflokkur Vegagerðarinn- ar undir stjórn Sigurðar Halls Sig- urðssonar sem vinnur að smíði brú- arinnar sem mun leysa af hólmi gamla einbreiða brú á þjóðvegin- um skammt neðan við Fellsenda. Í vor voru reknir niður um 40 staurar undir sökkla brúarinnar og steypt- ur nyrðri sökkullinn. Þessa dagana er unnið að uppslætti fyrir brúar- sökkul að sunnanverðu og áætlað að steypa hann nú í vikunni, um 50 rúmmetra steypa. Brúarflokkurinn lauk viðgerðum á Borgarfjarðarbrúnni 4. nóvember sl. en það verk var unnið í tveimur áföngum. Þaðan var síðan farið með vinnubúðir og búnað að Reykjadals- ánni. Sigurður Hallur brúarsmiður segir að skipuleggja þurfi verkefnin hjá brúarvinnuflokknum eftir verk- efnastöðu, en nýframkvæmdir hafa dregist mjög saman og viðhalds- verkefnin orðin í meirihluta. Að- spurður sagði Sigurður Hallur að það hefði einmitt verið vegna verk- efnastöðunnar sem gert var hlé á brúarsmíðinni við Reykjadalsá síð- asta vor, en ekki vegna fiskgengdar og veiði að sumrinu. „Þetta verkefni hentar vel að vinna að vetrinum,“ segir Sigurður Hallur. Þegar búið verður að steypa sökklana verður eftir að slá upp fyrir og steypa báða brúarstöplana auk brúardekksins. Nýja brúin verður 32 metra löng með tíu metra breiðu brúardekki, þar sem akbraut verður níu metr- ar. Brúarsmiðurinn segir að áætlað sé að framkvæmdum við byggingu brúarinnar verði lokið um mánaða- mótin febrúar og mars, ef veðrátta og vinnuskilyrði verða hagstæð. þá/ Ljósm. shs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.