Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013 Starfsbraut FVA Opið hús föstudaginn 22. nóv. kl. 9.30 – 13.30 Til sölu verða ýmsir munir sem nemendur starfsbrautar hafa búið til. Kaffi og vöfflur í boði gegn vægu gjaldi. Allir velkomnir Nemendur og starfsfólk starfsbrautar FVA http://starfsbrautin.wordpress.com/ - https://www.facebook.com/StarfsbrautFVA Bókhald Getum bætt við okkur verkefnum Bókhald, vsk, laun og ýmsar skýrslur Bókhaldsstofan Sigmar ehf. Jöldugróf 22, 108 Reykjavík bokhaldsstofansigmar@gmail.com sími 867 4571 Haustið 1953 fór átta manna hóp- ur Íslendinga í kynnisferð til Sov- étríkjanna. Þetta var löng ferð sem tók heilan mánuð. Lagt var frá Ís- landi austur í veg þann 29. október og ekki komið aftur heim fyrr en 27. nóvember. Ferðin var í boði sov- éskra stjórnvalda en félagið Menn- ingartengsl Íslands og Ráðstjórn- arríkjanna (MÍR) sá um skipulagn- ingu og val á þátttakendum. Ung kona frá Akranesi var meðal þeirra sem skipuðu þennan átta manna hóp sem fór ferðina. Það var Unn- ur Leifsdóttir, 22 ára húsmóðir. Þetta var hennar fyrsta utanlands- ferð. Aðrir í hópnum voru Sigurður Blöndal skógræktarfræðingur, Stef- án Þorleifsson íþróttakennari, Pét- ur Pétursson útvarpsþulur, Eberg Ellefsen, Sigursveinn Jóhannes- son járnsmiður, Rafn Gestsson og Ragnar Gunnarsson verkamaður sem síðar fluttist til Akraness. Þessa dagana eru nákvæmlega 60 ár lið- in síðan ferðin var farin. Í ár eru sömuleiðis sjö áratugir síðan Ísland og Rússland tóku upp stjórnmála- samband. Það gerðist um miðja seinni heimsstyrjöldina árið 1943. Skessuhorn birtir hér stutt viðtal við Unni og grein, á næstu opnu, sem hún birti í Bæjarblaðinu á Akra- nesi í júlí 1954. Þar lýsir hún fyr- ir lesendum einum degi í Moskvu eins og hún upplifði hann fyrir sex áratugum síðan. Ljósmyndirnar sem fylgja hafa ekki birst áður op- inberlega. Nafn hennar var dregið út Árið 1953 var á margan hátt um- brotaár í sögu Sovétríkjanna. Ein- ræðisherrann Jósef Stalín lést í mars þetta ár eftir að hafa setið í æðstu valdastólum allt frá dögum bylting- arinnar 1918. Aðeins átta ár voru liðin frá lokum seinni heimsstyrj- aldar og Evrópa enn í sárum. Við dauða Stalíns slaknaði nokkuð á spennu milli Sovétríkjanna og vest- rænna þjóða. Það var í þessu and- rúmslofti sem þessi hópur og aðrir Íslendingar ferðuðust til Sovétríkj- anna, bæði í kynnisferðir en einn- ig til náms. Einnig komu sovéskir lista- og menntamenn í heimsókn til Íslands. Það var Æskulýðsdeild Andfastistabandalagsins í Sovét- ríkjunum sem bauð MÍR að senda hóp í kynnisferð til Sovétríkjanna. „Deildir MÍR vítt og breitt um land- ið fengu boð um að hver þeirra gæti sent einn félaga í þessa ferð. Hér á Akranesi var dregið um hver færi úr hópi umsækjenda. Áður hafði verið auglýst eftir þeim. Ég sá möguleika á því að komast í skemmtilega ferð, gaf kost á mér og miðinn með mínu nafni var dreginn út,“ segir Unnur sem hefur búið alla tíð á Akranesi. Þegar þetta var átti hún eina tveggja ára dóttur. Hún er Hrönn Eggerts- dóttir kennari og myndlistarkona á Akranesi. „Ég var svo heppin að vera bæði með eiginmann og for- eldra í sama húsi þannig að barn- ið var í góðum höndum þótt ég færi þessa ferð.“ Ekki rætt um stjórnmál Þetta var mikið og strangt ferða- lag. Í Sovétríkjunum heimsótti hópurinn Moskvu og var viðstadd- ur hátíðarhöld þar þegar haldið var upp á dag Októberbyltingar- innar 7. nóvember. Einnig var far- ið til Leningrad og iðnaðarborg- arinnar Sverdlovsk í Úralfjöllum. „Það var vel tekið á móti okkur. Við gistum á prýðilegum hótelum og fengum góðan mat. Við sáum ekk- ert sem hafði truflandi áhrif á okk- ur, engan alvarlegan skort. Búðirn- ar sem við fórum í voru fullar af matvöru og öðrum varningi. Ekki var annað að sjá en þar færi venju- legt fólk sem verslaði. Við gátum keypt eins og við vildum en höfð- um lítinn gjaldeyri. Þó keypti ég pels á Hrönn dóttur mína. Okk- ur var frjálst að fara um eins og við vildum. Ég man að við vorum öll í upphafi ferðarinnar full grunsemda að það væri verið að spila með okk- ur þannig að við fengjum aðeins að sjá það sem stjórnvöld vildu að við sæjum. En þegar á reyndi var farið að öllum okkar óskum um það sem við vildum skoða. Túlkar voru í för með okkur þegar þess þurfti. Ann- ars vorum við ekki endilega í fylgd með fulltrúum stjórnvalda. Það var aldrei talað um stjórnmál. Túlk- arnir þýddu fyrir okkur á ensku og norsku og svo auðvitað aftur á rúss- nesku.“ Konur í karlastörfum Unnur segir að það hafi verið áber- andi að Sovétríkin voru í mikilli uppbyggingu. Víða stóðu yfir mikl- ar framkvæmdir. „Ég tók eftir því að það voru nokkuð færri karlmenn en konur á ferli. Við sáum kven- fólk vinna hörðum höndum í bygg- ingavinnu og við önnur hefðbund- in karlastörf á þessum tíma. Svona lagað þekktist ekki á Íslandi. Þegar Rússarnir spurðu mig hvað ég hefði að atvinnu svaraði ég sem satt var að ég væri heimavinnandi húsmóð- ir með lítið barn. Þá hváðu þeir og spurðu mig hvort konurnar á Ís- landi væru svona latar og nenntu ekki að vinna. Helsta skýringin á því að rússnesku konurnar voru svo mikið á vinnumarkaðinum var sú Ung kona af Akranesi í austurveg að svo margir karlar höfðu fallið í heimsstyrjöldinni.“ Ferðin hafði djúpstæð áhrif á hina ungu móður frá Akranesi. „Það var helst á þann hátt að hún víkkaði sjóndeildarhring minn. Ég myndi orða það þannig að þarna fékk maður að sjá aðeins lengra en bara niður á Akratorg. Ég var að- eins 22 ára gömul. Þessir dagar hafa oft orðið mér minnisstæðir síðan.“ mþh Rússneskt barn í loðfeldi sem Unnur myndaði í Sovétríkjunum. Íslenski hópurinn heimsækir vélaverksmiðju. Unnur Leifsdóttir er fyrir miðri mynd með slæðu og ræðir við rússneska verkakonu. Á milli þeirra er Eberg Ellefsen frá Siglufirði. Sigursveinn Jóhannesson frá Hafnarfirði horfir yfir öxl Unnar. Í bak- grunni með húfu á höfði má sjá Stefán Þorleifsson frá Norðfirði. Lífland býður þér til bændafunda í samvinnu við Trouw Nutrition í Hollandi Boðið verður upp á veitingar Allir velkomnir Bændafundir Líf lands Miðvikudagur 27. nóvember 11:00 Hótel Hamar, Borgarnesi Dagskrá · Niðurstöður heysýnagreininga. Samanburður við fyrri ár. · Notagildi helstu fóðurgrasa og áherslur í sáðvöruúrvali Líflands. · Bætt heilbrigði nautgripa með markvissari notkun bætiefna. · Kynning á nýjum fóðurblöndum og kjarnfóðurúrvali Líflands. Fyrirlesarar Gerton Huisman frá Trouw Nutrition í Hollandi ásamt ráðg jöfum Líflands. Hluti fyrirlestra fer fram á ensku, en verður þýddur jafnóðum. Verslanir: Lynghálsi, Reykjavík | Akureyri | Blönduósi Ráðgjafar: 540 1100 | lifland@lifland.is | www.lifland.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.