Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013 Árni Kópsson rekur fyrirtækið Vatnsborun ehf. Það var hann sem ásamt starfsmönnum sínum kom niður á nýjasta heitavatnsfundinn á Snæfellsnesi þegar þeir komu nið- ur á heitt vatn í Lynghaga í Eyja- og Miklaholtshreppi 17. október síðastliðinn. Þó að Árni og félagar hafi að baki um 20 ára reynslu af borunum þá var þetta í fyrsta sinn sem þeir koma nálægt leit að heitu vatni á Snæfellsnesi. „Við höfum reyndar borað þar nokkrum sinn- um fyrr. Bæði á Hellnum og við Grundarfjörð en það hafa verið boranir eftir köldu vatni.“ Þó að erfiðlega hafi gengið að finna heitt vatn utanvert á Snæ- fellsnesi þá eru heit svæði til að mynda á Lýsuhóli og norður úr. Heitavatnsholur eru í landi Eið- húsa í Eyja- og Miklaholtshreppi og hitaveita verið lögð þaðan. Nú standa yfir tilraunaboranir þar til að freista þess að finna enn meira vatn. Auk þess er nýja holan í Lyng- haga þar skammt frá. Hitaveita er í Stykkishólmi og heitt vatn hef- ur fundist við Grundarfjörð. Árni segir frekar erfitt að leita að heitu vatni á sumum stöðum á Snæfells- nesi. „Þetta er auðvitað eldfjalla- svæði. Jarðvegurinn er gljúpur og því hætt við að heita vatnið leiti til sjávar á miklu dýpi ofan í jörðinni. Það þarf því að bora lengra niður til að sækja það. Slíkt er auðvitað dýrt. Svo geta menn átt á hættu að rekast á sama vanda og menn gerðu í Grundarfirði þar sem fékkst nóg af heitu vatni en það var of mengað af brennisteinsvetni og öðrum erfiðum efnum sem gera það óhæft til beinnar nýt- ingar.“ Það vantar kannski meiri framlög frá ríkinu til að hægt sé að fara í meiri leit á þessum svæðum og þá kannski fyrst og fremst bor- anir. „Mér kæmi ekki á óvart að það væri hægt að finna vatn fyr- ir Grundarfjörð. Þetta er kannski fyrst og fremst spurning um stað- setningar, hvar holurnar eru bor- aðar.“ Árni segist verða var við aukinn áhuga á leit að heitu vatni. „Það ætti að skoða betur möguleikana á að koma upp varmadælum. Það er víða hægt að finna heitt vatn sem dugar vel fyrir þær. Með því að nýta þennan möguleika er hægt að finna og nýta volgt vatn án þess að taka alltof mikla áhættu eða kosta miklu til við heitavatnsöflun. Volgt vatn og varmadæla dugar vel til að hita upp húsin. Allt yfir sjö gráðu hita nýtist afar vel í varma- dælu. Á mörgum stöðum má finna 15 til 20 gráðu heitt vatn og það dugar fínt.“ Árni segir að erlendis séu mörg dæmi þess að menn leggi á sig að bora allt niður á 500 metra til að finna sjö gráðu vatn sem þeir nota svo fyrir varmadælur til hús- hitunar. „Kannski er ástæða þess að við erum ekki komin lengra en raun ber vitni með varmadælurnar sú að við erum svo góðu vön þar sem svo víða hefur fundist mjög heitt vatn og menn eru alltaf að vonast til að finna meira. En eft- ir standa svæði með minni hita og rafmagnið virðist bara hækka í verði.“ mþh Í ljósi þess að raforkuverð fer hækk- andi og niðurgreiðslur á raforku til „kaldra“ svæða lækka hafa bæði sveitarfélagið Snæfellsbær og ein- staklingar prófað sig áfram undan- farin ár með raforkusparandi að- gerðum og að nýta varmadælur til að sækja varma til húshitunar. Kristinn Jónasson bæjarstjóri seg- ir að tiltölulega einfaldar aðgerð- ir hafi skilað miklu í orkusparnaði í ráðhúsi Snæfellsbæjar og grunn- skólanum á Hellissandi. Tölvustýrð hitastjórnun í ráðhúsinu þar sem dregið er úr kyndingu utan vinnu- tíma hefur skilað miklum sparn- aði. Jafn einföld aðgerð og að draga gluggatjöld fyrir að kveldi dags hef- ur einnig skilað miklu. Þetta er gert með klukkubúnaði sem kostaði alls 75.000 krónur. Áður en honum var komið upp var rafmagnsnotk- un í ráðhúsinu um 96.188 kWh á ári. Nú er hún um 77.688 kWh. Svipaða sögu er að segja úr grunn- skólanum. Þar er dregið úr kynd- ingu um leið og börnin fara heim síðdegis og ekki hækkað aftur fyrr en rétt áður en skólahald hefst að nýju. Auk þessa hafa ýmsar útgáfur af varmadælum verið reyndar í Snæ- fellsbæ. „Við erum að prófa all- ar tegundir. Við viljum reyna hver kostnaðurinn er, hvaða end- ingartíma við megum búast við, hver vandamálin eru og kostirnir. Reynslan færir okkur einnig dýr- mæta þekkingu á þessum búnaði og hvernig á að stýra honum. Ef þetta gefst vel þá ætlum við að leggja í meiri fjárfestingar í lausnum tengd- um varmadælum. Þetta skilar sér fljótt ef það næst fram sparnaður í orkunotkun. Það verður hins veg- ar að gæta þess að velja vandaðan búnað frá virtum framleiðendum. Hann er kannski eitthvað dýrari en reynslan sýnir að það borgar sig,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri. Fjórar mismunandi grunngerðir af varma- dælum Á heimasíðu fyrirtækisins Fríorku (friorka.is), hjá Orkusetri (orku- setur.is) og á vef Samtaka sveitar- félaga á köldum svæðum (ssks.is) er að finna gagnlegan fróðleik um varmadælur. Um fjórar megingerð- ir af dælum er að ræða. Þær miðast við aðstæður hvers og eins, svo sem hvort nýta megi yfirhita úr vatni, lofti, jörð eða bergi til að fanga orku til húshitunar. Hér er tæpt stuttlaga á þessum aðferðum og hvernig þær hafa nýst í Snæfellsbæ: 1. Vatn í vatn Vatn í vatn varmadælurnar geta lækkað rafmagnsreikninga um 70 til 85% á ári miðað við hefðbund- inn búnað. Allur viðkvæmur bún- aður er staðsettur innanhúss. Vatn í vatn varmadælur nota ekki loft til orkuöflunar sem gerir þær óháðar veðri. Þær eru í mörgum tilfellum ódýrari kostur en loft í vatn varma- dælur. Afísing er óþörf og tapast því ekki orka með henni. Þessar varma- dælur eru fáanlegar með neyslu- vatns hitakút. Þær geta tengst ofna- og gólfhita neysluvatnskerfi og öll- um þeim kerfum sem hitaveita væri annars notuð í. Betri varmadælur í þessum hópi breyta framrásarhita eftir þörfinni sem er hverju sinni og hámarka þannig sparnað. Þessi tilhögun er í húsi björgunarsveitar- innar Lífsbjargar í Snæfellsbæ. Þar er hitinn tekinn úr sjónum í höfn- inni. Varmadælan var sett upp 2011 og stofnkostnaður var um 3,5 millj- ónir króna. Áður var ársnotkunin á rafmagni til hitunar hússins 93.944 kWh. Eftir að varmadælan var sett upp er hún um 42.317 kWh. 2. Loft í vatn Loft í vatn varmadælurnar geta lækkað rafmagnsreikninginn um 50 til 75% á ári miðað við hefðbund- inn búnað. Varmadælan er annað hvort staðsett innanhúss eða utan en það fer eftir gerð hennar. Þörf er á afísingu. Þessar varmadælur eru fáanlegar með neysluvatns hitakút. Loft í vatn varmadælur nota loft til orkuöflunar sem gerir þær háð- ar útihita. Þessar varmadælur geta tengst ofna-, gólfhita- eða neyslu- vatnskerfi og öllum þeim kerfum sem hitaveita væri annars notuð í. Betri varmadælur í þessum hópi breyta framrásarhita eftir þörfinni sem er hverju sinni og hámarka þannig sparnað. Þessi aðferð er not- uð til að kynda félagsheimilið Klif í Snæfellsbæ. Áður en varmadælurn- ar voru settar upp var ársnotkunin á rafmagni þar um 162.720 kWh. Nú er hún um 115.539 kWh. 3. Loft í loft Loft í loft varmadælur eru þær ein- földustu sem í boði eru, spara um það bil 10 til 30% á ári í flestum til- fellum. Varmadælan er staðsett úti með því orkutapi sem því fylgir og þörf er á afísingu. Getur verið ódýr og góður kostur í eitt rými sem ekki hefur dreifikerfi. Loft í loft varmadælur nota loft til orkuöflun- ar sem gerir þær háðar veðri. Þess- Guðmundur Þórðarson fyrrum bóndi á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi þakkar Árna Kópssyni þegar heitt vatn fannst í landi Lynghaga í síðasta mánuði. Bormaður bendir á volgt vatn og varmadælur Íbúar Snæfellsbæjar leita ýmissa leiða til að lækka orkukostnað ar varmadælur tengjast ekki ofna-, gólfhita eða neysluvatnskerfi. Leik- skólinn Kríuból í Snæfellsbæ not- ar þessa útfærslu. Fyrir uppsetn- ingu varmadælunnar var ársnotk- unin um 81.784 kWh. Nú er hún 62.807 kWh. 4. Berg í vatn Almennt er aðgengi að stórum vatnsæðum eða innstreymisvatni í borholum ekki nauðsynlegt skilyrði fyrir varmadælur, heldur er hægt að hafa varmaskipti við allt borholu- vatnið. Þetta er víðast hvar gert er- lendis á stórum markaðssvæðum varmadælna, og eru varmaskiptin þá í raun við bergið sem holan nær í gegnum og vatnið miðlar varma bergsins yfir í varmaskiptavökva. Varmaskiptavökvinn er þá leidd- ur í alllöngum leiðslum í gegnum varmauppsprettu sem miðast að því að auka snertiflöt vinnslumið- ilsins við varmauppsprettu (gild- ir almennt um varmaskipti). Lengd varmaskiptaleiðslanna fer eftir dýpt holunnar og þeim kröfum sem gerðar eru um það varmaafl eða varmaorku sem notast skal við. Erf- itt getur verið að ná góðri varma- upptöku í þurri holu en ef næst í grunnvatn á botni holunnar sem hefur hitastig í kringum 15-20 °C þá eru engin slík vandkvæði. Nýtt hús var byggt á Grenhóli í Staðar- sveit árið 2006. Áætluð ársnotkun við rafhitun var 37.000 kWh. Á 20 mánaða tímabili mældist rafmagns- notkunin 9.125 kWh á ársgrund- velli með varmadælu. mþh Hús björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Rifi í Snæfellsbæ er hitað upp með varmadælu sem sækir hitann úr sjónum í höfninni. Orkuþörfin og þar með hitunarkostnaður hefur minnkað um rúmlega helming.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.