Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013 Nú skulum við dveljast einn dag í Moskvu. Af því, að við höfum ekki lengri tíma til umráða þar, skulum við nota hann vel. Eyðum ekki tíma í ferðir, en segjum eins og karlinn, „hókus pókus,“ og við erum stödd í miðri borginni, stöndum við dyr Grand-hótels. Þar bíður okkar bíll, og við leggjum af stað í kynnisför um borgina. Að vísu ekki nema lít- inn hluta hennar, því að ekki verð- ur allt skoðað á einum degi. Við þurfum þó bæði að sjá verk gamla og nýja tímans, helst að frétta eitt- hvað um kjör fólksins. Gaman væri líka að geta farið í leikhús, en í kvöld á að sýna óperuna „La Traviata“ í Bolsoj-leikhúsinu, með söngvaranum Pavel Lisitsian, sem heimsótti Akranes á síðastliðnu vori, í einu af aðalhlutverkunum. Við höfum það í huga, hefjum svo förina og reynum að nota tímann sem best. Fyrst ökum við eftir einni af að- algötunum, Gorki-stræti, sem er mjög breið með nýjum húsum á báðar hliðar. Við rekum augun í litla, formfagra byggingu, við hlið- ina á geysistóru hóteli, Hotel Tol- stoj, og spyrjumst fyrir um hana. Jú, fyrir nokkrum árum var þetta stærsta bygging borgarinnar. Þetta er gömul ráðuneytisbygging, að vísu ekki mjög lítil, en virðist það við hlið hinna stóru félaga. Við ökum áfram, það er mikil umferð, en hún er hæg, hægari en í flestum öðrum stórborgum. Af bílum ber tiltölulega mest á strætisvögnum, sem eru bæði raf- magns- og díselvagnar. Þeir ganga mjög þétt, og mega heita hver á eftir öðrum, beggja vegna götunn- ar. Leigubílar og einkabílar eru í svipuðu hlutfalli, (leigubílar allir eins málaðir) flestir af nýrri gerð. Lítið sést af gömlum bílum, nema helst vörubílar. Beggja vegna göt- unnar eru verslanir fullar varnings, og þá ekki síður af viðskiptavin- um! Það er sunnudagur í dag, og hann notar hið vinnandi fólk mik- ið til að fara í búðir. Á morgun er þeim aftur lokað, nema matvöru- verslunum, en þær eru alltaf opn- ar mestan hluta sólarhringsins. Kannski ættum við að biðja öku- manninn um að stansa augnablik og líta nánar á búðirnar? Litið í vöruhús Fyrst förum við í stórt vöruhús, og komum fyrst í hljóðfæradeild. Hljóðfærin eru ódýr. Meðal ann- ars sjáum við þar mjög vandaðan gítar, sem kostar 60 rúblur, fiðlu á 25 rúblur. Á neðstu hæð skoðum við barna- leikföng, sportvörur alls kon- ar, búsáhöld, ýmsar skrautvörur, o.s.fv. Við göngum upp á 2. hæð, þar sjáum við fatnað alls konar, skódeild, töskudeild o.m.fl. En þar sem við erum peninga- laus í þessari för, dveljumst við þarna skammt, en á bakaleið kem- ur okkur saman um, að allur nauð- synjavarningur sé mjög ódýr, en aftur meira lagt á ýmsa munaðar- vöru. Þegar við komum út á göt- una aftur, tökum við eftir mat- vörubúð skammt frá, og samþykkj- um að líta þar inn sem snöggvast. Þar er mikil ös, en allir eru í bið- röðum og hver bíður með þolin- mæði þess, að röðin komi að hon- um. Við erum aftur á móti aðeins í forvitnisferð, svo að við göng- um um og skoðum í útstilling- arborðunum o.þ.h. Í einu boð- inu eru kjötsýnishorn. Við getum fengið kjötið í heilum skrokkum, og svo allavega tilreitt, t.d. kóte- lettur, óbarðar og barðar, hakk- að kjöt og buffsneiðar úr hökkuðu kjöti tilbúnar til steikingar, kjöt- fars. Svona mætti lengi telja, einn- ig er hægt að fá flesta rétti fullmat- reidda. Næst komum við að borði með fisksýnishornum. Einnig þar er fjölbreytnin mjög mikil. Við komum þarna auga á íslenskan ís- fisk og síld. Þá stöndumst við ekki mátið og spyrjum. Jú, þessi vara líkar vel, en pökkunin þykir of stór á fiskinum, en hún er 7 pund. Mat- vörurnar eru ódýrar og kjöt til- tölulega ódýrara en fiskur. Í þessari verslun er víndeild, eins og í öðrum matvöruverslun- um. Við litum þar inn. Allar hill- ur eru fullar af hinum ýmsu teg- undum vína, og í allavega pökkun- um. Þarna sjáum við t.d. kampavín á eins lítra flöskum á 26 rúblur. Við ljúkum þessari heimsókn og ökum aftur af stað, og skal nú hald- ið til eldri hluta borgarinnar. Gamla Moskva Elstu húsin eru bjálkahús, „mjög lík samskonar húsum og í Nor- egi,“ segir einhver og hann bætir við: „Þau eru hlý og vinaleg þegar inn er komið, þótt ekki séu þau fal- leg utan.“ Það er satt, ekki eru þau falleg, en það stafar mikið af því, að ekki er hægt að mála bjálkana, og við margra ára veðrun hafa hús- in dökknað mikið, og eru nú mörg hrörleg að sjá. Enn bera þau þó merki fornrar fegurðar, því að kring um glugga og dyr eru útskornir „rammar,“ og á þetta almennt við um hús, sem við sjáum og ber víða vott um mikinn hagleik. Við flest hús- in eru garðar. Göturnar eru mjó- ar og ómalbikaðar, mega heita eins og þær götur, sem Akurnesingar þekkja best, nema hvað þessar göt- ur eru greiðfærari, þar sem þær eru ekki eins holóttar! Þarna, eins og annars staðar sjáum við börn að leik. Þótt þetta sé gamalt hverfi, vitnar það ekki um fátækt. Við virðum fyrir okkur börnin, þau eru enn hraustleg og hlýtt klædd, og í góðum fötum, en ekki „fín“ í þeirri merkingu, sem við leggjum í það orð. Á flestum húsunum eru sjón- varpsloftnet, og okkur kemur sam- an um að það vitni ekki um sára fá- tækt íbúanna. Nú ökum við til baka, inn í miðborgina aftur. Við komum að Kreml, sem er eins og borg í borg- inni, með hinum sérkennilegu og frægu múrum í kring. Upp úr múr- unum gnæfa turnar gömlu kirkn- anna, sem eru frá því á miðöldum, og varðturnarnir fornu, sem eru margir mjög háir, sá hæsti, turn Ivans 3. frá 16. öld, er 81 meter og var hæsta bygging Moskvu þar til farið var að reisa skýjakljúfana. Við eina hlið múranna líður áfram áin Moskva, lygn og breið. Innan Kremlarmúra Þegar við höfum ekið kringum Kreml, langar okkur einnig til að litast um innan múranna. Við sýn- um vegabréfin, síðan göngum við inn fyrir múrinn, og þar með inn í elstu Moskvu. Þar eru mjóar mal- bikaðar götur, en þeim gefum við ekki gaum nema andartak, því að hér er svo margt fornt og fagurt til að skoða. Þarna sjáum við torg, Dóm- kirkjutorgið. Við það standa m.a. þrjár dómkirkjur byggðar í aust- urlenskum stíl, á 15. og 16. öld. Í einni þeirra, Erkiengilsdóm- kirkjunni voru furstar og keisarar grafnir, fram til Péturs mikla. Aðalbyggingarnar eru þó ekki kirkjurnar, heldur hallir gömlu keisaranna, sem höfðu þarna að- setur sitt þar til Pétur mikli lét reisa Pétursborg og flutti þangað. Þessar hallir, sem eru reistar á ýmsum tímum, eru reistar hver upp að annarri og mynda þannig mikla byggingastamstæðu. Þarna eru geymdar sögulegar minjar, og dýrgripir, sem tilheyrt hafa keis- urunum. Við þessa byggingasam- stæðu var svo þingsalur Æðsta- ráðsins reistur árið 1934. Við göngum inn í þann hluta, sem hef- ir að geyma safn gömlu keisaranna. Skoðum m.a. kjóla og skartgripi Elísabetar dóttur Péturs mikla, en hún var skartkona mikil. Af öðru úr hennar eigu skoðum við hest- vagna, t.d. einn stóran og glæsileg- an skreyttan gulli og gimsteinum. Fyrir honum eru átta hvítir hestar skrautbúnir. Þarna eru gjafir frá Katrínu I. til Orlovs friðils síns, þ.á.m. fagr- ir postulínsgripir frá Napolí, og borðbúnaður úr silfri. Við skoð- uðum einnig klæði og fleira úr eigu Péturs mikla meðal annars reiðstígvél, sem hann hafði sjálf- ur smíðað, en hann var mikill hag- leiksmaður. Þetta eru stærstu skór, sem við höfum séð, en skýringin er að sjálfsögðu sú að Pétur var mjög stór, eða 2 m. og 5 cm. á hæð. Við skoðum margt fleira, krýn- ingarskrúða keisara, vopnasafn og ýmislegt fleira frá hernaði þess tíma. Það tekur okkur langan tíma að skoða þetta, en áður en við yf- irgefum safnið, göngum við inn í stóran sal, sem hefur að geyma gjafasafn keisaranna, og eru þar margir og miklir dýrgripir sam- ankomnir. Gull og silfur diskar og annar borðbúnaður, skartgripir, vopn – þannig mætti langan tíma telja, því að hlutirnir skipta hundr- uðum. Þarna sjáum við m.a. gler- skáp, sem nær frá gólfi til lofts. Þar gefur að líta gjafir Danakonunga til Rússakeisara, og eru það mikl- ir dýrgripir, ekki síður en annað, sem þarna er. Við heyrum einn úr okkar hópi segja með dálitlu angri í röddinni: „Við Íslendingar höf- um nú borgað bróðurpartinn af þessu!“ Allir þessir mörgu og fögru grip- ir eiga sér glæsta sögu, en einnig eiga þeir flestir sína harmasögu, ef dýpra er skyggnst. Nú yfirgefum við þessa sali, göngum niður stiga og inn lang- an gang. Opnum hurð, og við erum stödd í þingsal Æðstaráðs- ins. Hurðin sem við opnum er að vísu venjuleg hurð, en þó er hún meira. Hún skilur á milli gam- als og nýs tíma, milli íburðar og prjáls, og hins stílhreina látleysis, sem hér gefur að líta, þó allt sé hér vandað. Fyrir miðjum gafli er sæti forsetanna, sitt hvoru megin ráð- herranna. Framan við þessi sæti er ræðupallur. Andspænis eru svo áheyrendasæti og stúkur, ca. 2.300 sæti alls. Við hvert áheyrendasæti er lítið púlt til að skrifa við. Pluss- renningar af algengri rússneskri tegund eru á gólfinu. Við setjumst stundarkorn og virðum fyrir okkur salinn og hvílumst eftir gönguna um safn gömlu keisaranna. Síðan förum við fram í anddyr- ið, skrifum nöfn okkar í gestabók- ina, þessari heimsókn er lokið. Ný borg á fornum grunni Í þetta skipti göngum við heim á hótel, það tekur okkur ca. 5 mín. Leiðin liggur meðfram stórum almenningstrjágarði, sem nýtur skjóls hinna fornu múra. Þegar heim kemur, tökum við af okkur yfirhafnirnar og förum síð- an í borðsalinn á 2. hæð til hádeg- isverðar, klukkan er tvö. Við setj- umst við borð, sem okkur er ætlað. Þjónninn ber okkur matinn; brauð, salöt og styrjuhrogn, súpu, steikta kjúklinga og ís. Kaffi á eftir. Við gefum okkur góðan tíma til að matast, og virðum fyrir okk- Nóvemberdagur í Moskvu fyrir sextíu árum Hópurinn í Sovétríkjunum. Aftari röð f. v.: Ragnar Gunnarsson, Sigurður Blöndal fararstjóri, Rafn Gestsson og Pétur Péturs- son. Fremri röð. F.v.: Unnur Leifsdóttir, Eberg Ellefsen, Stefán Þorleifsson og Rafn Gestsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.