Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013
Samvinna, virðing og jafnrétti.
Þessi þrjú gildi stóðu upp úr þegar
stýrihópur um mótun skólastefnu
fór að vinna úr öllum þeim gögnum
sem fyrir lágu frá hagsmunahópum
í skólasamfélaginu á Akranesi. Þar
næst komu svo gildin; heilbrigði,
traust, fjölbreytileiki, metnaður og
fagmennska. Skólastefnan var ný-
lega samþykkt í bæjarstjórn Akra-
ness, en skylt er að sveitarfélög móti
stefnu í skólamálum. Skólastefna
sem slík var ekki til áður hjá Akra-
neskaupstað, heldur fjölskyldu-
stefna sem nær yfir öll fjölskyldu-
mál en ekki náið um afmörkuð svið,
svo sem skólamálin. Skólastefna
Akraneskaupstaðar verður brátt að-
gengileg bæði á vef Akraneskaup-
staðar og í pappírsformi. Einnig er
kominn grunnur að aðgerðaáætlun,
sem líka verður birt á vefnum og í
gegnum hana geta íbúar Akraness
fylgst með framgangi skólastefn-
unnar. Það er svo hlutverk skól-
anna sjálfra að bæta við aðgerða-
áætlunina og ákveða hvaða leið þeir
ætla að velja að settum markmiðum
skólastefnunnar. Henni er ætlað að
verða lifandi plagg sem verður upp-
fært að minnsta kosti einu sinni á
ári í takt við þau verkefni sem sett
eru af stað. Þetta kom fram í spjalli
sem blaðamaður Skessuhorn átti
við Ingibjörgu Valdimarsdótt-
ur formann stýrihóps um mótun
skólastefnunnar. Ingibjörg er bæj-
arfulltrúi og var fulltrúi fjölskyldu-
ráðs í stýrihópnum.
Megininntakið
Megininntak skólastefnu Akranes-
kaupstaðar er tekið saman í fjórum
liðum og er eftirfarandi:
Hlutverk skóla á Akranesi er að
skapa skilyrði fyrir nemendur þann-
ig að þeir nái að nýta hæfileika sína,
efla sjálfstæði sitt og þroska með sér
góð samskipti við samferðamenn.
Hlutverk skóla á Akranesi er að
laða fram gott samstarf allra í skóla-
samfélaginu. Með skólasamfélagi
er átt við starfsfólk skóla, foreldra,
nemendur og grenndarsamfélagið.
Hlutverk skólasamfélagins á
Akranesi er að skapa jákvæðan
skólabrag þar sem ríkir virðing,
umburðarlyndi og lýðræðisleg gildi
um velferð nemenda eru höfð að
leiðarljósi.
Hlutverk skóla á Akranesi eru að
veita almenna menntun til að und-
irbúa nemendur til virkrar þátttöku
í síbreytilegu þjóðfélagi.
Afar lýðræðislegt
samráð viðhaft
Stýrihópur um mótun skólastefnu
var skipaður á vordögum 2011. Í
honum voru fulltrúar skólastjór-
nenda og starfsmenn á leik- og
grunnskólastigi á Akranesi, auk þess
sem Helga Gunnarsdóttir og Svala
Hreinsdóttur af Fjölskyldusviði
unnu með stýrihópnum. Auk Ingi-
bjargar Valdimarsdóttur formanns
voru í stýrihópnum: Arnbjörg Stef-
ánsdóttir, Ingveldur Jónsdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Steinunn
Guðmundsdóttir og Vilborg Val-
geirsdóttir. „Við fórum af stað með
því hugarfari að við mótun skóla-
stefnunnar næðum við til sem allra
flestra sem tengjast skólasamfélag-
inu, sem eru velflestir íbúar bæjar-
ins,“ segir Ingibjörg. Stýrihópur-
inn fór í víðtækt samráðsferli sem
hófst með skólastefnumóti í ágúst
2011 með öllu starfsfólki skóla á
Akranesi. Að auki voru fulltrú-
ar hagsmunaaðila boðaðir á skóla-
stefnumótið, svo sem frá íþrótta-
og æskulýðsfélögunum í bæn-
um. „Rætt var um hvert við vild-
um sjá skólana stefna og hvað gildi
við vildum viðhafa í skólastarfinu. Í
kjölfar skólastefnumótsins voru svo
haldnir kynningarfundir í Þorp-
inu þar sem öllum bæjarbúum gafst
færi á að koma með sitt innlegg í
vinnuna. Á fundunum voru m.a.
kynntar niðurstöður ýmissa kann-
anna á skólastarfi á Akranesi. Nem-
endur héldu líka sína samráðsfundi
í skólunum, einkum eldri nemend-
ur, og komu með sínar áherslur og
gildi til mótunar skólastefnunnar.
Foreldrar leik- og grunnskólabarna
voru boðaðir á vinnufund og meira
að segja var gerð smá könnun með-
al leikskólabarna, hvað þeim fynd-
ist mikilvægast. Sú könnun var
mest framkvæmd með brosköllum.
Þannig að það má segja að öllum í
skólasamfélaginu hafi gefist tæki-
færi til að koma sínum skoðunum
á framfæri.“
Íbúarnir mótuðu
stefnuna
Ingibjörg segir að vitaskuld hafi
mikil vinna falist í að ræða við allt
þetta fólk og taka við þeirra sjónar-
miðum. Stýrihópurinn hafi verið vel
meðvitaður um það strax í upphafi.
„Það var fólkið sem mótaði í raun
skólastefnuna. Margt gagnlegt var í
sarpinum og það var hlutverk okk-
ar í hópnum að vinna úr niðurstöð-
unum. Þegar komin voru drög að
skólastefnunni settum við þau inn á
vef kaupstaðarins og þar gafst fólki
áfram kostur á að koma með sitt
innlegg til lokavinnunnar. Okkur
fannst það skemmtilegt hvað þetta
var afgerandi með gildin sem stóðu
upp úr, það er samvinnan, virðingin
og jafnréttið,“ segir Ingibjörg. Hún
segist hafa fulla trú á því að aðgerða-
áætluninni verði haldið lifandi, enda
til lítils að móta skólastefnu ef hún
er ekki innleidd í skólana og henni
fylgt eftir. Bæjarbúar eigi einmitt að
geta fylgst vel með framgangi að-
gerðaáætlunarinnar á vef Akranes-
kaupstaðar. Skólastefnan nær eins
og áður segir til grunnskólanna og
leikskólanna auk tónlistarskólans.
Hún snertir líka Fjölbrautaskólann í
gegnum aðgerðaáætlunina, svo sem
í samvinnuþættinum. Ingibjörg seg-
ir að þótt mótuð hafi verið skóla-
stefna, muni hver skóli í bænum þó
áfram halda sínum sérkennum og
áherslum. „Skólastefnan á að miða
að því að allir skólarnir séu að stefna
í sömu átt,“ sagði Ingibjörg Valdi-
marsdóttir að lokum. þá
Í fréttum og umfjöllunum fjölmiðla
síðustu árin hafa velferðarmál ver-
ið mikið til umfjöllunar. Málefni
barna og unglinga hafa þar valdið
mörgum áhyggjum, kannski ekki
síst heilsu- og holdafar barna. Vel-
ferðarstefna Akraneskaupstaðar
var samþykkt á fundi bæjarstjórn-
ar Akraness 29. október síðastlið-
inn. Þröstur Þór Ólafsson bæj-
arfulltrúi var formaður hóps sem
vann að velferðarstefnunni. Hann
segir að þegar ákveðið var á ráðast í
gerð velferðarstefnu árið 2011 hafi
sú vitneskja verið til staðar að fjöl-
margir væru að vinna að velferðar-
málum barna og unglinga í bæn-
um og á svæðinu. Það sem á skorti
var hins vegar heildaryfirsýn, hver
og einn var að vinna í sínu horni og
hlutverk ekki nægjanlega skilgreint.
„Við vonumst til að velferðarstefn-
an tryggi að það verði ekki gloppur
í kerfinu. Samfellan í velferðarmál-
um á Akranesi verði meiri en áður.
Velferðarstefnan verði til að sam-
ræma og tryggja samskipti,“ segir
Þröstur Þór.
Um leið forvarnarstefna
Þröstur sagði í samtali við Skessu-
horn að upprunalega hefði verið
rætt um gerð forvarnastefnu fyr-
ir Akranes. Fólk hafi komist að
þeirri niðurstöðu að orðið for-
varnir væri orðið mjög gildishlað-
ið í umræðunni, að mestu tengt
ávana- og fíkniefnum. Hér væri
um umfangsmeiri viðfangsefni að
eiga og því réttara að tala um vel-
ferðarstefnu. Vinnan við velferðar-
stefnuna byrjaði með því að boð-
að var til samráðsfundar í Þorpinu
síðsumars 2011. Þar voru saman-
komnir fulltrúar frá öllum þeim að-
ilum á Akranesi sem koma að vel-
ferð barna og unglinga. Á sam-
ráðsfundinum var rætt um hvaða
væntingar þeir hefðu í velferðar-
og forvarnamálum á Akranesi. Þar
voru m.a. mættir fulltrúar skól-
anna í bænum, íþróttahreyfingar-
innar, heilsugæslunnar og lögregl-
unnar. Þröstur Þór segir að nið-
urstaða þessa fundar hafi verið að
óska eftir að afrakstri fundarins
yrði vísað til starfshóps um æsku-
lýðs- og íþróttamál í bænum. „Það
var heilmikið fóður sem starfshóp-
urinn fékk frá þessum samráðsfundi
í Þorpinu. Atriðunum var raðað
eftir mikilvægi en gildin sem lentu
efst á lista voru: jákvæðni, velferð,
virðing og samvinna,“ segir Þröst-
ur Þór sem var formaður starfs-
hópsins og fulltrúi fjölskylduráðs
í honum. Jónína H. Víglundsdótt-
ir kennari var skipuð af meirihluta
bæjarstjórnar og Hildur Karen Að-
alsteinsdóttir af minnihluta bæj-
arstjórnar. Með hópnum störfuðu
Heiðrún Janusardóttir verkefnis-
stjóri í æskulýðs-og forvarnarmál-
um og Jón Þór Þórðarson íþrótta-
fulltrúi ÍA.
Aldursskipt
velferðarstefna
Í upphafi var ákveðið að velferðar-
stefnan næði yfir skilgreint aldur-
svið sem næði til barna og unglinga,
það er frá 0-18 ára. Velferðarstefn-
unni er síðan aldurskipt, til að skil-
greina hlutverks hvers og eins sem
koma að framkvæmd velferðar-
mála. Þannig er t.d. aldursskeiðið
0-2 ára, sem einkum nær til ung-
barnaeftirlits og dagmæðra. Ald-
ursbilið 2-6 ára nær m.a. til leik-
skólanna og heilsugæslunnar. Þegar
börnin eru á aldurskeiðinu 6-12 ára
eru fleiri aðilar komnir að málum
ásamt heimilunum sem alltaf eru í
aðalhlutverki. Það er yngra stigið í
grunnskólunum, íþróttafélögin eru
með mikið starfs fyrir þennan ald-
urshóp og fleiri æskulýðs- og tóm-
stundafélög. Þegar komið er á ald-
ursbilið 13-15 ára eru enn fleiri að-
ilar komnir að velferðarborðinu og
unglingurinn nýtur þá m.a. ferm-
ingarfræðslunnar og fræðslu frá
skólahjúkrunarfræðingi um kyn-
ferðismál. Félags- og tómstunda-
þátturinn verður jafnvel enn meira
ráðandi en áður. Á aldurbilinu 16-
18 ára kemur síðan framhaldsskól-
inn til skjalanna og bætist við hina
hópana sem koma að velferð ung-
lingsins. Lögregla hefur hönd í
bagga með fræðslu fyrir hin ýmsu
aldursskeið, enda er þarna komið
á bílprófsaldurinn. Aðspurður um
skilgreint hlutverk einstakra þátta
sem flokka má undir velferð, nefnd-
ir Þröstur Þór sem dæmi umferðar-
fræðslu. Þar hafi skilgreint hlutverk
Grundaskóli, sem er móðurskóli
umferðarfræðslu á grunnskólastigi
í landinu og lögreglan.
Frelsi á framkvæmd
mála óskert
Þröstur Þór segist ekki í vafa um
að það hafi verið tímabært að móta
velferðarstefnuna og aðgerðaáætlun
með henni. Hvoru tveggja verði birt
og gerð aðgengileg á vef Akranes-
kaupstaðar. „Ég segi ekki að Akra-
nes hefði farið í hundana án velferð-
arstefnu. Hlutverk og ábyrgð hvers
og eins sem koma að velferðarmál-
um er nú betur skilgreint en áður,
þannig að fólki hlýtur að líða svo-
lítið betur með það. Í kaflanum um
almenna velferðarstefnu er til dæm-
is fjallað um mikilvægi þess að all-
ir hafi tækifæri til að taka þátt í
íþrótta- og tómstundastarfi. Svo er
líka vikið að sértækum aðgerðum
sem hægt yrði að grípa til. Svo sem
ef til að mynda árleg könnun Rann-
sóknar og greiningar gæfi tilefni til
þess, ef t.d. kæmi upp einhvers kon-
ar vandi tengdur fíknimálum sem
grípa þyrfti inn í. Velferðarstefn-
an á að tryggja meiri samfellu í vel-
ferðarmálum í bænum. Hún segir
hins vegar ekkert um það hvernig
á að framkvæma hlutina og gengur
ekkert á það athafna- og starfsfrelsi
sem skólar, félagasamtök, bæjar-
félagið og ýmsir aðrir sem vinna að
velferðarmálum hafa,“ segir Þröst-
ur Þór Ólafsson. þá
Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður
starfshóps um mótun skólastefnu
Akraneskaupstaðar.
Skólastefna Akraness tilbúin sem og drög að aðgerðaáætlun
Fjölhæfir nemendur skemmta á árshátíð í Brekkubæjarskóla.
Velferðarstefnan skapi samræmingu og tryggi samskipti
Spjallað við Þröst Þór Ólafsson formann starfshóps um velferðarstefnu Akraness
Frá sandkastalakeppni á Langasandi á Írskum dögum. Ljósm. jsb.
Þröstur Þór Ólafsson.