Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013
Boðið í betristofu
með Þórhalli miðli
Miðaverð er 1.500 krónur
og greiðist við innganginn.
- ef góða veislu gjöra skal
Þórhallur Guðmundsson miðill
mun af sinni alkunnu næmni
sækja skilaboð að handan
og miðla til gesta.
Skyggnilýsingarfundur
mmtudaginn 21. nóvember n.k.
kl. 20.00 að Hlöðum á Hvalarðaströnd.
Nánari upplýsingar hjá Gauja litla að
Hlöðum í síma: 660 8585 og á gaui@gauilitli.is
www.hladir.is
Áttu von á skilaboðum?
Fiskistofa hefur gefið út afla-
hefti sitt fyrir síðastliðið fiskveiði-
ár 2012/2013. Þar er sem fyrr
að finna ýmsar upplýsingar um
veiði íslenskra skipa. Heildarafl-
inn á fiskveiðiárinu var tæp 1.369
þúsund tonn. Hann dróst sam-
an um 5,2% frá fyrra ári. Skýr-
ingin er minni uppsjávarafli. Tæp
900 þúsund veiddust af uppsjáv-
arfiski en loðnuveiðarnar drógust
saman um 120 tonn milli ára og
þar liggur lækkunin. Botnfiskafl-
inn jókst um rúm 20 þúsund tonn
að mestu vegna aukins þorskafla.
Hann var rúm 210 þúsund tonn en
rúm 182 þúsund tonn á fyrra fisk-
veiðiári. Uppsjávaraflinn nam tæp-
um 900 þúsund tonnum. Í Aflaheft-
inu koma fram í fyrsta skipti upp-
lýsingar um skiptingu strandveiði-
báta sl. fimm ár eftir því hvaða aðr-
ar veiðar þeir stunduðu á árinu. Ít-
arlega er fjallað um grásleppuveið-
ar en hrognkelsaveiðin í ár var með
minnsta móti. Línuívilnun, undir-
málsfiskur og VS-afli fá einnig sinn
sess. Sá afli er seldur á fiskmarkaði
og rennur hluti af andvirði hans til
Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Í ýsu
þrefaldast þessi afli milli ára, fer úr
301 tonni í 912 tonn á síðasta fisk-
veiðiári. Samtals var landað 2.716
tonnum sem VS-afla fiskveiðiárið
2012/2013 samanborið við 2.339
tonn fiskveiðiárið 2011/2012. Al-
mennt var flutningur aflahlutdeilda
á síðasta fiskveiði töluvert minni en
á fyrra ári. Það er framhald á þró-
un undanfarinna ára. Samdráttur
varð líka í umfangi flutnings á kvóta
milli skipa miðað við fyrri ár. Nálg-
ast má Aflaheftið á vef Fiskistofu.
mþh
Sjómenn á stóru síldveiðiskipunum
eru orðnir mjög langeygir eftir því
að íslenska sumargotssíldin sýni sig
í verulegu magni á grunnslóðinni
við norðanvert Snæfellsnes eins
og hún hefur gert á undanförnum
árum. Áhafnir skipanna hafa oft-
ast þurft að hafa mikið fyrir því að
finna síld í veiðanlegu magni. Það
sem af er hausti hafa menn beðið
þess að síldin kæmi upp að strönd-
inni þar sem hún þétti sig í mikl-
um torfum eins og á síðustu árum
en bið ætlar að verða á þessu.
Birti aðeins til
í vikulokin
Nokkuð hýrnaði yfir mönnum á
föstudag í liðinni viku. Þá voru sex
síldveiðiskip á litlu svæði á miðjum
Urthvalafirði á Snæfellsnesi, um
hálfa aðra sjómílu utan við brú á
Kolgrafafirði. Skessuhorn sló þá
á þráðinn til Gunnlaugs Jónsson-
ar skipstjóra á Ingunni AK, öðru
af tveimur skipum HB Granda, en
skipið var á föstudaginn á svæðinu.
„Þetta er skásti dagurinn hjá stóru
skipunum í langan tíma,“ sagði
Gunnlaugur en sagði þó að síldin
væri frekar dreifð og því ekki bein-
línis hægt að tala um mok. „Börkur
er búinn að fá mjög gott kast. Við
komum hingað í morgun á Ingunni
AK og fengum 300 tonn í fyrsta
kastinu og erum núna að dæla úr
öðru kasti sem líklega er um 500
tonn. Ætli við siglum ekki með
aflann eftir það. Við kælum aflann
vel og fyllum því ekki,“ sagði Gunn-
laugur aðspurður. Dagana á undan
höfðu síldveiðiskipin verið á veið-
um nokkru austar, m.a. við Hrútey,
en veiðin var slök. „Þetta er ágætt
núna miðað við veiðina undan-
farna daga, menn hafa allavega get-
að kastað og mér sýnist flest skip-
in vera að fá eitthvað,“ sagði Gunn-
laugur á Ingunni AK.
Miklu minna en
undanfarin ár
Verra hljóð var komið í strokk-
inn þegar Skessuhorn tók púlsinn
á veiðunum í gærmorgun. „Það
er mjög lítið að sjá af síld. Eigin-
lega ótrúlega lítið og bara brot af
því sem verið hefur undanfarin ár,“
sagði Guðjón Jóhannsson skip-
stjóri á aflaskipinu Hákoni EA 148
þegar Skessuhorn náði tali af hon-
um. Skipið var í annarri veiðiferð
sinni í Breiðafirði á þessu hausti en
það landaði 900 tonnum á föstu-
dag. Hákon EA lónaði á þriðjudag
ásamt einum sex stórum uppsjáv-
arveiðiskipum út af Grundarfirði
og Kolgrafafirði í leit að torfum að
kasta á. Afli var mjög tregur. „Tíð-
arfarið er búið að vera mjög erfitt í
haust. Það er enga síld að finna utar
í Breiðafirði og á dýpra vatni þann-
ig að við erum hér bara með litlu
næturnar. Það eru einhverjar hug-
myndir um að skipin fari og reyni
fyrir sér við suðurströndina þar sem
vitað er af síld en veðurfarið hefur
verið svo slæmt að það eiginlega
aldrei friður,“ sagði Guðjón skip-
stjóri á Hákoni EA.
Aukinn kvóti
hjá trillunum
Síldartrillurnar sem sækja út frá
Stykkishólmi hafa sömuleiðis afl-
að lítið að undaförnu, bæði vegna
kvótaskorts og ótíðar á miðunum.
Margir smábátanna höfðu veitt upp
heimildir sínar þegar Sigurður Ingi
Jóhannsson sjávarútvegsráðherra
gaf í síðustu viku út reglugerð þar
heimilað er að auka síldarkvóta til
netaveiða á Breiðafirði í 700 tonn.
Jafnframt sló ráðuneytið því föstu
að ekki verði frekar bætt við kvóta-
heimildir smábátaflotans til síld-
veiða í haust og vetur utan Kolg-
rafafjarðar. Hins vegar hefur ráð-
herra viðrað þann möguleika að
heimila frjálsar veiðar smábáta fyr-
ir innan brú í Kolgrafarfirði. Það
yrði hugsanlega gert komi til þess
að síldin gangi þar inn í miklu mæli
og menn standi frammi fyrir því
að óheyrilegt magn síldar drepist í
kjölfarið líkt og gerðist síðasta vet-
ur. Engar vísbendingar eru þó um
að síldin sé komin inn á Kolgrafa-
fjörð. Á þessari stundu veit í raun
enginn hvar hún heldur sig.
mþh/mm
Töluvert dregur úr aflaverðmæti
íslenskra skipa á fyrstu átta mán-
uðum ársins í samanburði við sömu
mánuði 2012, samkvæmt saman-
tekt Hagstofunnar. Nú nemur það
101,4 milljörðum króna samanbor-
ið við 108,4 milljarða á sama tíma-
bili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því
dregist saman um rúmlega sjö millj-
arða króna eða 6,5% á milli ára.
Aflaverðmæti botnfisks var rúmlega
57,7 milljarðar króna og dróst sam-
an um 9,5% miðað við sama tímabil
í fyrra. Verðmæti þorskafla var um
29,7 milljarðar og dróst saman um
8,6% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu
nam 7,3 milljörðum og dróst sam-
an um 13,6% en verðmæti karfa-
aflans nam tæpum 8,4 milljörðum,
sem er 8% samdráttur frá fyrstu
átta mánuðum ársins 2012. Verð-
mæti úthafskarfa nam 2,1 milljarði
króna á fyrstu átta mánuðum ársins
og jókst um 8,4% miðað við sama
tímabil í fyrra. Verðmæti ufsaaflans
dróst saman um 9,1% milli ára og
nam rúmum 5,5 milljörðum króna
í janúar til ágúst 2013.
Verðmæti uppsjávarafla nam tæp-
um 33,1 milljörðum króna í janú-
ar til ágúst 2013, sem er um 1,9%
aukning frá fyrra ári. Þá aukn-
ingu má rekja til loðnuafla og kol-
munnaafla. Aflaverðmæti loðnu
nam 15,6 milljörðum króna á fyrstu
átta mánuðum ársins sem er 19,2%
aukning miðað við sama tímabil í
fyrra. Aflaverðmæti kolmunna jókst
um 9,9% frá fyrra ári og var rúm-
lega 2,8 milljarðar króna í janúar
til ágúst 2013. Aflaverðmæti síldar
dróst saman um 37,6% milli ára og
var tæplega 1,6 milljarðar króna í
janúar til ágúst 2013. Aflaverðmæti
Síldveiðar ganga illa
Vilhelm Þorsteinsson EA 11 við nótaveiðar á Urthvalafirði á
sunnudaginn. Ljósm.: tfk.
Síldveiðiskipin voru að veiðum á Urthvalafirði rétt
fyrir utan brúna yfir Kolgrafafjörð á föstudag í
síðustu viku. Ljósm. tfk.
Aflahefti Fiskistofu fyrir
síðasta fiskveiðiár komið út
Töluverður samdráttur í verðmæti fiskafla
makríls var um 12,3 milljarðar
króna á fyrstu átta mánuðum ársins
sem er 3,6% samdráttur miðað við
sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti
flatfisksafla nam rúmum 6,3 millj-
örðum króna, sem er 17% sam-
dráttur frá janúar til ágúst 2012.
Verðmæti afla sem seldur er í
beinni sölu útgerða til vinnslu inn-
anlands nam 50 milljörðum króna
og dróst saman um 3,7% mið-
að við fyrstu átta mánuði ársins
2012. Verðmæti afla sem keyptur
er á markaði til vinnslu innanlands
dróst saman um 5,8% milli ára og
nam rúmlega 14,1 milljarði króna.
Aflaverðmæti sjófrystingar nam
rúmum 33,3 milljörðum í janúar til
ágúst og dróst saman um 9,4% milli
ára en verðmæti afla sem fluttur er
út óunninn nam tæpum 3 milljörð-
um króna, sem er 22% samdráttur
frá árinu 2012.
mm/ Ljósm. Friðþjófur Helgason.