Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013
Hvernig dekk eru undir
bílnum þínum?
Spurning
vikunnar
(spurt á Akranesi)
Ársfundur Hrossaræktarsambands
Vesturlands fór fram á sunnudag-
inn á Hótel Borgarnesi. Eins og
venja er voru veitt verðlaun á fund-
inum fyrir efstu kynbótahrossin í
hverjum flokki á árinu auk þess sem
Ræktunarbú Vesturlands var út-
nefnt, en alls voru 18 bú tilnefnd að
þessu sinni. Að þessu sinni var rækt-
unarbúið Einhamar á Akranesi val-
ið Ræktunarbú Vesturlands 2013,
en búið reka þau Hjörleifur Jóns-
son og Sif Ólafsdóttir. Athygli vakti
að meðalaldur hrossa búsins sem
sýnd voru á árinu var einungis 4,4
ár sem er ungt miðað við fjölda.
Í flokki 4. vetra hryssa fékk Harpa
frá Hrísdal verðlaun en ræktend-
ur hennar eru Gunnar Sturluson
og Guðrún Margrét Baldursdótt-
ir. Hermína frá Akranesi fékk verð-
laun í flokki 5. vetra hryssa en rækt-
andi hennar er Sigmundur Bern-
harð Kristjánsson. Hryssan Brigða
frá Brautarholti var verðlaunuð í
flokki 6. vetra hryssa en ræktandi
hennar er Snorri Kristjánsson og
þá var Auður frá Skipaskaga verð-
launuð í flokki 7. vetra og eldri og
er ræktandi hennar Jón Árnason.
Í flokki stóðhesta fékk Hersir frá
Lambanesi verðlaun í flokki 4. vetra
stóðhesta en ræktendur hans eru
þau Agnar Þór Magnússon og Birna
Tryggvadóttir Thorlacius. Straum-
ur frá Skrúð varð hlutskarpastur í
flokki 5. vetra stóðhesta en rækt-
endur hans eru þeir Sigfús Kristinn
Jónsson og Jakob Svavar Sigurðs-
son. Í flokki 6. vetra stóðhesta fékk
Gígur frá Brautarholti verðlaun en
ræktandi hans er Þrándur Krist-
jánsson. Loks fékk Narri frá Vestri-
Leirárgörðum verðlaun í flokki 7.
vetra stóðhesta en ræktandi hans er
Dóra Líndal Hjartardóttir.
Á fundinum veitti HV einnig
nokkrum félögum heiðursviður-
kenningar fyrir félags- og ræktun-
arstarf, en þetta var í þriðja skipti
sem slík verðlaun eru veitt. Heið-
ursviðurkenningar hlutu þeir Bjarni
Marinósson frá Skáney, Sigurð-
ur Björnsson frá Stóra-Lambhaga
III, Sveinn Finnsson frá Eskiholti
og Bjarni Alexandersson frá Stakk-
hamri. Fundinn ávörpuðu einnig
þau Guðlaugur Antonsson, hrossa-
ræktarráðunautur Bændasamtaka
Íslands, sem fór yfir hrossaræktina
síðasta sumar, og Kristbjörg Ey-
vindsdóttir, hrossaræktandi, sem
fjallaði um næstu skref í ræktun-
inni.
hlh / Ljósm. Hrefna B. Jónsdóttir.
Í ár hljóta tvær hryssur hér á
landi heiðursverðlaun fyrir af-
kvæmi. Þetta eru hryssurnar Nóta
frá Stóra-Ási í Borgarfirði og
Hending frá Flugumýri í Skaga-
firði. Heiðursverðlaunin voru af-
hent á ráðstefnunni Hrossarækt
2013 sem haldin var sl. laugar-
dag. Auðsholtshjáleiga, bú Gunn-
ars Arnarsonar, Kristbjargar Ey-
vindsdóttur og barna þeirra, hlaut
heiðursverðlaunin Ræktunarbú
ársins 2013. Eins og fram hef-
ur komið í Skessuhorni voru ekki
færri en þrjú bú af Vesturlandi til-
efnd til verðlaunanna að þessu
sinni, eða Einhamar, Hrísdalur og
Lambanes.
Síðustu tvö árin hefur fjöldi
heiðursverðlaunhryssa verið
óvenju mikill. Níu hlutu heiðurs-
verðlaun 2012 og átta árið 2011.
Heiðursverðlaun hljóta hryssur
með 116 stig eða hærra í aðalein-
kunn kynbótamats og eiga a.m.k.
fimm dæmd afkvæmi. Þrjár hryss-
ur uppfylltu þessar lágmarks-
kröfur að þessu sinni, þ.e. Nóta,
Hending og Glás frá Votmúla.
Síðasttalda hryssan fórst í upphafi
þessa árs og hlaut því ekki heið-
ursverðlaun.
Tónlistargyðjan
með í för
Hryssan Nóta frá Stóra Ási er
í eigu og ræktun Láru Kristín-
ar Gísladóttur. Nóta er með 118
stig í aðaleinkunn kynbótamats
og hlaut því Glettubikarinn sem
hæst dæmda kynbótahryssan með
afkvæmi. Nóta er fædd 1996 og er
undan Oddi frá Selfossi og Hörpu
frá Hofsstöðum. Hún hlaut 8,25
í aðaleinkunn þegar hún var sýnd
í kynbótadómi árið 2003. Dæmd
afkvæmi Nótu bera líkt og móð-
irin nöfn tengd tónlistinni og er
það afar vel til fundið þar sem eig-
andinn og fjölskyldan öll í Stóra
Ási stundar tónlist. Afkvæmin eru
Sónata (8,43), Trymbill (8,57),
Taktur (8,26), Hending (8,15) og
Tónlist (7,95).
mm
Lára Kristín með Glettubikarinn, Kolbeinn Magnússon í Stóra Ási og Kristinn
Guðnason í Skarði. Ljósm. Eiðfaxi/Óðinn Örn Jóhannsson.
Nóta frá Stóra Ási hlaut
Glettubikarinn fyrir afkvæmi
Heiðursverðlaunahryssan Nóta frá Stóra-Ási ásamt Lykli Fróðasyni frá
Staðartungu. Ljósm. Lára Kristín Gísladóttir.
Einhamar á Akranesi er ræktunarbú
ársins á Vesturlandi
Mikið var rætt og skrafað um ræktunarmál á fundinum. Hér sjást Agnar Þór
Magnússon og Stefán Ármannsson frá Skipanesi skeggræða málin.
Hluti þeirra ræktenda sem fengu
viðurkenningu fyrir hross sín á
fundinum.
Þessir fengu heiðursviðurkenningu á fundinum, f.v. Bjarni Marinósson, Sigurður
Björnsson, Sveinn Finnsson og Bjarni Alexandersson.
Guðlaugur Antonsson var heiðraður
á fundinum fyrir liðsinni sitt fyrir HV
en hann hefur verið ötull við að flytja
erindi á fundum samtakanna undan-
farin ár. Guðlaugur fer nú í ársleyfi frá
störfum sem hrossaræktarráðunautur
en hann er að taka við nýju starfi
sem búfjáreftirlitsmaður Matvæla-
stofnunnar í landshlutanum.
Auður Sigurðardóttir
Ég er með heilsársdekk, vil ekki
sjá þessi nagladekk.
Sigurður Sigurðsson
Heilsársdekk sem þjóna vel.
Ingibjörg Finnbogadóttir
Bara svona heilsársdekk.
Þórður Sigurðsson
Það eru nagladekk, gömlu góðu
nagladekkin. Ég átti þau meira
að segja tilbúin á felgum.
Geir Guðjónsson
Ég á ekki bíl.