Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Miklar breytingar eru nú í rekstri íslenskra útgerðarfyrirtækja. Hæst ber að verið er að selja frystitogara sem fram undir þetta hafa verið taldir í hópi mestu fjöreggja þjóðarinnar. Þá eru einnig dæmi um að þeim hafi verið breytt til að geta ísað aflann um borð, án þess að vinna hann frekar, líkt og gert var við Helgu Maríu AK. Þessar breytingar hafa bæði kosti og galla. Augljóst er að nú er fjöldinn allur af hátekju sjómönnum um allt land að missa vinnuna, á annað hundrað fengu uppsagnir um síðustu jól. Verulega mun áhrifa þess gæta í fámennum byggðarlögum þar sem útgerð stórs skips er e.t.v. helsta fjöreggið. Nefni ég Skagaströnd sem dæmi. Hið jákvæða við þessar breytingar má hins vegar segja að umgengnin við auðlindina á vænt­ anlega eftir að batna með því að fiskurinn er ekki unninn að öllu leyti úti á sjó. Brottkast þar hefur verið staðreynd og ýmsar aukaafurðir sem eru hrein og klár verðmæti fara í fuglinn í stað þess að verða að verðmætum í landi. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur Landssambands íslenskra út­ vegsmanna, benti nýverið á að þær breytingar sem kynntar hafa verið und­ anfarnar vikur hjá útgerðum frystiskipa stafi af nokkrum ástæðum. Nefnir hann m.a. hátt olíuverð og launahlutfall af tekjum, rekstrarkostnað frysti­ togara auk skattheimtu. Sú veigamesta er þó að afurðaverð hefur farið lækk­ andi. Slíkt er náttúrlega áhyggjuefni fyrir þjóðarbúið allt, ekki einvörð­ ungu fyrir útgerðarfyrirtæki og sjómenn. Þannig lækkaði verð sjófrystra af­ urða um hvorki meira né minna en 14%, samkvæmt gögnum Hagstofunn­ ar, milli áranna 2012 og 2013. Auðvitað er lægri launakostnaður og auk­ in tækni við landvinnslu sjávarfangs eftirsóknarvert markmið fyrir útgerð og vinnslu. Vonandi mun vinnslan þó engu að síður greiða það góð laun að ekki þurfi að sækja erlent vinnuafl til að manna augljósa aukningu í land­ vinnslunni. Hræddur er ég þó um að slíkt verði raunin enda hefur eftir­ spurn Íslendinga eftir slíkum störfum ekki verið ásættanleg hin síðari ár. Hreyfanleiki vinnuafls hér á landi er einfaldlega ekki nógu mikill og á hið opinbera sinn þátt í því. Ekki ætla ég að taka undir hinn háværa grátkór útgerðarinnar, nógir aðrir eru til þess og heilt dagblað er beinlínis rekið til að halda uppi vörnum fyr­ ir greinina. Nú geta útgerðarfyrirtæki hins vegar andað léttar því augljósa bandamenn fengu þau við ríkisstjórnarskipti síðasta vor. Fyrsta verk nýrr­ ar ríkisstjórnar var að hætta við aukna skattheimtu á útgerð og ferðaþjón­ ustu rétt eins og þessar atvinnugreinar væru ekki aflögufærar. En auðvi­ tað er óhófleg skattlagning atvinnugreina ekki skynsamleg. Ég tel mig, líkt og aðra landsmenn, hafa óbeina hagsmuni sem felast í því að eftir því sem frumvinnslugreinar okkar Íslendinga ganga betur, því betur ætti að þjóð­ arbúið að ganga. Þetta er náttúrlega að því gefnu að tekjum íslenska ríkis­ ins sé ekki sóað í tóma vitleysu. Ég vil því veg útgerðar sem mestan, þetta er sú atvinnugrein sem hvílir á hvað elstum merg en er engu að síður fjör­ eggið okkar þrátt fyrir háan aldur. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að út­ gerðarfyrirtæki verði einfaldlega að ganga það vel á næstu árum að þau geti farið í markvissa endurnýjun skipaflotans. Það er að mínu mati ekki bara hagkvæmt heldur beinlínis lífsnauðsynlegt. Leyfi ég mér í því samhengi að benda á að um síðustu helgi urðu ekki færri en tvö íslensk fiskveiðiskip vél­ arvana í ólgusjó vestan við landið. Slíkt er ekki ásættanlegt. Sjávarútvegur eins og aðrar greinar atvinnulífsins þarf að geta aðlagað sig breyttum aðstæðum hverju sinni. Útgerð og fiskvinnsla er í samkeppni við erlend fyrirtæki. Því gef ég mér að það sé skynsamlegt jafnt fyrir útgerð sem þjóðarbúið allt að frystitogurum sé nú breytt í ísfisksveiðiskip eða þau seld úr landi. Annars væri ekki unnið að svo stórtækum breytingum. Magnús Magnússon Undanfarið hefur verið unnið að niðursetningu gáms rétt ofan við bæinn Gröf á Hvalfjarðarströnd. Gröf er miðja vegu milli stóriðju­ svæðisins á Grundartanga og norð­ urmunna Hvalfjarðarganga. „Gám­ urinn mun hýsa loftgæðamælistöð og verður viðbót við viðamikla um­ hverfisvöktun Norðuráls og El­ kem á iðnaðarsvæðinu á Grundar­ tanga. Tilgangur vöktunarinnar er að meta áhrif á umhverfið vegna starfsemi á svæðinu. Hún hefur verið framkvæmd af óháðum að­ ilum frá árinu 1998. Jafnframt því að fylgst er með loftgæðum þá eru rannsóknir framkvæmdar og eftirlit haft með úrkomu, árvötnum, flæði­ gryfju, heyi, gróðri og grasbítum,“ segir Sólveig Bergmann upplýs­ ingafulltrúi Norðuráls í samtali við Skessuhorn. mþh Enn er hvalreki undir Jökli. Í veð­ urofsanum nú um áramótin bar að landi háhyrning í Sandafjör­ una vestan Hellissands. Auðvelt er að komast að hvalnum af Útnes­ veginum um veginn út í Krossa­ vík. Vegna bárugangsins í norða­ náttinni er staðsetningin eitthvað breytileg milli sjávarfalla, að sögn staðkunnugra. mm Bæði Hildur Sigurðardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir leik­ menn kvennaliðs Snæfells eru í úr­ valsliði fyrri hluta Dominosdeild­ arinnar í körfubolta sem kynnt var í gær. Þær eru einu fulltrúar Vest­ urlands í þessu vali sem náði bæði til karla­ og kvennadeildanna. Auk þess að útvalslið Dominosdeild­ anna voru valin, voru valdir bestu leikmennirnir, besti þjálfarinn, dugnaðarforkurinn og dómarinn. Nöfnurnar í Snæfelli hafa farið fyr­ ir sínu liði í vetur, en Snæfellskonur eru nú sem stendur með góða stöðu á toppi Dominosdeildarinnar. Auk Hildanna voru valdar í úrvals­ lið kvenna Sara Rún Hinriksdóttir Keflavík, Bryndís Guðmundsdótt­ ir Keflavík og Lele Hardy Hauk­ um sem jafnframt var valin besti leikmaðurinn. Dugnaðarforkurinn var valin Marín Laufey Davíðs­ dóttir Hamri. Besti dómari Dom­ inos deilda karla og kvenna í fyrri hlutanum var kosinn Sigmundur Már Herbertsson. Besti þjálfarinn í kvennadeildinni var valinn Andy Johnston Keflavík. Í úrvalslið karla voru valdir: Martin Hermannsson KR, Pavel Ermolinskij KR, Micha­ el Craion Keflavík, Ragnar Ágúst Nathanaelsson Þór Þorlákshöfn og Elvar Már Friðriksson Njarð­ vík, sem jafnframt var valinn besti leikmaðurinn. Dugnaðarforkurinn var Darri Hilmarsson KR og besti þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson KR. þá Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam­ þykkti í desember að setja fram­ kvæmdir við nýja viðbyggingu við húsnæði Grunnskólans í Borgar­ nesi á þriggja ára framkvæmda­ áætlun sveitarfélagsins. Einnig hyggst sveitarfélagið halda áfram með endurbætur á núverandi hús­ næði á næstu tveimur árum, 2014 og 2015. Að sögn Páls S. Brynjars­ sonar sveitarstjóra er heildarkostn­ aður framkvæmda við skólann áætl­ aður um 400 milljónir króna. Unn­ ið verði að ræða hönnun viðbygg­ ingarinnar á næstu tveimur árum en gert er ráð fyrir að framkvæmd­ ir hefjist árið 2016. Páll segir að í viðbyggingunni sé fyrirhugað að verði nýtt mötuneyti skólans auk fjölnota salar. Þar verði einnig ný aðstaða fyrir verkleg­ ar greinar og sérkennslu auk þess sem þar verði ný stoðrými starfs­ fólks. Ekki liggur fyrir hvar á skóla­ lóðinni nýja viðbyggingin kemur til með að rísa. Verið sé að skoða nokkra möguleika og segir Páll að horft sé til svæða við vesturálmu skólans og suðurálmu, þar sem nú er smíðastofa. hlh Gámurinn er búinn mælitækjum til að greina mengun í andrúmslofti. Ljósm. mþh Áhrif stóriðju á loftgæði mæld við Gröf Grunnskólinn í Borgarnesi. Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi kominn á áætlun Háhyrningur í Sandafjöru Verðlaunahafar fyrir kvennadeildina ásamt formanni KKÍ. Hildur Björg Kjartans- dóttir er önnur frá vinstri en á myndina vantar Hildi Sigurðardóttur. Nöfnurnar úr Snæfelli í úrvalsliðið Frystitogarar týna tölunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.