Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.01.2014, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Laust starf – Safnasvæðið á Akranesi, staða iðnaðarmanns Laust er til umsóknar nýtt starf iðnaðarmanns á Safnasvæðinu á Akranesi. Um er að ræða 100 % stöðu. Helstu verkefni: Endurgerð og viðhald mannvirkja á Safnasvæðinu Skipulag viðburða og námskeiða á Safnasvæðinu Forvarsla muna í eigu safnsins Umsjón með eldsmiðju og verkefnum tengdum henni Uppsetning og gerð sýninga Verkefnastjórnun Menntunar- og hæfniskröfur: Iðnmenntun sem nýtist í starfi Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Upplýsingar um starfið veitir Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins í Görðum, Akranesi. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Akraneskaupstaðar. www.akranes.is Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2014 Teg: K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Teg: Teg: Teg: Teg: Teg: Jólin voru kvödd með flugeld­ um og brennum á þrettándahátíð­ um í landshlutanum í liðinni viku. Þó þurfti að fresta hátíðarhöldum m.a. í Stykkishólmi vegna hvass­ viðris. Borgnesingar héldu þrett­ ándahátíð sína á sunnudaginn með flugeldasýningu við Englendinga­ vík sem björgunarsveitirnar Brák og Heiðar stóðu fyrir. Þetta er í annað árið í röð sem sveitirnar standa fyrir sýningunni í víkinni og lögðu hundruð manna leið sína þangað til að fylgjast með. Fyr­ ir og eftir sýningu var boðið upp á tónlistaratriði og þá gaf Skátafélag Borgarness gestum rjúkandi kakó og smákökur í boði nokkurra fyr­ irtækja. Sýningarstjórinn, Ásgeir Sæmundsson, sagði mikla ánægju hafa ríkt meðal gesta með flug­ eldasýninguna. Kveikt var í 180 tívolíbombum, 25 standblysum og 5 risastórum sýningartertum að þessu sinni, en um 30 björgunar­ sveitarmenn stóðu vaktina á svæð­ inu, þar af tíu við að skjóta upp flugeldunum. Fjölmennt á Jaðarsbökkum Fjölmenni var samankomið á þrett­ ándabrennu við Þyrlupallinn á Jað­ arsbökkum á sjálfum þrettándanum sem var á mánudaginn. Að venju byrjaði þrettándagleðin með skrúð­ göngu frá Þorpinu og í broddi fylk­ ingar þaðan út á Jaðarsbakka gengu álfar, jólasveinar, huldufólk og ýms­ ar verur sem tengjast þessum tíma þegar þær eru hvað mest á kreiki. Þegar kveikt hafði verið í bálkest­ inum upphófst síðan söngur sem leiddur var af kennurum og nem­ endum Tónlistarskólans á Akra­ nesi. Að lokum var síðan glæsileg flugeldasýning í boði Björgunar­ félags Akraness. Kynjaverur á kreiki í Ólafsvík Sömuleiðis var efnt til brennu og flugeldasýningar í Ólafsvík á þrett­ ándanum. Margs konar kynjaver­ ur sáust þar einnig á kreiki en sá siður hefur ríkt í um það bil hálfa öld að börn klæði sig í búninga og banki upp á í heimahúsum til að biðja um gott í gogginn. Hátíð­ arhöld dagsins hófust með skrúð­ göngu í fylgd álfadrottningar, álfa­ kóngs, álfameyja og annarra púka og huldufólks, auk manna. Geng­ ið var að bálkesti bæjarins þar sem sungnir voru áramóta­ og álfa­ söngvar meðan kveikt var í brennu. Það eru Lionsklúbbarnir í Ólafsvík sem standa að þrettándagleðinni og lauk henni með frábærri flugelda­ sýningu. hlh Á dögunum undir­ rituðu Róbert Ragn­ arsson bæjarstjóri G r i n d a v í k u r b æ j a r og Eggert Herberts­ son framkvæmdastjóri Omnis ehf. samn­ ing um að starfsmenn Omnis taki að sér um­ sjón með miðlægum tölvukerfum Grinda­ víkurbæjar. Upplýs­ ingatæknifyrirtæk­ ið Omnis ehf. er með rekstur á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og eru starfsmenn þess í dag um 40 talsins. Eggert Herbertsson segist að vonum ánægður með að Grindavíkurbær bætist í hóp við­ skiptavina fyrirtækisins. „Sveitarfé­ lögum sem nýta sér þjónustu okk­ ar hefur fjölgað og nú sinnum við mismunandi þörfum tíu þeirra á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Starfsmenn sveit­ arfélaga eru mjög kröfuharðir við­ skiptavinir og því mjög ánægjulegt að okkar starfsmenn standist þær kröfur sem gerðar eru, bæði fjár­ hagslegar og tæknilegar.“ mm Fyrir skemmstu fengu aðstand­ endur Saga Jarðvangs í uppsveit­ um Borgarfjarðar afhent nýtt kennimerki fyrir jarðvanginn. Nýja merkið er unnið út frá teikningu listamannsins Páls Guðmundssonar frá Húsafelli og sýnir Eiríks­ jökul og umhverfið þar í kring; hraunið, vatnið og gróðurinn. Teikning Páls byggir á hringformi þannig að merkið varð að endingu hringlaga. Tölu­ verð hugmyndavinna ligg­ ur að baki merkinu og litavali í því og segir Edda Arinbjarn­ ar verkefnastjóri Saga Jarðvangs að stuðst hafi verið við þá náttúruliti sem finnast í umhverfi jökulsins. Hönnuður merkisins er Hjörvar Harðarson hjá auglýsingastofunni EnnEmm í Reykjavík sem hlotið hefur margvísleg verðlaun fyrir hönnun sína á liðn­ um árum. Jarðvangurinn naut góðvildar Helga Ei­ ríkssonar á Kolstöðum í Hvítársíðu og Páls Guð­ mundssonar á Húsafelli við vinnslu og hönnun merkisins. Edda segir að undir­ búningsvinna fyrir stofnun jarðvangsins sé í góðum far­ vegi. „Næstu tvö til þrjú ár verð­ ur unnið við uppbyggingu inn­ viða á svæðinu en til þess var sótt um styrk í Framkvæmdasjóð ferða­ mannastaða. Einnig hefur verið sótt um styrk til Menningarsjóðs Vesturlands til að gefa út einfald­ an kynningarbækling um jarðvang­ inn,“ segir Edda. hlh Saga Jarðvangur tekur upp kennimerki Kennimerki Saga Jarðvangs sem hannað var af Hjörvari Harðarsyni. Róbert og Eggert handsala samninginn. Omnis færir enn út kvíarnar Álfakóngur og álfadrottning á þrettándagleði í Ólafsvík. Ljósm. þa. Flugeldar og kynjaverur á þrettándahátíðum Mikil ljósadýrð var á flugeldasýningunni í Englendingavík á sunnudaginn. Ljósm. kj. Álfar og huldufólk við brennuna á Akranesi. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.